Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1S86 „Venjuleg föt sem hægt er að breyta til og f rá“ Rætt við Sigrúnu Guðmundsdóttur um bók hennar Föt á börn 0—6 ára ár við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. „Ég hætti kennslunni núna í haust, það hefur lengi verið draumurinn að geta upnið ein- göngu við fatahönnunina. Sem betur fer hef ég svo mikið af verk- efnum að þó ég bætti ekkert við mig hefði ég nóg að gera næstu tvö árin," bætir hún við. Sigrún segist hafa verið um það bil hálft ár að vinna að bókinni, „en með það mikilli vinnu að ég gerði ekkert annað. Sennilega væri M'tk hugi á saumaskap hefur ^^kekki farið minnkandi á siðastliðnum árum ef marka má fjölda þeirra námskeiða í fata- saumi sem auglýstur er. Ástæðan er eflaust meðal annars sú að mörgum þykir dýrt að kaupa alltaf tilbúinn fatnað, en auk þess eru þeir stöðugt fleiri sem kjósa að ganga öðru vísi klæddir en fjöldinn sem kaupir fatnað sinn í tískuversl- unum borgarinnar. Þeir eru líka margir sem hafa áhuga á að spreyta sig á fatasaumi en hafa sig ekki í það af einhverjum orsök- um, mörgum vex það í augum þar sem þeir telja sig ekki hafa nægi- lega þekkingu og allir þekkja einhvern sem segist hafa tíu þumlaputta og hafi ekkert nálægt saumavél að gera. Nú er að koma út bók sem heitir Föt á börn 0—6 ára og gefin er út af Máli og Menn- ingu. Að sögn höfundar hennar, Sigrúnar Guðmundsdóttur, er hún hugsuð bæði fyrir byrjendur og aðra sem áhuga hafa á því að spreyta sig á fatasaumi eins og bók hennar Föt fyrir alla sem kom út fyrir tveimur árum. Við náðum tali af Sigrúnu og báðum hana að segja okkur ögn frá bókinni og uppbyggingu hennar. „í bókinni er fjöldi sniða, útskýr- inga og leiðbeininga fyrir þá sem hyggja á saumaskap á barnaföt- um. Bókina prýðir einnig fjöldi litmynda sem Guðmundur Ingólfs- son hefur tekið. Grunnsniðin eru mjög einföld, en það er enginn vandi að breyta þeim til og frá eins og hverjum hentar og gefnar eru upplýsingar fyrir þá sem það vilja. Hvert grunnsnið er þannig snið að mörgum flíkum," segir Sigrún. Hún er handavinnukennari að mennt, en fór síðan í framhaldsnám teikningu og textíl. „Ég hef verið að fást við einhvers konar fata- hönnun frá því ég man eftir mér. Mínar fyrstu minningar eru tengd- ar því þegar ég var að sauma og sníða á dúkkurnar mínar og var ekki eldri en svo að ég þurfti aö fá hjálp við að binda hnút á end- ann á þræöinum. Ég held að ég hafi lært heilmikið af þessu fikti mínu sem barn," segir Sigrún, en auk þess að fást við fatahönnun hefur hún kennt undanfarin átta Guðmundur Böðvarsson, versluninni Pilot „Ég vil helst hafa símann svartan“ „Síminn minn er gamall og góður", sagði Guðmundur sem hefur skífusíma í búðinni hjá sér.„ Það kemur sennilega að þvi að maöur endurnýjar en ég er búinn að eiga þennan í ein fimm ár og hann er þarna af gömlum vana. Ég á franskan takkasíma heima og þetta er svo ónýtt, minnið virkar ekki og svo framvegis. Þegar þlaðamaður spyr hvort hann myndi notfæra sér slíka takka ef þeir virkuðu, eða setja litinn fyrir sig segir hann að líklega myndi hann alls ekki nota þá. „En ég vil hafa símann svartan".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.