Morgunblaðið - 14.09.1986, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SIJNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986
SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING
Úr einlyndi
og marglyndi
FRAMHALD skapa lestir og afbrot heldur ekki
AF BLS. 11 .C orku, en þau eru merki þess að eðli
manna sé ekki útdautt, stundum upp-
reisn gegn of þröngum hömlum, þau
eru eins og gufan, sem kemur út um
öryggishanann, merki þess, að þrýst-
ingurinn í katlinum sé sæmilega hár.
Dauður
hundur
Það lá dauður hundur á torgi bæj-
arins og rotnaði. Fjöldi af fólki hafði
þyrpst kringum hann, að hrafna sið,
sem altaf hópast að hræjum. Einn
sagði: en sú fýla! Annar ef hann ligg-
ur hér, eitrar hann loftið í bænum.
Allir létu á einhvem hátt í ljósi við-
bjóð sinn og fyrirlitningu á líkama
hundsins.
Þá bar þar að spámann kristinna
manna, Jesús frá Nazaret. Hann nam
staðar, horfði á hundinn nokkur and-
artök, og sagði svo: Tennumar eru
hvítar eins og perlur.
Þá hitnaði öllum sem viðstaddir
voru um hjartað, eins og ostmr verða
glóandi í kolaeldi.
Sigurður Nordal
o0 Jónas Krist-
jansson lœknir á
námsárum sínum
Kaupmannahöfn.
Hvað er
einlyndi?
Það var einu sinni Indíáni, sem
átti heima í Chicago. Hann hafði
verið á þessum slóðum síðan bæjar-
stæðið var ekki nema grasslétta, og
það mátti vel svo að orði kveða, að
bærinn væri bygður í hans landi. Nú
var hann orðinn áttræður, en em og
frískur. Borgarbúum fanst vel við
eiga að sýna honum einhvem sér-
stakan sóma á áttræðisafmæli hans,
og einhverjum datt í hug að þeir
skyldu koma til hans líkt og dísimar
í ævintýrunum og leyfa honum að
óska sér þijár óskir, hvað sem hann
vildi. Sumum þótti þetta býsna viður-
hlutamikið, því óskin á sér engin
takmörk, en Chicago er rík borg og
stórhuga og víðsýni áttræðs Indíána
ekki ótakmarkað, svo tillagan var
samþykt. Sendinefnd var gerð út,
sem tilkynti gamla manninum hátíð-
lega, að hann gæti nú átt sér þrjár
óskastundir. Indíáninn tók þessu feg-
ins hendi og óskaði sér undir eins,
að hann fengi eins mikið whisky og
hann gæti dmkkið, þangað til hann
ylti út af. Sendinefndin lét sér fátt
um finnast, og fanst óskin auðvirði-
leg, en kvað hana þó veitta og bað
hann að óska sér þeirrar næstu og
vanda sig nú. Eftir nokkra umhugsun
óskaði hann sér, að hann fengi eins
mikið whisky og hann gæti drukkið,
alla sína æfi, hvað gamall sem hann
yrði. Þessi ósk fanst nefndinni mun
hressilegri, því karlinn var líklegur
að lifa lengi enn, ekki sízt með hjálp
þessa ódáinsdrykkjar, en samt lögðu
þeir fast að honum að nota nú vel
þriðju óskina, sem væri hin síðasta,
og gefa borginni færi á að sýna rausn
sína. Indíáninn sat lengi og hnyklaði
brýmar og hugsaði. Loks sagði hann
og varp mæðilega öndinni: „Ég held
ég verði að óska mér svolítið meira
af whisky."
Tvö alþýðuskáld
Brot úr erindi fyrir Dagsbrúnarmenn
FRAMHALD
AFBLS. ll.C
skammsýni íslendinga að leyfa skáld-
um sínum að tóra. Hann hugsar sér,
að hann sé á gangi í paradís og hitti
þar ýmsa menn að máli.
Oft skauzt eg í riikkrunum skemmtun að fá
og skáldin þ<> tíðast að heyra,
og nærri því tregastur fór eg þar frá
þeim föllnu, sem léku ekki meira.
Þeir sváfu þar (kignuðum hörpunum hjá,
en hvergi var Ijúfara að eira,
og ótaldar kvöldstundir knúði eg þá
að koma og syngja okkur fleira.
Eg sagði við Jónas. „Þig fala eg fyrst,
því Frón er þín grátandi að leita,
og náðugri ritstjóm - því næst sem í vist—
í nafni þíns lands má eg heita,
og sex hundmð krónum svo leikandi list
munu landssjóður tæplega neita.“
Eg bauð honum allt, sem mín móðir gat misst,
en meistarinn kaus ekki að breyta.
Eins fannst mér á BreiðQörð hann bresta nú
þor
og biluð í strengjunum hljóðin.
Þó sagði eg: „Komdu, hver vísan er vor,
nú viljum við borga þcr óðinn.
Hann léttir oss heiman og heima vor spor,
eg heyri hvert bam kunna Ijóðin.
Og ef að við fellum þig aftur úr hor,
í annað sinn grætur þig þjóðin."
Við þetta er í raun og veru engu
að bæta, því að svo endurtekur sagan
sig, ekki aðeins í hugsmíðum skálda,
heídur beiskum veruleika. Við erum
svo önnum kafnir að gráta skilnings-
leysi liðinna kynslóða, að við sjáum
ekki, að hið sama getur verið að
gerast rétt við okkar táivota nef. Eg
hef ekki getað brugðið upp fyrir ykk-
ur nema svipmyndum, hvorki af
kjörum né snilli þessara tveggja stór-
skálda íslenzkrar alþýðu. En eg vona,
að þið þekkið þau nóg fyrir eða
kynnizt þeim betur síðar til þess
myndirnar verði minnisstæðari en eg
hef getað gert þær.
En að ályktunarorðum vildi ég
segja þetta við ykkur Dagsbninar-
menn, sem hér eruð saman komnir.
Til er enskt máltæki, sem hljóðar
svo: What is everybody’s business is
nobody’s business: Það, sem allir eiga
að annast, annast enginn. — Það
gengur stundum svo undarlega til í
veröldinni, að eftir því sem einhver
maður hefur tækifæri til að ná til
fleiri manna með starfi sínu, er það
verr þakkað, þ.e.a.s. engum sérstök-
um finnst sér neinn greiði gerður.
Eg skal benda ykkur á lítið dæmi,
sem þið hafið fyrir augunum, og þið
skuluð hlæja að því. Guðjón Baldvins-
son bað mig að flytja fyrir ykkur
erindi, og mér fannst sjálfsagt að
gera það. Eg vildi tala við ykkur um
efni, sem mér þótti vænt um, og eg
lít svo á, að öll barátta ykkar fyrir
bættu kjörum nái ekki nema hálfa
leið að hæsta takmarki sínu, ef þessi
bættu kjör, sæmileg afkomuskilyrði
og tómstundir, eru ekki notuð til
meiri þroska og til þess að leggja
rækt við dýrustu andleg verðmæti,
meðal annars úrvalsbókmenntir Ís-
lendinga. Þetta ómerkilega erindi á
sér ekki aðeins langan undirbúning
frá liðnum árum, heldur var nokkurra
daga verk að matreiða efnið svo, að
mér fyndist eg geta borið það á borð
fyrir ykkur. Nú er það eitt furðulegt
einkenni svona hluta, að þá má bera
á borð fyrir mikinn Qölda manna, og
hver þeirra fær jafnmikið fyrir því.
Ef ég hefði átt að skipta einum smjör-
fjórðungi á milli ykkar, kæmi ekki
nema hungurlús í hvers manns hlut,
og ef eg hefði viljað gæða ykkur öll-
um á einni flösku af svartadauða,
mundi hvetjum ykkar finnast drop-
arnir fáir, sem í glasið kæmi. En
erindið fær hver maður, sem hér er
við staddur, heilt og óskipt, hvort sem
það er illt eða gott. En hvað haldið
þið, að yrði sagt, ef eg bæði hvern
ykkar um jafnmargra tíma vinnu
fyrir mig og eg hef unnið fyrir ykk-
ur? Það þætti herfileg heimtufrekja.
Eg fengi ekki einn af ykkur að taka
fyrir mig handtak. „Eg held þessi
prófessorsskratti sé ekki of góður að
kjafta fyrir okkur eina klukkustund
um það, sem hann á að kunna." Og
hann er það ekki, og það er honum
Q'arri skapi að telja það eftir. En —
það gæti staðið svo á, að þessi hugs-
unarháttur væri samt ekki alltaf
réttur. Við skulum hverfa 96 ár aftur
í tímann og horfa á Sigurð Breið-
§örð, sem er að svelta í hel á
krambúðarlofti hér í Reykjavík. Að
vísu var hún þá hálfdanskur bær, og
vel getur verið, að hattarinn, sem
átti búðina, hafí aldrei lært visu eftir
þetta drykkfellda beykishró, sem var
að deyja drottni sínum uppi á loftinu.
En samt er víst, að tugir manna í
þessum litla bæ hafa átt Breiðfjörð
ótaldar ánægjustundir að þakka. Það
var aðeins svo, að engum sórstökum
fannst sér koma neitt við, hvað um
hann yrði. Og svo dó Sigurður, að-
eins 48 ára gamall, og með honum
ef til vill beztu vísurnar hans ókveðn-
ar. En — það, sem allir ættu að
annast., annast enginn.
Áður fyrr var það svo í hinum
auðugri löndum, að stórmenni og
auðmenn töldu skyldu sína að hlynna
að listum og vísindum og gerðu það
einatt höfðinglega. Oft var þeim þetta
metnaðarmál og hégómamál, og það
var ekki alltaf heppilegt, því að það
styrkti völd þeirra, sem þeir beittu
misjafnlega. Nú er fyrirsjáanlegt, að
hin samtaka alþýða, voldug og sterk,
tekur rneir og meir stjórnartauma og
auðmagn í sínar hendur. Hún er enn
víðast hvar í baráttustöðu og baráttu-
hug gegn auðjörlum og „höfðingj-
um“. En takmarkið er, að hver
alþýðumaður verði höfðinglega hugs-
andi, aðalsmaður, í bezta skilningi
þessara orða. Eg vil minna ykkur á
dæmi til íhugunar. Á sama tíma sem
skilningslausir hreppakóngar og sof-
andi almenningur létu þá Sigurð og
Hjálmar sveita hálfu og heilu hungri
hér á íslandi, var úti í Kaupmanna-
höfn, undir handaijaðri einvaldskon-
ungs og við leifar einvaldsskipulags,
íslenzkur fræðimaður, sem hét Jón
Sigurðsson. Hann lét sér ekki nægja
að grúska í gömlum skjölum og gefa
út sögulegar heimildir. Hann var allt-
af að beijast á móti kónginum og
valdi Dana á íslandi. En hinn ill-
ræmdi Danskur lét sem hann vissi
þetta ekki. Hann ól svo ríkulega önn
fyrir hinum duglega fræðimanni, að
Jón gat lifað eins og kóngur, landi
sínu til sóma og gagns. Haldið þið,
að íslenzkir valdamenn nú á diigum
mundu ala svo önn fyrir embættis-
lausum vísindamanni eða skáldi, sem
væri uppreisnarmaður gegn stefnu
þeirra? O, sussu nei, þeir mundu
reyna að láta hana lepja dauðann úr
krákusel. Hið heilaga lýðræði er ekki
komið á æðra menningarstig en
þetta. Mundi annað eins stórveldi í
þjóðfélaginu og Dagsbrún er nú á
þessum veltiárum nokkum tíma
verða samtaka um að koma í veg
fyrir, að t.d. jafnfrumlegur snillingur
og lélegur búmaður sem Þórbergur
Þórðarson veslaðist upp úr fátækt
hér í Reykjavík? Eg efast um það.
Það, sem allir ættu að annast, ann-
ast enginn.
En — einmitt upp úr þessum gamla
hugsunarhætti eigið þið að vaxa. Þið
eigið að vísu að vinna ykkar sigra
með því að leggjast allir á eitt. Þið
eigið og eruð að gera orðið alþýða
að nýju orði, tákni máttar og valda.
En — þið eruð ekki baunir, sem má
malla í einn graut, svo að ekki sjái
lengur bauna skil. Þið eruð steinar í
voldugri skriðu. Þið emð einstakling-
ar; þið getið aldrei velt ábyrgð af
ykkur á heildina; hver ykkar á að
fínna til sömu ábyrgðar og hann réði
einn öllu. Þá vinnið þið ekki aðeins
völd, heldur vinnið til valda, eigið
skilið að fara með þau. Þá er hver
fús að annast einn að sínum hluta,
fínna til skyldu sinnar um það, sem
annars enginn hugsar um. Og eg
fullvissa ykkur um, og öll fortíð og
öll saga staðfestir það, að hvers kon-
ar stjórnarfar og hver öld farsælist
svo bezt, meðan yfír stendur, og verð-
ur svo mest virt síðan, að auk
nauðsynlegra og hagnýtra hluta sé
borin langsýn og ftjálslynd umhyggja
fyrir öllu því, sem mölur og ryð fær
ekki grandað, sem gengur í arf til
koinandi kynslóða, þegar annar lúxus
er horfínn og minnzt með fyrirlitn-
ingu. Og um ekkert á þetta við fremur
en vísindi og listir, sem allir njóta
beint og óbeint, bæði í samtíð og
framtíð. Alþýða íslands var bláfátæk
á fyrri hluta 19. aldar. Og samt hefði
hana ekkert munað um, ef nógu
margir hefðu lagt saman, að sjá fyr-
ir því, að einn mesti náttúrufræðingur
Norðurálfunnar, Sveinn Pálsson,
hefði fengið að sinna jarðfræðirann-
sóknum sínum, og stórskáldin
Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar
hefðu búið við skárri kjör. Og skyldur
íslenzkrar alþýðu við sjálfa sig og
komandi kynslóðir fara sívaxandi í
þessu efni með hvetjum nýjum sigri
hennar á sviði stjórnmála og hags-
munamála. Áður óprentað