Morgunblaðið - 14.09.1986, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING
Sam-
ferða-
menn
minnast
Sigurðar
Nordals
Menn eru ekki allir þar
sem þeir eru séðir í
ritverkum sínum. Þó er
hægt að skapa sér
hugmynd um höfundinn
afvali hansá
viðfangsefnum og
hverjum höndum hann
fer um þau. En forvitnin
nær samt lengra. Til að
kynnast ögn manninum
Sigurði Nordal, eins og
hann birtist
samferðamönnum
sínum, fengum við fjóra
vini Sigurðar, sem öll
þekktu hann með ólíkum
hætti, til að rekja kynni
sín af honum. Það eru
þau Halldór Laxness,
Kristján Albertsson,
Gagga Lund og Hannes
Pétursson.
Halldór Laxness:
99
Einhverskonar
huldumaður
««
Halldór Laxness kynntist Sigurði
Nordal fyrst sem skáldinu sem orti
Fomar ástir. Á sextugsafmæli Nor-
dals riQaði Halldór upp áhrif bókar-
innar á sig sem sautján ára ungling
og sagði: „Hvernig gat nokkur úngur
Islendíngur látið sér detta í hug aðra
eins fjarstæðu og fara að skrifa á
dönsku — úrþví slíka íslensku var
hægt að skrifa ...“ Það var sérstak-
lega prósaljóðið Hel sem hafði þessi
áhrif á hið unga skáld.
„Þegar Fomar ástir komu út var
ég drengstauli heima í Laxnesi og
Dísa á Skaganum ríkti nú um sinn
í mínum búskap, auk hennar ömmu
minnar, sem hafði fyrst manna kennt
mér að stauta. Bókin var þáttur í
skáldlegri birtingu nýrra tíma. Sig-
urður Nordal virðist hafa litið á
þennan roskna dapra aldarhátt
síðrómantíkur sem nokkurskonar
sjónarmið sjálfs sín. Þátturinn um
Dísu á Skaganum var töfrandi texti,
ekki síst fyrir unga drengi sem skildu
ekki par í svo djúpsettri bók. Mér
kemur enginn í hug sem hefði kunn-
að að gera álíka bók á þeim tíma,
nema Sigurður Nordal; enda var þar
ekki farið í spor hans síðar. Hann
kveikti af stílsnilld dapra ljóðrænu í
tilfinningaheimi, sem bar í sér upp-
gjöf við sitthvað og við höfðum að
vísu tignað áður; þar á meðal töfra-
heim ásta. Ég skal ekki bera vitni
um slíkt nema í nafni drengs á gelgju-
skeiði, sem varð óvæntur aðdáandi
þessarar bókar. Seinna saknaði ég
þess að Sigurður Nordal hefði ekki
neytt skáldgáfu sinnar meir en hann
gerði. Hann hristi höfuðið væri
minnst á slíkt.“
„Hvernig voru kynni ykkar Sig-
urðar?“
„Við vorum góðir kunningjar. Ald-
ursmunur gerði það að verkum að
ég kynntist honum ekki um það leyti
sem hann kom heim frá námi. Fólk
fann að þar var nýr maður á ferð-
inni. Kynni mín verða af Sigurði í
Þýskalandi, mjög fljótiega eftir fyrra
stríð. Ég staðnæmist í Leipzig, ásamt
Jóhanni Jónssyni skáldi. Þar bjuggu
íslendingar sem lögðu fyrir sig æðri
tónlist, Jón Leifs og Páll ísólfsson.
Ég varð fljótt húsgangur á heimili
Páls. Einn góðan veðurdag er þar
kominn Sigurður Nordal frá París,
líklega veturinn 1921. Ég borðaði
með þeim hádegismat og Kristín
Norðmann, kona Páls, hafði gott á
borðum. Páll var allra mánna gáfað-
astur og skemmtilegur að sama
skapi. Ég ieit mjög upp til Sigurðar,
unglingur um tvítugt, og fékk að sitja
á málþingum með þessum ágætu
mönnum og Jóni Leifs. Ég var ekki
í slæmum félagsskap þann daginn;
og þeir allt of þroskaðir menn til að
kvarta undan því að þurfa að sitja
til borðs með þessum strák. Sigurður
Nordal talaði ævinlega við mig af
skemmtilegri gamansemi. Milli okkar
myndaðist kunningjasamband. Síðar
var ég tíður gestur ýmsra erinda í
vinnustofu hans í Reykjavík. Það bar
aldrei skugga á okkar vinsemd. Hann
var mér ævinlega hliðhollur og heil-
ráður og stældi í mér strákinn alla
þá tíð sem ég þekkti hann.“
„Þú ferð í það að gefa út forn-
sögur með nútímastafsetningu,
hvert varálit þittá Fornritaútgáfu
Nordals?"
„Sigurður Nordal „brúar“ fornmál
skinnbókanna með „lærðri" reglu,
sem, öndvert við frumtextann sjálfan,
kemur til móts við lesandann. Nauður
almenns lesanda er hins vegar ekki
bætt — ekki heldur hægt að binda
mann persónulega með prédikun
rétts máls. Nordal býr til með mál-
fræðilegri aðferð lærða en tilbúna
réttritun fornmálsins svo sem kostur
er; því fornmálið með margvíslegum
réttritunum milli handrita er óreglu-
bundið og hlýtur að detta niður hér
og hvar. En hans útgáfur hafa hald-
ið velli meðal menntamanna. Og hvað
hefði komið í staðinn? Hvaða rugl-
og þvættingsstíll hefði komið upp ef
fomsöguútgáfur handa almenningi
hefðu hangið hver í sinni lærðu sér-
visku, eða menn hefðu farið að gefa
út fornsögurnar stafrétt eftir handrit-
unum? Sigurður samræmdi þessar
fornbækur á hærra plani en Wimmer
og það er afreksverk sér á parti;
endumýjun hans hefur reynst sjálfri
sér samkvæm, fræðileg í almennum
skilningi og fagurfræðileg í senn. en
giidi Fornritafélagsútgáfunnar felst
í því að þetta em ekki almenningsút-
gáfur, heldur lærðar bækur í
klassískum stíl, útgefnar með öllum
þeim apparatus sem hæfir vísindum.
En það segir ekki að þessar kórréttu
útgáfur eigi að öðru leyti að setja
stólinn fyrir dyrnar við almennar útg-
áfur handa venjulegu nútímafólki
einsog heyrst hefur.“
„Þínar útgáfur á fornsögunum
voru þá ekki hugsaðar sem and-
svar við þessari stefnu?"
„Mínar útgáfutillögur vom ákveðin
tilraun m.a. í einföldun á stílsmáta
fornrita um leið og til auðveldari
skilnings textans. Á okkar tíma var
mikil uppörvun og bæði gagn og
gaman að fá samræmda, almenna,
rödstudda og þó lærða stafsetningu
forna af slíkum snillingum. En það
stóð aldrei til að þessar lærðu útgáf-
ur, með hálfum og heilum blaðsíðum
af skýringum, væm alþýðurit til
hvunndagsbrúks. Fornritaútgáfan er
hins vegar því næst að vera sérstakt
og óviðjafnanlegt verkefni sem hefur
verið leyst.
Þegar okkar útgáfa kom á mark-
aðinn kom almenningur af fjöllum á
móti okkur og fannst þeir fá í hend-
ur fomsögur á Morgunblaðsmáli, eins
og sumir vildu kalla það, þó að ég
vilji ekki alveg viðurkenna það og
allra síst í úthúðunarskyni. Fólki
fannst verið að draga það niður í
skítinn, en það var ekki skoðun okk-
ar sem að því stóðum og vom ýmsir
ágætir og snaggaralegir menn. Það
Nóbelsverðlaunum Halld
Sven B. Jansson fornlei:
Ragnar Jónsson, Sigurði
son, Ai
stóð ekki til að gera málið eins lág-
kúrulegt og þegar dagblöðin em
verst, heldur fá fornritatexta á fal-
legri nútímaíslensku."
„Hver voru viðbrögð Sigurðar
við útgáfu ykkar?“
„Sigurður var krítískur, hélt
kannski að íslensk nútímastafsetning
fornritanna mundi standa Fornrita-
útgáfunni fyrir þrifum. Það var alls
ekki lóðið, heldur gefa bækurnar út
handa almenningi á því sem talið var
sígild íslenska, án þess að heyra und-
ir málsögu fyrri alda, auk þess sem
Kristján Albertsson:
99
Sigurður fann
mikið fyrir þess-
ari einangrun
««
Á tímabilinu 1927—29 kom út
tímaritið Vaka sem var gefið út af
hópi manna sem í daglegu tali kallað-
ist Vökubraeður. Þeir vom Ágúst
Bjamason, Ámi Pálsson, Ásgeir Ás-
geirsson, Guðmundur Finnbogason,
Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi,
Kristján Albertsson, Ólafur Lámsson,
Páli ísólfsson og Sigurður Nordal.
Þeir vom úr ólíkum flokkum og ekki
endilega sammála um alla hluti, en
í boðsbréfí tímaritsins sameinuðust
þeir um þtjú markmið: „Að vér viljum
efla menningu og sjálfstæði íslend-
inga, vér viljum eigi afsala oss neinu
því sem íslenzkt er og þjóðlegt, fyrr
en fullreynt er, að annað sé oss betra,
vér viljum segja það, sem vér vitum
sannast og réttlátast um hvem hlut.“
Tímaritið sjálft talar skýmstu máli
um hvort þeim tókst að uppfylla
stefnumið sín, en til að forvitnast
nánar um baksvið Vöku og um aðal-
hvatamann þess Sigurð Nordal, þá
hittum við að máli Kristján Alberts-
son sem er sá eini eftirlifandi af þeim
Vökubræðmm. Kristján segir að
„Vökuselskapurinn hafi verið tilraun
og hjálp til að halda sér andlega lif-
andi.“ Hann kemur heim frá
Kaupmannahöfn árið 1924 og þá er
Reykjavík aðeins tuttugu og fimm
þúsund manna bær með heldur fá-
breytilegu menningarlífi.
„Það hafa verið ákafleg við-
brigði að koma heim?“
„Já, maður þurfti aðlögunartíma.
Það var því nauðsynlegt að halda
hópinn. Maður varð að reyna að fá
út úr þessu tilveru. Lífið var undir-
eins tilbreytingasnauðara. Það vom
líka svo fá tækifæri til að neyta
krafta sinna, miklu færri en seinna
varð. Seinna var meira hægt að gefa
út og meira af alls kyns bókmennta-
iðju. Það var ansi fátæklegt menning-
arlíf í Reykjavík árið 1924, þá var
ekki komið Þjóðleikhús og samgöng-
ur við umheiminn erfíðari. Það tók
viku að komast til Kaupmannahafn-
ar, svo að þjóðfélagið var miklu
einangraðra. Sigurður fann mikið
fyrir þessari einangmn, hann var
kominn svo miklu lengra burt frá
umheiminum. Það var erfitt að koma
heim fyrir menn sem höfðu þörf fyr-
ir alþjóðlegan sjóndeildarhring að
þurfa allt í einu að sættast við litla
bæinn. Honum hefur náttúrlega verið
um og ó að setjast að í litlu Reykjavík
til æviloka.
Ég hitti Sigurð strax og ég kem
til Reykjavíkur. Þá var haldið ein-
hvers konar rithöfundakaffikvöld. Ég
hitti Guðmund G. Hagalín á götu og
hann segist eiga von á Sigurði Nord-
al, Stefáni frá Hvítadal og sjálfum
sér og býður mér í hópinn. Stefán
var þá gestur í bænum. Hann var
mikill frásagnarmaður, sagði einkum
miklar kímnisögur af Dönum og hafði
lag á að gera allt lifandi. Ég man
aðallega eftir Stefáni frá þessu
kvöldi, auk þess að segja sögur fór
hann með eitt eða tvö kvæði. Svo
gerði Nordal mér boð skömmu seinna.
Hann vildi byrja á lestrarkvöldum,
þar sem tíu menn áttu að hafa kvöld-
vökur. Það var fengið ókeypis hús í
Nýja Bíói og var salurinn lánaður á
milli fimm og sjö. Það var lítill kostn-
aður í kringum þetta og ódýrt fyrir
allan almenning. Það stóð alltaf í
blöðunum daginn áður hvað yrði les-
ið. Þetta var hugmynd Sigurðar og
organiseraði hann tíu menn sem lásu
valda kafla úr íslenskum bókmennta-
verkum. Þar voru m.a. Jón kaldi,
Guðmundur Finnbogason, Árni Páls-
son, Nordal og ég sjálfur auk þess
Theodora Thoroddsen sem var eini
kvenmaðurinn. Á þessu hafði Nordal
mikinn áhuga. Hann langaði að vita
hvernig íslenskar bókmenntir nytu
sín upplesnar. Þetta varð mjög vin-
sælt, alltaf troðfullt hús í hverri viku.