Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 HVAÐ ERAÐ GERAST UM FELAGSLIF Norræna husið: íkona-spjall Á morgun kl. 16. spjalla Liisa Makela frá Finnlandi og sr. Rögn- valdur Finnbogason á Staðastað um íkona og íkonamyndgerð. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Norræna húsið: Fyrirlestur Norska tónskáldið Knut Nystedt mun halda fyrirlestur um starfsferil sinn sem tónskáld í Norræna húsinu á morgun 8. nóv. kl. 14. Landssamtök mál- freyja: Kynningarfundur 1. ráð Landssamtaka Málfreyja á íslandi verður með opinn kynningar- fund í Félagsmiðstöðinni Árseli við Rofabæ laugardaginn 8. nóv. kl. 16. Konur eru hvattartil að koma og kynnast starfsemi málfreyja. Útbreiðslunefnd 1. ráðs Veitingahúsiö Evrópa: Finnlandskvöld Veitingahúsið Evrópa við Borgar- tún heldur áfram með þjóðakvöldin og á næsta sunnudag er Finnlands- skemmtikvöld á döfinni. Finnski sendikennarinn Timo Karlsson segir frá landi og þjóð. Sungin verða finnsk lög og finnskur matur kynnt- ur. Dansaðtil 1 eftir miðnætti. Forsala aðgöngumið er í Evrópu sunnudaginn 9. nóvfrá kl. 15 til 18. Borð tekin frá á sama tíma. Finn- landsvinafélagiö Suomi hvetur félaga tilaðmæta. Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur: Basar á Freyjugötu 14 Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur hefur ekki setið auðum höndum í vetur. Prjónaðir hafa verið sokkar, vettlingar, peysurog margt fleira. Sumar hafa heklað pottaleppa og jafnvel lopateppi og gripið hefur verið í saumavél. Þessi handavinna, ásamt jólaföndri og miklum fjölda terta og brauða, verður seld til styrktar Karlakórs Reykjavíkur á bas- ar sem verður haldinn í félagsheimili kórsins laugardaginn 8. nóv. kl. 14 að Freyjugötu 14. Hótel Örk: Hlaðborð, freyðivfn sund og sauna í vetur hefur verið ákveðið að hafa svokallaðan „Brunch" að amerískum sið á Hótel Örk á sunnu- dögum milli kl. 11 og 15. Orðið „Brunch" samanstendur af ensku orðunum breakfast og lunch sem þýða morgunverður og hádegis- verður. Hér er um að ræða hlaðborö með köldum og heitum réttum ásamt osti, paté og ávöxtum svo eitthvað sé nefnt. Þá er kalt freyðivin, gosdrykkir eða kaffi boriö fram með hlaöborðinu fyrir þá sem þess óska. Fleira en hlaðborð og freyöivín er innifalið í verðinu, því matargestir fá frítt í sundlaug og sauna. Helmings afslátturerfyrir börn undirfjórtán ára aldri. Fastar áætlunarferðir eru farnar frá Um- feröamiðstöðinni til Hveragerðis. Gott er að panta borð með fyrirvara og afsláttur er veittur hópum ef pantaö er með fyrirvara. TÓNLIST Evrópa: Söngvarínn Forrest skemmtir Forrest M. Thomas Jr. verður hér um helgina, 8., 9. og 10., og skemmtir gestum veitingahússins Evrópu. Hefurhann upp rödd sína á miðnætti öll kvöldin. Dómkirkjan: Tónlistardagar Á morgun heldur þýski organleik- arinn Rolf Schönstedt tónleika í Dómkirkjunni kl. 17. á sunnudaginn verða kórtónleikar sem byrja kl. 17. íslenska óperan: IITrovatore Sökum gífurlegrar eftirspurnar sýnir íslenska óperan ILTrovatore enn einu sinni á laugardagskvöld kl. 20. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose. Fríkirkjan Orgelverk eftir Liszt Ann Toril Lindstad orgelleikari heldur orgeltónleika i Fríkirkjunni sunnudaginn 9. nóv. kl. 17. Á efnis- skrá eru verk eftir Franz Liszt. Það er vel við hæfi að minnast Liszts nú, því þann 22. okt sl. voru liöin 175 árfráfæðingu hans, og fyrrá þessu ári voru liöin 100 ár frá dauða hans. Gunnar Örn sýnir í Gallerí Skipholti Gunnar Örn sýnir um þessar mundir í Gallerí Skipholti. En hann hefur gert víðreist um heim með verk sín. SOFN Sjóminjasafnið: Opið um helgar Sjóminjasafn íslands verðuropið í vetur laugardaga og sunnudaga frákl. 14-18,enhópargeta pantað tíma ef aðrir tímar henta þeim bet- ur. Tímapantanir eru í síma 91 -52502 á mánudögum og fimmtudögum 10— 12 og 14— 15. Árbæjarsafn: Opið eftir sam- komulagi Enginn fastur opnunartími er yfir veturinn en safnið er opiö eftir sam- komulagi. Síminn er 84412. Sædýrasafnið: Dýrín mín stór ogsmá Sædýrasafnið verður opið um Vegurinn til Mekka Hér sjást þær Sigríður Hagalfn í hlutverki Helenar og Guðrún S. Gísladóttir í hlutverkl Elsu. En þessar persónur ar að finna f lelkritlnu Veginum til Mekka sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á sunnudaginn kl. 20.30. helgina eins og aðra daga frá kl. 19 til 19. Meöal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindurog fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarður- inn er opinn daglega frá kl. 11 til 17. Ásgrímssafn Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30 og 16. MYNDLIST Mokka og Ingólfs- brunnur: Heike llse sýnir Heike llse Hartmann sýnir 18 vatnslitamyndir í Mokkacafé við Skólavörðustíg frá 20. okt til 9. nóv. Einnig sýnir hún 12 myndir í Ingólfs- brunni í Miðbæjarmarkaöinum frá 20. okt til 20. nóv.. Allar myndirnar að einni undanskilinni eru frá þessu ári. Heike stundaði nám í myndlist bæði í Hamborg og í myndlista- skóla Reykjavíkur. Hún hefurverið búsetfá íslandi síðan 1962. Eden í Hveragerði: Listmunasýning Nú stendur yfir í Eden í Hvera- gerði sýning á myndverkum unnum úrtréaf Erlendi F. Magnússyni. Þetta erfyrsta einkasýning Erlend- ar, en á undanförnum árum hefur hann aðallega fengist við hönnun og innanhússkreytingar, auk þess sem hann hefurstundaö kennslu í mynd- og handmenntagreinum. Kjarvalsstaðir: Ería B. Axelsdóttir sýnir Nú stenduryfirá Kjarvalsstöðum myndlistarsýning Erlu B. Axelsdótt- ur. Þetta erfimmta einkasýning Erlu en á henni eru 52 pastelmyndir sem unnar eru á s.l. 2-3 árum. Sýningin stendur frá 25. okt. til 9. nóv. og veröur opin daglega frá kl. 14 til kl. 22. Norræna húsið: íkonasýning Nú stendur yfir sýning á ikonum í anddyri Norræna hússins og mun húnstanda til 16. nóv.. Þetta eru allt nýir íkonar, sem finnski listamað- urinn Liisa Makela hefur málað á undanförnum árum. Sýningin verður opnuð kl. 16 og eru allir velkomnir að koma. Sýning- in veröur opin daglega á venjulegum opnunartíma Norræna hússins kl. 9 -19 virka daga og 12 -19 á sunnu- dögum. Henni lýkur 16. nóv.. Listasafn íslands: Valtýr Pétursson sýnir Sýningin spannar listferil Valtýs allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944-46 til verka frá þessu ári. Hún er opin virka daga frákl. 13.30-18.00 enkl. 13.30-22. 00 um helgar. Gamli Lundurá Akureyri: Kristinn G. Jóhanns- son sýnir Kristinn G. Jóhannsson hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.