Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Fimmtudags- leikritið * IDV tíðkast að fólk utan af götunni láti í ljós álit sitt á dagskrá út- varps- og sjónvarps. í fyrradag mætti Kristin Þorsteinsdóttir í þennan þátt og hafði konan sú greinilega skoðun á hlutunum svo ég las pistiiinn aldrei þessu vant. Pistill Kristínar bar yfir- skriftinæPimmtudagsleikritin ekki nógu góð eða einsog Kristín sagði síðar i pistlinum:Á fimmtudagskvöldum er ég yfirleitt komin í stellingar með að hlusta á útvarpsleikritið en verð ævin- lega fyrir vonbrigðum, ég er alveg hissa á því að þeir skuli ekki hafa betri leikrit í útvarpinu þar sem úr nógu er að velja Eg er nú ekki alveg sammála Kristinu um að fimmtudagsleikritin séu yfir höfuð leiðinleg, þótt vissulega séu þau afar misjöfn að gæðum , en hvað um það hefír mér virst sem leik- listarstjórar Rikisútvarpsins reyni að velja þokkaleg verk til fiutnings. En vissulega er sú hætta fyrir hendi þar sem einn maður ræður nánast leik- ritavalinu að þar verði sjónarhomið fremur þröngt er fram líða stundir. Æskilegt væri að leikritavalsnefnd skipuð í senn leikstjórum, leikurum, rithöfundum og áhugamönnum um leiklist sæi um val leikrita svo hæfileg breidd næðist í verkefnaskrá útvarps- leikhússins við Skúlagötu SkrautjjöÖur FimmtudagsleikritiðDauði á jólum eftir Franz Xavier Kroetz er vissulega skrautflöður í hatt leiklistarstjórans. Menn verða jú að njóta sannmælis hvort sem þeir vinna á ríkisstöðvunum eða á einkastöðvunum. Ábyrgur blaða- maður leitar ætíð sannleikans og horfir fram hjá persónulegum skoðunum, þannig ávinna menn sér máski traust hjá lesendum _er fram líða stundir, en nóg um það. f ieikriti Kroetz var lýst fullorðnum hjónum er halda uppá jólin einhversstaðar í Munchen. Hann var í áratugi bókari hjá virtu fyrirtæki en nú er svo komið að atvinnuleysisvofan hefir heijað á þau hjónin í tvö löng ár. Við viljum aðeins menn á aldrinum 30 -40 ára segir starfsmannastjóri fyr- irtækisins og þar með er karl úr leik. Lýsir þetta ágæta leikrít sem raunar er kynt í dagskrárkynningu sem leik- þáttur-áhrifum atvinnuleysins á þau Gunnu og Jón. Að vonum er Jón ekkert sérlega hress með að standa augliti til auglitis við atvinnuleysisvofuna. Sjálfsvirðing- in rokin útí veður og vind og í sálinni hefi fest rætur sjálfsfyrirlitning , von- leysi , og hatur á vfirvöldunum og peningafurstunum. Oskar Jón þess jafnvel að hverfa austuryfir múrinn .. . Þar er ekkert atvinnuleysi. „En hvað um frelsið?“Spyr Gunna. „Frelsi okkar er ekkert frelsi. . . kerfið ver óham- ingju okkar með eldflaugum og peningum. „Nú og ekki má gleyma því að Jón tekur sig til og labbar inní eina stórverslunina og rænir rándýrum demöntum er hann færir konu sinni í jólagjöf. Jón hefír sum sé nánast ánetj- ast hugmyndafræði borgarskæruliða. Slíkt er böl atvinnuleysisins Frásögnin af þeim Gunnu og Jóni snart mig djúpt. Hér á Vesturlöndum dynja í eyrum daginn út og inn frá- sagnir af endurskipulagningu fyrir- tækja, sameiningu , sundursliti eða gjaldþroti. Sá er hér ritar les að stað- aldri svoköiiuð viðskiptatfmarit svo sem Fortune og Business Week. í þess- um ritum er aldrei rætt við verkamenn á borð við Jón í leikriti Kroetz. Nei stjömur dagsins eru forstjórar sem háfa helst unnið sér til ágætis að hafa keypt, selt eða endurskipuiagt fyrir- tæki og svo er venjulega rétt minnst á þær þúsundir starfsmanna er sagt var upp í hita leiksins. Og nú vaknar ein saklaus spuming:Hvemig stendur á þvi að islenskir leikritahöfundar flalla ekki um veruleika á borð við þann er Kroetz lýsir. Er ekki Hafskipsmálið kjörið viðfangsefni? Og að lokum örfá orð um leikstjóm Maríu Krístjánsdóttur. Ég hafði á til- fínningunni að María hefði vart haft nægan tima til að leikstýra þeim leik- systkinum Róbert Amfinnssyni og Kristbjörgu Kjeld. Þannig greindi ég tvisvar í verkinu óþæglegar þagnir á viðkvæmum stöðum. Maríu fórst snör- un textans vel úr hendi Ólafur M. Jóhannesson Stöð tvö: Að löggæslustörf- um í Beverly Hills ■■■■ Á læstri dag- 00 55 skrá Stöðvar tvö í kvöld er gam- an- og spennumyndin Lögregian í Beverly Hills. Með aðalhlutverk hennar fer hinn góðkunni gaman- leikari Ekldie Murphy. Myndin ^allar um lög- reglumanninn Alex Foley í Detroit, sem þrátt fyrir mikla starfshæfni virðist eiga ótrúlega auðvelt með að valda stórslysum með nærveru sinni einni. Dag nokkum hittir hann gamlan kunningja, nýkom- inn frá Vesturströndinni. Sá er með fullar hendur §ár og fara þeir því út að skemmta sér. Þegar þeir koma heim, af öli fölir, bíða þeirra lúar sem drepa vin Foley og hirða föggur hans. Foley sver þess dýran eið að komast að því hver kom vini hans fyrir kattar- nef og fer því til Beverly Hills í Kalifomíu, þaðan sem vinurinn kom. Hann leitar til fyrrum vinnuveitanda vinar síns, en fær óblíðar viðtökur og er að lokum handtekinn af vörðum laganna. Honum er þó fljótlega sleppt, en áður en varir er hann kom- inn á slóð eiturlyfjasmygl- ara, en drápið á vini hans virðist á einhvem hátt tengt því. RÚV Sjónvarp: Hundurinn Benji bjargar öllu ■■■i Á dagskrá sjón- 91 oo varpsins klukk- ^ an níu í kvöld er mynd fyrir alla fjölskyld- una, mömmu, pabba, bömin og Snata. Hundurinn Benji en í aðalhlutverki, en hann þjónar húsbændum sínum dyggilega af skynsemi og trygglyndi. Á það ekki síst við þegar hætta steðjar að, en tveimur bömum, vinum hans er rænt. í kvikmyndahndbók vorri fær myndin fjórar stjömur af fimm möguieg- um og segir m.a.: „Benji er svipaður Lassie og Rin Tin Tin á þann hátt að hann gerir réttu hlutina á réttum tíma. Hann er þó ólíkur nefridum hundum að því leyti að hann er ekki stór og sterkur og lætur lítið yfir sér. Það gerir hann enn elskulegri en ella.“ Eddie Murphy. UTVARP LAUGARDAGUR 22. nóvember 6.46 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góöan dag, góöir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesiö úr forustu- greinum dagblaöanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30I morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiödfs Noröfjörö. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. a. „Dansar frá Galanta'' eftir Zoltan Kodaly. Ungverska fílharmoniusveitin leikur; Antal Dorati stjórnar. b. Agnes Baltsa syngur arí- ur úr óperurfl eftir Gioacc- hino Rossini og Wolfgang Amadeus Mozarl með Sin- fóniuhljómsveit útvarpsins i Munchen; Heinz Wallberg stjórnar. 11.00 Visindaþátturinn. Um- sjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur I vikulokin i um- sjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir. 12.48 Fréttir. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 16.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólaf- ur Þóröarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Július sterki" eftir Stefán Jónsson. Áttundi þáttur: „Þegar á reynir." Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikendur: Borgar Garðarson, Anna Kristfn Arngrfmsdóttir, Inga Þóröar- dóttir, Þorsteinn Ö. Step- hensen, Bessi Bjarnason, Jón Aöils, Jón Júlíusson, Margrét Guömundsdóttir, Jónína Jónsdóttir og Jón Gunnarsson. Sögumaöur: Gísli Halldórsson. (Áður út- varpaö 1968). 17.00 Að hlusta á tónlist. Átt- undi þáttur: Hvaö er svfta? Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 (slenskt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. LAUGARDAGUR 22. nóvember 14.20 Þýska knattspyrnan — Bein útsending Bayern Uerdingen — Bayern Munchen. 16.20 Hildur Sjöundi þáttur. Dönsku- námskeið I tíu þáttum. 16.46 Iþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Fel- ixson. 18.25 Fréttaágrip á táknmáli 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International) Nítjándi þáttur. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögumaöur Helga Jóns- dóttir. 18.66 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Smellir Big Country. Umsjón: Pétur Steinn Guömundsson. 19.66 Auglýsingar 20.06 Kvöldstund með Magn- úsi Eiríkssyni Ragnheiöur Davfðsdóttir spjallar viö Magnús Eiríks- son tónlistarmann. Þá flytur Magnús nokkur laga sinna ásamt Pálma Gunnarssyni. Stjórn upptöku: Tage Amm- endrup. 20.36 Klerkur í klípu (All in Good Faith) Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur í sex þáttum. Aöalhlut- verk Richard Briars og Barbara Ferris. Þýöandi Stefán Jökulsson. 21.00 Benji Bandarísk bíómynd frá 1974. Leikstjóri Joe Camp. Aðalhlutverk: Peter Breck, Edgar Buchanan, Terry Carter og Christopher Connelly. Söguhetjan er hundurinn Benji sem bjargar ungum vinum sínum úr háska meö trygglyndi sínu og skyn- semi. Þýöandi Gauti Krist- mannsson. 22.30 f álögum (Spellbound) Bandarísk bfómynd frá 1945 s/h. Leikstjóri Alfred Hichcock. Aðalhlutverk: Ingrid Berg- man og Gregory Peck. Læknir á geðsjúkrahúsi hrffst af manni, sem haldinn er minnisleysi og óttast aö hann sé moröingi, og hjálp- ar honum aö komast aö hinu sanna. Salvador Dali annaöist draumaatriöin í myndinni. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 00.25 Dagskrárlok. STODTVO LAUGARDAGUR 22. nóvember 16.30 Hitchcock. Sakamálaþáttur. 17.30 Myndrokk. 18.00 Undrabörnin (Whiz Kids). Bandarfskur unglingaþáttur. 19.00 Allt í grænum sjó (Love Boat). Bandarískur skemmtiþáttur um lif og fjör um borö f skemmtiferöaskipi. 20.00 Fréttir. 20.30 Ættarveldiö (Dynasty). Bandarfsk sápuópera. 21.16 Blakkur snýr heim (The Black Stallion Returns). Bandarísk kvikmynd. Kelly Reno og hesturinn Blakkur hafa náö aö tengj- ast ótrúlegum vina- og kærleiksböndum eftir aö þeir liföu af sameiginlega þegar skipiö sem þeir voru á sökk. En fortíö þessa mikla hests er ekki gleymd því hinir réttu eigendur hans feröast þusundir kilómetra til að leita hans. 22.55 Lögreglan f Beverly (Beverly Hills Cop). Bandarisk spennu- og gam- anmynd með Eddie Murphy. Alex Foley er sér- lega fær leynilögreglumaö- ur frá Detroit, sem fylgir slóö morðingja vinar síns eftir til Beverly Hills. En áöur en Alex nær til moröingjans kemst hann á snoöir um alþjóölegan smygl- og eitur- lyfjahring. 00.40 Fyrirbæriö (The Thing) Bandarísk kvikmynd meö Kurt Russel f aöalhlutverki. Myndin gerist á Suöur- heimskautinu árið 1982 á rannsóknarstofu þar sem tólf menn vinna viö rann- sóknir. Þeir finna óþekktan hlut f snjónum sem hafði falliö úr geimnum og veriö grafinn í snjó í yfir 100.000 ár. Eftir aö hluturinn er tek- inn inní hús og þýddur fara ógnvænlegir hlutir aö ger- ast. Leikstjóri er John Carpenter. Mynd þessi er ekki viö hæfi barna. 2.30 Myndrokk. 5.00 Dagskrárlok. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftir Heinrich Spoerl. Guðmundur Ólafs- son les þýöingu Ingibjargar Bergþórsdóttur (10). 20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Siguröur Alfons- son. 20.30 Vor og haust f Versöl- um. Anna Snorradóttir segir frá. (Áöur á dagskrá i aprfl 1983). 21.00 (slensk einsöngslög. Siguröur Bjömsson syngur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason og Árna Björnsson. Agnes Löve leikur meö á píanó. 21.20 Guöaö á glugga. Um- sjón: Pálmi Matthiasson. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og litiö inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir. 00.06 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 22. nóvember 9.00 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur f umsjá Ástu R. Jóhannes- dóttur. 12.00 Hádegisútvarp meö fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp f umsjá Gunnars Salvars- sonar. 15.00 Við rásmarkiö Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvaö fleira. Umsjón: Sig- uröur Sverrisson ásamt íþróttafréttamonnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Emi Ertingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. Svavar Gests rekur sögu fslenskra popphljómsveita f tali og tónum. 18.00 Hlé 20.00 Kvöldvaktin — Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt meö Ásgeiri Tómassyni. 03.00 Dagskrárlok Fréttirerusagöarkl. 12.00. SVÆÐISÚTVABP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5. Um aö gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. LAUGARDAGUR 22. nóvember 08.00—12.00 Valdfs Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, Iftur á þaö sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00—15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda meö öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauöur punktur. Fréttir kl. 14.00. 16.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Öskarsson kynnir 40 vin- sælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi. Vilborg leikur notalega helg- artónlist og les kveöjur frá hlustendum. Fréttirkl. 18.00. 18.30—19.00 f fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg- vinsdóttir og Randver Þorláksson bregöa á leik. 19.00-21.00 Rósa Guö- bjartsdóttir litur yfir atburöi sföustu daga, leikur tónlist og spjallar viö gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir f laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- iö meö tónlist sem engan ætti aó svfkja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist fyrir þá sem fara seint f háttinn og hina sem fara snemma á fætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.