Morgunblaðið - 14.09.1986, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING
Gagga Lund:
„Mér finnst
ég þekkja
hann ennþá“
„Við þekktumst mjög lengi. Við
kynntumst fyrst árið 1926. Þá kom
ég til Islands til að halda tónleika sem
Sigurður hlustaði á. Móðursystir mín
hélt síðan boð eftir tónleikana og þar
hitti ég hann í fyrsta sinn.“ Það er
Gagga Lund sem ætlar að segja okk-
ur af kynnum af Sigurði Nordal sem
hún þekkci svo lengi og vel „að mér
fínnst ég þekkja hann ennþá“. Þegar
hún síðan sest að á íslandi árið 1947
þá hittir hún Sigurð mikið og þau
verða miklir mátar.
„Hann hafði gríðarlegt minni og
mikla þekkingu og var afskaplega
mikill kunnáttumaður. Það var svo
gaman að vera með honum því að
honum fannst svo skemmtilegt að
opna fyrir manni nýja heima. Hann
var svo rausnarlegur á sína óskaplegu
þekkingu. Hann var alltaf að segja
manni eitthvað nýtt og svo sagði
hann svo skemmtilega frá. Hann var
auðvitað blanda af vísindamanni og
skáldi, sem er mikilvægt að hafa í
huga þegar maður ætlar að skilja
Sigurð. Hann var svo ijölbreyttur
maður. Og þrátt fyrir vísindin og all-
an lærdóminn tapaði hann aldrei
áhuganum á öllu í kringum sig.
Sagan af honum og atvikinu um
Dubonnet lýsir honum vel. Einu sinni
kom ég til hans og hann gaf mér
Dubonnet að drekka. Hann fyllti tvö
glös full af Dubonnet og svo skáluð-
um við. Allt í einu skall í glasi
Sigurðar svo hljómaði í og glasið
helltist yfír hann. Það var allt grátt
í kringum hann, og gráu fötin, grá
teppi og grái stóllinn, allt var baðað
í blóði. En hann leit bara upp og
sagði: „Móri!“ Það var það fyrsta sem
honum datt í hug. Þá var hann að
eiga við þjóðsögurnar með Þórbergi
og ég er viss um að hann sagði hon-
um frá þessu tiltæki Móra strax. Það
hefði verið gaman að sjá þá tvo sam-
an þegar þeir voru að tala um
þjóðsögurnar. En ég hafði ekki gam-
an af því þegar hann var í draugasög-
unum!“
„Um hvað spjölluðuð þið þegar
þú komst í heimsókn?
„Við töluðum um allt milli himins
og jarðar. Fyrst þegar við bytjuðum
að tala saman, þá töluðum við um
Agöthu Christie, við höfðum bæði svo
gaman af henni. Síðan töluðum við
um bækur sem ég hafði verið að lesa
og þær sem hann hafði verið að lesa.
Síðan sagði hann mér að sitja bara
og hlusta, og bað mig engar áhyggj-
ur að hafa þó að ég skildi ekki neitt.
Síðan las hann einhvem texta og
skýrði hann fyrir mér á sinn sérstaka
og einfalda hátt. Þá kom skáldið upp
í honum.
Hann var mjög spontant og þegar
hann fékk hugmynd þá framkvæmdi
hann hana strax. Einu sinni sagði
hann: „Gagga, nú skulum við heim-
sækja Ásmund Sveinsson." Og við
gerðum það. Við gengum báðar leið-
ir. Það var ógurlega mikil umferð og
hann talaði alla leiðina um Matthías
Jochumsson. Ég heyrði bara helming-
inn af því sem hann sagði. En það
gerði ekkert til, því samt var svo
gaman. Einu sinni kom ég til hans
og hann sagði: „Nú skulum við fara
á Mokka og fá okkur kafft og kök-
ur.“ Við gerðum það og það var
afskaplega indælt. Þá ákvað ég að
impónera hann á móti og setti saman
hendingu eftir öllum kúnstarinnar
reglum. Ég vandaði mig ógurlega
mikið og var auðvitð voða ánægð
með sjálfa mig. Þegar við hittumst
næst, þá kastaði ég vísunni fram, en
Sigurður sagði að hún væri voðaleg
og benti á allt sem var vitlaust, svo
að ekkert var orðið eftir af vísunni
minni. Síðan sagði hann mér að hún
hefði verið ágæt ef ég hefði samið
hana á minni eigin íslensku en ekki
á einhverju tilgerðarlegu máli.
Það var alltaf gaman að vera með
Sigurði. Ég man eftir að einu sinni
Ólðf Jónsdóttir um það leyti sem hún og Sig-
urður ganga í hjónaband.
vorum við í boði á Bessastöðum með
einhveijum Norðmönnum, þingmönn-
um og héraðshöfðingjum, en það var
líka eitthvað skemmtilegt fólk þar.
Þá kallar hann á mig og segir mér
að horfa á Snæfellsjökul, því að
fimmta maí fari sólin alltaf beint of-
aní gíginn séð frá Bessastöðum. Og
það er alveg satt. Síðan reyni ég að
muna að fara til Bessastaða fimmta
maí til að horfa á sólarlagið. Hann
gaf manni gjafir sem maður hefur
fyrir lífíð.“
„Hvernig líkaði þér það sem
hann skrifaði7“
„Ég las allt sem ég náði í eftir
hann. Hann var alltaf svo manneskju-
legur í öllu því sem hann skrifaði.
Það var hans sjarmi. Mér fannst
maður vera svo greindur þegar mað-
ur las það sem Sigurður skrifaði, því
að maður skildi alltaf svo miklu meira
en maður bjóst við. Hann var að tala
beint við mann. Það er annað en
þessir kandmagar og doktorar í dag,
sem eru bara að tala hvert við ann-
að, svo enginn annar skilur það sem
þau eru að segja."
„Þú þekktir Olöfu konu hans
vel?“
„Ég hitti hann yfírleitt einan, en
hann átti mjög gáfaða og vel mennt-
aða konu, Olöfu, sem ég þekkti vel
og þótti mjög vænt um. Hún var
mjög greind og næm, eins og sést
vel á því sem hún skrifaði. Hún var
afskaplega sjarmerandi. Einu sinni
kom bróðir minn í heimsókn til ís-
lands og langaði að hitta Sigurð sem
hann hafði hitt áður. Ólöf var þar
líka og hún töfraði hann svo alger-
lega að bróðir minn gleymdi aiveg
Sigurði í heimjjókninni. Hún sagði svo
skemmtilega frá og sá hlutina á ann-
an hátt en aðrir. Én það hefur verið
erfitt að standa við hliðina á svona
stórum manni eins og Sigurði og hún
gat því ekki notið sín eins og hæfileik-
ar hennar buðu henni. Hann var
sérstakur maður og slíka menn eigum
við líklega ekki nema einu sinni á
nokkrum öldum."
„Sigurdur fann
mikið fyrir þess-
ari einangrun“
FRAMHALD
AF BLS. 7.C
$£ -•
sem Nordal sagði að Ásgeir Ásgeirs-
son væri á móti þessu og þess vegna
gæti þetta ekki orðið. Ástæðan væri,
að ég væri á öndverðum meiði við
Framsókn, Jónas og Tryggva, og
hann var hræddur um að ég gerði
tímaritið mjög harðort í garð Fram-
sóknar, sem var mjög eðlilegt. Ég
hafði verið ritstjóri Varðar og var þar
í hörðum orðaskiptum við Tímann.
Og Ásgeir gat ekki sætt sig við það.
Mér fannst það skiljanlegt. Hann gat
ekki fbrsvaráð það fyrir sínum flokks- ■
bræðrum. Svo Vaka var lögð- niðuf.
Þá kom í ljós að tímaritið. var svo
vel stætt að það gat' borgað okkur
Vökubræðmm góð ritlaun, en það
hafði alltaf áður borgað fyrir aðsent
efni.“
„Hvernig vann Sigurður á þess-
um árurn?"
„Hann vann ákaflega mikið á árun-
um fram til 1928. Hann skrifaði mér
þá um vorið. Hann hafði verið að
vinna í bókmenntasögunni og sagðist
vera ákaflega þreyttur og hafði
ákveðið að hvíla sig algjörlega frá
öllu andlegu starfi. Þcgar hann kom
síðan aftur um haustið fannst honum
hann vera alveg jafn þreyttur og
áður; eins og hann hefði ofreynt sig.
Hann hefur verið ákaflega kapps-
fullur við nám og ritstörf en líklega
dálítið misboðið sér. Og þetta hefur
einhvern tíma hefnt sín. Hann hefur
líklega hægt á sér eftir þetta. Þegar
ég hitti hann eftir stríð, þá sagðist
hann hafa tekið upp önnur vinnu-
brögð sem var meiri skynsemd í.
Hann vann aðallega á morgnana.
Hann vaknaði ktukkan sex og vann
oft í rúminu til áð byrja með. Hann
vann sfðan sleitulausf-til hádegis. Þá
vildi íiann geta kastað af sér okinu,
tekið á móti heimsóknum og farið í
heimsóknir. Honum var alltaf mikið
úr sínum vinnudegi."
„Geturðu dregið upp mynd af
Sigurði?“
„Það myndast síður sögur af
mönnum þegar dagfarið er svo jafnt
og óbrotið. Hann var ákaflega nota-
legur maður í allri viðkynningu. Allt
sem hann sagði var fróðlegt og
skemmtilegt í meðförum hans. Þar
er erfitt að tala um fólk sem maður
hefur þekkt vel, því þá er maður að
tala um einkalíf þeirra og það er lítil
ástæða til þess að tala sérstaklega
um það. Aðalatriðið er hvað hann var
sem rithöfundur. Það sem mér finnst
standa upp úr af verkum hans er
náttúrlega fyrst og fremst það sem
hann skrifaði um okkar fornmenn-
ingu. Mér finnst standa upp úr hlutir
eins og bók hans um Völuspá og
þessir kaflar úr íslenskri menningu,
einkum þar sem segir frá hirðskáld-
unum og um Sturlungaöld. Það sem
mér finnst aftur á móti tilkomumest
í skáldskap hans eim prósaljóðin Hel,
og sérstaklega kaflarnir Gras.“
„Þú minntist á íslenska menn-
ingu, nefndi hann framhald
hennar við þig?“
„Ég þorði aldrei að þjarma að hon-
um svörum á það. Hann stansar
þegar kemur að heildardómi á íslend-
ingasögunum. Fram að því er afskap-
lega skemmtilega og merkilega
skrifað. Svo átti maður von á fleiru.
Hann ætlaði að skrifa um íslenska
menningu fram til okkar tíma. Annað
hvort hefur hann skrifað þessa kafla
og ekki verið ánægður eða hann hef-
ur ekki getað skrifað þá af því að
hann hefur ekki verið búinn að átta
sig á til fulls að hve miklu leyti sög-
urnar voru skáldskapur eða sagn-
fræði, góðar bókmenntir eða ekki.
Það er von að maður spuiji hvers
vegna Sigurður Nordal lauk ekki við
íslenska menningu. Það er ekki nokk-
ur vafi að þegar Nordal kom úr
sendiherraembætti að þá ætlaði hann
sér að taka til við að Ijúka við verk-
ið. Hann minntist á það þá, en gaf
svo enga frekari skýringu. Þarna var
hann nokkuð dulur, eins og allir
menn um sína endanlegu lífsgátu."