Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGDR 19. SEPTEMBER 1986 B o7 hafi ekki séð neitt athugavert við þetta, þeir eru þannig. Öðru máli var að gegna í Kaliforníu, ég var áreiðanlega talin öfug- uggi af fólkinu þar.“ Hepburn hendist nú einu sinni enn upp á loft og nær í föt. Sumt af þessu er áratuga gamalt, leikkonan hefur geymt marga dýrgripi úr fatasafni sínu. Þarna má sjá kjóla, hannaða af hinni frægu Valentinu og margar dragtir frá fjórða og fimmta áratugnum. Hún smeygir sér i jakka hannaðan af Eddie Schmidt fyrir óralöngu. Hann er úr grábrúnu hrásilki og ber hönnun og handbragði klæðsker- ans glæsilegt vitni. Jakkinn er í óaðfinn- anlegu ásigkomulagi og hinn sígildi stíll hans slíkur, að hann myndi sóma sér vel sem tískuflík nú. Flest af þessum fatnaði hefur víðar ermar, sem mjókka svo fram, er Hepburn dáir svo mjög. Enn ítrekar Hepburn það álit sitt að fatnaður verði fyrst og fremst að vera þægilegur í notkun og ermaop víð. „Minn stíll hefur einkennst af því, að ég geng alltaf í of stórum fötum. Þv( er ég líka svo hrifin af fatnaði frá Valentinu, hún hafði sömu skoðun á þessu og ég, hann- aði fatnað með yndislegum ermum. Ég var líka mjög hrifin af fötum frá hinni snjöllu Coco Chanel, en handvegirnir á fötum frá henni voru vonlausir fyrir vöðvastælta og íþróttalega vaxna konu eins og ég var.“ KAUPI MEST NOTAÐAN FATNAÐ Innt eftir því hvernig föt hún fái sér um þessar mundir og hvar hún kaupi þau segist hún kaupa sér rúllukragaboli og peysur í karlmannafataverslunum á Man- hattan, en annars kaupi hún eiginlega aldrei neitt nýtt. „I Connecticut hef ég fundið stórgóðar búðir, sem selja notað- an fatnað og þar finn ég ýmislegt, segir hún og smeygir sér í eldgamla snjáða flík. Hún er greinilega mjög örugg með sig í þessum klæðnaði, og flíkin virðist hafa tekið algjörum stakkaskiptum, þeg- ar hún er komin á teinréttar herðar leikkonunnar. Það fær mann til að skilja, að kannski er það þetta sjálfsöryggi og dálítill keimur af yfirlæti sem er undirrót Hepburn-stílsins, ekki bara víðir hand- vegir. Galdurinn felst í hvernig fatnaður- inn er borinn. Hér sést Katherine Hepburn í hlutverki sínu í kvikmyndinni „Woman of the Year“, sem gerð var 1942. Búningahönnuður var Adrian, og þótti fatnaðurinn nýtískulegur og þó klassískur og hafði mikil áhrif á fatahönnuði, gerir það reyndar enn, eins og sjá má á minni myndunum. FATNAÐUR Á AÐ VERA ÞÆGILEGUR Spurð hvar hún hafi fengið þann klæðnað, sem hún er í: „Rúllukragatreyj- ur kaupi ég i ítalskri karlmannafataversl- un, þar kaupi ég líka náttföt, peysan er frá Calvin Klein, síðbuxurnar svo gamlar, að ég man ekki hvar ég fékk þær. Hún hefur alla tíð keypt mikið af fatnaði sínum í karlmannafataverslunum, og var ein af þeim fyrstu er tók upp þann sið að klæð- ast síðbuxum og jökkum með herrasniði. Slíkt þótti hneykslanlegt á fyrri hluta fjórða áratugarins, en Hepburn útskýrir síðbuxnanotkunina á þann veg að hún hafi aldrei getað þolað að vera í sokkum. „Ég held að sokkar og það sem þarf til að halda þeim uppi sé uppfinning andskotans. Líka finnast mér stutt pils hörmuleg. Það er miklu fallegra að línan sé óbrotin, alveg niður í gólf.“ Þó hún hafi í fyrstu verið treg til að ræða þetta, virðist hún nú hafa fyllst eldmóði og tal- ar viðstöðulaust um fatnað og tísku. „Fyrstu buxnadragtirnar mínar voru hannaðar af hinum vel þekkta klæðskera Eddie Schmidt, sem starfaði i Kaliforníu á fjóða áratugnum." Síðar pantaði hún sér fleiri slíkar dragtir frá því fræga klæð- skerafyrirtæki: Huntsman, í London. Hpnni stekkur ekki bros, er hún segir frá viðbrögðum fólks við byltingarkennd- um stíl hennar. „Ég held að Bretarnir Nú á tímum eru buxnadragtir algengar, og þessar eru sniðnar að fyrirmynd Hepburn-stílsins; eru með karlmannasniði. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins við næstu Alþingiskosn- ingar fari fram 18. október 1986. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórn- ar innan ákveðins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 8. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í Reykjavfk. b) Kjörnefnd er heimiit að tilnefna prófkjörsframbjóð- endur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt að ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til að frambjóðendur verði 40. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skrif- legt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu Alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálf- stæðismenn búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 8. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi til yfirkjörstjórn- ar á skrifstofu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17.00, föstudaginn 19. september 1986. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. SKAK SKOLINN Haustnámskeið hefjast 23. september. Kennsla fyrir alla aldurshópa: Manngangsflokkur Byrjendaflokkur Framhaldsflokkur I Framhaldsflokkur II Nýjung: Skákæfingar fyrir fullorðna Kvöldnámskeiö sem einkum eru ætluö þeim sem hafa yndi af tafli en hafa lítið sinnt skákbókum. Fariö er yfir algengustu byrjanir og teflt undir handleiðslu kennara. Sex skipti, vikulega, þrjár klst. í senn. Sérnámskeíð/flöltefll Skákskólinn útvegar leiðbeinendur á sérstök námskeið í fyrirtækjum eða hjá félagasamtökumjafntá höfuðborgarsvæðinu ser úti á landi. Við erum ekki síður tilbúnir í fjöltefli hvar sem er á landinu! Innritun virka daga kl. 17—19, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. Innritunarsíminn er 25550. Klúbbfélagar Skákskóians fá 10% afslátt. Systkinum er einnig veittur 10% afsláttur. SKAKSKOLINNI Laugavegi 51-simi 25550 ' ! 1 !'! r Guðmundur Sjgurjónsson, Helgi Ólafsson Jón L. Amason, Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.