Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 19
BJARNI D./SlA
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 19
OSLO 86 að baki
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
í þætti 21. júní sl. var minnzt
á norræna frímerkjasýningu,
sem haldin yrði í Ósló 15.—19.
okt. Var tiíefni sýningarinnar
100 ára afmæli elztu samtaka
frímerkjasafnara í Noregi. Um-
boðsmaður Islands á þessari
sýningu, Ólafur N. Elíasson
verkfræðingur, hefur látið mér
í té ýmsar upplýsingar nú að
sýningunni lokinni, og færi ég
honum þakkir fyrir.
Þegar OSLO 86 hófst, var
rétt rúmur mánuður liðinn frá
alheimssýningunni STOCK-
HOLMLA 86, en frá henni hefur
verið sagt áður. Þótti það þess
vegna töluverð dirfska hjá
Norðmönnum að halda þessa
sýningu strax í kjölfar hinnar
og þá einnig ekki síður vegna
þess, að alheimssýning verður
í Danmörku seint á næsta ári
og svo aftur í Finnlandi sumar-
ið 1988. Engu að síður tókst
norskum söfnurum að halda
ágæta sýningu. Var þátttaka
góð eða um 1.100 rammar. Kom
fram í umsögn dómnefndar, að
sýningarefnið þótti almennt
vera í háum gæðaflokki. Sýn-
ingin fór fram í sýningarhöll,
sem nefnist Sjelyst og er rétt
frá miðborg Öslóar. Þess má
geta, að alheimssýningin NOR-
WEX 80 var einmitt haldin á
sama stað árið 1980.
Eins og venja er, var OSLO
86 skipt í nokkrar deildir. í
heiðursdeild var Þjóðskjalasafni
íslands boðin þátttaka. Safnið
sýndi þama íslenzk þjónustu-
bréf frá 1873 til 1902, og vakti
það efni mikla athygli. Var það
að vonum, því að sumt af bréf-
unum hafði aldrei áður sézt á
sýningu. Fékk Þjóðskjalasafnið
gullpening sýningarinnar sem
þakklætis- og viðurkenningar-
vott fyrir þátttöku sína. í
opinberri deild sýndi Póst- og
símamálastofnunin íslenzk
frímerki frá árunum 1960 til
1980.
I áðurgreindum þætti í sumar
var sagt, að fímm íslenzkir
safnarar ætluðu að sýna í sam-
keppnisdeild. Um lýsingu þessa
efnis vísast til þess, sem þar
var sagt. Hjalti Jóhannesson
hlaut stórt silfur og auk þess
heiðursverðlaun fyrir stimpla-
safn sitt. Hygg ég það sann-
gjaman dóm, því að Hjalti bætir
safn sitt stöðugt milli sýninga.
Sigurður P. Gestsson átti þama
safn norskra pósthomsmerkja
frá 1872—1908 í sjö römmum.
Fékk hann silfur fyrir safn sitt.
Verður ekki annað sagt en það
hafí verið mjög góður árangur
og ekki sízt fyrir það, að hér
var það á sjálfum heimavelli
norskra safnara, sem margir
hveijir eiga frábær norsk söfn.
Sigurður H. Þorsteinsson hlaut
einnig silfur fyrir safn sitt af
íslenzkum flugpósti. Guðmund-
ur Ingimundarson hlaut silfrað
brons fyrir Vestmannaeyjasafn
OSI.O 8(.
NOROISK FRIWERKEUrSTILLIN'O
15. ■ 1». OKTOBKR 1986
NORSK ARBEIOSUV II
FRIMERKFTS DAG 1906
i Lfsil
pi jítuftU* »>
í>Wt<>X .'<'(<»>
Ikk*
Nr.'"«««:! 52
sitt og sömu verðlaun fékk Sig-
urður Þormar fyrir brúar-
stimpla sína.
í bókmenntadeild vom rúm-
lega 40 bækur, tímarit og
verðlistar. Sigurður H. Þor-
steinsson hlaut brons fyrir
verðlista sinn íslenzk frímerki.
Þá áttu tveir Norðurlandabú-
ar íslenzk söfn á OSLO 86.
Norðmaðurinn Harald Tysland
sýndi ísland 1850—1903. Er
safn hans orðið ótrúlega gott á
fáum ámm, enda vom honum
dæmd gullverðlaun fyrir og að
auki heiðursverðlaun Óslóar-
borgar. Svíinn Stig Osterberg
fékk svo silfur fyrir safn af
frímerkjum, umslögum og bréf-
spjöldum úr seríunni Tveim
kóngum. Þá vom íslenzk
frímerki í ýmsum tegunda- eða
mótífsöfnum. Nefnir Ólafur þar
sérstaklega til safn Svíans
Gunnars Dahlvig um sögu
víkinganna og svo Danans Jarg-
ens Jorgensen um fískveiðar,
en í þeim báðum em mörg
íslenzk frímerki, sem þar eiga
heima.
Hálfdan Helgason tækni-
fræðingur sat í dómnefnd
sýningarinnar og sýndi í deild
dómara hluta af ágætu safni
sínu af íslenzkum bréfspjöldum.
Það er ánægjulegt, að ágætir
íslenzkir frímerkjasafnarar
hafa hér enn aukið hróður
íslenzkrar frímerkjasöfnunar
erlendis. Ætti slíkt að verða
öðram hér heima hvatning til
að feta í fótspor þeirra, enda
er vitað, að margir eiga mjög
góð söfn, sem mundu sóma sér
vel á sýningum, hvort sem er
hérlendis eða erlendis. En til
þess að svo megi verða, þurfa
þau að hljóta tilskilin verðlaun
á íslenzkum sýningum. Nú er
ákveðið, að landssýning verði í
Reykjavík næsta sumar á veg-
um Félags frímerkjasafnara í
tengslum við þijátíu ára af-
mæli þess. Hvet ég safnara
eindregið til að taka þátt í þeirri
sýningu og fá sofn sín dæmd.
Eg er líka þeirrar skoðunar, að
þátttaka í erlendum sýningum
og þá fyrst og fremst á Norður-
löndum geti orðið íslenzkri
frímerkjasöfnun mikil lyfti-
stöng, ef rétt er að staðið.
Ákvörðunar
um sérfram-
boð ekki að
vænta fyrr en
í desember
- segir Stefán Valgeirs-
son alþingismaður
„ÉG mun ekki taka ákvörðun um
sérframboð fyrir mánaðarmót,"
sagði Stefán Valgeirsson alþing-
ismaður í samtali við Morgun-
blaðið. „Ég hef ekkert fylgst með
því hvað er að gerast í kjördæm-
inu í þesssum málum, en hinsveg-
ar fer ég norður i lok nóvember
og fæ þá fréttir um hvað menn
eru að hugsa þar um slóðir."
Stefán sagðist hafa orðið var við
mjög góðar undirtektir varðandi
hugsanlegt sérframboð sitt í Norð-
urlandskjördæmi eystra. Erfítt væri
þó að meta hversu margir stuðn-
ingsmennimir kynnu að vera. „Það
er sífellt verið að hafa samband við
mig og skora á mig að fara út í
sérframboð - jafnvel menn sem
ekki vilja skrifa undir undirskriftal-
istann, en vilja þó láta mig vita um
stuðning sinn ef ég fari út í það
færi,“ sagði Stefán.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
TROMPIÐ ER
TRYGGING
Pað er góð trygging í TROMP reikningnum, hann
er verðtryggður, óbundinn og hefur auk þess
grunnvexti. Þú getur alltaf lagt inn, alltaf tekið
út. Vextir eru lagðir við höfuðstól 2var á ári.
Treystu TROMP reikningnum, hann er góð
trygging. TROMP reikningurinn er einungis
í Sparisjóðnum.
SPARISJÓÐIRNIR