Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986
B 13
John Hancock byggingin við Michigan Avenue. Háhýsi Playboy-
klúbbsins virðist smágerð í samanburði við hina 100 hæða
byggingu.
Listasafnið í Chicago við Mic-
higan Avenue.
ekki átt við goluna af Michigan-
vatni, heldur fremur „loftið" í
íbúum borgarinnar.
„Second City“
orðin númer þrjú
Chicago hafði lengi annað við-
urnefni, „Second City,“ eða
„Önnur borgin," þar sem hún var
næststærst allra borga í Banda-
ríkjunum, á eftir New Yorkborg,
í langan tíma. Því viðurnefni tap-
aði Chicago til Los Angeles fyrir
fáum árum og þurfti að breyta
nöfnum á mörgum samkomu-
húsum í Chicago, þegar í Ijós
kom að borgin á Vesturströnd-
inni var orðin stærri. Þó er a.m.k.
ein stofnun sem enn heldur nafn-
inu Second City, en það er
næturklúbbur sem sérhæfir sig
í að gefa ungum gamanleikurum
tækifæri á að spreyta sig. Frá
Second City hafa komið grínleik-
arar á borð við Lenny Bruce,
Robert Klein, Alan Arkin, John
Belushi og Dan Ackroyd.
Gullöld Mafíunnar
í Chicago
Valdaskeið Mafíunnar í
Chicago hófst í byrjun aldarinn-
ar, þegar Mafiuforinginn John
Colosimo réö sér lífvörð frá New
York, Johnny Torrio. Torrio var
harðskeyttur náungi, sem hugs-
aði sór gott til glóðarinnar í
undirheimaviðskiptum. Brátt
varð hann svo upptekinn af því
að koma sér upp eigin veldi, að
hann gleymdi að rækta starfið,
sem hann var upphaflega ráðinn
til, með þeim afleiðingum að ein-
hverjum tókst að koma Colosimo
fyrir kattarnef. Þurfti þá Torrio
sjálfur að fá sér lífvörð og réð til
starfans annan New Yorkbúa,
sem kallaði sig Al Brown. Sá hét
réttu nafni Alphonse Capone og
kom hann til Chicago sama ár
og bannað var með lögum að
drekka áfenga drykki í Banda-
ríkjunum, árið 1920.
Bannárin komu sór vel fyrir
Torrio, sem samstundis hóf að
brugga og selja hinar forboðnu
veigar. Hann stóð í mikilli sam-
keppni við voldugasta manninn
í Chicago á þessum tíma, Dion
O'Banion, sem opinberlega rak
sakleysislega blómaverslun á
North State stræti. Innan tíðar
voru þessir þrír menn, O'Banion,
Torrio og Capone orðnir of stórir
beggja megin laganna, til að
nokkur gæti komið nálægt þeim
og þá hófst stríðið. Einn góðan
veðurdag stoppaði bifreið fyrir
utan búð O’Banions og þrír menn
stigu út. Einn þeirra heilsaði
O’Banion, þar sem hann var önn-
un kafinn við að klippa til blóm.
Áður en O’Banion gat boöið góð-
an dag, var búið að skjóta hann
fimm skotum í brjóstið og einu í
höfuðið.
Útför O’Banions var ein viða-
mesta sem um getur í sögu
borgarinnar. Líkkistan var sór-
pöntuð frá New York og blómum
og krönsum var komið fyrir á 26
vörubílum. Á einum kransinum
stóð „Frá Al.“
Við útförina voru margir sem
grunuðu Torrio og Capone um
að vera valdir að dauða O'Bani-
ons og strax eftir að útförFnni
lauk, hvarf Torrio af sjónarsvið-
inu. Fylgissveinar O’Banions eltu
hann alla leið til Kúbu og aftur
til Chicago þar sem hann var
skotinn til bana á tröppunum fyr-
ir utan heimili sitt. Þá var komið
að valdatíð Capones.
Valdastríðið í undirheimum
Chicago stóð í fjögur ár og lágu
margir í valnum áður en því var
lokið. Capone var kennt um flest
morð sem framin voru á þessum
tíma og sagði hann sjálfur ein-
hvern tíma: „Ég er talinn bera
ábyrgð á dauða allra sem látist
hafa, nema kannski þeirra sem
létust í heimsstyrjöldinni."
Stríðinu lauk 14. febrúar 1929,
þegar svörtum bíl var ekið upp
að bílageymslu á Clark stræti og
fimm' menn stigu út. Þrír þeirra
voru í lögreglueinkennisbúning-
um og fóru mennirnir allir inn í
bygginguna. Þar voru fyrir sjö
menn og varð einum þeirra að
orði þegar hann sá „lögregluna:
„Hvað er að? Þið eigið ekki að
fá borgað fyrr en um mánaða-
mótin?" Áður en hann gat sagt
meira, var hann og hinir sex,
skotnir niður með vélbyssum. 14.
febrúar er Sankti Valentínusar-
dagur og er hann jafnan tileink-
aður ástinni í Bandaríkjunum,
sem víðar. Atburðirnir í bíla-
geymslunni hafa jafnan verið
nefndir Valentínusardags fjölda-
morðin og óhætt að segja að sá
dagur sé Chicagobúum ákaflega
minnisstæður.
Capone var handtekinn
skömmu síðar, ásakaður um
skattsvik, því lögreglunni reynd-
ist ekki unnt að finna aðrar sakir
á hann. Hann fékk 11 ára dóm
og var gert að greiða 70.000 dali
í sekt og kostnað. Áður en hann
lést í fangelsinu lét hann þau orð
falla að hann hefði aldrei lagt út
í Chicago ævintýrið hefði hann
vitað fyrirfram hvað fyrir honum
átti að liggja. Þar með var gullöld
Mafíunnar í Chicago úr sögunni,
en þrátt fyrir að langt sé síðan
hún rann sitt skeið á enda loðir
glæpaorðið enn við borgina.
Auglýsingaherferð
borgaryfirvalda
Borgaryfirvöld í Chicago hafa
á undanförnum árum reynt af
fremsta megni að auglýsa borg-
ina upp og hafa gengist fyrir
mikilli herferð um að efla við-
skiptalíf og laða að fleiri fyrirtæki.
Þar sem hún gegnir ekki lengur
því mikla hlutverki, sem miðstöð
vöruflutninga sem hún gerði á
árum áður, er nú reynt að fá fjár-
magnsfyrirtæki og banka til að
þrífast þar sem best.
Menningarlíf blómstrar í
Chicago og þrátt fyrir að Broad-
way sé hvergi að finna annars
staðar en í New York eru leikhús
þar á hverju strái. Mörg merk
söfn eru í Chicago og verður þar
fyrst að nefna Listasafnið, sem
er á meðal virtustu safna sinnar
tegundar í heiminum. Þar er að
finna stórt safn af austurlenskri
list, málverkum frönsku im-
pressionistanna, og post-
impressionista, teikninga,
höggmynda ofl. í tengslum við
safnið er einnig rekinn vel þekkt-
ur listaskóli.
Áhugaverðir staðir
og söfn
Vísindasafnið, The Museum
of Science and Industry, dregur
að margan ferðalanginn, en þar
er t.d. að finna geimfarið Apollo
8, þýskan kafbát frá síöari heims-
styrjöld, smækkaða útgáfu af
sirkúsi, með 22.000 útskornum
brúðum og margt fleira.
Adler Planetarium var fyrsti
stjörnuskálinn sem byggður var
í hinum vestræna heimi og er
hann staðsettur á nesi sem skag-
ar út í Michiganvatn. Þar er
hægt að fræðast um allt, sem
vitaö er um himingeiminn og
einnig er þar stór stjörnukíkir og
safn af tunglsteinum, sem geim-
fararnir af Apollo 15. söfnuðu í
ferð sinni til tunglsins.
John G. Shedd safnið er
stærsta innanhúss lagardýra-
safnið í heiminum. Þar eru til
sýnis yfir 5.000 lagardýr, bæði
sjávardýr og ferskvatnsdýr.
Field Museum of Natural-
History er einnig á meðal þekkt-
ustu náttúru- og sögusafna í
heiminum. í anddyri safnsins má
sjá eftirlíkingar af beinagrindum
risaeðla og fleiri forsögulegra
dýra. Sýningarhlutir sýna þróun
veraldar og geimsins sl. 4.5 millj-
arða ára.
Búðarráp er auðvelt að stunda
í Chicago og eru tískuverslanir á
hverju strái í miðborginni. Water
Tower Place er glæsileg átta
hæða bygging, þar sem er að
finna ótal verslanir, bæði stór-
magasín og sérverslanir. Water
Tower Place er við hliðina á
gömlu vatnsveitunni, WaterTow-
er, sem erein af fáum byggingum
sem eftir stóðu óskemmdar þeg-
ar eldsvoðanum 1871 lauk.
Við Michigan Avenue er fjöld-
inn allur af verslunum, veitinga-
húsum, listmunahúsum, söfnum
og fyrirtækjum. John Hancock,
ein af þremur stærstu bygging-
unum í Chicago, er við hliðina á
Water Tower Place og er tilvalið
fyrir ferðamenn að fara með lyftu
upp á 94. hæð byggingarinnar,
þaðan sem sést yfir alla borgina
og út yfir vatnið. Á 95. og 96.
hæðum hússins eru einnig við-
kunnanlegir veitingastaðir. Eitt
hundrað hæðir eru í John
Hancock byggingunni, en Sears
turninn er nokkrum hæðum
hærri og er hann hæsta bygging
í heimi. Á 103. hæð turnsins er
sérstakur útsýnissalur, sem vin-
sæll er af ferðamönnum.
Chicago á sitt eigið „China-
town" þar sem bæði er hægt að
festa kaup á austurlenskum
varningi og er þessi borgarhluti
þéttskipaður veitingahúsum fyrir
þá sem kunna að meta austur-
lenska matargerð.
Næturlíf er mikið í Chicago,
bæði á virkum dögum og um
helgar og er Rush stræti vafalítið
helsta miðstöð skemmtana-
lífsins. Þar er ógrynni af bæði
diskótekum og tónlistarkrám.
Einnig er Halsted gatan þekkt
fyrir tónlistarbari og ber þar
mest á jass- og bluesbörum.
Grant Park er fallegt útivistar-
svæði niður við vatnið í mið-
borginni og þar er stór
gosbrunnur, Buckingham Fo-
untain. Þegar vel viðrar á sumrin
eru oft á tíðum haldnir tónleikar
í garðinum, eða leikrit flutt.
í Chicago eru þó borgarhlutar
sem vissara er að fara ekki um
að ástæðulausu. Þannig er t.d.
suðurhlutinn, eða „South Side",
talið eitt mesta skuggahverfið í
borginni, en þar er glæpatíðni
mjög há og fátækt mikil. Inn í
þessum borgarhluta miðjum er
University of Chicago, sem
þekktur er um heim allan og ekki
þá síst fyrir hagfræðispekúlanta
sem þar námu fræðin. Einnig
vakti skólinn mikla athygli á
sínum tíma, þar sem vísinda-
menn innan hans fundu upp
fyrstu atómsprengjuna.
Upplýsingar fyrir
ferðamenn
Flugvöllurinn í Chicago,
O’Hare International Airport, er
umferðarmesti flugvöllur í heimi.
Þar fara rúmlega 1.000 flugvélar
um daglega. Hann er örlítið vest-
an við borgina og tekur um
hálftíma að komast frá flugvellin-
um til miðborgarinnar. Nokkur
hótel eru út við flugvöllinn, en
einnig er hótel í öllum verðflokk-
um að finna f miðborginni.
Ferðamenn, sem hyggjast leggja
leið sína til Chicago, hvort sem
er í lengri eða skemmri tíma,
ættu aö staldra við í upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn í
McCormick Place, stórri sýning-
arhöll við vatnið, eða í Water
Tower á Michigan Avenue.
Texti og myndir/Helga
Guðrún Johnson
BV
Htmd-
lyfli
vagnar
Eigum ávallt fyrirliggjandi
|r hina velþekktu BV-hand-
lyftivagna með 2500
og1500kílóa lyftigetu.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BiLDSHÖFÐA 16 SiMI.6724 44
Margt eldra fólk ó í erfiðleikum
með að ganga upp og niður
stigana á heimilum sínum.
Stigalyftur eru svarið við þessu *
vandamáli.
Einfaldar og öruggar í notkun,
auðveldar í uppsetningu og
mjög fyrirterðarlitlar milli
notkunar.
Sjörið svo vel að hringja í
okkur eða fyllið út seðilinn hér
að neðan og sendið. Við
veitum fúslega allar nánari
upplýsingar.
k..............-.........
Vinsamlegast sendlð mér án allra
skuldblndlnga upplýsingar um stigalyttur
frá lyftudeild Hóðlns.
Natn:■ ■
Helmlllstang:
Staður:
Síml:
K....
= HÉÐINN =
lyftudeild
Seíjavegi 2 121 Reykjavík
Box 512 Sfmi 24260