Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGljINBIiAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 4 GARÐSTOFUR P A D nííVCT uAKurl x ol ess hefur verið getið í fréttum að undanförnu að sumarbústaðaeign landsmanna hafi aukist verulega á síðustu árum. Svo er grunnt á sveitamanninum í borgarbúanum að hann virðist með aukinni velsæld pg bættum hag leggja allt kapp á að komast í snertingu við náttúruna. í fjölbýlinu hefur það ágerst að fólk leggi krafta sína og alúð í að rækta og fegra þá garða sem það hefur við hús sín. Og til þess að lengja svolítið þennan unaðstíma sem unnt er að eiga í bústaðnum eða i garðskotinu þá hefur fólk fundið upp á því snjalla ráði að leika svolítið á veðurfarið og norðangustinn og farið að byggja garðhýsi og gróðurvinjar við húsin sín, þar sem hægt er að sóla sig og njóta blómailms og baðstrandaveðurs árið um kring. Blómaskálar af ýmsum gerðum, sambyggðir húsum eða ekki, eru orðnirfjölmargir, enda býsna notalegt að sitja í suðrænu umhverfi með oft á tíðum heitan pott til að lauga sig í við hliðina, á meðan garrinn gnauðar úti. Ber mörgum eigendum slíkra húsa saman um að þetta sé orðinn vinsælasti íverustaður fjölskyldunnar og jafnvel jólatréð og sjónvarpið eigi þar sinn fasta stað. Nú er svo komið að ásókn í að fá að reisa slík sæluhýsi er það mikil, að hjá byggingarfulltrúa borgarinnar liggja iðulega bunkar umsókna um leyfi til þesskonarframkvæmda. „Umsóknum um byggingarleyfi fyrir garðskála fjölgar stöðugt og að meðaltali má segja að við fáum 10 til 12 umsóknir á mánuði," sagði Gunnar Sigurðsson byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. „það er einnig orðið mjög algengt að fólk geri ráð fyrir slíkum blómaskála strax í byrjun þegar það byggir húsið sjálft. Það er mjög hentugt að leysa þetta mál þannig og þurfa ekki að standa í því seinna, því þá er oft erfiðara að finna gott rými fyrir skálann. Núorðið þekkist það að gert sé ráð fyrir slíkum skálum í raðhúsum og jafnvel í stórum fjölbýlishúsum.“ Gunnar sagðist gjarnan vilja brýna það fyrir fólki að nauðsynlegt væri að sækja um byggingarleyfi. Það vill koma fyrir að fólk ræðst í framkvæmdir án þess að hafa samráð við byggingarfulltrúa og það er alveg óleyfilegt. „Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar leggja á í svona framkvæmdir, skálinn má ekki skyggja á svefnherbergisglugga, varna góðri loftræstingu og svo framvegis. Það hefur komið fyrir að þegar fólk sækir um byggingarleyfi yfir svalir á þriðju eða fjórðu hæð höfum við orðið að hafna beiðninni þar sem svalirnar eru í mörgum tilfellum nokkurskonar neyðarútgangur." Að sögn Gunnars er miklu minna um það en áður var að fólk byggi sjálfstæð gróðurhús i görðum sínum, nú sé algengast að þau séu viðbyggð. En hvað er skemmtilegast og jafnframt hentugast að hafa í þessum vistarverum, að því er gróður varðar og hvað ber að athuga í upphafi þegar byggt er, sem hefur áhrif á plöntuval og gróður í téðum skálum? Og ennfremur má spyrja hverju þurfi að sinna við árstíðaskipti þegar húsið er orðið gróðri prýtt. Þór Sævarsson garðyrkjufræðingur svarar slíkum vangaveltum: „Staðsetning hússins skiptir miklu máli, í hvaða átt það snýr,“ Þór Sævarsson garðyrkjufræðingur Morgunbiaðið/Þorkeii Byggingafulltrúi fœr að meðaltali 10 til 12 beiðnir á mánuði um leyfi tilslíkrabygginga SVAVAR LARUSSON OG ELSA CHRISTENSEN Lengir sumarið um prjá mánuði Svavar Lárusson og Elsa Christensen búa á níundu hæð í Espigerði fjögur. íbúðinni fylgja 60 fermetra svalir og fyrir um það bil þremur árum létu þau reisa þar yfir 40 fermetra garð- skála. „Upphaflega stungu arkitekt- ar hússins upp á þessu við okkur og þegar við sáum fram á að hægt væri að byggja skála sem væri hægt að nota árið um kring ákváðum við að láta til skarar skríða," segja þau hjón. „Hér getur verið ákaflega veðrasamt þannig að húsið er traustlega byggt, en það voru arkitektar hússins, þeir Ormar Þór og Örn- ólfur Hall, sem teiknuðu garð- hýsið." Þau Svavar og Elsa segja að þetta lengi sumarið að minnsta kosti um þrjá mánuði, sólstofan sé komin í gagnið í byrjun mars og hægt sé að njóta sólar fram í nóvember. „Annars erum við hér meira og minna allt árið um kring og það er óhætt að segja að þetta sé aðal íverustaður okkar. Við kveikjum upp í arnin- um á köldum vetrarkvöldum og höfum jafnvel borðað í stofunni á aðfangadagskvöld. Svo er sól- Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.