Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 11

Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 n Hlíf notar tónlistina mjög skemmti- lega, hér eru það hreyfingamar einar sem gilda, formið sjálft. I Amalgam dansa 6 dansarar, Asdís Magnúsdóttir, Birgitte Heide, Guð- rún Pálsdóttir, Helga Bemhard, Ólafía Bjamleifsdóttir og Patrick Dadey. Dansaramir dansa alveg svipbrigðalaust, dansinn er leikur að línum, takti og formi. Kóreó- grafí- an er bæði kraftmikil og bráð- skemmtileg. Sömu stefín em endurtekin hvað eftir annað með ýmsum tilbrigðum og krafturinn er svo mikill að ekkert virðist geta stöðvað það sem er að gerast á sviðinu og sýnist næstum því vera vélrænt. Ljósin em köld og hæfa verkinu vel, en því miður spilla búningamir vemlega fyrir. Sjálf hugmynd virðist ágæt, en eitthvað hefur skolast til í framkvæmdinni. Á þeim em t.d. axlapúðar sem fljúga upp að eyrum þegar dansar- amir hreyfa handleggina þannig að þeir virðast mjög hálsstuttir. Auk þess em þeir þröngir og óklæðileg- ir og líta út fyrir að vera óþægilegir til að dansa í. Duende Þriðja og síðasta verkið er Duende eftir Hlíf Svavarsdóttur. Tónlistin er eftir George Cmmb og er samin við brot úr ljóðum García Lorca. Duende er dansað af Qómm dönsur- um, Guðmundu Jóhannesdóttur, Katrínu Hall, Patrick Dadey og Emi Guðmundssyni. Verkið er eig- inlega tvöfaldur tvídans, stundum em dansaramir samstiga, stundum finga stefin á milli þeirra á víxl. þessu verki eins og í Amalgam notar Hlíf tónlistina út í ystu æsar. Hún er einstaklega músíkalskur danshöfundur. Að öðm leyti er Duende gjörólíkt fyrra verkinu. Duende er dulúðugt ljóð. Guð- munda, Katrín og Patrick bera þetta verk uppi og verða reyndar að teljast burðarásamir í sýning- unni allri. Katrín og Guðmunda hafa aldrei fyrr fengið eins gott tækifæri til þess að sýna hvers þær em megnugar og það er full ástæða að óska þeim til hamingju með ár- angurinn. Patrick Dadey dansar hér sem gestur eins og hann gerði í sýningu Dansflokksins í vor og fær hér meira að glíma við. Hann er mjög góður dansari. Hlutur Amar Guðmundssonar í Duende er nokkm minni en hinna, en það verður að . segjast að hann stendur þeim að baki. Þessi haustsýning er mjög í sama anda og sýning Dansflokksins á verkum hollenska höfundarins Ed Wubbe í vor og má teljast rökrétt framhald af henni. í báðum þessum sýningum virðist Dansflokkurinn hafa hafa fundið sér stíl sem hreint listrænt hentar honum mjög vel. Það er ánægjulegt að Dansflokkur- inn skuli leggja metnað sinn í að fylgjast með því sem best er og nýjast erlendis og ekki síður ánægjulegt þegar sýnd em góð verk eftir íslenska danshöfunda. Þroski íslenska dansflokksins er undir þessu kominn og því að hon- um takist að laða að sér fleiri áhorfendur. Spumingin virðist vera hvemig hægt sé að sameina þetta tvennt. Á þessari frumsýningu var langt frá því að vera uppselt. Það er grát- legt að á 13 ámm skuli íslenska dansflokknum ekki hafa tekist að koma upp nógu mörgum tryggum áhorfendum til þess að fylla húsið á frumsýningu. Vandi íslenska dansflokksins er ekki sá að hann geti ekki dansað vel eða hafi ekki nægan listrænan metnað til að bera. En það vantar að ná til fólksins. Morgunblaðia/Þorkell Giinter Wallraff ræðir bók sina „Niðurlægingin" á fundi í Norræna húsinu. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL í sölu var aö koma: Steinhús á glæsilegum útsýnisstað Á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsió er um 110 x 2 fm, hæð og kj. Ennfremur rishæð, 4 herb. m.m. Eignin getur verið íbhúsn. — 2-3 íb. — eða til margskonar annarra nota. Viðbygging verkstæði um 65 fm. Rúmg. eignarlóð. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst. Rétt við Dalbraut — iaus strax Sólrík 4ra herb. ib. á 1. hæö viö Kleppsveg, af meðalstærð. Sólsvalir. Ný teppi. Geymsla i kj. Risherbergi m. snyrtingu fylgir. Eignaskipti möguleg. Sanngjarnt verð. Einbýlishús á einni hæð Á vinsælum stað í Árbæjarhverfi, 152,2 fm nettó. Ný eldhúsinnr. Nýir skápar. Nýjar hurðir. 4 góð svefnherb. Bflskúr 31,6 fm. Ræktuö lóð. Skipti æskileg á góöri 4ra-5 herb. ib. t.d. viö Hraunbæ. Nokkrar 2ja herb. íb. Stórar og góðar m.a. við Kríuhóla (í lyftuhúsi) — Langholtsveg (rúmg., alK sér, eins og ný) — Grettisgötu (sérib. að mestu endurn.). Vin- saml. leitið nánari uppl. Fjöldi fjársterkra kaupenda Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá. Sérstaklega óskast 3ja-4ra og 5 herb. íb. og sérhæðir í borginni og nágrannabyggðum. Margskonar eignaskipti möguleg. Látið Almennu fasteignasöluna finna fyrir ykkur réttu eignina, t.d. í makaskiptum (eignaskiptum). Opið f dag, iaugardag kl. 11.00 til kl. 16.00. AIMENNA FASTEIGNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Nýbygging lækna- og tannlæknadeildar Háskóla íslands Háskólinn VH: Húsnæðismál læknadeildar eftir Þórð Kristinsson Líkt og guðfræðideildin og lagadeildin, þá eru læknadeild og tanniæknadeild Háskólans emb- ættismannadeildir, þ.e. í þeim menntast fólk til ákveðinna starfa eða embætta í samfélaginu; verð- ur læknar, tannlæknar, lyfjafræð- ingar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraþjálfarar — þótt sumir fari auðvitað út í hrein vísindastörf að námi loknu. Kennsla f læknisfræði er ein- göngu miðuð við grunnnám til kandidatsprófs og var markmið námsins lengi vel það að læknirinn yrði fær um að sinna almennum lækningum í héraði eða heimilis- lækningum í þéttbýli að loknu kandidatsári. Þessar forsendur hafa verið að breytast síðustu árin þar eð flestir heimilislæknar leita sérfræðimenntunar. Námið miðar nú fremur að því að búa lækninn undir framhaldsnám til sérfræðistarfa og taka því flestir læknar sem útskrifast frá háskól- anum hér upp sémám til sérfræði- leyfis, einkum við erlenda háskóla á Norðurlöndum, í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada; en stefnt er að því að gera slíkt nám kleift hérlendis. Eftir aidursskilgreiningunni sem áður er getið, er læknadeildin önnur elsta deild háskólans, nær aftur til ársins 1876, er lækna- skólinn tók til starfa með leyfi konungs; en kennslu í læknisfræði má rekja aftur til ársins 1862 er Jón Hjaltalín, landlæknir, hóf að kenna læknisfræði. Fram til árs- ins 1945 var einungis kennd læknisfræði í læknadeild háskól- ans, en það ár var einnig tekið upp sérstakt nám í tannlækning- um við deildina; frumvarp þess efnis hafði verið samþykkt á Al- þingi 1941. Árið 1948 var tekin upp kennsia í lyfjafræði, er Lyfja- fræðingaskóli íslands var fluttur í háskólann, en starfsemi hans hafði hafist 1941. Ljfyafræðinga- skólinn var lagður niður sem slíkur árið 1957 og kennslan formlega færð undir læknadeild. Sjálfstæð tannlæknadeild var svo sett á stofn árið 1972. Auk læknisfræði og lyfjafræði til kandidatsprófa, heyra nú einn- ig undir læknadeild tvær náms- brautir, í hjúkrunarfræði, sem tók til starfa haustið 1973, og í sjúkraþjálfun, sem hóf starfsemi 1976; en í þeim báðum er unnt að ljúka BS prófí. Fjöldatakmörk- un, numerus clausus, er í gildi í tveimur af fjórum námsleiðum læknadeildar, læknisfræði og sjúkraþjálfun. Frá upphafi læknaskólans hef- ur námið í læknisfræði og öðrum „Bygging fyrir starf- semi deildarinnar og tannlæknadeild er í smíðum á Landspítala- lóð, að Vatnsmýrar- vegi 16 (við hlið Umferðarmiðstöðvar- innar), og hefur síðar- nefnda deildin flutt í húsið, sem í gælu kall- ast tanngarður eftir starfseminni. Hluti læknadeildar á hins vegar enn langt í land og ófyrirséð hvenær kemst í gagnið — von- andi þó á þessari öld, en framkvæmdir hafa legið niðri síðan 1983.“ heilbrigðisgreinum tekið gríðar- legum breytingum, bæði að efni og skipulagi, þótt ekki verði rakið hér. Að segja til um aðsetur lækna- deildar háskólans er nokkrum vandkvæðum bundið með því að deildin sem heild hefur engan einn fastan samastað, auk þess sem námið er þess eðlis að það fer að nokkru leyti fram á ólíkum heil- brigðisstofnunum, einkum á síðari hluta náms. Kennsla í læknisfræði fer fram vítt og breitt um Reykjavík og teygir sig á stundum til sjúkra- húsa út um land, svo sem eins og til Akureyrar. Aðsetursstaðir kennara eru viðlíka dreifðir, þann- ig að heimilisföng deildarinnar eru a.m.k. sextán talsins. Auk kennslu í flestum byggingum á háskólalóðinni og í 'Ijamarbæ, sem skólinn leigir af Reykjavíkur- borg, er m.a. kennt á Landspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala, heilsugæslustöðinni í Árbæ, í leiguhúsnæði í Armúla, við Grens- ásveg og í Sigtúni. Bygging fyrir starfsemi deildarinnar og tann- læknadeild er í smíðum á Lands- pítalalóð, að Vatnsmýrarvegi 16 (við hlið Umferðarmiðstöðvarinn- ar), og hefur síðamefnda deildin flutt í húsið, sem í gælu kallast tanngarður eftir starfseminni. Hluti læknadeildar á hins vegar enn langt í land og ófyrirséð hven- ær kemst í gagnið — vonandi þó á þessari öld, en framkvæmdir hafa legið niðri síðan 1983. Hús- næðisvandi deildarinnar er því töluverður. í hinu ófullgerða húsi er m.a. fyrirhuguð kennsla og rannsóknir í grunngreinum læknisfræðinnar, líffræði, eðlisfræði, lífeðlisfræði og lífefnafræði, auk þess sem þar verða lesstofur og bókasafn. Skráðir nemendur í læknisfræði em nú 317 og fastir kennarar um 70, þ.e. 27 í heilu starfi og 43 í hlutastarfi; en margir kennarar í læknisfræði kenna einnig í öðrum námsbrautum læknadeildar og í tannlæknadeild, auk þess sem nokkur námskeið í læknisfræði eru kennd á vegum raunvísinda- deildar. Rannsóknir í læknadeild em í senn grann- og þjónusturann- sóknir og em rannsóknastofnanir í hinum ýmsu greinum annað hvort hlutar af læknadeild eða í lausum tengslum við hana. Þjón- usturannsóknir í gmnngreinum læknisfræðinnar sem fyrr vom nefndar, eiga í vök að veijast vegna aðstöðuleysis, en munu sennilega aukast er flutt verður í nýbygginguna við Vatnsmýrar- veginn og verða með svipuðu sniði og rannsóknastofur háskólans í líffærameinafræði, sýklafræði, veimfræði og ónæmisfræði sem em allar á lóð Landspítalans við Barónsstíg og að miklu leyti rekn- ar af Ríkisspítölunum, en auk þess sem þessar stofnanir em kennslu- og rannsóknastofur, þá þjóna þær sjúkrahúsum og lækn- um landsins. í aðalbyggingu háskólans er rannsóknastofa í líffærafræði og önnur í lyfja- og eitureftiafræði; rannsóknastofa í lífeðlisfræði er að Grensásvegi 12 og lífefnafræðistofa í Armúla 20. Utan Reylqavíkur er svo Tilraun- stöð háskólans í meinafræði, að Keldum. En rannsóknir em ekki einung- is bundnar við rannsóknastofum- ar sem hér hafá verið taldar upp og þeirra fræðasvið, einnig vinna kennarar og aðrir að margvísleg- um verkefnum á öðmm stofnun- um og utan þeirra, s.s á Landspítala, Landakotsspítala, Borgarspítala, Bamaspítala Hringsins, Vífilsstöðum, Rann- sóknastöð Hjartavemdar o.fl., auk þess sem sum verkefni em unnin í samvinnu við erlenda há- skóla og stofnanir. Verkefnin em m.a. á sviði augnsjúkdómafræði, bamasjúkdómafræði, geðlæknis- fræði, geislalæknisfræði, hand- læknisfræði, lyflæknisfræði og sálarfræði. P.S. í VI. pistli sl. laugardag var ranglega sagt að guðfræðing- ar á íslandi væm 260 talsins; þeir munu vera um 200. Er beðist velvirðingar á villunni. Höfundur er prófstjórí við Há- skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.