Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 4

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 B 5 1. deild kvenna: Lokahátíð FÉLAG íslenskra knattspyrnukvenna hélt lokahátíð sína í veitingahús- inu Hollywood á sunnudaginn. Þar var útnefnd besti leikmaður íslands- mótsins og sá efnilegsti. Kristín Arnþórsdóttir, Val, sem jafnframt var markahæsti leikmaður 1. deildar var kjörinn besti leikmaðurinn og Halldóra Gylfadóttir, ÍA, sú efnilegasta. Hátíðin hófst kl. 19.00 og komu Valsstúlkur síðastar til veislu í rútu frá Hlíðarenda og tóku leikmenn annarra liða á móti þeim fyrir utan Hollywood. Einng voru þar saman- komnir nokkrir leikmenn 1. deildar karla og veittu þeir gestum for- drykk. Síðan var borðhald og skemmtiatriði. Heiðursgestir voru Svanfríður Guðjónsdóttir, Albert Guðmundsson og Hannes Þ. Sig- urðsson. Hátiðin fór vel fram og mikil stemmning með gesta. „Átti alveg eins von á því að hljóta titilinn“ — sagði Kristín Arnþórsdóttir besti leikmaðurinn „ÉG átti alveg eins von á að hljóta þennan titil. Mér hefur gengið vel í sumar og eins Vals- liðinu í heild,“ sagði Kristín Arnþórsdóttir, Val, eftir að hún varð kjörinn besti leikmaður ís- landsmótsins í kvennaknatt- spyrnu í lokahófi 1. deildar- kvenna sem þær héldu í Hollywood á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera frábært sumar hjá okkur Valsstelpunum. Unnið íslandsmeistaratitilinn og bikarinn. Það er mikil breidd hjá okkur og samstaðan góð. Allar þurfa að berjast fyrir stöðu sinni. Það eru margar góöar stelpur sem eru fyrir utan og bíða eftir tækifæri og var oft erfitt fyrir Róbert, þjálfara, að velja byrjun- arliðið, “ sagði Kristín. Kristín er vel að þessu kjöri komin. Hún var langmarkahæst í 1. deild , skoraði alls 21 mark. Einnig gerði hún 7 mörk í bikar- keppninni. Hún hefur leikið knattspyrnu með Val í 7 ár eða frá því hún var 14 ára. Hún leikur einnig með Val í meistaraflokki kvenna í handknattleik. Það má því segja að allt hennar Iff snúist um íþróttir. -Hefur þú nokkur tfma aflögu fyrir utan íþróttirnar? „já já, það má alltaf finna sér tíma. Annars er ekki mikið aflögu fyrir utan skólann. Ég fer í íþróttaskólann að Luagarvatni í vetur og er þá hægt að sameina skólann og áhugamálið. Reikna með að leika handbolta í vetur með Val og siðan verður knatt- spyrnan númer eitt næsta. sumar." - Kristín hefur einnig verið fastamaður í íslenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu. Hvernig líst henni á framtíð kvennaknattspyrnunnar á íslandi? „Það eru margar efnilegar stelpur að koma upp núna og það er framför í kvennaboltanum að mínu mati. Þó er allt of lítið gert fyrir landsliðið og vantar þar meiri samæfingu og tíma. Eins og þetta hefur verið hjá lands- liðsnefndinni, þá hefur verið kallað saman landsliö tveimur vikum fyrir leik og er það allt of seint. Það þarf að byrja miklu fyrr og ef það er gert þá er hægt að búast við árangri.“ -Nú hefur þú verið dugleg við að skora mörk, hver er galdur- inn við það? „Það er ekki gott að segja. En ég hef skorar flest mín mörk eft- ir stungusendingar innfyrir. Ætli ég sé bara ekki fljótari en hinar, sagði Kristín að lokum.“ MorgunblaöiÓ/Þorkell • Halldóra Gylfadóttir til vinstri og Kristfn Arnþórsdóttir gátu svo sannarlega brosað sfnu breiðasta eftir útnefninguna í Hollywood á sunnudagskvöldið. „Þetta var æðislegt“ • Kristfn Arnþórsdóttir hefur borið höfuð og herðar yfir stallsystur sínar í knattspyrnunni í sumar. Hún var markahæst f 1. deild með 21 mark. Hér er hún í landsleik þar sem hún hefur átt fast sæti. Fullt hús hjá Val ÁRANGUR Vals í 1. deild kvenna var glæsilegur á þessu keppn- istfmabili sem nú er nýiokið. Þær unnu alla sína leiki f deild- inni og kórónuðu sfðan keppn- istímabilið með því að vinna bikarkeppnina. Kristín Arnþórs- dóttir Val varð markahæst með 21 mark. Breiðablik varð f öðru sæti og Akranes í þriðja. Hauk- ar falla í 2. deild og upp kemur Stjarnan úr Garðabæ. — sagði Halldóra Gylfadóttir efni- legasti leikmaðurinn „Þetta var æðislegt. Ég átti alls ekki von á þessu, “ sagði Halld- óra Gylfadóttir, ÍA, sem kosinn var efnilegasti leikmaður 1. deild- arkvenna. Halldóra sem er 18 ára lék einnig með íslenska kvenna- landsliðinu í sumar. Halldóra er uppalin í Bolung- arvík og þar spilaöi hún með stákunum í 4. og 5. flokki og lék með þeim í íslandsmóti og Vest- fjarðamóti. Flutti síðan suður og lék 14 ára gömul með 1. deildarliði UBK í Kópavogi og varð með þeim íslandsmeistari og bikarmeistari 1982. Hún tók sér frí frá knatt- spyrnunni 1983 en síðan flutti hún upp á Akranes og varð íslands- meistari með þeim 1984 og 1985. Hún veröur í Fjölbrauarskóla Vest- urlands á Akranesi í vetur og ætlar að Ijúka þaöan stúdentsprófi. -Er mikill áhugi á kvennaknatt- spyrnu á Akranesi? „Já, það snýst allt um knatt- spyrnu á Skaganum. Stjórnin er góð og það er stutt vel viö bakið á okkur. í meistarflokki mæta um 20 stelpur en í yngri flokkunum er mjög mikið af stelpum sem eiga eftir að ná langt. Kvennaboltinn er á uppleið. Stelpurnar hafa oröið miklu meira auga fyrir spili og boltatæknin er betri en áður." -Ert þú ánægð með árangurinn í sumar? „Já, við uröum í 3. sæti í íslands- • Fulltrúar úr 1. deild karla tóku á móti stúikunum þegar þær mættu til lokahófsins. mótinu og erum sáttar við það miðaö við endurnýunina í liðinu. Það voru átta stúlkur sem voru í liðinu i fyrra sem hættu, þannig að þetta lofar góðu. Viö ætlum aö æfa á fullu í vetur og það er stefnt að því að fara á æfingarmót í Þýskalandi í janúar. Við stefnum svo á íslandsmeistaratitilinn næsta sumar". Leiftur sigurvegari í 3. deild karla — eftir að hafa unnið ÍR-inga 3:2 á laugardaginn LEIFTUR frá Ólafsfirði sigraði á laugardaginn í 3.deildinni — liðið bar sigurorð af ÍR í úrslitaleik deildarinar á aðalleikvanginum á Akureyri, 3:2, eftir að IR hafði verið yfir, 2:0, í leikhléi. Bæði lið- in leika í 2. deild að ári. Það var Halldór Halldórsson sem kom ÍR yfir snemma leiks eft- ir að Leiftur hafði sótt mun meira. Markið kom því mjög gegn gangi leiksins. Páll Rafnsson, marka- skorarinn mikli hjá ÍR, bætti öðru marki við eftir hlé. Útlitið var því ekki bjart hjá Ólafsfirðingunum — en þeir sýndu og sönnuðu að þeir gefast aldrei upp. Helgi Jóhanns- son minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik og Hafsteinn Jakobs- son jafnaði leikinn úr vítaspyrnu eftir að Óskari þjálfara hafði verið brugðið inni í teig. Það voru svo ekki nema tvær mínútur eftir af leiknum er Óskar Ingimundarson skoraði sigurmark Leifturs af stuttu færi. Það var vel við hæfi að þjáifarinn ræki smiðshöggið á góðan árangur liðsins í sumar — með þvi að skora markið sem tryggði því sigur í deildinni. Fögnuður fjölmargra Ólafsfirð- inga, sem komu til Akureyrar á leikinn, var gífurlegur þegar Bragi Bergmann dómari flautaði til leiks- loka. Ekki fögnuðu leikmenn minna og fékk Óskar þjálfari „flugferð" mitt í fagnaðarlátunum er félagar hans „tolleruðu" hann. Leikurinn var fjörugur. Leifur sótti heldur meira í fyrri hálfleikn- um þrátt fyrir að ÍR-ingar næðu tveggja marka forystu. Spil ÍR-inga var þó heldur öruggara, en dæmið snerist síðan við í síðari hálfleikn- um. Þá voru Leiftursmenn mun ákveðnari og uppskáru eftir því. ÍR-ingar voru ekki nægilega ákveönir í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Er upp var staðið var sigur Leifturs sanngjarn. Þeir bræður Hafsteinn og Sigurbjörn Morgunblaðið/Skapti. • Guðmundur Garðarsson, fyrirliði Leifturs, hampar 3. deildar bik- arnum. Jakobssyni, Guðmundur Garðars- son fyrirliði og Óskar þjálfari voru bestu menn liðsins en hjá ÍR voru flestir góðir í fyrri hálfleiknum en döluðu í þeim síðari. -SH. Afturelding sigraði í 4. deild AFTURELDING úr Mosfellssveit sigraði í 4. deild er þeir unnu Sindra frá Hornafirði, 3:1, i úr- slitaleik á Valbjarnarvelli á laugardaginn og leika í fyrsta sinn í sögu félagsins í 3. deild. Elvar Grétarsson skoraði fyrst fyrir Sindra á fyrstu mínútum leiks- ins. Afturelding efldist við mótlæ- tið og skoruöu þrjú mörk fyrir leikhlé. Mörk þeirra gerðu Óskar Þ.Óskarsson, Gísli Bjarnason og Stefán Hreiðarsson. Seinni hálfleikurinn var jafnari enn sá fyrri en þó átti Afturelding hættuiegri marktækifæri. Besta færið fékk Lárus Jónsson er hann átti skot í stöng af stuttu færi. Leikurinn var mjög grófur og hart barist. Rikard Ö. Jónsson og Gísli Bjarnason voru bestir hjá Aft- ureldingu og hjá Sindra bar mest á Ásgeiri Gunnarssyni og Her- manni Bragsyni. Þessi lið leika bæði í 3. deild á næsta ári og koma örugglega til með að standa sig vel þar. Ármann og Leiknir falla í 4. deild. • Frá úrslitalelk Aftureldlngar og Sindra i 4. deild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.