Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 12
Þeir eru til sem halda því fram að í dag lifi Danir á fornri frægð í hönnun sinni á húsbúnaði og er þá skírskotað til áranna milli 1950 og 1960 og jafnvel fyrr. Þá varð dönsk hönnun þekkt í heiminum og margt af því sem hannað var þá er orðið klassískt. Það má nefna marga til sögunnar, en án efa voru það arkitektarnir Poul Henningsen, Kaare Klint og Borge Mogensen sem höfðu mest áhrif á almenning strax milli 1930 og 1940. En það eru líka margir góð- að er Eyjólfur Pálsson, innanhússarkitekt, sem hefur orðið í við- tali við föstudagsblaðið um hönnun á norræn- um húsbúnaði og ýmislegt sem henni tengist. Hann lærði á sínum tíma í Danmörku, en rekur nú verslunina Epal og hefur meðal annars einbeitt sér að því að kynna vörur frá Danmörku sem og íslenska hönnun. Þess má til gam- ans geta, að þegar Margrét Danadrottning og Hinrik prins voru hér á ferð í sumar var Eyjólfi af- hent heiðursskjal og orða, „Lands- foreningens dansk arbejders diplom og prins Henriks æresmed- alje", fyrir kynningarstarf sitt á dönskum listiðnaði hér á landi. Átak í markaðsmálum í Danmörku „Danir hafa lagt sig mikið fram við að kynna húsbúnað sinn á er- lendum mörkuðum og þeir hafa uppskorið eins og þeir hafa sáð. Helstu viðskiptavinir þeirra eru Bandaríkjamenn, Vestur-Þjóðverj- ar, Hollendingar, Svíar og Japanir, sem hafa í æ ríkara mæli keypt danskan húsbúnað. Þá er verið að tala um húsbúnað þar sem mikiö hefur verið lagt í hönnun, en ekki tekkhúsgögn sem framleidd hafa verið og seld í stórum stíl, þá sér- staklega til Bandaríkjanna. Ég nefndi áðan fjóra hönnuði sem ég ir danskir hönnuðir starfandi í dag. í því sambandi má nefna Rud Thygesen og Johnny Sorensen sem sýndu á Kjarvalsstöðum 1982. Þeir byrjuðu að vinna saman fyrir tuttugu árum og hafa sótt í sig veðrið æ síðan. Þeir vinna mest með formspennt húsgögn. Það má líka nefna Niels Gammelgárd, sem hefur ásamt Lars Mathiesen ; hannað húsgögn undir nafninu Pelikan Design. Þeir hafa bæði • unnið fyrir gömul dönsk fyrirtæki og IKEA." tel skara fram úr í Danmörku um þessar mundir, en það má lengi telja því Danir hafa lagt mikla áherslu á hönnun og það eru því nokkuð margir sem hafa farið inn á þessa braut og eru góðir,“ segir Eyjólfur og bætir við: „I þessu sam- bandi má nefna Poul Kjærholm, sem bar mikið á, og einnig þá Verner Panton og Hvidt og Mel- gaard. Það er mikið atriði að rétt sé fjallað um hönnun, jafnt á hús- búnaði sem öðru. Það má ekki láta líta svo út sem hönnuðir vinni ein- göngu að einhverju sem ekki.er í neinum tengslum við raunveruleik- ann og þarfir fólks. Erlendis hafa mörg fyrirtæki hagað málum þann- ig á sýningum og kynningum ýmiss konar að stilla út einum hlut sem þótt hefur mjög nýstárlegur til að draga að athygli fólks og fá það til að hinkra og skoða aðra fram- leiðslu þeirra. Þessi ákveðni hlutur hefur að sjálísögðu verið hannaður af einhverjum hönnuði á vegum fyrirtækisins, en það má segja sömu sögu um annað sem sýnt er. Að kynna einungis það sem er fjarri raunveruleika fólks og er jafn- vel án nokkurs nytjagildis hefur einungis neikvæð áhrif," segir Eyj- ólfur. Hann kveðst oft hafa látið sér detta í hug að skrifa grein til að fá fólk til að opna augun fyrir starfi hönnuða og skamma um leið fjölmiðla sem hann telur eiga sinn þátt í því viðhorfi til stéttarinnar að hún sé að fást við eitthvað óraunhæft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.