Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 21 DIET PEPSI SYKURLAUST I. dósum. Fyrstu tegundimar sem koma á markaðinn eru Pepsi og o jpelsín með 10% hreinum appelsínusafa og sykurlaust appelsín. ijallllaS Þið sem hafið keypt BMK gólfteppi frá Friðrik Bertelsen hf. síðastliðin 30 ár, vitið hvernig þau teppi hafa reynst. Betri teppi er varla hægt að fá. Þau endast og endast, enda úr 80% ull og 20% nylon, sem er sterkasta blandá sem hugsast getur fyrir gólfteppi. Nú bjóðum við nýja liti og mynstur. Verð frá 2.300 kr. Getum enn afgreitt pantanir fyrir jól. Lítið inn og skoðið úrvalið. Teppaverslun Friðriks Bertelsen hf., Síðumúla 23, (Selmúlamegin), sími 686266. BMK SKOSKU ULLARGÓLFTEPPIN til þess að freista þess um leið að fjölga konum í þingliði AB. Og svo sannarlega er ekki vanþörf á því .{ Duga konur ekki í „pólitík“? Ég nefndi hér að framan að nú eru í kjöri hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík 3 konur á móti 11 körl- um. Slíkt og þvílíkt hlutfall hefur aldrei sést í forvali flokksins frá því það var fyrst tekið upp. Til dæmis þá voru 9 konur og 7 karlar í forvali fyrir þingkosningar 1983. Ég álít þetta hreint út sagt hneyksli — ekki þá staðreynd að konumar koma ekki hlaupandi í slaginn, það skil ég mætavel, heldur hitt — hvemig mál hafa þróast hjá ABR frá því sem var forval yfír í e.k. prófkjör. Því að sú er ástæðan fyrir lítilli þátttöku kvenna í forval- inu nú að mínu mati. Ég hef dregið hér framan ókosti próflqörs og trúlega málað þá dekkri litum en margir myndu gera. Það er auðvitað hægt að segja sem svo: Af hverju geta konumar ekki bara tekið slaginn rétt eins og karl- ar, og margar virðast reyndar fara létt með það. Er ekki pólitíkin bara svona og ef konur duga ekki í þetta, duga þær ná nokkuð í pólitík? Jú, auðvitað duga konur í pólitík þó þær hafni þessum leikreglum. Og það veitir svo sannarlega ekki af fleiri konum til að breyta pólitík- inni — lyfta henni úr þessari lágkúm yfír á manneskjulegra plan með öðmm áherslum. En til þess þurfa þær m.a. að koma á þing! Og ef prófkjörin em ekki rétta leiðin fyrir þær — hver er hún þá þessi rétta leið? Ekki leið gömlu uppstillinganefndanna, sem töldu flokkana bærilega setta með eina konu. Og heldur ekki persónukosn- ing á óröðunum listum, eins og nú er komin fram tillaga um á al- þingi, því þar munu sömu tregðu- lögmálin gilda um eina konu og heilt fótboltalið af körlum. Kvótakerfi er framtíðin Það er erfítt að gefa einhlítt svar sem gæti gilt við allar aðstæður, á öllum tímum og í öllum flokkum. Vandinn liggur að sjálfsögðu í því að verið er að velja á milli einstakl- inga, sem er sjálfsagt og eðlilegt að gera. Ifyrir konur hafa aðferðir gömlu uppstillinganefndanna og nýju próflcjöranna hreinlega ekki dugað. Ifyrir okkur skiptir mestu að reyna að tryggja það að valið fari fram úr hópi karla og kvenna, en ekki nær eingöngu úr hópi karla. Ég tel að í þessum efnum dugi einungis kvótakerfi á framboðslist- um. Flokkamir verða að setja sér það markmið sjálfir að fjölga konum í forystusveit og vinna markvisst að því. Þetta er sú krafa sem ég geri til míns flokks. Því var það að við konur tilkynntum á síðasta landsfundi AB að á hausti komanda, 1987, m}mdum við leggja fram tillögu um lagabreytingu í þessum anda: Að kvótakerfi, sem gilt hefur hjá AB, taki jafnt til fram- boðs sem til annarra trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. An fleiri kvenna í framboði og í þingflokki AB endurspeglar forysta flokksins ekki þá hreyfíngu sem Alþýðubandalagið raunveruiega er eða þau jafnréttissjónarmið sem það berst fyrir. Kynjakvóti er því í mínum huga hin rétta leið, fyrir konumar, fyrir karlana og fyrir flokkinn ekki síst. Ég tel að Kvenréttindafélagið og konur í fleiri flokkum eigi að taka þessa leið til athugunar. Og fyrir sanntrúaða á annað hvort kerfíð er rétt að taka fram að kynjakvóti útilokar ekki val milli einstaklinga, hvorki á vegum uppstillinganefnda né í prófkjöri. Alþýðubandalagið er eini íslenski stjommálaflokkurinn sem hefur nú um margra ára skeið notað kvóta- kerfí við kosningar í allar stofnanir innan flokks og Alþýðuflokkurinn íhugar nú þá sömu leið. Einu sinni og aðeins einu sinni hefur þurft að beita kvótakerfinu við miðstjómar- lq'ör í AB. Kvótakerfið virkar nefnilega óbeint. Menn vita fyrir- fram að kosnir verða a.m.k. 40% af hvom kyni og þeir vilja auðvitað velja um það hveijir það verða. Þess vegna kjósa menn bæði konur og karla og sagt hefur verið að kvótakerfið verði að lokum síðasta haldreipi karlanna í AB til að vera með í stofnunum flokksins! En grínlaust, þá hafa einir 10 flokkar á Norðurlöndum tekið upp kvóta- kerfí við val á framboðslista og hyggjast ekki afnema það í bráð. Þetta er sem sagt framtíðin að mínu mati. En á meðan próflqor er eina leiðin fyrir konur inná þing, verða þær auðvitað að taka fyrir nefíð og kasta sér í vatnið, hversu gruggugt sem það nú er! Höfundur er blaðamaður við Þjóð- viljann og frambjóðandi i forvali Alþýðubandalags í Reykjavík. MEB EINU SÍMTAU er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskri ing manaöarlega. SÍMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.