Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 66
 66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 * Ast er ... ... að finna að fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved Það er ábyggilega engin sild í hinum tunnunum heldur. Breytingarnar á útsendingartíma sjónvarps: Dlmögulegt að fjölskyld- an geti borðað saman Elín Konráðsdóttir skrifan Getur það verið að miðopna Morgunblaðsins föstudaginn 26. september sl. sé ein allsheijar prentvilla? Ég vona heils huga að svo sé. Eða er það satt að sjón- varpið í vetur verði með þeim hætti, að allt bamaefni og þorrinn af afþreyingarefninu verði á tímbil- inu frá kl. 18:00 til 21:00 á kvöldin? Stundum hefur Bjama Felixsyni og ensku (les: elsku) knattspym- unni verið bölvað á laugardögum, vegna þess vanda, sem þau hjúin baka húsmæðmm, þegar þær glíma við að sameina fjölskylduna við kvöldverðarborðið. En nú er það ekki einn dag í viku, að kvöldmatur- inn fær að fjúka, heldur 7. Þjóðin hefur jafnan komið til móts við óskir sjónvarpsins og lagað sig að þörfum þess. Til þess að svo megi verða nú, á annað hvort að hafa kvöld- mat kl. 17:30 eða kl. 21:30. Hvort tveggja er illmögulegt. Fyrri tíminn vegna þess að „venjulegur" íslend- ingur er ekki kominn heim frá vinnu svo snemma, sá seinni vegna þess að þá em bömin sofnuð, matarlaus. Það em aðeins tveir kostir eftir. Að kaupa myndbandstæki til þess að taka upp fréttir og afþreyingu og geyma til betri tíma (fræðslu- myndatímans). Kostnaðarauki þessu samfara mun vera í kringum 40 þúsund krónur. Hinn kosturinn er einfaldlega að selja imbakassann, fara að sameinast við kvöldverðar- borðið og taka svo til við útvarps- hlustun og Ásækinn sparðatíning (Trivial Pursuit) þegar búið er að koma bömunum í bólið. Næstum því eins og í gamla daga. En burtséð frá kvöldmatar- áhyggjum húsmæðra, er það e.t.v. alvarlegra, að boðið skuli vera upp á spennuþætti kl. átta á kvöldin sem kvöldsögu fyrir bömin, eftir að þau hafa horft á ofbeldið í fréttunum. Ef bamafólk er aðeins fámennur þrýstihópur, má að lokum minna á að heilsuræktarmöguleikar dag- vinnufólks eru aðallega á fyrr- greindum tíma, þar sem heilsurækt- arstöðvar og sundlaugar hafa yfirleitt ekki opið nema til kl. 9 á kvöldin. Þar er því kominn annar ekki svo fámennur þrýstihópur, sem þessi nýlunda sjónvarps kemur illa við. | Selfossbæjir | f KVJ IT4RA-FQSS> TX 4 N 15elfoi ►sboajír * J (fc Yrufoss en ekkilrafoss Guðrúnu Krístínu í Undra- landi varð frétt og mynd í Morgunblaðinu á fimmtudag- inn tilefni eftirfarandi orða: Jú jú, að er leiðinlegt þetta með j-ið í Selfossbæjunum. En hvað þá með Ýrufoss? Landsvirlgun breytti nafni Sogsstöðvar við Ým- foss og Vegagerðin gerir nýjan réttan prest. Fossinn heitir Ym- foss (ýra= úði). Elsku Landsvirlq'- un, þú hlýtur að hafa efni á að láta prenta nýja bréfhausa. Þama hafa aldrei verið neinir írar. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar Aþessu ári hafa verið sýningar hér í Reykjavík á verkum tveggja snillinga, Picassos og Munchs, en nokkrar mynda hins síðamefnda em nú á sýningu í Norræna húsinu. Það er meiri hátt- ar viðburður í menningarlífi okkar, að takast skyldi að fá þessar sýn- ingar hingað. Heimsókn í Munch- safnið í Osló verður eftirminnileg öllum þeim, sem þangað koma. Sjálfsagt orka myndir Munchs með mismunandi hætti á fólki, en Víkveiji hefur orðið þess var, að sumir a.m.k. verða fyrir mestum áhrifum af þeim myndum hans, sem veita fólki innsýn í óhugnanlegan hugarheim málarans. Mikil aðsókn er að sýningunni í Norræna húsinu, eins og við var að búast enda er þess vart að vænta, að önnur Munchsýning komi hingað í bráð. Sérstök ástæða er til að hvetja skólayfirvöld til þess að skipuleggja ferðir nemenda á Munchsýninguna. Kynni af slíkum verkum eru ekki veigalítill þáttur í uppeldi og menntun ungs fólks. XXX Víkveiji var spurður um það á hóteli í Luxemborg fyrir nokkrum vikum, þar sem gist var næturlangt, hvort hann vildi reyk- laust herbergi. Þetta var spuming, sem ferðamaðurinn hafði ekki áður fengið á hótelum erlendis, en þama á staðnum var upplýst, að það væri að verða algengt, að bjóða gestum upp á reyklaus herbergi og þá alveg sérstaklega i Bandaríkjun- um. Kröfur bandarískra ferða- manna væru orðnar þær, að gista á hótelherbergjum, þar sem ekki hefði verið reykt. Allir vita jú, að lykt eftir reykingamenn getur orðið “föst“ í herbergjum. Nú verður stór hópur útlendinga hér á næstu dögum. Hafa hótelin í Reykjavík tekið upp þessa þjón- ustu? Hótel Borg hefur lengi verið ákveðinn miðpúnktur og sam- komustaður í miðbænum, ekki bara um helgar, heldur í hádegi og í síðdegiskaffí. Alkunna er að sömu hópar manna snæða þar saman hádegisverð ár eftir ár og oft hefur þetta sögufræga hótel verið vinsæll kaffistaður síðdegis. Því miður hafa þær breytingar, sem gerðar voru á aðalsal Hótel Borgar fyrir nokkrum misserum ekki tekizt sem skyldi. Salurinn er alltof kaldur og óvistlegur og frem- ur fráhrindandi. Það er því ekki jafn skemmtilegt og hlýlegt að koma þar og áður var. Þetta er óneitanlega til ama. Víða í borgum halda gömul hótel reisn sinni og vinsældum, þótt ekki sé allt með sama nútímasniði og á nýrri hótelum. Hótel Borg hefur alla möguleika á að halda þessari stöðu hér í Reykjavík, ef rétt er á haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.