Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 B 11 TOPAZ MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson urum, þeim Cage, McGovern og Penn, sem hér fer með hlutverk „góða“ piltsins, aldr- ei þessu vant, og ferst þaö vel, sem annað. Þá eru bún- ingar og munir vandvirknis- legir og umhverfisendursköp- un þessa löngu liðna tíma einkar raunsæ — allt út I flnustu smáatriði. Sá ágæti leikari og leik- stjóri, Richard Benjamin, heldur vel á spöðunum. Hann er kunnastur fyrir hressilegan gamanleik og stjórn þeirrar meiriháttar grínmyndar, My Favorite Year. Það dylst eng- um að hann er ekki síður snjall aö draga fram við- kvæmari hliðar mannlífsins, þvi RWTM er þrungin hljóðlát- um tilfinningum, listilegt sambland léttúðar og áhyggjuleysis æskunnar og hinum alvarlegri undirleik lifsins, ást og sorgum. Vönduð, skemmtileg og at- hyglisverö mynd fyrir alla aldurshópa. TOPAZ ★★’/2 Leikstjóri: Alfred Hitch- cock. Tónlist: Maurice Jarre. Handrit: Samuel Taylor. Aðalhlutverk: John Forsythe, Frederick Staf- ford, Dany Robin, John Vernon, Karin Dor, Michel Piccoli, Phiiippe Noiret. Bandarísk. Universal 1969. 127 mín. Það fer ekki mikið fyrir snilligáfu meistara Hitch- cocks í Topaz, enda gerð á því tímabili í lífi leikstjórans er hann var hvað lengst niðri í þjakandi þunglyndi og ör- væntingu um eigið ágæti (sbr. ævisögur og viðtöl). Meðan á því stóð gerði hann að eigin áliti og flestra annarra tvær sínar verstu myndir, Torn Curtain og Topaz. Bakgrunnur Topaz er sögu- frægt njósnamál sem vakti mikla reiði og hneykslun á Vesturlöndum í byrjun sjö- unda áratugarins, þegar upplýstist að Rússar væru búnir að koma fyrir ókunn- um flugumanni í innsta hring franskra stjórnmála. Bandarískur og franskur leyniþjónustumaður vinna að málinu í kyrrþey og m.a. þarf fransmaðurinn að halda til Kúbu vegna máls- ins og kemst þá á snoðir um eldflaugarnar hans Krútsjéfs. Smá saman komast þeir félagar á slóð gagnnjósnar- ans, sem kallaður er Topaz. Leikurinn færist til Parísar og netið þéttist . . . Sem fyrr segir: Hitchcock í óstuöi. Og það eru margar slæmar hliðar á þessari mis- lukkuðu njósnamynd, sem í ofanálag var sú langdýrasta sem Hitch hafði gert til þessa þó þess sjáist lítil merki. Karl var aldrei gíslingu á leið yfir óbyggi- lega eyðimörk í átt til byggða. Sem fyrr segir eru óþarfa málalengingar og hæga- gangur meginvankantur þáttanna. Ef þeir hefðu ver- ið klipptir og skornir niður í svona á að giska tvo tíma, hefði árangurinn getað orð- ið ágætis sálfræðiþriller í anda hinna rómuðu saka- málamynda Warnerbræðra á fjórða og fimmta áratugn- um. Ástralirnir hafa meira að segja komið sér upp sínum eigin Bogart, sá er John Waters, sem bæði í útliti og fasi minnir á gömlu kemp- una. The Petrified Forest o.fl. góðar myndir frá gull- aldartímabilinu, koma upp í hugann. Esben Storm kemst einnig bærilega frá sínu í hlutverki hins veik- geðja glæpafélaga Waters. Hinsvegar er Steve Jacobs ólíklegur og liðónýtur í hlut- verki hetjunnar og aðal- kvenhetjan, Rosey Jones, litlu áhugaverðari. En tæknivinna og kvik- myndataka í hinu hrjóstruga umhverfi eru par exellence og No Return er þokkaleg- asta afþreying sem, öfugt við bandarískar hliðstæður, skilur eftir sig dulítið jarð- samband, allt að því moldarbragö. ánægður með handritið, jafnvel þó hann fengi gaml- an samstarfsmann sinn, Samuel Taylor, til að lag- færa það og breyta frá degi til dags. Enda laust í roðinu. Þá voru hinir evrópsku leik- arar illa í stakk búnir að ráða við flaustursleg hlutverkin, en þau stærstu samdi hann með Cary Grant og Ingrid Bergman í huga. Það er allt að því refsivert að nefna þau Stafford og Dor í sömu andrá! Hér bjátar mikið á sögu- frægt nostur og vandvirkni Hitchcocks, að leikmyndinni undanskildri. Það er ekki nema í örfáum atriðum sem kenna má handbragð snill- ingsins, hvað helst í dauða- senu Karin Dor, sem er ein af fáum, minnisstæðum augnablikum í Topaz. En það ber að hafa í huga að lélegur Hitchcock er betri en flestir meðalspámenn. Því má hafa allgóða skemmtun af myndinni, þrátt fyrir allt, og að sjálf- sögðu er hún bráðnáuðsyn- leg í safnið hjá öllum kvikmynda- og Hitchcock- unnendum. No Return Racing With the Moon Racing With the Moon ★ ★ ★ Leikstjóri Richard Benjamin. Handrit Steven Kloves. Aðalhlutverk Sean Penn, Elizabeth McGovern, Nichol- as Cage. Bandarísk. Paramount 1984. 100 mín. Unglingamyndaflóðið, sem nú er blessunarlega í rénum, skildi eftir sig þó nokkrar at- hyglisverðar myndir. Racing With the Moon, sem ég og fjölmargir fleiri misstum af í bíó, er tvímælalaust f hópi útvaldra. Við fylgjumst með vinunum Sean Penn og Nicholas Cage, síðustu vikurnar árið 1942, áður en þeir eru kvaddir til herþjónustu. Umhverfið er smáborg í Kaliforníu þar sem bilið er breitt á milli hinna ríku og fátæku. Félagarnir teljast í hópi þeirra siðarnöfndu. Þeir nota frelsið fram að herkvaðningunni til hins ýtr- asta. Cage er hress, drykk- felldur og kærulaus og þegar stúlka verður vanfær af hans völdum grípur hann til allra ráða til að öngla saman fyrir rándýrri fóstureyðingu. Penn, besti vinur hans, er hinsvegar af allt öðru sauðahúsi; vand- aður, heiðarlegur. Þegar hann verður ástfanginn af stúlku úr millahverfinu flökrar ekki að honum eitt augnablik að láta stéttamismuninn stía þeim í sundur. En von bráðar kemst hann að því aö stúlkan er í rauninni dóttir vinnukon- unnar í villunni! Handrit RWTM er óvenju ferskt og safaríkt. Það dregur upp sennllegri mynd af per- sónum og þjóðfélagsástæð- um og rikara af tilfinningum sem snerta mann en við eig- um að venjast. Við kynnumst æskufólki og lífsskoðunum þess á miðjum stríðsárunum síöari, raunum þess og gleði. Persónurnar eru sterkar og skýrt mótaðar af handrits- höfundi og þremur úrvalsleik- No Return ★★ Leikstjóri John Waters. Framleiðandi Brendon Lunney. Handrit David Boutland, byggt á skáld- sögu e. Evan Green. Aðalhlutverk John Waters, Esben Storm, Rosey Jones. Steve Jacobs, Swawomir Wabik. Áströlsk frá 1985. Ca. 190 mi'n. á tveimur spólum. Andfætlingar vorir eru hreint ekki af baki dottnir í gerð stuttra sjónvarps- myndaþátta — mini series. Er nú svo komið að hlutur þeirra er orðinn langstærst- ur á þessu sviði á mynd- bandamarkaðnum í ár. Að auki eiga þeir jafnan vænan part af þessu efni í sjón- varpi. Undantekningarlítið er um vel frambærilegt af- þreyingarefni að ræða, enda hafa stjórnvöld í Ástr- alíu stutt dyggilega við alla kvikmyndagerð í landinu um langt árabil. Hann hefur skil- að sér í fjölda góðra verka og fjölda afbragðs kvik- myndagerðarmanna á öllum sviðum sem hafa gert Ástr- alíu að stóru nafni á landa- korti kvikmyndalistarinnar. No Return er engin undan- tekning hvað vönduð vinnu- brögð varðar, hinsvegar er lopinn teygður. Tveir þjófar komast und- an eftir rán á einni af gersemum bresku krúnunn- ar í Melbourne. En í óðagotinu sem fylgir í kjöl- farið lendir djásnið í farteski hjúkrunarkonu sem er á leið í fásinnið noröur í landi. Fyrst ætla þjófarnir að nálgast ránsfenginn án blóðsúthellinga en fljótlega fer allt úr böndunum hjá hin- um hálfsturlaða forsprakka þeirra (Waters), og líkin fara og koma upp í kjölfarinu. Að lokum taka þeir stúlkuna og ferðafélaga hennar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.