Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Konur og prófkjör eftir Álfheiði Ingadóttur Á undanfömum mánuðum hefur mikið verið rætt um kosti og galla prófkjörs. Sl. laugardag, 15. nóv- ember, efndi Kvenréttindafélag íslands til hádegisfundar um próf- kjör og varpaði þar fram spuming- unni hvort prófkjör séu rétta ieiðin fyrir konur inná þing. Þijár konur höfðu framsögn á fundinum, auk mín þær Sólveig Pétursdóttir, Sjálf- stæðisflokki og Unnur Stefánsdótt- ir, Framsóknarflokki. Þar sem þessi mál em nú mjög í brennidepli, vil ég stikla hér á stóm í mínu svari við þessari spumingu KRFÍ. Prófkjör em ekki rétta leiðin fyr- ir konur inná þing. Ég efast reyndar um að prófkjörin séu rétta leiðin inná þing fyrir karlana heldur, og að prófkjör séu yfírhöfuð rétta leið- in fyrir flokkana sjálfa til að velja fólk á lista. En það em víst nógir til að hafa áhyggjur af körlum um þessar mundir og af flokkunum reyndar líka. Prófkjör em sem sagt ekki rétta leiðin fyrir konur inná þing að mínu mati, en þau virðast nú um stundir vera eina leiðin hjá hinum hefð- bundnu stjómmálaiflokkum. Meira að segja minn flokkur, Alþýðu- bandalagið, sem löngum hafði sérstöðu í þessum eftium, hefur verið að fikra sig í átt að prófkjöri hér í Reykjavík, þó að það sé reynd- ar ennþá nefnt forval. í því felst mikil öfugþróun að mínu mati. Prófkjör vora fyrir nokkmm ámm lausnarorðið á öllum vanda. En á síðustu mánuðum og misseram hefur gagnrýni á þessa aðferð við að velja fólk á framboðslista orðið æ háværari. Meira að segja Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur, sem um árabil litu á prófkjörin sem trúarsetningu, reyna nú aðrar leið- ir. Eg vil nefna tvö nýleg dæmi: Útlit er fyrir að aðeins verði kos- ið um 4. sætið í prófkjöri krata hér í Reykjavík og hermir sagan að það sé m.a. vegna skilyrðis eins þátttak- andans, sem ekki vill taka þátt í prófkjöri. Of fáir gáfu kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesi og þar var því hætt við prófkjör. Dýrkeypt en þröngt val I ofangreindum dæmum kristall- ast helstu ókostir próflq'örs, en þeir em einkum fems konan 1. Prófkjömm fylgja mikil flárút- lát í auglýsingum og hringing- um og þess em dæmi að menn opna kosningaskrifstofur og gefa út heil blöð um ágæti sitt og stefnumál. Almennt þurfa nýliðar að kosta öllu meira til í þessum efnum. 2. Fólk sem stendur utan flokk- anna og jafnvel stuðningsmenn annarra flokka eiga greiða leið að þátttöku í prófkjömm, hvort heldur þau em opin eða menn verða að undirrita stuðnings- yfírlýsingu. Þetta eykur líkum- ar á smölun heilia hópa inn í prófkjörin og veldur um leið ójafnri stöðu hinna ýmsu þátt- takenda. 3. Persónulegur metnaður er oft settur ofar heildarhagsmunum þegar út í slaginn er komið. Samheijar berast á banaspjót- um — ekki kannski frambjóð- endumir sjálfir, heldur áköfustu stuðningsmenn þeirra. Af þessum átökum leiða oft mikil sárindi og jafnvel að leiðir skiljast eins og dæmin sanna. Þá geta kosningabanda- lög, sem stuðningsmenn ein- stakra frambjóðenda mynda, valdið einlitri niðurstöðu, úti- lokun og þar með þröngri skírskotun listans. 4. Ofantaldir ókostir valda því loks að upp á síðkastið hafa tiltölulega fáir gefíð kost á sér til þátttöku í prófkjöri og því er val kjósenda í raun og vem þröngt. Konum hefur fjölgað þrátt fyrir próflgörin Við höfum nú orðið reynslu af prófkjömm af ýmsu tagi í áratugi. Vissulega hefur konum fjölgað á listum flokkanna en ég leyfl mér að fullyrða að það er ekki vegna prófkjöranna, heldur þrátt fyrir þau. Fjölgun kvenna í framboði hefur orðið mun minni en aukning- in á þátttöku kvenna í pólitísku starfí. Prófkjör eins og þau em nú rekin em nefnilega sérstaklega andstæð konum að mínu mati. Og við skulum líta nánar á hvemig þeir ókostir, sem ég taldi upp hér að framan, hitta konur sérstaklega. 1. Peningaútlátin. Ég held að konur eigi ekki endilega erfíð- ara en karlar með að fá stuðningsmenn sína til að halda úti kosningaskrifstofu eða greiða auglýsingar. Það em því ekki peningaútlátin sem valda því að konur eiga erfiðara upp- dráttar í prófkjöri en karlar. Reynslan af auglýsingastríðinu kringum síðasta prófkjör Sjálf- stæðisflokksins hér í Reykjavfk segir sína sögu. Sú kona sem mest lagði út til auglýsinga stóð jafnfætis mörgum körlum í því efni, en náði mun skemur en aðrar konur sem ekki aug- lýstu eins mikið. 2. Smölunin. Karlar hafa hins vegar meiri möguleika á smöl- un inn í prófkjörin. Þess em „Ég tel að í þessum efn- um dugi einungis kvótakerfi á framboðs- iistiun. Flokkarnir verða að setja sér það markmið sjálfir að fjölga konum í forystu- sveit og vinna mark- visst að því. Þetta er sú krafa sem ég geri til mins flokks. Því var það að við konur til- kynntum á síðasta landsfundi AB að á hausti komanda, 1987, myndum við leggja fram tillögu um laga- breytingu í þessum anda: Að kvótakerfi, sem gilt hefur hjá AB, taki jafnt til framboðs sem til annarra trúnað- arstarfa fyrir flokk- inn.“ Sólveig Pétursdóttir dæmi að heilu íþróttafélögin, skákfélögin, starfsmannahóp- amir og skólafélögin beinlínis ráði niðurstöðum prófkjörs, enda þótt það séu einu afskipti viðkomandi einstaklinga af flokksstarfínu. Þama koma karlaklúbbamir líka að góðum notum. Ég held að konur al- mennt hafí ekki svona batterí á bak við sig í sama mæli og karlar, þó auðvitað geti ein- staka kona haft ráð á heilum Álfheiður Ingadóttir hópum manna, eins og dæmin sanna. 3.Persónuleg átök. Konur em viðkvæmari en karlar fyrir al- menningsálitinu og við vitum að það em gerðar miklu meiri kröfur til kvenna í opinbem lífí og umræðu en karla. Þær taka líka held ég nær sér róg og ill- mælgi, hafa ekki eins harðan skráp — sem betur fer! Konur forðast því þennan slag í ríkara mæli en karlar, fínnst ekki taka því. Þar við bætist áð harka, metnaður og sjálfsálit — þeir eiginleikar sem einna best virð- ast duga til árangurs í prófkjöri — em taldir neikvæðir, þegar þeir birtast hjá konum. Unnur Stefánsdóttir Að kynna „nýjar“ konur Á fundi KRFI höfðu framsögu þijár „nýjar“ konur úr þremur flokkum. Tvær hafa þegar lokið prófkjörsbaráttu sinni og náð ágæt- um árangri, sem ég óska þeim til hamingju með. Mín barátta er rétt að byija. En við skulum aðeins at- huga, hvaða verði þessi þátttaka okkar er keypt — af því að við emm „nýjar" konur, því það skiptir máli í þessu sambandi. Hvemig em „nýjar" konur kynntar? Hvemig em þær vegnar og metnar almennt, hvort heldur er í venjulegu boði eða í prófkjöri? Á allt annan hátt en karlar, það vitum við. Þær em hlutgerfðar — þær em dætur feðra sinna, konur mannanna sinna en ekki sjálfstæðir einstaklingar. Ég hef ekki haft persónuleg kynni af þeim Unni Stefánsdóttur og Sólveigu Pétursdóttur, en ég hef fylgst með þeim báðum úr íjar- lægð hvorri á sínum vettvangi; Unni, sem hafnaði í 3. sæti Fram- sóknarflokksins á Suðurlandi og Sólveigu, sem hafnaði í 8. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ég veit t.a.m. að Unnur er formað- ur Landssambands Framsóknar- kvenna og hef fylgst með því hvemig hún og aðrar konur þar hafa unnið markvisst að því að fjölga konum í forystusveit flokks- ins, sem ekki veitir af. En hvaða mynd var dregin upp af þessari konu í prófkjörsslagnum? Sú helst að hún væri kona Hákons Sigur- grímssonar og dóttir Stefáns Jasonarsonar — og svo lá hún und- ir ámæli fyrir að hafa beitt for- mannstitli sínum í Landssamband- inu gegn — auðvitað — öðmm konum í flokknum! Ég hef líka fylgst með Sólveigu Pétursdóttur frá því í borgarstjómarkosningun- um í vor og veit hvaða verk hún hefur tekið að sér á þeim vett- vangi. En hvaða mynd var dregin upp af henni í prófkjörsslagnum? Sú að hún væri tengd Geir Hall- grímssyni, faðir hennar væri fyrr- verandi formaður Óðins og einna helst skildist manni að hún ætti um 6000 ættingja og þeir einir hefðu kosið hana í prófkjörinu, aðrir ekki! Ég ætla ekki að gerast langorð um sjálfa mig, en eftir 10 ára starf í Álþýðubandalaginu, m.a. í fram- kvæmastjóm flokksins og borgar- stjóm, er talað um að ég sé viljalaust verkfæri í höndum stórra karla, sem stefnt sé gegn þeirri einu konu sem fyrir er í þingliði AB! Ég þarf ekki að taka fram að ég er eins og aðrar „nýjar konur dóttir föður míns og ég hlýt líka að minnast á nýjustu uppfinningu DV og HP, dylgjur um að ég hafí reynt að koma í veg fyrir að karl- amir fengju að hafa fullskipað fótboltalið í forvalinu, vera 11 en ekki 10 á móti 3 konum! Er nokkur furða að konur séu tregar til að taka þátt í þessum ljóta fjölmiðlaleik? í prófkjöri er sam- heijum stillt upp sem hreinum andstæðingum. Það er ekkert eðli- legra en að valið sé milli ólíkra einstaklinga. Menn hafa mismun- andi áherslur og skírskotun, þótt þeir séu í sama flokki, en þegar stuðningur byggist eingöngu á því að einhver er á móti öðmm fram- bjóðanda, þá er hann lítils virði að mínu mati. Ég býð mig ekki fram gegn einum eða neinum og ætla öðmm það ekki heldur. Ég býð mig fram fyrir máleftii míns flokks og Essesœasw- PEPS 0.331 Sanitas h.f. hefur nú fyrst íslenskra fyrirtækja hafið framieiðslu á gosdrykkjum í handhægum 3 Diet Pepsi og á næstunni munu fleiri vinsælar tegundir fylgja í kjölfarið s.s. 7UP, Diet 7UP, Mjx,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.