Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 1
64 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 264. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skýrsla SÞ um Afganistan; Mikilvægustu kaflarnir höfðu verið felldir burt - segir höfundur skýrslunnar Vín, Reuter, AP. AUSTURRÍSKUR lagaprófessor, sem vann skýrslu um mannréttinda- brot í Afganistan fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að mikil- vægustu hlutar verksins hefðu ekki verið birtir. A blaðamannafundi í gær sagði Felix Ermacora, höfundur skýrsl- unnar, að kaflar þar sem fullyrt var að Sovétmenn hefðu beitt efnavopn- um í Afganistan hefðu verið felldir út úr skýrslunni. Ermacora kvað embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hafa tjáð sér að þetta hefði verið gert í „spamaðarskyni". Felix Ermacora hefur áður ritað skýrslur um ástand mannréttindamála í Vestur-Þýskaland: Efnaslys við Rín Ludwigsh&fen, Vestur-Þýskaiandi, Reuter. RÚMLEGA 1000 kíló af iUgresis- eyði runnu út í Rinarfljót í gær þegar bilun varð í efnaverk- smiðju í eigu vestur-þýska fyrir- tækisins BASF í Ludwigshafen. Að sögn talsmanna fyrirtækisins er lífríki Rínarfljóts ekki hætta búin þar eð efnið var útþynnt. Óhappið varð vegna bilunar í kælibúnaði verksmiðjunnar. Um síðustu mánaðamót kom upp eldur í vöruskemmu Sandoz-efna- fyrirtækisins í Basel í Sviss og rumu þá banvæn eiturefni út í Rín. Þýska stjómin hefur meðal annarra gagnrýnt stjómvöld í Sviss fyrir ófulinægjandi reglugerðir um með- ferð og geymslu eiturefna. Afganistan og hefur hann jafnan gagnrýnt sovéska innrásarliðið fyrir gróf mannréttindabrot. A fréttamannafundinum í Vín sakaði hann sovéska herinn um að beita efnavopnum og kvaðst hafa séð fólk á sjúkrahúsum í Afganistan sem lent hefði í þess konar árásum. Ermacora sagði að þeir kaflar sem fjölluðu um efnavopn hefðu ekki verið í skýrslunni sem lögð var fyr- ir Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna. Aðspurður kvað hann ólíklegt að Sovétstjómin kallaði innrásarliðið til baka á þessum áratug þar eð ljóst væri að kommúnistastjómin í Afganistan væri langt í frá traust í sessi. Margaret Thatcher í París AP/Símamynd MARGARET Thatcher, forsœt- isráðherra Bretlands, átti í gær fund með Mitterrand Frakk- landsforseta í París. Ræddu þau einkum livernig bregðast bæri við aukinni hryðjuverka- starfsemi í Evrópu auk þess sem stöðu afvopnunarmála eft- ir Reykjavíkurfund leiðtoga stórveldanna bar á góma. Myndin var tekin í forsetahöll- inni og situr túlkur leiðtoganna tveggja fyrir miðju. Vopnaflutningarnir til íran: Greiddu Bandaríkjamönn- um tólf milljónir dollara - segir forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Slmamynd/AP Páfísýpurá Jóhannes Páll páfi II kom í gær til Fiji-eyja og tóku inn- fæddir honum með kostum og kynjum. Páfa var boðið að bragða þjóðardrykk eyja- skeggja sem nefnist kava og er safi úr rót pipatjurtarinn- ar. Drykkurinn var borinn fram i kókosskál eins og al- siða er á Fiji-eyjum. Washington, AP. JIM WRIGHT, leiðtogi demó- krataflokksins i fulltrúadeild Bandarikjaþings, sagði í gær að Iranir hefðu greitt 12 milljónir Bandaríkjadala fyrir vopn frá Bandarikjunum. Yfirlýsingu þessa gaf Wright eftir að hann hafði átt lokaðan fund með Will- iam Casey, yfirmanni Banda- risku leyniþjónustunnar, CIA. Wright sagði ennfremur að 2000 flugskeyti gegn skriðdrekum hefðu verið seld til íran en emb- ættismenn Bandarikjastjórnar hafa til þessa fullyrt að 1000 slik skeyti hafi verið flutt þangað. Jim Wright, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, kvaðst ekki vera í nokkrum vafa um að vopna- sölubannið til íran hefði verið brotið. Sagði hann nokkur ríki, önn- ur en Bandaríkin og ísrael, hafa flutt bandarísk vopn til íran og að flutningar þessir hefðu ekki nauð- synlega verið tengdir þeirri viðleitni Bandaríkjastjómar að fá gísla í Líbanon leysta úr haldi. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í síðustu viku að vopnaflutningamir til Iran hefðu ekki verið hafnir í þessu skyni. Wright kvað William Casey, yfirmann CLA, hafa staðfest að Reagan hefði fyrirskipað leyni- þjónustumönnum að _ þegja um vopnaflutningana til Iran. Casey svaraði í gær fyrirspumum nefnd- ar, sem skipuð er fulltrúum beggja deilda Bandaríkjaþings og hefur með höndum að fylgjast með starf- semi leyniþjónustunnar. Robert McFarlane, fyrmm ör- yggismálaráðgjafí Bandaríkjafor- seta, lýsti því yfír í fyrradag að sér hefðu „orðið á mistök" þegar hann lagði til að hafnar yrðu vopnasend- ingar til íran fyrir 18 mánuðum. Sjá ennfremur frétt á bls. 28. Sovétmenn treysta á sigur með hefðbundnum vopnum - segir formaður hermálanefndar Atlantshaf sbandalagsins BrOssel, AP. FORMAÐUR hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins sagði í gær að „hugarfarsbreyting" hefði átt sér stað meðal ráða- manna í Sovétríkjunum. Þeir teldu sig nú geta borið sigur úr býtum í átökum með hefðbundn- um vopnabúnaði í Evrópu. Kvaðst hann, í Ijósi þessa, teíja nauðsynlegt fyrir Evrópuríkin að geta áfram treyst á fælingar- mátt bandariskra kjamorku- vopna. Wolfgang Altenburg hershöfð- ingi lét þessi orð falla á ráðstefnu í Briissel. Hann vitnaði til ummæla Nikolai V. Ogarkov, fyrrum aðstoð- arvamarmálaráðherra Sovétríkj- anna, þess efnis að ekki væri nauðsynlegt að beita kjamorku- vopnum í átökum á meginlandi Evrópu. Altenburg sagði ráðamenn í Sovétríkjunum almennt halla und- ir þetta sjónarmið og bætti við að yfirburðir Sovétmanna á sviði árás- ar- og vamarvopna gerðu átök í Evrópu „hugsanleg". Með tilliti til þessa kvað Wolfgang Altenburg nauðsynlegt fyrir öryggi Evrópu að fælingarmáttur kjamorkuherafla Bandaríkjanna yrði ekki skertur. Á Reykjavíkurfundinum lagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti til að öllum langdrægum kjamorku- flaugum yrði eytt á næstu tíu árum. Reagan ítrekaði þá skoðun sína á fréttamannafundi í vikunni að leggja bæri höfuðáherslu á fækkun þess konar flauga. Fjölmargir hemaðarsérfræðing- ar Atlantshafsbandalagsins hafa á undanfomum vikum lýst því yfir að fækkun meðaldrægra kjamorku- flauga í Evrópu og langdrægra flauga myndi skaða öryggishags- muni ríkja Vestur-Evrópu. Þeir hinir sömu hafa, líkt og Altenburg, vitnað til yfírburða Sovétmanna á sviði hefðbundins herafla, efna- vopna og skammdrægra flauga, máli sínu til stuðnings. Noregur: Helmingur þjóðarinnar jafnan veikur HELMINGUR norsku þjóðar- innar er jafnan veikur, ef marka má niðurstöður könn- unar „Norsku tölfræðistofn- unarinnar". Sérfræðingar hafa nýverið lokið við að vinna úr niðurstöð- um könnunar á heilsufari almennings sem náði til 10.500 manna og tók yfír hálfs mánað- ar tímabil. 49% aðspurðra kváðust þjást af einhvers konar krankleika. 46% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust alltaf vera veik og vom bein- og vöðvaverk- ir algengustu kvillamir. Rúmur helmingur þeirra kvenna sem svöruðu spumingum stofnunar- innar kvaðst vera veikur en karlamir voru eilítið betri til heilsunnar. Næst eftir bein- og vöðva- verkjum var algengast að hjarta- og lungnasjúkdómar þjökuðu norsku þjóðina og rúm 7% kvörtuðu yfir þungiyndi og öðmm sjúkdómum af geðrænum toga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.