Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
Islenskur landbúnaður
- markmið og leiðir
eftír Sigurð
Þórðarson
Að undanfömu hafa fulltrúar
stjómvalda, Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins og Stéttarsambands
bænda haldið fundi með bændum
víða um land. Á fundum þessum
var annars vegar gerð grein fyrir
samningi ríkisins og bænda um
verðábyrgð á magni mjólkur og
sauð^árafurða vegna verðlagsárs-
ins 1987/1988 og hins vegar
aðgerða framleiðnisjóðs tengdar
þeim samningi og hlutverki hans
til að stofna til nýrra_ búgreina í
íslenskum landbúnaði. Á fundunum
var m.a. gerð grein fyrir þróun á
neyslu iandbúnaðarvara á innan-
landsmarkaði og þeirri birgðasöfn-
un sem séð er fyrir að verða muni
til loka verðlagsársins 1988. Miklar
umræður hafa orðið opinberlega í
kjölfar þessara funda með bændum
og hefur þar gætt verulegrar gagn-
lýni á þær aðgerðir sem kynntar
vom. Var þeim jafnað við að nú
ætti að útiýma bændastétt landsins
og leggja heilar sveitir í eyði.
Þessu er til að svara, að ef ekk-
ert er að gert í hefðbundinni
búvöruframleiðslu má mönnum
vera ljóst að flotið er sofandi að
feigðarósi. Þeir sem vilja viðhalda
óbreyttu ástandi eru ef til vill helstu
talsmenn landeyðingar. Sá vandi
sem íslenskir bændur, er stunda
hefðbundinn landbúnað, standa nú
frammi fyrir er verulegur og ekki
séð að úr rætist á næstu árum að
óbreyttu. Því er mikilvægt að aðilar
geri sér glögga grein fyrir stöðu
þessara mála, horfist í augu við
vandann og leiti nýrra leiða til
lausnar. Að óbreyttu ástandi í fram-
leiðslu mjólkur og kindakjöts
stendur bændastéttin frammi fyrir
talsverðri lq'araskerðingu á kom-
andi árum, sem getur ekki íeitt tii
annars en flótta úr sveitum og þar
með skipulagslausrar eyðingar
byggðar í landinu.
Búvörulögin
Lög um framleiðslu, verðlagn-
ingu og sölu á búvörum sem
staðfest voru á miðju ári 1985 er
sá hlekkur er tengir opinbera aðila
framleiðslu búvara. Gildistími lag-
anna er 5 ár og meginmarkmið
þeirra er m.a. eftirfarandi:
í fyrsta lagi að stuðla að fram-
förum og aukinni hagkvæmni í
framleiðslu og vinnslu búvara til
hagsbóta fyrir framleiðendur og
neytendur.
í öðru lagi að miða framleiðslu
búvara þannig að hún verði í sem
nánustu samræmi við þarfir þjóðar-
innar.
í þriðja lagi að nýta sölumögu-
leika erlendis eftir því sem hag-
kvæmt þykir.
í fjórða lagi að kjör þeirra sem
landbúnað stunda verði í samræmi
við kjör annarra stétta í landinu.
Lög þessi gera ráð fyrir að leitað
sé eftir samningi við bændur um
ákveðið verð til þeirra fyrir mjólk
og sauðfjárafurðir er ríkissjóður
ábyrgist og taki mið af neyslu þess-
ara vara hér innanlands og þeim
rétti sem lögin gera ráð fyrir um
greiðslu nTcissjóðs vegna útflutn-
ingsbóta. í lögunum er jafnframt
gert ráð fyrir að útflutningsbætur
dragist saman á giidistíma laganna
um nær helming en fé, sem ella
hefði verið varið til lækkunar á
verði þessara afurða erlendis, gangi
til íslenskra bænda til búháttabreyt-
inga. Áætla má að sú ijárhæð sem
ríkissjóður á að veija til útflutnings-
bóta og búháttabreytinga á þeim 5
árum sem lögin gilda nemi alls um
4 milprðum króna, þar af 2,5 millj-
arðar króna til að greiða með
útflutningi búvöru og 1,5 milljarðar
króna til stofrmnar nýrra búgreina
í landinu. Af þessu má sjá að lögin
gera ráð fyrir samdrætti í fram-
leiðslu hefðbundinna búvara sem
svarar til 5 miiljóna lítra mjólkur
og tæplega 2000 tonna af kinda-
kjöti. Til að mæta þeim samdrætti
ver ríkissjóður verulegu fé til ný-
sköpunar atvinnutækifæra í sveit-
um landsins með búháttabreyting-
um.
Samningar ríkis
og bænda
Samningar milli ríkisins og
bænda um verðábyrgð á mjólk og
sauðfjárafurðum hafa verið gerðir
til þriggja verðlagsára, þ.e.a.s.
verðlagsárin 85/86, 86/87 og
87/88. Þegar gengið var til samn-
inga nú á haustmánuðum vegna
verðlagsárins 1987/1988 var ljóst,
að búvörumörkin sem fulltrúar
ríkisvaldsins gátu samþykkt, og þá
tekið mið af ákvæðum búvörulaga,
voru mjög þröng, sérstaklega með
tiiliti til þróunar á neyslu búvara
innanlands og þess magns sem sam-
ið hafði verið um fyrir tvö fyrri
verðlagsárin. Samningamir fela í
sér að ríkissjóður ábyrgist verð til
bænda er samsvarar 102 milljónum
lítra mjólkur, sem er samdráttur
um 4 milljónir lítra frá samningum
yfirstandandi verðlagsárs. Hvað
varðar verðábyrgð vegna kinda-
kjöts var samið um 11 þúsund tonn
sem er samdráttur um 800 tonn
miðað við samning þessa verðlags-
árs. Samningsaðilum var ljóst að
sá samdráttur er fólst í samningun-
um mundi leiða til verulegrar
tekjuskerðingar hjá bændum. Til
þess að fyrirbyggja að sú kjara-
skerðing félli hlutfallslega á
bændastéttina voru aðilar sammáia
um að framleiðnisjóður landbúnað-
arins ábyrgðist verð til bænda er
að magni svaraði til 3 milljóna lítra
mjólkur og 800 tonna af kindakjöti
í formi kaupa á fullvirðisrétti eða
ieigu hans. Með þessari ákvörðun
töldu aðilar að mætti ná fram
— að með því að kaupa eða leigja
framleiðslurétt einstakra
bænda, væri þeim bændum sem
stunda hefðbundna búvörufram-
íeiðslu sem aðalatvinnu tryggð
sambærileg afkoma og öðrum
stéttum f landinu.
— að Framleiðnisjóður landbúnað-
arins gerði verulegt átak í
búháttabreytingum, sem honum
er ætlað samkvæmt búvörulög-
unum.
Birgðavandi og
sölumál
Þegar samningur ríkisins og
Sigurður Þórðarson
„Bændur geta nú sjálfir
valið hvort þeir vilja
verja fjármunum sem
þeir hafa sjálfir til um-
ráða til niðurgreiðslna
á vöruverði erlendis og
standa í sömu sporum
á eftir eða nýta þá fjár-
muni til að aðlaga
framleiðslu sína inn-
lendum markaði og til
að efla byggð í landinu
og hag sinn.“
bænda var gerður fyrir verðlagsárið
1985/1986 voru til birgðir mjólkur-
vara í landinu er svaraði til 22
milljóna lítra. Samkvæmt áætlun
sem kynnt var á fundum með bænd-
um um þróun birgða mjólkurvara á
þeim þremur verðlagsárum sem
búið er að semja um, er ætlað að
birgðir í lok tímabilsins verði um
29 milljónir lítra mjólkur og er það
aukning um 32% ef ekki eru fluttar
út búvörur umfram samning ríkis-
ins og bænda. Birgðir mjóikurvara
umfram eðlilegt birgðahald, sem
svarar til 4—5 mánaða neyslu,
nema 14 milljónum lítra. Kostnaður
við að flytja umframbirgðir á er-
lendan markað nemur eigi lægri
fjárhæð en 430 milljónum króna.
Hvað varðar kindakjötsbirgðir voru
þær í upphafi verðlagsársins 85/86
1900 tonn en eru áætlaðar um 3500
tonn í lok verðlagsárins 87/88.
Kostnaður við að flytja út þetta
magn kindakjöts er ekki undir 700
milljónum króna.
Á fundum með bændum kom
fram hörð gagnrýni á skipan sölu-
og markaðsmála, sérstaklega hvað
varðar sölu búvara á erlendum
mörkuðum. Lögin um búvörufram-
ieiðslu gera ráð fyrir að framleiðsla
hefðbundinnar búvöru taki fyrst og
fremst mið af innanlandsneyslu. A
síðasta verðlagsári var af hálfu
ríkisvaldsins og samtaka bænda
gripið til sérstakra aðgerða til að
auka neyslu búvara innanlands með
því að veija verulegu fé til að lækka
verð einstakra búvara og til kynn-
ingar á þeim. Af ríkisins hálfu var
varið til þeirra aðgerða um 200
milljónum króna og frá bændum
sjálfum um 100 milljónum króna.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir náðist
ekki það markmið sem að var
stefnt. Ljóst var að án þessara að-
gerða hefði vandi bænda verið
miklu meiri þegar gengið var til
samninga nú í haust og hefði kom-
ið fram í enn frekari samdrætti á
umsömdu magni búvöru við samn-
ingsgerð vegna verðlagsárins
1987/1988.
Þegar menn fjallar um sölu á
íslenskum búvörum á erlendum
markaði er nauðsynlegt að hafa í
huga stöðu þessara framleiðsluvara
í nálægum viðskiptalöndum okkar.
Þar eiga stjómvöld við eigi minni
vanda að etja varðandi offram-
leiðslu landbúnaðavöru en við. Þar
veija opinberir aðilar vemlegum
fjármunum til styrktar þessari at-
vinnugrein og víða er bændum
greitt fyrir að framleiða ekki neitt.
Þegar tekið er tillit til stöðu þess-
ara mála varðandi sölu kindakjöts
erlendis kemur í ljós að verð það
sem fæst fyrir hvert kfló kjöts er á
bilinu 60 til 110 krónur, þannig að
140 til 200 krónur skortir á hvert
kfló miðað við heildsöluverð hér inn-
anlands. Þessi munur er greiddur
með útflutningsbótum. Hvað varðar
útflutning mjólkurafurða er skila-
verð á bilinu 7 til 10 krónur, þannig
að 28 til 30 krónur skortir á verð
unninna mjólkurvara miðað við
heildsöluverð innanlands. Menn
hljóta að vera sammála um, að ráð-
stöfun §ár á þennan hátt er ekki
skynsamleg og að það hljóti að
vera til aðrar leiðir þar sem fé er
betur borgið fyrir íslenska bænda-
stétt.
Valkostir bænda
Þær leiðir sem bændur hafa
helstar í framleiðslu og sölumálum
era einkum þessar:
— Halda áfram óbreyttri fram-
leiðslu. Flytja út það magn
búvara sem er umfram samning
við ríkið. Taka þar með á sig
veralega kjaraskerðingu vegna
lágs verðs á erlendum mörkuð-
um.
— Draga hlutfallslega úr fram-
leiðslurétti einstakra bænda.
Með því er stóram hluta bænda-
stéttarinnar gert ómögulegt að
búa við þau kjör sem samfara
era frekari samdrætti en orðinn
er. Tæplega tveir þriðju hlutar
bændastéttarinnar búa nú með
minni bústofn en meðalbú verð-
lagsgranns gerir ráð fyrir.
— Taka tilboði Framleiðnisjóðs um
sölu eða leigu fullvirðisréttar.
Jafnframt þessu verði komið á
búháttabreytingum með því að
taka upp nýja atvinnustarfsemi
á bújörðum.
Til glöggyunar skal þess getið,
að verði framleiðnisjóður að ábyrgj- j
ast verð á umsömdu magni mjólkur
og kindakjöts í formi útflutnings-
bóta mun það kosta hann næstu
ijögur árin einn milljarð króna. Ef
hins vegar bændur taka tilboði hans
um sölu fullvirðisréttar eða leigu
kostar það sjóðinn 420 milljónir
króna á sama tímabili eða um 600
milljónum króna lægri fjárhæð.
Bændur geta nú sjálfir valið hvort
þeir vilja veija fjármunum sem þeir
hafa sjálfír til umráða til niður-
greiðslna á vöraverði erlendis og
standa í sömu sporam á eftir eða
nýta þá fjármuni til að aðlaga fram-
leiðslu sína innlendum markaði og
til að efla byggð í landinu og hag
sinn.
Höfuðatriði
fyrir bændur
— Mikilvægt er að íslenskir bænd-
ur geri sér grein fyrir eftirfarandi:
YFIRLIT UM STÆRÐ BÚA
2063
ra
•ZJ
_Q
jö
=o
iT
1350
1076
159
S.
undir 200
ærgildum
201-499
ærg.
500-899
aerg.
yfir 900
ærg.
ÚTFLUTNINGSBÆTUR Á HVERT KILO KINDAKJÖTS
M.V. VERÐLAG HAUSTIÐ 1986