Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 B 7 • Oft var hart barist í leik Vals og KR á Hlíðarenda. Hér á Loftur Ólafsson í höggi við Guðmund Hreiðarsson, markvörð. KR-ingar slógu Valsmenn út aflaginu — gerðu vonir þeirra um íslands- meistaratitilinn að nær engu VALSVÖLLUR 1. deild: W Valur-KR 0:3 (0:3) Mörk KR: Gunnar Skúlason, Júlíus Þorfinns- son og Sæbjöm Guömundsson. Gul spjöld: Guöni Bergsson, Val og Gunnar Gíslason, KR. Dómari: Bragi Bergmann og dæmdi vel. Áhorfendur: Um 1500 EINKUNNAGJÖFIN Valur: Guðmundur Hreiðarsson 2, Sigurjón Kristjánsson 3, Bergþór Magnússon 2, Magni Blöndal Pétursson 2, Ársæll Kristjánsson 2, Þorgrímur Þráinsson 3, Guöni Bergsson 2, Hilmar Sighvatsson 3, Valur Valsson 3, Ingvar Guðmundsson 3, Ámundi Sigmundsson 2, Jón Grétar Jónsson vm. (á 63. mín.) 2. Samtals: 27 KR: Stefán Jóhannsson 3, GuÖmundur Magn- ússon 2, Magnús Gylfason vm. (á 38. mín.) 2, Loftur Ólafsson 3, Willum Þór Þórsson 2, Gunnar Gíslason 4, Ágúst Már Jónsson 4, Gunnar Skúlason 3, Björn Rafnsson 3, Sæ- björn Guömundsson 3, Heimir Guöjónsson 3, Þorsteinn Halldórsson vm. (85 mín. lék of stutt), Júlíus Þorfinnsson 2. Samtals: 32 „Þetta var góður leikur og mik- ill hraði í honum. KR-ingar léku einfaldlega betur í fyrri hálfleik og Texti: Valur B. Jónatansson Mynd: Júlíus Sigurjónsson. verðskulduðu sigurinn. Úrslit mótsins koma þó ekki til með að ráðast fyrr en í síðustu umferð. Við höfum ekki afskrifað íslands- meistaratitilinn enn, “ sagði lan Ross, þjálfari Vals, eftir leikinn. Það voru KR-ingar sem sýndu meistaratakta á Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir komu greinilega afslappaðir til leiks og léku senni- lega sinn besta leik í sumar. Valsmenn náðu sér aldrei verulega á strik í leiknum og kom þessi mikla mótstaða KR-inga þeim í opna skjöldu. KR-ingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og átti Gunnar Gíslason skot í stöng beint úr aukaspyrnu strax á 8. minútu. Stuttu seinna átti Heimir skot af stuttu faeri sem fór i stöng og rúllaði eftir marklín- unni og vildu margir meina að knötturinn hafi farið innfyrir, en dómarinn var ekki á sama máli. En markið lá í loftinu hjá þeim og á næstu 12 mínútum gerðu þeir út um leikinn með þremur mörk- um. Fyrst skoraði hinn ungi og efni- legi Gunnar Skúlason með skalla. Fékk stungusendingu innfyrir vörnina og skallaði yfir Guðmund markvörð rétt innan vítateigs. Július bætti öðru markinu við fjór- um mínútum síðar er hann fékk laglega stungusendinu innfyrir vörn Vals frá Heimi, lék á einn varnarmann og var öryggið upp- málað og skoraði af stuttu færi. Rothöggið fyrir Val kom síðan á 36. mínútu er Sæbjörn skoraði þriðja markið beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi, sláin inn. Glæsilegt mark. Valsmenn fengu eitt umtalsvert marktækifæri i fyrri hálfleik og kom það rétt fyrir leikhlé. Ámundi fékk þá góða sendingu frá Bergþóri sem komist hafði upp að enda- mörkum og rennt út til hans, en skot Ámunda fór rétt framhjá. Valsmenn komu meira inn í leik- inn í síöari hálfleik. Valur Valsson átti skot af stuttu færi í upphafi seinni hálfleiks en Stefán varði og knötturinn barst til Ámunda sem skallaði og þá bjargaði Gunnar Gíslason á markteig. Stuttu seinna átti Guðni gott skot sem var vel Skagamenn með fullt hús síðan Pétur kom KEFLAVÍKURVÖLLUR, 1. deild: ÍBK-ÍA 2:3 (2:2) M6rk IBK: Gunnar Oddsson á 12. mínútu og Freyr Sverrisson á 44. mínútu. Mörk ÍA: Sveinbjörn Hákonarson á 12. mínútu, Pótur Pétursson á 44. mínútu og Ólaf- ur Þóröarson á 83. mínútu. Gult spjald: Óli Þór Magnússon, Björgvin Björgvinsson og Sigurjón Sveinsson, allir úr ÍBK, og Sveinbjörn Hákonarson, ÍA. Rautt spjald: Þórir Sigfússon, liðsstjóri ÍBK, var rekinn af varamannabekknum á 66. mínútu. Áhorfendur: 919. Dómarí: Kjartan Ólafsson haföi ekki nógu góö fékk knöttinn í miðjum vitateig ÍBK, lék út til hliöar fram með tveimur Keflvíkingum og skoraði með föst- um jarðarbolta. Fjórum mínútum síðar jafnaði Freyr Sverrisson fyrir ÍBK. Eftir mikla baráttu við varnarmann ÍA hafði Freyr betur og skaut hörku- skoti í hornið niðri, óverjandi fyrir Birki. Mikill hraði var í leiknum í seinni hálfleik og fengu bæði liðin góð marktækifæri, en markverðirnir stóðu fyrir sínu. Er leið á leikinn sóttu Keflvíking- ar mun meir, en Skagamenn áttu alltaf skyndisóknir inn á milli og á 83. mínútu skoraði Ólafur Þórðar- son sigurmark ÍA. Mikil barátta var í vítateig ÍBK, knötturinn barst til Ólafs, sem var við vítateigslínu, og hann skaut hörkuskoti í blá- horniö niðri, algjörlega óverjandi fyrir Þorstein. Eftir markið sóttu heimamenn mjög stíft, fengu m.a. þrjár hom- spyrnur í röð síðustu mínúturnar, en tókst ekki að skora. Nokkur harka færðist í leikinn undir lokin og fengu þá tveir Keflvíkingar að sjá gula spjaldið. varið og Magni náði frákastinu og skaut framhjá. Björn Rafnsson komst einn i gegn um miðjan seinni hálfleikinn en Guðmundur varði vel í horn. Valsmenn settu Jón Grétar inná í stað Ámunda á 63. mínútu og við það kom meiri ógnun í sóknarleik- inn en KR-ingar vörðust vel það sem eftir var og héldu fengnum hlut. Eini möguleiki Valsmanna á ís- landsmeistaratitlinum er að KR- ingar haldi uppteknum hætti gegn Fram um næstu helgi og að þeir vinni ÍA upp á Akranesi. Fram nægir jafntefli gegn KR til að hljóta íslandsmeistaratitilinn þar sem markatala þeirra er mun hagstæð- ari en Valsmanna. tök á leiknum. EINKUNNAGJÖFIN: IBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Gísli Grétarsson 2, Valþór Sigþórsson 3, Freyr Sverrisson 3, Sigurður Björgvinsson 3, Gunnar Oddsson 4, Einar Ásbjöm Ólafsson 3, Óli Þór Magnússon 3, Ingvar Guömundsson 2, Björgvin Björgvins- son vm. á 60. mínútu 2, Sigurjón Sveinsson 2, Jóhann Magnússon 3, Guðmundur Sig- hvatsson vm. á 85. mínútu lék of stutt. Samtals: 31. ÍA: Birkir Kristinsson 3, Guöjón Þórðarson 3, Heimir Guömundsson 3, Siguröur Jónsson 3, Valgeir Baröason 3, Sveinbjörn Hákonarson 3, Ólafur Þóröarson 3, Pétur Pétursson 4, Júlíus Ingólfsson 2, Hafliöi Guðmundsson vm. á 55. mínútu 2, Guöbjörn Tryggvason 3, Hörö- ur Rafnsson 2. Samtala: 32. Liðin sóttu á víxl í byrjun leiks- ins, en sóknir ÍA voru hættulegri. Sveinbjörn Hákonarson og Valgeir Barðason fengu góð marktæki- færi, en Þorsteinn Bjarnason var vel á verði. Sveinbjörn skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu eftir mikinn darraðardans í vítateig ÍBK. Keflvíkingar byrjuðu á miðju, léku vel saman upp völlinn og að lokum fékk Gunnar Óddsson knöttinn, lék á varnarmann og vippaði framhjá Birki Kristinssyni markveröi. Tvö mörk á 44 sekúndum! Keflvíkingar sóttu meira eftir markið, en besta færi þeirra fékk Ingvar Guömundsson á 37. mínútu þar sem hann var einn á markteig, en hann hreinlega valt um knött- inn. Pétur Pétursson kom Skaga- mönnum yfir á 40. mínútu. Hann Blikar í ham gegn Þór KÓPAVOGSVÖLLUR, 1. deild: UBK - ÞÓR 3:0 Mörk UBK: Hákon Gunnarsson (33. min.), GuÖmundur Guömundsson (36. mín.) og Jón Þórir Jónsson (56. mín. úr víti) Gul spjöld: Baldvin Guömundsson, Árni Stef- ánsson og Hlynur Birgisson úr Þór og Vignir Baldursson, Rögnvaldur Rögnvaldsson og Sig- uröur Víöisson úr UBK. Dómari: Gísli Guömundsson og dæmdi hann erfiöan leik alveg ágætlega. Áhorfendur: 263 EINKUNNAGJÖFIN: UBK: örn Bjarnason 3, Ingvaldur Gústafsson 3, Ólafur Björnsson 2, Magnús Magnússon 3, Jón Þórir Jónsson 1, Hákon Gunnarsson 3, Steindór Elíasson (vm. á 67. mín.) 1, Guö- mundur Guömundsson 3, Guömundur Valur Sigurösson 3, Vignir Baldursson 2, Rögn- valdur Rögnvaldsson 2, Siguröur Víðisson 2. Samtals: 27. ÞÓR: Baldvin Guömundsson 2, Siguróli Kríst- jánsson 2, Nói Björnsson 2, Ámi Stefánsson 2, Kristján Kristjánsson 3, Halldór Áskelsson 2, Júlíus Tryggvason 2, Jónas Róbertsson 2, Sigurbjörn Viöarsson 2, Einar Arason 2, Sveinn Pálsson 3, Hlynur Birgisson (vm. á 70. mín.) 2. Samtals: 24. Þaö var greinilegt strax í upp- hafi að Blikarnir ætluöu að selja sig dýrt. Þeir börðust eins og Ijón alveg frá fyrstu mínútu enda eini möguleiki þeirra að vinna stórt þar sem FH tapaði á laugardaginn fyr- ir ÍBV. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Rögnvaldur gaf þá fyrir frá vinstri, alveg yfir á markteigs- hornið fjær þar sem Hákon Gunnarsson skaut hálf misheppn- uðu skoti en inn fór boltinn samt. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Guðmundur Guðmunds- son annað mark Blika og var það sérlega glæsilegt. Hann vann bolt- ann sjálfur á miöju vallarins, lék áfram nokkra metra og dúndraði knettinum síðan í netið af rúmlega 20 metra færi. Stórvel gert hjá Guðmundi. Árni Stefánsson felldi síðan Rögnvald innan vítateigs á 56. mínútu og úr vítaspyrnunni skoraði Jón Þórir af öryggi. Breiðabliksmenn voru betri í þessum leik og hefðu vel getað skorað annað eins af mörkum og þeir gerðu því Þórsliðið var slakt í leiknum og allan baráttuvilja vant- aði í liðið að þessu sinni. Mikið gekk á undir lok leiksins því þá fengu Blikar þrjú dauðafæri til að bæta við mörkum en það tókst ekki. Fyrst komst Rögnvaldur einn í gegn en knötturinn var hopp- andi og skalli hans fór framhjá. Síðan varði Baldvin meistaralega frá þeim með úthlaupi og lenti í samstuði við Blika um leið. Hann fékk aukaspyrnu en var ekki alls- kostar ánægöur og þegar boltinn var kominn í leik aftur skellti hann sóknarmanni Blika innan vítateigs síns og fékk fyrir bragðið gula spjaldið og vítaspyrna var dæmd. Jón Þórir tók hana en Baldvin varði vel, missti boltann frá sér og Guðmundur Valur fékk hann en Baldvin sá við honum aftur og þar með var leikurinn búinn. Það er alveg Ijóst að ef Blikar hefðu leikið í sumar eins og þeir léku þennan leik væru þeir ekki í bullandi fallhættu. Baráttan var gífurleg og leikur liðsins nokkuð góður á köflum. Útlitið er samt nokkuð dökkt því þeir verða að vinna FH í síðasta leiknum með þriggja marka mun til þess að halda sér í deildinni. Það skýrist ekki fyrr en á laugardaginn hvort það tekst. Bestir í liði Blika voru Guðmund- arnir og Hákon. Ingvaldur var einnig traustur en hann vantar að skila boltanum betur frá sér. Magnús var mjög traustur í vöm- inni. ÞJÁLFARA- NAMSKEIÐ Tækninefnd KSÍ og ísl. ólympíunefndin efna til almenns námskeiðs í Reykjavík 18.—21. september. Aðalkennari er Sören Hansen, fræðslustjóri danska knattspyrnusambandsins. Þátttökugjald er kr. 2.000,-. Fjöldl þátttakenda er takmarkaður. Þátttökutllkynning ásamt grelðslu skal hafa borist skrifstofu KSÍ, Laugardag, fyrlr 13. soptombor. Tækninefnd KSÍ. Hjá Þór var áberandi hversu þeirra sterkusu menn voru slakir. Kristján var frískur og hefur trúlega aldrei verið eins léttur á sér og nú. Sveinn Pálsson, ungur og bráð- efnilegur bakvörður, stóð fyrir sínu og þá er það upptalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.