Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
Fimmtíu og sex milljón-
ir til upplýsingaiðnaðar
Dómsmála- og utanríkisráðuneyti:
Oska aðstoðar í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Kanada
Meinatæknar
Borgarspítalans:
Fara fram á
45% áhættu-
þóknun
„VEGNA fréttar á baksíðu Morg-
unblaðsins þann 21. nóvember
1986 vilja meinatæknar starfandi
á Rannsóknadeild Borgarspítal-
ans taka eftirfarandi fram:
Engar formlegar samning'avið-
ræður hafa átt sér stað við stéttar-
félag meinatækna eins og haldið
er fram í fréttinni.
Aftur á móti fóru fram tveir
óformlegir fundir með okkur og
starfsmannastjóra borgarinnar.
Við förum fram á 45% áhættu-
þóknun vegna breyttra aðstæðna í
starfi okkar, þar sem rannsóknir
hafa sýnt að áhættuþættir starfs-
fólks á rannsóknastofum hafa
stórlega aukist. Ennfremur forum
við fram á 16 daga vetrarfrí til
samræmis við aðrar heilbrigðis-
stéttir."
Morgunblaðið/Júllus
Það rauk glatt úr reykháfum hvalbátanna tveggja í Reykjavíkur-
höfn f gærdag.
Vélar bátanna gangsettar
Kristinn Rafnsson, yfirvélstjóri, f vélarrúmi Hvals 6 eftir að búið
var að kynda f kötlunum.
VÉLAR hvalbátanna tveggja,
sem sökkt var f Reykjavíkur-
höfn á dögunum, voru gang-
settar í gær. Reyndust þær vera
í lagi að öðru leyti en þvf að
einangrun á kötlum og rörum
var ónýt, auk þess sem raf-
leiðslur og innréttingar voru
ónýtar eins og áður hefur kom-
ið fram.
Byijað var að kynda í skipunum
laust eftir hádegi í gær og
skömmu síðar voru hjálparvélar
gangsettar. Undir kvöldið voru
svo aðalvélar settar í gang. Krist-
inn Rafnsson, yfirvélstjóri á Hval
6, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að svo virtist sem vélarnar
hefðu sloppið við teljandi
skemmdir, fyrir utan skemmdim-
ar á einangrun og rafkerfi.
Tillögur starfshóps Rannsóknaráðs ríkisins:
- árlega næstu fjögur árin
NEFND, sem Rannsóknaráð ríkisins skipaði til að gera grein fyrir
stöðu og þróun á sviði upplýsingamála, gagnavinnslu og fjarmiðlun-
ar, leggur til að 65 milljónir króna verði veittar árlega næstu fjögur
árin til að byggja upp upplýsingaiðnað á íslandi.
„íslendingar geta gert sig gild- beri sérstaka áherslu á samvinnu
andi á þessu sviði og þekkingar-
menn spá því að við séum nú á
byltingarkenndustu tímamótum
sem um getur," sagði Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
m.a. á fundi sem haldinn var með
fréttamönnum til að kynna efni
skýrslunnar.
í skýrslu nefndarinnar er lagttil
að upplýsingatækni verði efld á Is-
landi og hagnýtt betur í þágu
atvinnulífsins. I því skyni verði
veittar 65 milljónir króna árlega
næstu fjögur árin, en upphæðin
verði endurskoðuð árlega. Leggja
tölvufyrirtækja, Háskóla Islands,
Rannsóknaráðs og Iðntæknistofn-
unar, og fulltrúa atvinnulífsins, svo
sem Félags íslenskra iðnrekenda.
Samstarfsráði, sem skipað verði
fulltrúum þessara aðila og hafí
a.m.k. einn starfsmann, verði falið
að stjóma framkvæmd áætlunar-
innar, fylgja henni eftir og hafa
eftirlit með framvindu og árangri.
Nefndin leggur til að 13 milljón-
um verði varið í uppbyggingu
þekkingar á sviði upplýsingatækni,
26 milljónum verði varið til eflingar
íslensks tölvuiðnaðar, 13 milljónum
í upplýsingaveitur og upplýsinga-
þjónustu, 6 milljónum í gæða- og
stöðlunarmiðstöð og 7 milljónum til
félagslegra rannsókna.
í tillögunum er gert ráð fyrir að
sett verði á fót opinbert tölvuráð
sem samræmi vinnslu upplýsinga
hins opinbera og lagt er til að sam-
vinna við erlenda aðila verði efld,
einkum við Norðurlandaþjóðir. Lagt
er til að íslenskir aðilar verði hvatt-
ir til samstarfs við stofnanir og
fyrirtæki á Norðurlöndunum, en
talsvert fé er til ráðstöfunar næstu
fímm árin til iðnaðarrannsókna og
framleiðslu í tölvutækni á vegum
Norrænu ráðherranefndarinnar.
Nefndin leggur einnig til að sér-
stakur eftirlitsaðili verði skipaður
til að fylgjast með lögum um per-
sónuvemd. Honum verði gert kleift
fjárhagslega að hafa virkt eftirlit
með framkvæmd laganna og að
öryggis sé gætt í vinnslu upplýs-
inga.
vegna skemmdarverkanna á eignum Hvals hf.
FULLTRÚAR dómsmálaráðu-
neytisins og utanríkisráðuneytis-
ins ætla að hittast á fundi á
mánudag til að ræða um mögu-
leika á að koma lögum yfir Sea
Shepherd-mennina sem talið er
að hafi sökkt hvalbátunum og
unnið skemmdarverk í hvalstöð-
inni.
Þeir ráðuneytismenn ætla að
leita til yfírvalda í Bretlandi, Banda-
ríkjunum og Kanada og biðja um
aðstoð í málinu. Annar mannanna
sem talið er að hafí unnið skemmd-
arverkin, Rodney Coronado, er
bandarískur, en félagi hans, David
Howitt, er breskur. Paul Watson,
forsprakki Sea Shepherd, er hins
vegar kanadískur. Yfirvöld i
Kanada eru nú að kanna möguleika
á að fá Watson dæmdan, því þar í
landi eru til lög sem kveða á um
að þó afbrot sé framið á erlendri
grund þá sé hægt að sækja menn
til saka í Kanada fyrir brotin. Hjalti
Zóphóníasson, deildarstjóri í dóms-
málaráðuneytinu, sagði að sam-
kvæmt íslenskum lögum gæti Paul
Watson talist hvatamaður verknað-
arins, þótt hann hafí ekki komið
nálægt honum sjálfur. Trúlegt væri
að slík ákvæði væru einnig í
kanadískum lögum.
Bankaráð Seðlabanka f slands:
> ____________
Olafur B. Thors formaður
VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Matt- Jafnframt hefur hann skipað
hías Bjamason, hefur skipað Davíð Aðalsteinsson alþingis-
Ólaf B. Thors forstjóra formann mann varaformann bankaráðs-
bankaráðs Seðlabanka íslands. ins.
iesas
3
ni
Morgunblaðið/Þorkell ..
Snorri Helgason tók fyrstu skóflustunguna að fyrirhuguðu listasafni .
í Kópavogi.
„Þeir geta samþykkt hvað
sem þeir vilja fyrir mér“
— segir Matthías Bjarnason um ádeilu kirkjuþings
„ÞEIR geta samþykkt hvað sem
þeir vilja fyrir mér þaraa á
kirkjuþingi, þeir mega hafa sínar
skoðanir en ég hef mínar,“ sagði
Matthías Bjarnason samgöngu-
og viðskiptaráðherra þegar leit-
að var álits hans á orðsendingu
frá kirkjuþingi þar sem kirkju-
þingsmenn segjast harma tiltek-
in ummæli hans á Alþingi fyrir
skömmu og þá vanvirðu sem þeir
telja að þinginu og starfsmönn-
um Hjálparstofnunar kirkjunnar
sé gerð með þeim.
„Ég hef yfírleitt ógeð á öllu þessu
tali, á kirkjuþingi eins og annars
*
staðar, þar sem ráðist er að mönn-
um og þess helst krafíst að þeir
segi fyrirvaralaust af sér störfum.
Reyndar er þetta ekki fyrsta sam-
þykkt kirkjuþings sem ég er ekki
sáttur við. Ég tel að þeir eigi að
halda sig við málefni kirlq'unnar en
ekki að vera að vasast í pólitík eins
og til dæmis varðandi ratsjárstöðv-
ar í fyrra,“ sagði Matthías einnig.
Eigendur Þvottahúss Keflavíkur kærðir:
Misferlið nam 5 milljónum
KefUvik.
TILLAGA þess efnis að eigend-
ur Þvottahúss Keflavíkur yrðu
kærðir fyrir meint fjármála-
misferli, var samþykkt á fundi
stjóraar Sjúkrahúss Keflavíkur
á miðvikudaginn var.
Mun þetta meinta misferli, þar
sem nótur voru falsaðar, hafa átt
sér stað frá því í júlí 1983. Að
sögn stjómarmanns í stjóm
sjúkrahússins hefur náðst sam-
komulag um endurgreiðslu á
þessum fjármunum, sem eru um
fímm milljónir með vöxtum, og
hefur trygging verið sett fyrir
þessari upphæð.
BB