Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Anne McQuade heitir kona sem kom hingað til Reykjavíkur um dag- jnn og hélt námskeið á vegum Stjórnunarfélags ís- lands. Námskeiðið sóttu ein- göngu konur. Og hvað átti þá að kenna þeim? Að þjálfa með sér sjálfstraust svo mark væri á þeim tekið — í einkalífinu en ekki síður í stjórnunarstörfum þar sem við er að eiga starfs- KOIUUR AFLA þá — þvert á móti — ég hef allt- af litið á karla sem sjálfsagða jafningja. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég hef að nokkru leyti haft sérstöðu varð- andi þetta og ég er sannfærð um að minnimáttarkennd og skortur á sjálfstrausti sem svo fjölmargar konur eiga við að vera vorkunn, en auðvitað er útlitið einn af þeim þáttum sem máli skipta hjá hverjum þeim sem verður að gera sig gildandi í mannlegum samskiptum. Það er t.d. ekki lítið atriði að standa jafnfætis, augliti til auglitis, bræður og starfsfólk af báðum kynjum sem vinnur undir stjórn þeirra. Konur í stjórnun hafa þráfald- lega verið gagnrýndar fyrir það á síðari árum að temja sér hætti karla, og hver kannast ekki við nafngiftina „karlkona". Þá er átt við „stýruna" sem tileinkar sér í senn hugsunarhátt, framkomu og klæðaburð karla í álíka stöðu. Það er líka haft á orði þegar kona er gagnrýnd að það skipti ekki máli að hún hafi „náð svona langt því að hún er bara eins og einn karlinn í viðbót“. Og svo kemur gamla tuggan um að kon- ur séu konum verstar, sbr. „konur kjósa ekki konur". Það er áreiðanlegt að konur í stjórnun og reyndar víðar í þjóðfélaginu eiga við sérstök vandamál að stríða í störfum sínum og margar eiga bókstaf- lega i vök að verjast. Ef þær ætla að treysta sig í sessi og jafnvel að halda áfram á frama- brautinni sitja þær ekki við sama borð og karlar. Karlarpjr taka oft ekki mark á þeim, hvorki þeir sem standa þeim jafnfætis í „virðingarstiganum" né þeir sem vinna undir stjórn þeirra. Og konurnar? Þær eru undan- tekningarlítið undir stjórn þeirra og hafa til þeirra neikvæða af- stöðu í mörgum tilvikum. Þetta þekkir Anne McQuade kvenna bezt. Þó hefur skortur á sjálfstrausti aldrei háð henni al- varlega. í frumbernsku var síðari heimsstyrjöldin í algleymingi og faðir hennar var í hernum. Hann var sendur til íslands og var hér í Reykjavík árum saman. Þetta orsakaði gjörbreytingu á heimil- ishögum og Anne ólst upp með móður sinni, systur og ömmu. Þegar hún hafði aldur til var hún send í stúlknaskóla og raunin varð sú að hún ólst að lang- mestu leyti innan um konur og telpur á sínu reki. Félagarnir voru telpur og forráðamenn, kennarar og aðrir sem hún hlaut að virða í nánasta umhverfi sínu — allt voru það konur. Með þetta vegnesti hélt hún út í lífið og eftir að hafa aflað sér menntun- ar var hún um árabil kennari í gamla skólanum sínum. „Á þroskaárunum fékk ég aldrei önnur skilaboð en þau að þessar konur væru aðalmann- eskjurnar," segir hún nú, „og ég er sannfærð um að þetta uppeldi er undirstaða þess sjálfstraust sem ég hef. Ég álít að það hafi aldrei staðið mér fyrir þrifum að ganga í kynskipt- an skóla, ef svo má að orði komast, og það hafði ekki þær afleiðingar að ég umgengist ekki stráka og eignaðist þá að vinum og félögum. Það hafði heldur ekki þau áhrif að ég liti niður á Anne McQuade Sjálfsbirginshátt og drýldni er ekki að finna ífari þessarar konu. Slíka framgöngu teldi hún vera fyrir neðan virðingu sína. stríða á sér rætur í uppeldinu." Og sjálfstraustið leynir sér ekki í fari Anne. Hún er mjög lagvaxin kona. Hún er glaðleg og afar viðfelldin og skemmtileg í viðræðu. Það var haft eftir konu á námskeiði Stjórnunarfélagsins að fyrst þessi litla kona væri svona hress og örugg með sig ætti stæðilegri konum ekki að þannig að viðmælandinn geti ekki horft niður á mann í bók- staflegri merkingu. Anne er ekki í þessari aðstöðu þannig að hún leysir það mál á annan hátt. Sjálfsbirgingshátt og drýldni er ekki að finna í fari þessarar konu. Siíka framgöngu teldi hún vera fyrir neðan virðingu sína. Hún biðst heldur ekki afsökunar á sjálfri sér. Hún fer milliveginn gullna. Hún starfar markvisst eftir ákveðinni kenningu sem hún miðlar öðrum. Sjálfstraustsþjálfunin grund- vallast á aðalatriðum sem felast í viðurkenningu á þessum stað- reyndum. 1. Rétturinn til að hafna kröfum án þess að fá samvizkubit eða finnast maður vera eigin- gjarn. 2. Rétturinn til þess að álíta sína eigin hagsmuni jafn- mikilvæga og hagsmuni annarra. 3. Rétturinn til að gera mistök. 4. Rétturinn til að láta í Ijós álit sitt og gera sig gildandi að því marki að maður gangi ekki á rétt annarra. Til að gefa hugmynd um nán- ari útfærslu má skipta viðbrögð- um við þessum afdráttarlausu mannréttindum í þrennt: Skort á sjálfstrausti, sjálfstraust og áreitni. Gullni meðalvegurinn er þá auðvitað sjálfstraustið sem felur það í sér að standa á rétti sínum án þess að ganga á rétt náungans. Til skýringar má taka dæmi af konu sem var að kaupa sér nýjan bíl. Vinkona hennar ætlar í stutt ferðalag en hefur ekki bíl til umráða. Hún fer fram á að fá nýja bílinn lánaðan. Auð- vitað tímir eigandinn ekki að lána nýja bílinn sinn en það er ekki einfalt mál að bregðast við þessari málaleitan. Rétta aðferðin gæti verið á þessa leið: „Ég skil mætavel að þú þarft að komast leiðar þinnar en bíllinn er mér svo mikils virði að ég vil ekki lána hann." Á þennan hátt tekur bíleigandinn tillit til þess að vinkonan á rétt á því að spyrja um leið og hún stendur á sínum eigin rétti að segja nei. Hún hefði líka getað lánað bílinn af ótta við það að vinkonan áliti hana annars tíkar- lega eða ógreiðvikna. Hín hefði þá farið á bílnum en eigandinn setið eftir með sárt ennið og séð eftir að hafa lánað hann. Þannig hefði eigandinn borið fyrir borð rétt sinn til að segja nei. Hins vegar hefði eigandinn getað líka getað staðið á þessum rétti sínum en án þess að taka tillit til vinkonu sinnar. Svarið hefði þá verið á þessa leið: „Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að ætlast til þess að ég láni nýja bílinn minn," eða „ertu brjáluð?" Þannig getur þetta verið í stórum dráttum en þar við bæt- ast fjölmörg atriði sem til greina koma — tilfinningarnar sem látn- ar eru í Ijós með fasi, mismun- andi orðavali, svipbrigðum og augnaráði. En hver þarf á sjálfstraust- þjálfun að halda? Ekki bara konur í stjórnun í heimi karla, heldur einnig konur sem vilja öðlast stjórn á eigin lífi. Nefna má konur sem eiga í erfiðleikum í samskiptum sínum við börn sín eða maka. Hver kannast ekki við krakka sem taka ekkert mark á mæðrum sínum og beinlínis neyða þær til að nöldra? Eða eiginmenn sem taka konur sína eins og hvern annan sjálfsagðan hlut, jafnvel eins og óbreytt hús- gagn. Þeir taka ákvarðanir án samráðs við þær. Það hvarflar ekki að þeim hvort þær séu fús- ar til samræðis eða ekki og af ótta við að styggja þá láta þær undan en bæla með sér andúð- ina. Og svo eru konur sem láta bara hvern sem er vaða yfir sig — þjóna, lækna, bílstjóra, af- greiðslufólk o.s.frv. o.s.frv. Sjálfstraust er ekki fólgið í frekju, stífni, eigingirni eða kæruleysi um aðra. Sjálfstraust- ið hefur það ekki í för með sér Hannes Hafstein flytur ræíu við opnun Landssímans 29. sapt- ember 1906. MorgunblaÖið/Bjarni „Hefðum ekkert á móti því að fá takkasíma“ Ari Guðmundsson og Héðinn Jóhannesson, Skattstofunni Þeir Ari og Héðinn notast við gömlu gráu skífusímana, en sögðust þó ekk- ert hafa á móti því að fara að fá ný símtæki. Héðinn, sem hefur haft sinn síma síðan uppúr 1970 sagðist gjarnan vilja fá nýjan þó hann hringdi ekki jafn mikið og hringt væri í sig. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir myndu nota minnistakka og endurvalstakka ef þeir stæðu til boða sögðust þeir örugglega gera það.„Við mundum að minnsta kosti nota takkann sem velur númerið aftur ef það væri á tali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.