Morgunblaðið - 14.09.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986
C; 3
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING
ritum, sem almenningur hefði aðgang
að. í hans augum var Snorri Sturlu-
son ekki aðeins höfundur merkilegs
texta, heldur ákaflega forvitnileg
jjersóna, full af undarlegum andstæð-
um og þversögnum sem sköpuðu
honum örlög og gerðu hann meðal
annars einhvem merkasta sagnarit-
ara síns tíma.
Mér verður lengi minnisstætt þeg-
ar Sigurður Nordal lagði út af
vísuparti sem Snorri orti um Egil
nokkurn Brúnason, sem kallaður var
„búþegn góður en eigi féríkur":
Því at skilmildra skálda
skörungmann lofak örvan;
hann lifi sælstur und sólu
sannauðigra manna.
Þessi skilningur stórauðugs og metn-
aðargjarns höfðingja á fátækum
búþegni sem var auðugur í andanum
og gjöfull á þann auð sinn fannst
Sigurði Nordal skýra flestu betur
þann undarlega tvískinnung í skap-
ferli Snorra sem gerði persónu hans
öðmm þræði svo gimilegt rannsókn-
arefni og skýra eða jafnvel afsaka
margt misjafnt í fari hans.
í stómm dráttum var það skilning-
ur Sigurðar Nordals á íslenskum
fornbókmenntum að þær hefðu í önd-
verðu fallið í tvo skýrt aðgreinda
farvegi. Annars vegar var vísindaleg
sagnfræði (Islendingabók Ara) en á
hinn bóginn ævintýri eða lygisögur
(Fomaldarsögur Norðurlanda). Síðar
hefðu þessi ólíku bókmenntasvið
nálgast og mnnið saman og hefði sá
sammni listar og vísinda náð fýllstum
þroska í ritum Snorra. Enn síðar,
eftir lok þjóðveldisaldar, hefðu
straumamir aðgreinst á ný í þurra
annála og ævintýrasögur. Um þetta
segir Sigurður í bók sinni um Snorra
Sturluson:
„í ritum Snorra kemst samræmið
milli vísinda og listar á hærra stig en
í nokkmm öðmm íslenskum ritum.
Ef hann hefði átt að gera grein fyrir
takmarki sínu, hefði hann getað sagt
að hann vildi hafa bækur sínar jafn-
sannar og íslendingabók, jafn-
skemmtilegar og bestu Islendinga-
sögumar."
Sigurði Nordal var ljóst frá upp-
hafi að kennslusvið hans í íslenskum
fræðum var að miklu leyti óplægður
akur, en mikill og fjölskrúðugur, og
þennan garð yrði að yrkja með öðmm
hætti en tíðkaðist í háskólum þeim
sem hann hafði numið við erlendis.
Margar aldir íslenskrar bók-
menntasögu lágu að miklu leyti
óbættar hjá garði, og það var miklu
meira en ævistarf eins manns að
kanna þær, og kynna að gagni öll
þau skáld og andans menn sem uppi
vom eftir að hinu gullna bókmennt-
atímabili lauk, þá sem lifðu hinar
myrku aldir íslenskrar sögu, — þá
sem geymdu í bijósti sér og hlúðu
hinum forna eldi, næstum að segja
gegn öllum lífsins lögmálum.
Islenskri lestrarbók Sigurðar Nor-
dals var tekið með fögnuði er hún
kom út 1924 og þá ekki síst vegna
formálans, sem hann nefndi Sam-
hengið í íslenskum bókmenntum, þar
sem hann gerði í stuttu og ským
máli grein fyrir hvernig íslensk tunga
og ritmenning varðist öldum saman
og stóð af sér margan háska uns
birta tók í þjóðlífinu að nýju og kynd-
ill hins forna skáldskapar var réttur
höfuðskáldum 19. aldarinnar. Sú rit-
gerð opnaði almenningi sýn til
margra átta og vakti til nýrra hugs-
ana um íslenskt þjóðerni og afburða-
menn sem höfðu staðið í skugga og
þung þögn ríkt um niifn þeirra og
afrek.
Við kynni sín af erlendum lær-
dómsmönnum varð Sigurði Nordal
Ijóst að þekking þeirra og áhugi á
Islandi var að mestu bundinn við hin
fornu bókmenntaafrek þjöðarinnar.
Verkmenningu frá fyrri öldum var
ekki til að dreifa, en þessari þjóð
hafði þó auðnast það sem hin fornu
andans stórveldi, Grikkir og Róm-
verjar, gátu ekki státað af, að halda
tungu sinni og menningu í órofa
tengslum við fortíðina. Það var ein-
stakt afrek, sem veitti þessari
fámennu þjóð tilverurétt meðal full-
valda ríkja.
Árin eftir 1918 einkenndust mjög
af leit íslendinga að rökum fyrir eig-
in stöðu og sessi meðal þjóðanna.
Sigurður Nordal var einn ötulasti liðs-
maður í þeirri leit, og hann hlýddi
grannt á viðhorf útlendinga til þess
furðulega fyrirbæris sem ísland hlaut
að virðast á þessum árum, þegar það
var að reyna að rísa úr öskustó og
aldamyrkri.
Athuganir og hugleiðingar um
þetta efni færði Sigurður Nordal í
letur þegar hann dvaldist í Oxford,
en hann gaf þær ekki út, heldur
geymdi hjá sér til seinni ára. En
hann sagði síðar á ævi að það hefði
verið með ólíkindum og mundi nú
með öllu óskiljanlegt hvílíka van-
máttarkennd, jafnvel sumir íslenskir
menntamenn báru gagnvart öllu sem
erlent var, mönnum og þjóðum, á
þessum árum. Hann vildi hefja andóf
gegn slíkum ótta og undirlægjuhætti
landa sinna. Hann gerðist andlegur
leiðtogi margra, ekki aðeins nemenda
sinna í háskólanum, heldur og skálda
og listamanna og fjölda af margfróðu
og lífsreyndu fólki, sem á móti miðl-
aði honum af reynslu sinni og
þekkingu á mörgum ólíkum sviðum.
Sigurður Nordal skellti aldrei skoll-
eyrum við speki alþýðunnar, sögnum
hennar og lífsreynslusögum, og hann
varð æ staðfastari í þeirri skoðun að
í þessu fólki væri ósvikinn kjarni og
það væri í raun upphefð að vera blóð
af þess blóði og bein af beinum þess,
þó að lífshamingjan hefði oft verið
því hverful.
Vorið 1928 var Hið íslenska forn-
ritafélag stofnað. Undirbúningur
útgáfunnar tók alllangan tíma. Varð
Sigurður Nordal útgáfustjóri félags-
ins til ársms 1951, er hann varð
sendiherra íslands í Danmörku. Hann
gaf sjálfur út Egilssögu, fýrsta bind-
ið sem út kom hjá Fornritafélaginu,
og markaði útgáfa hans þá stefnu
sem fylgt hefur verið í þeim bindum
útgáfunnar sem síðar komu. Sigurður
átti líka sjálfur hlut að fleiri bindum
íslendingasagna. Rit félagsins voru
fullkomnasta útgáfa sem gerð hafði
verið af forníslenskum bókmennta-
verkum. Með tilkomu félagsins og
starfsemi þess var langþráðu tak-
marki náð. Farið var að tala um
„íslenska skólann", sem að ýmsu leyti
fór aðrar leiðir í ritskýringu en áður
var algengast og fylgdi svonefndri
bókfestukenningu um uppruna sagn-
anna. Féllu þá í gildi ýmsar eldri
hugmyndir um upphaf og þróun
sagnaritunarinnar. Um bókfestu- og
sagnfestukenningar, sem svo Voru
nefndar, urðu nokkrar deilur. Eftir
að Sigurður Nordal og síðar yngri
íslenskir fræðimenn komu í leikinn
heyrðust líka raddir hérlendis sem
eftir var tekið, og Island náði smám
saman því forystuhlutverki, einnig í
Bera Nordal. Elzta barn
Sigurðar og Ólafar
Nordal. Hun lést á
fimmta ári, árið 1927.
könnun og rannsóknum íslenskra
fornrita, sem nauðsynlegt var sjálf-
stæðri þjóð.
Sigurður Nordal kom víða við og
tók þátt í margvíslegri útgáfustarf-
semi. Hér skal aðeins nefnt að hann
gaf út ritið Islensk fræði, Studia Is-
landiea, fyrstu tólf bindin frá 1937.
Rit þetta fjallar um bókmenntaleg
efni, íslenska sögu og málfræði. Sjálf-
ur ritaði Sigurður Nordal tvö bindi
þess, Sturlu Þórðarson og Grettis-
sögu 1938 og Hrafnkötlu 1940. —
Þá var Sigurður í útgáfustjórn tíma-
ritsins Vöku 1927--29 og ritaði í það
greinar ýmislegs efnis. — Hann var
formaður menntamálaráðs frá
1928-1931.
Þess skal getið til dæmis um sívak-
andi áhuga Sigurðar Nordals á
fjölbreyttum efnum að samtímis því
sem hann hleypti fornritaútgáfunni
af stokkunum, sá hann ásamt Þór-
bergi Þórðarsyni um söfnun og
útgáfu þjóðsagnasafnsins Gráskinnu.
Hann var alla tíð mikill unnandi þjóð-
sagna. Hann ritaöi formála fyrir
Gráskinnu og segir svo í niðurlagi:
„Sú mun verða raunin á, að þjóð-
sögur og munnmæli og alls konar
alþýðlegur fróðleikur, sem nú er óð-
um að fyrnast, mun verða því meira
metinn sem lengri tímar líða og þeg-
ar margt annað í bókmenntunum,
sem nú lætur meira yfir sér, er með
öllu úr gildi gengið."
Hann hélt tryggð við þjóðsögurnar
ævilangt. Úrval hans úr þjóðsagna-
söfnum var síðasta verk hans. Þriðja
og síðasta bindi Þjóðsagnabókarinnar
kom út ári áður en hann dó.
Skáldskap sinnti Sigurður Nordal
lítt eftir að hann gaf út Fomar ástir.
Alþýðufyrirlestra hans, sem hann
flutti í útvarp og gaf út undir heitinu
Líf og dauði, verður að flokka undir
heimspeki, þó að skáldæðin leyni sér
ekki, en rætur þess liggja til fyrri
ára hans. Hann skrifaði leikritið Upp-
stigningu í stríðslok. Var það sýnt
nýtt af nálinni undir dulnefni við
ágætar viðtökur leikhúsgesta, en
síðan prentað með nafni höfundar.
Árið 1950 safnaði Sigurður ljóðum
sínum sem flest höfðu áður birtst á
víð og dreif í tímaritum. Lét hann
prenta þau sem handrit. Bókina
nefndi hann Skottið á skugganum.
Árið 1942 sendi Sigurður Nordal
frá sér mikið rit sem hann nefndi
íslenska menningu. Var þar fjallað
um tímabilið til loka þjóðveldisins
1262. Segja má að í þessari bók krist-
allist ákaflega yfirgripsmikil þekking
höfundarins á þessu víðfeðma efni
með einstaklega listrænum hætti.
Sigurður Nordal stóð hér að vissu
leyti enn í sporum Snorra, valdi heim-
ildir sínar af stakri kostgæfni og dró
af þeim skynsamlega rökstuddar
ályktanir, ljósar og auðskiljanlegar.
Þessi bók eldist ekki, og enn er full
ástæða til að lesa hana og hugleiða,
— kynna sér þá snilli fijórrar hugsun-
ar og skýrleika í máíi og stíl sem
hæst ber á glæsilegum höfundarferli
Sigurðar Nordals.
Islensk menningvar lengi i smiðju.
Kveikjan í þessari bók nær allt til
þess tíma er Sigurður Nordal dvald-
ist erlendis og þurfti að svara vinum
sínum erfíðum spurningum um sögu
og stöðu lands síns og þjóðar, um
styrk hennar og veikleika.
Árið 1932 var Sigurður Nordal
SJÁBLS. 4.C
Þessi mynd er
tekinaf fjöl-
skyldu Sigurðar
Nordal um það
leyti sem hann lét
af sendiherra-
embætti í Höfn. Á
myndinni eru frá
vinstri: Dóra og
Jóbannes Nordal,
Ólöf og Sigurður
Nordal og Sólveig
Jónsdóttir og Jón
Nordal.