Morgunblaðið - 07.10.1986, Side 53

Morgunblaðið - 07.10.1986, Side 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Mikil framför — segir Ása Þórðardóttir ÁSA Þórðardóttir ól 14 marka dóttur, sem mældist 51 sm að lengd við fæðingu í öðru nýju rúmanna: „Ég hef ekki fætt barn annars staðar en hér á Fæðingarheimilinu en ég get varla ímyndað mér að betra sé að vera annars staðar. Á Fæðingarheimilinu er engjnn stofn- anabragur. Þetta er svo Heimilislegt en öryggið er mikilvægt og í heima- húsum væri erfítt að tryggja það sem skyldi. Nýja rúmið, sem ég fæddi í, var mjög þægilegt og það var mikils virði að geta stjómað því að vild. Ég tel að þetta sé mikil framför en annars gekk fæðingin svo hratt fyrir sig hjá mér í þetta sinn að ég hafði eiginlega ekki tíma til að nýta öll þægindin nema með- an á hríðunum stóð. Fyrir þá sem aðstoða við fæðingu er það áreiðan- lega mikill munur að geta hækkað rúmið og lækkað eftir þörfum." Alveg sér- stakt að vera hér — segir Brynhildur Sigmundsdóttir BRYNHILDUR Sigmundsdóttir er ein þeirra kvenna sem fætt hafa í öðru af nýju rúmunum og um reynslu sína af því, segir hún þar sem hún var með nýfæddan son sinn, sem er hinn sprækasti og vó 16 merkur og var 52 sm að lengd við fæðingu: „Ég á 4ra ára bam fyrir og það fæddi ég ekki hér á Fæðingar- heimilinu. Ég hef því samanburð og vil láta það koma fram að það er alveg sérstakt að vera hér. Þetta er svo heimilislegt og notalegt. Það var mjög mikill munur að fæða í þessu nýja rúmi og alveg frábært að geta ráðið því allan tímann hvemig rúmið, eða öllu heldur fæð- ingarstóllinn, er stilltur. Það er mjög gott að geta setið meðan á fæðingunni stendur en það er ekki hægt í venjulegum fæðingarrúm- um.“ Káhrs-parket níðsterkt og endist íheilan mannsaldur Kðhrs L I fulllakkað (8 umferðir). Auðvelt að leggja, stærð borða 240 smX20 sm, 15 mm. Níðsterkt og auðvelt að þrífa. Ef þú vilt fjárfesta í gólfefni velur þú r'^'r.lTl parket. Parket er okkar fag. 50 ára parketþjónusta. ^P' Egill Árnason hf., Parketval, Skeifunni 3, sími 82111. FLUGLEIÐIR a fmmsKRiFsrofmi Av POlARfS ® Kirkiutorqi4 Sími622 011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.