Morgunblaðið - 14.09.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986
C 7
órs Laxness fa^nað í Stokkhólmi 1956. Prá vinstri:
fafræðingur, Þorunn Björnsdóttir, Peter Hallberg,
iir Nordal, Ólöf Nordal, Kristín Hallberg, Jón Helga-
itdur Laxness og Halldór Laxness.
fornsögurnar fara eftir annarri reglu
en fróðleiks- og skemmtibækur gefn-
ar út núna. Hann var því í höfuðatrið-
um ekki sammála því að gefa út
fornsögurnar á „Morgunblaðs“máli
sem þá var kallað. Sjálfur varð hann
að standa vörð um sína útgáfu. Hann
tók ekki nýju stafsetninguna á íslend-
ingasögunum illa upp, því hans
útgáfa var lærð útgáfa og ekki fyrir
alla.“
„ Varstu ánægður með það sem
Sigurður skrífaði um þín verk?“
„Ég var alltaf ánægður með það
sem Sigurður sagði um bækur. Hann
var mikill viskubrunnur. Þegar Vef-
arinn kom út, þá var það slíkt kollrak
að fólk tók sér til höfuðs, nema Jón
Helgason og Sigurður Nordal. Krist-
jáni Albertssyni þótti það líka ein
besta bók sem hann hafði lesið. Þess-
ir jöfrar tóku því vel sem sæmilega
var gert, en drógu fjöður yfir það sem
var illa gert og fyrirgáfu það.“
„Hverjar voru skoðanir Sigurð-
ar á Gerplu ?“
„Einhverntíma í Kaupmannahöfn
las ég upp úr Gerplu fyrir Sigurð og
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING'
Ólöfu, en þau hjón voru ekki hrifin
af því. Ólöf var merkileg kona á allan
hátt. Sigurði fannst óþarfí að vera
að semja Gerplu, en mig langaði að
hann léti það gott heita. Ég kom
reyndar oft til hans í Kaupmanna-
höfn þegar hann var sendiherra.
Hann varð ekki uppnæmur, því síður
að hann ryki upp á nef sér eins og
sumir smákallar heima. Hann sá aldr-
ei nauðsyn á þessu sem von var, en
sá sem stóð að baki mér í blíðu og
stríðu var reyndar Jón Helgason.
Gerpla, sem er 20. aldar fornsaga,
hvarf af markaðnum á stuttum tíma.
Brátt var hún gerð að skólabók í
unglingaskólum. Sigurði hefur sjálf-
sagt ekki líkað Gerj)la; mér líkar hún
ekki heldur. En við gerð hennar fékk
ég tilfinningu fyrir íslenskri tungu á
ýmsum stigum."
„Af hveiju heldurðu áð Sigurð-
ur hafi hætt að yrkja?“
„Sigurður Nordal gegndi mörgum
opinberum skyldum og embættum
auk ken'narastarfs við háskóla og það
er ekki hollt fyrir ljóðskáld. Betra að
vera á lausum kjala og fijálsum flæk-
ingi ef maður vill vera ljóðskáld; en
þó einkum og sérílagi lenda í allskon-
ar sálarkreppum, helst æ ofaní æ.
Það tilheyrir því fagi. Sigurður var
allur í lærdóminum ef hann átti lausa
stund. Ég skil það. Það er óttalegt
dundur að setja saman kvæði. Maður
má ekki hafa neinar áhyggjur: og
maður verður líklega helst að drekka.
Ég hef víst sjálfur farið mikils á mis
í því efni.“
„Hvernig kom Sigurður þér fyr-
ir sjónir?“
„Hann var enn meiri galgopi en ég
í aðra röndina. Það var afar gaman
að heyra hann lýsa persónu sem hefði
átt heima í sorglegum skrípaleik.
Hann hafði gaman af því að útmála
fyndnar kröggur Péturs og Páls.
Hann hafði á valdi sínu sérstaka
hæðni gagnvart miinnum sem voru
miklir í lofti. Hann var aldrei umtals-
illur um menn né málefni, en átti
ágæta fyndni í fórum sínum sem
maður hlær kannski að enn þann dag
í dag: sagði þó skringisögu aðeins í
þröngum hópi. Hann hafði afar
glöggt sálfræðilegt auga fyrir fólki
og hljóp aldrei útundan sér í mati á
hlutum.
Vegna aldursmunar vorum við
ekki nánir vinir, en við vorum alltaf
mátar. Og þrátt fyrir að upp kæmu
hlutir milli okkar sem hægt var að
deila um, voru þau skoðanaskipti
ekki svo mikilsverð að við nenntum
að rekast í því að koma mismunandi
sjónarmiðum undir einn hatt. Hann
hafði lundarlag, gáfur, skóla og upp-
eldi sem tilheyrir andlcgri hástétt:
ég bar hann aldrei saman við neinn.
Æskuverk hans voru ákaflega tiifr-
andi lestur, og gefið mál að hann
hafði sterka skáldlega æð. Einu sinni
spurði ég hann í þá átt hvort Dísa
af Skaganum væri huldukona eða
mennsk. Þar voru þær ráðgátur sem
ekki var búist við lausn; og hefði
mér þótt miður ef hann hefði gert
tilhlaup til svars."
„Hvernig voru áhrif Fornra ásta
á önnur ung skáld?“
„Fornar ástir höfðu áhrif á unga
menntakynslóð sem er sérstæð. Höf-
undurinn kemur inní bókmenntirnar
sem einhverskonar huldumaður.
Hann bregður einkennilegu ljósi yfir
huldukenndar i>ersónur og mýtur sem
aðeins skáld geta fundið upp. Það
er hægt að vera verkmaður í hjáverk-
um; cn ekki skáld. Um hæfileika
Sigurðar Nordal sem skálds efast
enginn maður; en hann lagði hiifuð-
áherslu á að styrkja menningarþátt-
inn í þjóðskipulagi hins unga íslands
okkar daga. Og í því samhengi er
mynd hans björt og nafn hans vegur
þungt."
Ég man að ég las aðallega eftir Jón
Trausta, fyrst söguna um Sigurberg
sleggju, síðan seinna um þorradæg-
ur, kaflann þegar Ólafur er dáinn og
skilur bömin ein eftir og þau breyta
sænginni í ævintýraheim. Sigurður
valdi margt skemmtilegt. Hann las
t.d. kvæði Gunnare Pálssonar vinar
síns um Eggert Ólafsson og sagði
líka eitthvað af dauða Eggerts og
hvað þjóðin hafði fundið þá til. Hann
las einu sinni ýmsa kafla um sóldýrk-
un Islendinga, hvemig sólþrá þeirra
birtist í bókmenntunum.
Við kynntumst síðan mjög fljótt.
Ég hitti Nordal hjá Páli Isólfssyni.
Svo tókum við upp kunningsskap.
Hann fer að vilja að ég heilsi upp á
sig. Við fómm saman í gönguferðir
og röbbuðum um allt mögulegt. Svo
ákváðum við eina vomótt árið 1926,
heima hjá mér, að stofna tímarit sam-
an. Nordal stakk upp á þessu og við
skrifuðum strax niður þá sem við
vildum hafa með. Þetta vom allt
góðir vinir og kunningjar Sigurðar.
Nordal hlakkaði mikið til og var vel
upplagður. Hann vildi hafa klúbb í
kringum þetta. Við leigðum herbergi
í Landsbankanum, þá var einnþá eitt-
hvað húsnæði sem var leigt þar út.
Við létum smíða stærsta borð á ís-
landi og sátum þar síðan á einhvers
konar ráðuneytisfundi. Það vom
miklir kjaftafundir. Við ræddum jafn-
óðum allt efni sem ritinu barst og
einnig okkar eigið efni, og í sam-
bandi við það margt annað. Við
hittumst ekki reglubundið en að
minnsta kosti hálfsmánaðarlega.
Þetta vom mjög skemmtilegir og fjör-
ugir fundir. Við höfðum svo allir lykil
Á þessari mynd sjást
Kristján Eldjárn þá-
verandi þjódminja-
vörður, Olafur
Noregskonungur, Ás
geir Asgeirsson for-
seti og Sigurður
Nordal þegar Noregs-
konungur heimsótti
Þjóðminjasafnið 1.
júní 1961.
að herberginu og höfðum þar mikið
af útlendum blöðum. Þar gátum við
síðan setið, unnið og iesið. Vökubræð-
ur lögðu misjafnlega mikið efni til
ritsins en Sigurður skrifaði geysimik-
ið. Ágúst Bjamason stjórnaði fjár-
málunum og hafði með höndum
útgáfustjórnina en að öðm leyti
stjórnuðum við saman á fundi öllu
því sem máli skipti."
„Heldurðu að Vaka hafi haft
mikil áhrif?“
„Tímaritið þótti gott og var tölu-
vert útbreitt en um áhrif þess er
erfitt að segja. Engri ákveðinni
stefnu var fylgt, enda margir menn
og með ólíkar skoðanir sem lögðu
þar til efni. En það var áreiðanlega
vel metið, því vel tekið og ekkert því
til fyrirstöðu að það gæti borið sig,
þegar þeir misstu áhugann. Árið
1929 skrifaði Nordal mér þegar ég
var kominn til Suðurlanda og sagði
mér að þeir ætluðu að fara að gera
annað og þeir sæu fram á að þeir
mundu lítið leggja fram af efni sjálf-
ir. Þeim fannst óviðkunnanlegt að
gefa það út með mestmegnis af að-
fluttu efni. Hann stakk upp á því að
ég fengi tímaritið og ætti það, og
sagðist ætla að leggja það til. En svo
kom skömmu síðar annað bréf, þar
SJÁBLS. 8.C