Morgunblaðið - 14.09.1986, Síða 10

Morgunblaðið - 14.09.1986, Síða 10
óatfMÍ r r 10 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986 VSIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING Tvö alþýðuskáld Brot úr erindi fyrir Dagsbrúnarmenn ..Tvö alþýðuskáld" nefnist fyrirlestur sem Sigurður Nordal flutti um skáldin Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar fyrir félaga Verkamannafé- la^sins Dagsbrunar, líklega um 1942. Hér er birtur siðari hluti hans, en fyrirlesturinn hefur aldrei birst áður. Hann mun prentast í heilu lagi í fyrsta hluta heildarútgáfu á verkum Sigurðar Nordals.sem kemurútí dagá vegum Almenna bókafélagsins. Morgunblaðið þakkar aðstandendum útgáfunnar goðfúslegt leyfitil birtingarinnar. Svo er sagt, að sumarið 1841 hafi þeir hitzt í Reykjavík, Bjarni amtmað- ur Thorarensen, sem sat þar á nefndarfundi, og Jónas Hallgrímsson, sem var að leggja upp í eitt af ferða: lögum sínum til náttúrurannsókna. í því ferðalagi var það, sem Jónas týndi lestinni hjá Skjaldbreið og orti hið fræga kvæði sitt um íjallið og mynd- un Þingvalla. Þeim Bjarna og Jónasi var vel til vina, og að skilnaði klapp- aði Bjarni á öxl Jónasar og sagði: „Þegar eg dey, verður þú eina þjóð- skáldið okkar, Jónas minn.“ Bjami dó seinna um sumarið; Jónas frétti lát hans í ferðinni og orti þá hið fræga erfikvæði sitt, sem byijar svo: Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri, o.s.frv. Hvorugan þessara snillinga óraði fyrir, að tvö önnur þjóðskáld væru í landinu, sem að vísu náðu ekki sama þroska sem þeir Bjarni og Jónas, en voru jafnokar þeirra að gáfum og hafa síðan orðið jafnkunnir hveijum Islendingi, bæði fyrir skáldskap sinn og stórbrotna harmsögu miskunnar- lausra ævikjara. Svo einkennilega vildi til, að þeir Sigurður og Hjálmar voru uppi á því tímabili, sem hefur verið erfíðast fyr- ir íslenzk alþýðuskáld, og á eg þar ekki við fátæktina eina, heldur að- stöðu í bókmenntunum. Fyrir þeirra daga er furðu mjótt á munum milli þeirrar skáldmenntunar, sem lærðir menn og ólærðir nutu. Um 1600 er kotbóndinn Bjami Jónsson í Húsa- fellsöxl í Borgarfirði tvímælalaust bezta skáld á íslandi. Hallgrímur Pétursson yrkir framhald rímnanna af Flórens og Leó, sem Bjami dó frá ófullgerðum. Ámi Böðvarsson á 18. öld stendur ekki að baki Eggert Ól- afssyni að meðferð máls og braga, nema síður sé. Og ef við rennum augunum yfír það, sem gerzt hefur í íslenzkum bókmenntum eftir dauða Bólu-Hjálmars, þá orkar ekki tvímæl- is, að þeir menn, sem sjálfír hafa aflað sér menntunar, án nokkurrar verulegrar skólagöngu eða með mjög stuttri skólagöngu, verið nógu ötulir í þessari sjálfmenntun og vandlátir við sjálfa sig, hafa stórauðgað bók- menntirnar og sumir staðið skóla- gengnu skáldunum fyllilega jafnfætis að fáguðum smekk. Eg skal fyrst nefna Stephan G. Stephansson, Þin- geyingana Þorgils gjallanda og Guðmund Friðjónsson, Jón Trausta, sem að vísu allir hafa sætt nokkmm aðfinnslum fyrir búning kvæða sinna og rita. En tökum síðan næstu kyn- slóðirnar á eftir þeim, t.d. Stefán frá Hvítadal, ()m Árnarson, Guðmund B(iðvarss('n á Kirkjubóli. Enginn get- ur séð, að þá skorti neitt á næga menntun til þess að yrkja vel. Í hveiju voru þær breytingar fólgn- ar, sem valdið hafa þessum aðstöðu- mun á ýmsum tímum? Því má svara á þá leið, svo að megvriatriðið komi fram, að fyrir 1800 voru bæði lærðir og ólærðir Islendingar nauðaókunn- ugir beztu seinni tíma og samtíðar- Ixikmenntum Norðurálfunnar. Hvorir tveggja stóðu á sama þriingva grund- velli fornrar og nýrrar innlendrar skáldmenntar. Eftir 1880—1890 eiga sjálfmenntaðir íslendingar kost á að nema erlend mál og afla sér bóka til lestrar, svo að þeir kynnast að miklu leyti sams konar heimi smekks og hugsana og skólagengnu skáldin. En á tímabili þeirra Sigurðar og Hjálm- ars höfðu lærðu skáldin tekið stökk, sem alþýðumenn voru ekki við búnir að leika eftir. Bjarni og Jónas voru kunnugir úrvalsbókmenntum ann- arra þjóða og lærðu stórkostlega af þeim, stældu þær stundum, þótt þeir væru eigi að síður frumleg og rammíslenzk skáld. Með ljóðum þeirra var sett nýtt met og mark, nýjar kröfur, sem hvorki alþýðan né skáld hennar kunnu að virða eða við- urkenna fyrst í stað. Þegar Bjami horfði t.il Shakespeares, Goethes, Schillers, Oehlenschlágers og Tegn- érs, Jónas auk þess til Heine, hafði Bólu-Hjálmar enga nasasjón af slíku, hvorki fyrr né síðar á ævinni, mat rímnaskáldin sér til fyrirmyndar eða Stefán Ólafsson, Bjarna Gissurarson, Jón á Bægisá. Hjálmar var stórfróður maður á gamla vísu, mun hafa getið lesið dönsku, en átti engan kost að kynnast skáldritum, sem gætu auðg- að anda hans og smekk. Sigurður kunni auðvitað vel dönsku, hafði les- ið talsvert af norrænum samtíðar- kveðskap og lært nokkuð á því. En hann var samt framar öllu íslenzkt rímnaskáld, og þó að hann yrði betra rímnaskáld en fyrirrennarar hans og vihli bæta um þá kveðskapargrein, urðu formvenjur hennar þeim ásetn- ingi yfirsterkari, einkum þegar hann varð að flaustra rímum sínum af. ()g þá orti hann með ixirtum leir- burð, sem stakk alveg í stúf við hæfíleika hans og viðleitni. Það er einkennileg raunasaga, að þeim Bjarna og Hjálmari, Jónasi og Sigurði lenti beinlínis saman, þeim tveim og tveim þessara manna, sem voru sérstaklega skyldir að gáfnafari og skáldskaparanda. Um viðskipti þeirra Bjama og Iljálmars er reyndar nokkuð á huldu, einkum hvort þeir hafí hitzt og átt orðaskipti. Víst er, að Hjálmari var meinilla við Bjarna, eins og Amt- mannsvísur hans sýna. Og mjög cr sennilegt, að það hafi verið vegna þjófnaðarmálsins, sem áður er nefnt. Bjami var strangt yfirvald, og hafí Hjálmar leitað ásjár hans að fá málið ómerkt, var engrar vægðar von af amtmanns hálfu. Sagan segir, að Hjálmar hafí farið norður að Möðm- völlum og skáldin leitt þar saman hesta sína með öllum þeim þykkju- þunga, stóryrðum og snilliyrðum, sem báðum var lagið, er þeim tókst upp. Vera má, að það sé þjóðsaga. En eitt tel eg rétt að taka fram Bjama til afsökunar. Um 1838 hefur hann engin deili vitað á kveðskap Hjálmars nema að hann væri níðskár, hagorður skammakjaftur, enda átti Hjálmar þá enn ókveðin öll sín beztu ljóð. Hjálmar hefur ef til vill ætlazt til af skáldinu á amtmannsstóli, að hann tæki eitthvert tillit til þess, að þeir vom bræður í Braga þrátt fyrir aðstiiðumun í þjóðfélaginu. Bjami hafði engin skilyrði að vita, hvað í Hjálmari bjó. Þó að Bjarni væri mik- ill valdsmaður og stórbrotinn, var hann enginn bnxldborgari. Hann hefði orðið Hjálmari haukur í horni, ef hann hefði kynnzt honum betur. Og Hjálmar hefði ef til vill lært meira af kvæðum Bjama, cf honum hefði ekki verið |x;rsónulega illa við hann. Samt er ekki hægt að efast um, að þær framfarir, sem Hjálmar var að taka í kveðskap sínum alveg fram á síðustu elliár — og em einsdæmi um nokkurt íslenzkt skáld á þeim aldri — em að einhveiju leyti að þakka áhrifum Bjama og Jónasar. Þó að Hjálmar hefði mætur á Sigurði og tæki svari hans, fann hann, hversu óskyldir þeir vom að eðlisfari, talar um „gjálífan Breiðfjörðs anda“ í einu kvæði. Alvörugefni, karlmennska, djúpsæi og hið ríka líkingamá! Bjama var honum í raun réttri miklu nær skapi. Um viðureign þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Sigurðar Breið- fjiirðs, sem frægust er vegna rit- dómsins um Tístrans rímur í Fjölni 1837, er allt kunnara, enda er hún miklu merkilegri, því að þar lenti ekki aðeins tveimur mönnum saman, heldur tveimur öldum og tveimur skáldskaparstefnum. Jónas varð stór- um óvinsæll á íslandi fyrir þessa heiftarlegu árás á rímumar og bezta fulltrúa þeirra, eftirlætisskáldskap og eftirlætisskáld alþýðu. Og menn hafa dæmt misjafnlega um þetta síðan. Ef á að gera það af sanngimi, er margs að gæta. Þegar Tístrans rímur og aðfínnslur Jónasar að þeim em athugaðar, verður því ekki neitað, að Jónas hcfur alveg rétt fyrir sér. Allt, sem hann finnur að, er að- finnsluvert. Hér dæmir maður með ömggan og heilbrigðan smekk um kveðskap, sem er á villugötum. Rit- dómurinn er sá langmerkasti, sem nokkurn tíma hefur verið ritaður á íslenzku, því að hann var uppreisn nýs og betri skáldskapar gegn óþol- andi sleifarlagi, og áhrif hans urðu geysimikil. Hins vegar er ekki alls réttlætis gætt í þessum dómi. Jónas veit t.d. ekki eða vill ekkj sjá, hvílíkt gildi rímnakveðskapur íslendinga í 400 ár hafði haft fyrir viðhald tungu og þjóð- menningar. Hann er ekki að skrifa bókmennta- né menningarsögu, held- ur innlegg í dcilumál samtíðarinnar. Segja má, að hart hafí verið, að þessi stóridómur skyldi einmitt ganga yfír Sigurð, sem var bezt rímnaskáld sinna daga, en það má afsaka með því, að Jónas hafi ekki viljað ráðast á garðinn nema þar sem hann var hæstur. Hitt er verra, að þegar þessi dómur var prentaður, hafði Sigurður m.a. auk Tístrans rírnna látið prenta bæði Núma rímur 1835 og Ljóðasmá- muni sína 1836, þar sem mikið af því allra bezta í skáldskap hans er saman komið, og er Jónasi illa sæm- andi, að hann skuli í árás sinni ekki geta þess að neinu. Sannleikurinn var sá, að Jónasi og þeim Fjölnismönnum var meinilla við Sigurð fyrir ýmsar væringar, sem eg hef ekki tíma til að segja nánar frá. Auk þess hafði Sunnanpósturinn, keppinautur Fjöln- is, farið heldur lofsamlegum orðum um Tístrans rímur, svo að Jónas löðr- ungaði í ritdómnum tvo óvini með sama högginu. Af öllu þessu ber nokkum skugga á árás Jónasar. En hann afplánar það með hinni heilögu vandlætingu sinni og lotningu fyrir vegleik skáldlistarinnar. Og hvað er ekki hægt að fyrirgefa Jónasi Hell- grímssyni? Hitt er annað mál, að Sigurður reiddist og fyrirgaf ekki, og það get- ur enginn láð honum. Því fór fjarri, að hann lærði nokkuð af ritdómnum. Kveðskap hans fór heldur hnignandi eftir þetta. Og hann hefði Iíklega les- ið hinn undurfagra skáldskap Jónasar sér að meira gagni, ef óvildin hefði ekki dulið honum kosti hans. En þó olli mestu um, að ævikjör hans fóru síversnandi, svo að hann varð kæru- lausari um listina en hann vildi vera. En lærði Jónas ekkert af Sigurði? Mörgum kann að þykja þessi spurn- ing Qarstæð, enda hefur hún aldrei verið borin upp fyrr. En þegar þess er gætt, hvílíkur snillingur Sigurður var á ferskeytlur, þegar bezt lét, væri ekki undarlcgt, að vísur eins og Vorið góða, grænt og hlýtt og Enginn grætur íslending eigi skáldskap Sig- urðar eitthvað að þakka. Og áþreifan- legri dæmi má nefna. Margir kannast enn við kvæðið Fjöllin á Fróni, sem Sigurður þýddi eða stældi eftir norsku kvæði eftir Simon Olaus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.