Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 4
4
MOKGUNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 22: NÓVEMBER 1986
Ungfrú Holly-
wood krýnd
í Broadway
GUÐLAUG Jónsdóttir, nemandi
f Menntaskólanum í Reykjavík,
var kjörin Ungfú Hollywood,
fulltrúi ungu kynslóðarinnar, i
veitingahúsinu Broadway í
fyrrakvöld. Einnig var kjörin
sérstök sólarstúlka Pólaris og
var hún Svava Sigurjónsdóttir.
Fjölmenni var við krýninguna og
meðal annarra atriða voru tískusýn-
ing, danssýning á vegum Dansstúd-
íós Sóleyar, Elvis-herman Liberty
Mounten kom fram.
Guðlaug fékk m.a. bíl að verð-
launum, en allar fengu stúlkumar
gjafir góðar og fara allar í boði
Pólaris til Ibiza næsta sumar.
Fremstar sitja þær stöUur Guð-
laug Jónsdóttir og Svava Sigur-
jónsdóttir, en að baki þeirra eru
frá vinstri: Sigríður Sigurðar-
dóttir, Jónheiður Steindórsdótt-
ir, Guðríður Sverrisdóttir, sem
var kjörin „Hollywood spes“,
Anna Brynja Sigurgeirsdóttir,
Ingibjörg Kaldalóns og Björk
Jakobsdóttir.
Morgunblaðið/Einar F
I/EÐURHORFUR í DAG:
YFIRLfT á hádegi í gær: Um 800 kílómetra suðsuðvestan af Vest-
mannaeyjum er víðáttumikil 954 millibara lægð sem þokast
austnorðaustur en 1010 millibara hæð er yfir Grænlandi. Heldur
hlýnar í veðri í bili.
SPÁ: ( dag má búast viö austanátt og síðar norðaustanátt víðast
hvar um landið. Strekkingsvindur. Víöa slydda eða snjóél um norð-
an- og áustanvert landið en skýjað og úrkomulítið suðvestanlands.
Hiti verður við frostmark.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Norðaustanátt og fremur kalt.
Éljagangur á norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum til Aust-
fjaröa, en þurrt og víða léttskýjað fyrir sunnan.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
A
m Skýjað
Jjj^ Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
-j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hlti veóur
Akureyri —6 skýjaó
fteykjavík -2 alskýjað
Bergen 2 ekýjað
Helsinki 4 rigning
Jan Mayen -1 anjóól
Kaupmannah. 6 akýjaó
Narasarssuaq -13 léttskýjað
Nuuk -9 léttskýjað
Oaló -1 alskýjað
Stokkhólmur 3 skýjsð
Þórahöfn 1 skýjsð
Algarve 18 skýjað
Amsterdam 6 skúr
Aþena 16 léttskýjað
Barceiona 13 mlstur
Berlin S þokuméða
Chicago -1 þokumóða
Glasgow -1 þoka
Feneyjar 10 rignlng
Frankfurt s skýjað
Hamborg 8 skýjaö
LaaPalmaa 21 léttskýjað
London 6 skýjað
LoaAngeles 18 mistur
Lúxemborg 3 rigning
Madrfd e þoka
Malaga 18 skýjsð
Mallorca 18 •kýjað
Mleml vantar
Montreal -4 snjókoma
Nice 18 léttskýjað
NewYork 7 alskýjað
Parfs 9 hálfskýjað
Róm 17 þokumóða
Vln 4 þokumóða
Washington 7 skýjsð
Ljóðabók eftir
Bolla Gústafsson
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefur gefið út ljóðabók eftir séra
Boila Gústavsson i Laufási. Nefn-
ist hún Borðnautar og er prýdd
72 teikningum eftir Hring Jó-
hannesson Iistmálara sem einnig
gerði kápu og réði útliti bókar-
innar.
Á bókarkápu segir:
„Kvæðin í Borðnautum skiptast
í fimm meginkafla og markast efni
þeirra nokkuð af fyrirsögnunum:
Almanaksljóð, Veður hörð, Manna-
myndir, Fljótið, Helgimyndir. Séra
Bolli Gústavsson leikur hér á næsta
ólíka strengi. Sum ljóðin eru fáorð
og einföld, önnur bera svip af klerk-
legri mælsku og táknrænni skynj-
un. Öllum er þeim hins vegar
sameiginlegt að þau bregða upp
sérstæðum myndum sem vitna um
hugkvæmni og nærfæmi. Mörg eru
kvæðin sprottin úr persónulegri
reynslu höfundar sem er frumlegur
og víðsýnn í þessum blæbrigðaríku
ljóðum.
Teikningar Hrings Jóhannesson-
ar listmálara í Borðnautum munu
einnig sæta tíðindum. Þær eru ekki
aðeins bókarskraut heldur og
merkilegar hliðstæður ljóðanna. Er
Bolli Gústafsson
hér um að ræða einstaka samvinnu
tveggja ágætra listamanna.
Fyrri bækur séra Bolla Gústavs-
sonar eru: Fjögur skáld í för með
presti (1978), Ýmsar verða
ævimar (1980), Vorganga í vind-
hæringi (1982) og Litið út um
ljóra (1985).
Borðnautar eru 124 bls. að
stærð. Bókin er unnin í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar.
Osiðlegt athæfi
við stúlkubörn
TVÆR sjö ára telpur urðu fyrir
áreitni manns við Kjarvalsstaði
í gær.
Telpumar voru á leið úr skóla
skömmu eftir hádegi og ætluðu á
skóladagheimilið við Auðarstræti.
Þær gengu yfir Miklatún og þegar
þær voru komnar að bflastæðinu
við Kjarvalsstaði kallaði til þeirra
maður í bláum bfl. Teipumar sögðu
að hann hefði spurt þær hvað klukk-
an væri, en síðan innt þær eftir því
hvort þær vissu hvar hann kæmist
á salemi. Að þeim orðum töluðum
sýndi hann á sér kynfærin, en telp-
umar hlupu á brott. Þegar þær
komu á skóladagheimilið sögðu þær
frá reynslu sinni, en þegar lögregl-
an kom á staðinn var maðurinn á
bak og burt.
Starfsstúlka dagheimilisins sagði
að þegar telpumar hafi sagt frá
þessum atburði hafí tvær aðrar telp-
ur sagt að þær hefðu orðið fyrir
því sama nýlega. Hún sagði einnig
að fyrir nokkrum árum hafí verið
leitað á drengi á þessum sama stað.
Drengjunum var boðið fé fyrir að
komá inn í bifreið manns, en þeir
þekktust ekki boðið.
Fréttastjóri útvarps:
Fjórir um-
sækjendur
FJÓRIR sóttu um stöðu frétta-
stjóra ríkisútvarpsins, en staðan
verður veitt frá og með áramót-
um. Margrét Indriðadóttir lætur
þá af störfum.
Umsækjendur em: Kárí Jónas-
son, Friðrik Páll Jónsson, Einar Öm
Stefánsson og Stefán Jón Hafstein.
Stefnt er að afgreiðslu á næsta
fundi Útvarpsráðs.