Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 26

Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Fiskiþing: Ríkismatið verði lagt niður í núverandi mynd Frumvarp um breytingar á Ríkismatinu gerir ráð fyrir fækkun starfsmanna um 44 og lækkun fjárveitinga um 25 milljónir Mynd sem tekin var á æfingu hjá nemendum Nýja Tónlistarskólans og Tónlistarskólans í Reykjavík. Tónlistarskólarnir halda óperutónleika Söngnemendur og 50 manna nemendahljómsveit Nýja Tónlist- arskólans og Tónlistarskólans í Reykjavík halda tvenna tónleika í sal Hvassaleitisskóla við Stóra- gerði. Fyrri tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 23. nóvemb- kl. 14.00 en hinir síðari er þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seld- ir við innganginn. Á tónleikunum verða flutt atriði úr fjórum óper- um, Cosi fan tutte og Entfiihrung aus dem Serail eftir Mozart og II Trovatore og Rigoletto eftir Verdi. Stjórnandi er Ragnar Listvinafélag Hallgrímskirkju: Fimmta starfsárið hefst með Sálumessu Mozarts Björnsson. Þetta er í fyrsta skipti sem þess- ir tveir skólar sameinast um konsertuppfærslu á óperuþáttum og er markmiðið að gefa söngnem- endum tækifæri til að vinna með hljómsveit og koma fram opinber- lega. í sumum tilfellum eru tveir söngvarar í sama hlutverki og syngja þeir þá sinn á hvorum tón- ieikunum. Æfingar hafa staðið yfir undanfarinn hálfan mánuð. FISKIÞING samþykkti á föstu- dag tillögu þess efnis að Ríkismat sjávarafurða verði lagt niður í núverandi mynd og ferskfiskmat verði að megninu til fært til hagsmunaaðila. Fyrir liggur frumvarp svipaðs efnis, þar sem gert er ráð fyrir því, að skyldu- mat á ferskum fiski verði afnumið og umsvif Ríkismatsins verði dregin saman að sama skapi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að þessar breytingar taki gildi 1. janúar næstkomandi og starfsmönnum fækki um það bil um 44 menn. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að íjárveitingar til stofn- unarinnar á næsta ári lækki um 25 milljónir króna. í greinargerð með frumvarpinu segir að tillögur LÍÚ um að leggja Ríkismat sjávar- afurða niður með öllu og fela örðum stofnunum þau verkefni, sem eftir standa, séu óraunhæfar. Á þessu Fiskiþingi kom fram nokkur óvissa um framtíð Fiski- félags íslands, meðal annars vegna þeirra orða sjávarútvegsráðherra, að endurskoða þurfí starf Fiski- félagsins í ljósi breyttra tíma og aðstæðna. Rétt væri að setja sem fyrst upp nefnd til að gera tillögur um breytingar á félaginu og fram- tíðarskipan þess. Ennfremur hefur það rýrt afkomu Fiskifélagsins, að aflatryggingasjóður hefur verið lagður niður, en hann var í vörslu félagsins. Af þessum sökum var samþykkt eftirfarandi tillaga: „45. Fiskiþing telur að þau mikilvægu verkefni, sem Fiskifélagið vinnur fyrir sjávarútveginn verði ekki bet- ur unnin annars staðar. Þá telur Fiskiþing, að ef dregið verður úr starfsemi Fiskifélags íslands, er hætt við að sú samstaða, sem tekizt hefur að ná í gegnum deildir félags- ins, fjórðungsþing og Fiskiþing, legðist af til óþurftar fyrir alla, sem að sjávarútvegi vinna.“ Fiskiþingi lauk í gær. FIMMTA starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju er að hefjast. Starfsár Listvinafélagsins mið- ast við kirkjuárið og hefst því nú í lok nóvember. Fyrsta tónlist- aratriðið á dagskrá 5. starfsárs- ins verður flutningur Mótettu- kórs Hallgrímskirkju, einsöngvara og hljómsveitar á Sálumessu Mozarts þann 23. og 24. nóvember nk. Félaginu er ætlað að efla listalíf við Hallgrímskirkju f Reykjavík. Félagið er opið öllum án tillits til búsetu. Starfsemi félagsins hefur hingað til mest verið á sviði tónlist- ar, en aðrar listgreinar, svo sem myndlist, bókmenntir, leiklist ofl. heyra einnig undir starfsvettvang þess. Vígsla Hallgrímskirkju í Reykjavík gjörbreytir aðstöðu fé- lagsins. Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins, með um 1000 sæti og hljómburð í lfkingu við margar hljómfegurstu kirkjur Evrópu, sem einnig búa yfír gotneskum hvelfíng- um. Auk þess er í tumálmu kirkj- unnar samkomusalur, með yfír 200 sæti, tilvalinn fyrir ljóðakvöld, fyrir- lestra og kammertónleika, svo eitthvað sé nefnt. Þessar breyttu kringumstæður kalla á aukna starf- semi Listvinafélagsins. í desember verða orgeltónleikar Harðar Áskelssonar og á miðviku- dagskvöldum í þeim mánuði verður kl. 21.00 sunginn náttsöngur tengdur flutningi aðventu- og jóla- tónlistar. Á nýju ári verður fjölbreytt dag- skrá og má þar nefna: Selló -g orgeltónleika Ingu Rósar Ingólfs- dóttur og Harðar Áskelssonar, dagskrá um Hallgrím Pétursson í umsjá dr. Hjalta Hugasonar, dag- skrá í tali og tónum sem nefnist „Við krossinn", meðal flytjenda þar verður Margrét Bóasdóttir söng- kona, „Hallgrímspassía" eftir Atla Heimi Sveinsson, hátíðardagskrá í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar og Tónlistarhátíð í lok maí þar sem m.a. kemur í heimsókn kór frá Þýskalandi. (Fréttatilkynning) Skáldsaga eftir Kristján J. Gunnarsson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út skáldsöguna Refsku, eftir Kristján J. Gunnarsson fyrr- um skólastjóra og siðar fræðslu- stjóra f Reykjavík, og er þetta fyrsta skáldverk höfundar sem kemur á prent. Undirtitill Refsku er sönn lygisaga og bregður hann nokkru Ijósi á efni sögunnar og aðferð höfundar. Á kápu segir á þessa lund um Refsku og bókarhöfund: „Refska gerist í orði kveðnu á ár- dögum íslandsbyggðar og minnir víða á Islendingasögur um brag og túlkun, en reynist margslungin og engan veg- inn öll þar sem hún er séð í fljótu bragði, enda þreytir höfundur tvíræð- an leik og kemur lesandanum í opna skjöldu með óvæntum sjónhverfíng- um. Hann setur á svið atburði og viðhorf samtíðarinnar innan lands og utan og býr söguna listrænu dular- gervi. Kennir því margra grasa í þessari sönnu lygisögu sem vafalaust mun þykja tíðindum sæta. Refska telst eins konar spéspegill, en alvara höfundar leynist samt hvergi, og íþrótt sú, sem Kristján J. Gunnarsson hefúr í frammi, byggir á fornri íslenskri hefð ásamt frumleik og nýst- árlegri hugkvæmni. Einsætt er að Refsku verður skipað í flokk með sérkennilegustu og metnaðarfyllstu skáldsögum í íslenskum nútímabók- menntum. Höfundur Refsku, Kristján J. Gunnarsson, er kennari að mennt og var lengi skólastjóri og síðar fræðslu- stjóri í Reykjavík. Auk þess hefur Kristján tekið virkan þátt í stjóm- málum og fengist við ritstörf og bókmenntaiðju í tómstundum, en Refska er fyrsta skáldverk hans sem kemur á prent. Lesendur munu hins vegar undrast að sagan skuli vera frumsmíð. Byggingarlag hennar, at- burðarás og persónusköpun, svo og mál og stíll, ber glöggt svipmót af sjálfstæðum og þroskuðum listamanni Kristján J. Gunnarsson sem fjallar um erfítt og torrætt verk- efni líkt og höfundar fomrita okkar er frægust hafa orðið og bera (slenskri menningu órækast vitni." Refska er 391 bls. Kápu gerði Sig- urður Öm Brynjólfsson, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Eftir veru á hátindi bridsíþróttarinnar í 30 ár: * „Eg nýt þess jafnvel meira að spila nú en í upphafi“ - segir ítalski bridssnillingurinn Giorgio Belladonna í samtali við Morgunblaðið ALLAR íþróttagreinar eiga sína hátinda og goðsagnir. í keppnis- brids er einn hátindurinn „valda- timi“ Bláu sveitarinnar ítölsku frá árinu 1957 til 1975, en á þess- um árum vann sveitin 13 heims- meistaramót og tvö Ólympíumót. Allir meðlimir þessarar sveitar eru orðnar hálfgerðar goðsagna- persónur, þó flestir séu enn á Iifi og i fullu fjöri. Og sá sem helst er sveipaður dularfullum Ijóma i hugum bridsmanna er Georgio Belladonna sem var meðlimur sveitarinnar frá upp- hafi og er enn langstigahæsti bridsspilari heims. Þó erfitt sé að benda á einhvern einn og segja: þetta er besti spilari í heimi, hafa margir talið Bella- donna ókrýndan konung bridsí- þróttarinnar. Hjalti Elíasson, sem margoft spilaði við Bláu sveitina á 7. áratugnum, sagði við blm. Morgunblaðsins að i hópi þessara snillinga þurfti ekki annað en Iíta á Belladonna til að vita að hann var bestur. Bridsáhugamönnum þykja því að vonum talsverð tíðindi að Bella- donna er nú staddur hér á landi, á vegum Samvinnuferða/Landsýnar til að kynna árlegt bridsmót sem haldið er á júgóslavneska ferða- mannastaðnum Portoroz. Bella- donna spilar hér við mótshaldarann í Portoroz, Júgóslavann Jeretic, og mun taka þátt í tvímenningsmóti á Hótel Loftleiðum um helgina, og einnig mun hann spila í „einka- móti“ í Höfða á sunnudaginn þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri, og ráðherramir Halldór Ásgrímsson og Matthías Á. Mathiesen ætla að reyna sig gegn Belladonna. Morgunblaðið hitti Belladonna að máli í gær. Þó hann sé orðinn 63 ára gamall og heilsan farín að gefa sig hefur hann sjaldan spilað jafn mikið og nú eða verið sigur- sælli. Á síðustu þremur árum hefur hann .t.d. unnið tvö Ítalíumót í svei- takeppni og tvær landsbikarkeppn- ir, og það eru ekki nema 3 ár síðan hann spiiaði sfðast í ítalska landslið- inu sem tapaði úrslitaleiknum í heimsmeistaramótinu 1983 með 5 impa mun fyrir Bandaríkjunum. En hvemig hófst þessi langi ferill? „Ég lærði að spila í síðasta stríði sem námsmaður og spilaði þá við félaga mína. Þetta var árið 1943; það eru orðin nokkur ár síðan," segir Belladonna og hlær hátt. „Ég byrjaði að spila keppnisbrids árið 1948 og nokkrum árum seinna var Perroux (guðfaðir Bláu sveitarinn- ar. innsk. blm.) að leita að sex mönnum sem hefðu til að bera sig- Morgunblaðið/Bjami „Bridsspilið gefur fólki á öllum aldri eitthvað" segir ítalinn Ge- orgio Belladonna sem í 30 ár hefur verið talinn besti bridsspil- ari í heimi. urvilja og vildu fóma tíma til æfínga. í þessari fyrstu útgáfu af Bláu sveitinni vom auk mín, Ava- relli, Forquet, Chiaradia, Siniscalco og D’Alelio, en síðar bættust Garoz- zo og Pabis-Ticci í hópinn. Við notuðum tvö ný sagnkerfí sem ég og Chiaradia bjuggum til og í fyrstu sigmm okkar höfðu þau mesta þýð- ingu. Síðar kom sálfræðilegur þáttur til sögunnar. Við reiknuðum með því að tapa heimsmeistaramóti fyrr eða síðar og spiluðum þess vegna afslappað, en andstæðingar okkar vom taugaóstyrkir því það virtist ómögulegt að vinna Bláu sveitina. Þetta skipti miklu máli f sfðari mótunum. í sveitinni okkar var liðsandinn líka mikilvægur. Þar var enginn afbiýðissamur út í ann- an, og engin innbyrðis samkeppni miklli spilara. Á Italíu era slíkar sveitir ekki til lengur," bætir Bella- donna við með söknuði í röddinni. -Finnst þér bridsíþróttin hafa breyst mikið undanfarna áratugi? „Spilið er talsvert öðmvísi en áður. Nú em sagnkerfin ekki eins mikilvæg en menn þurfa í staðinn að leggja áherslu á baráttusagnir, að kunna að bregðast við tmflunum andstæðinganna. Geta bridsspilara hefur líka breyst. Ekki endilega þannig að til séu fleiri snillingar, heldur em meðalspilararnir nú mun sterkari en fyrr. Reglulega sterkir spilar'ar em ekki mikið fleiri nú en fýrir 20-30 ámm. í Bandaríkjunum em gamlir spilarar á við Stayman, Kaplan og Kay enn bestir, og ef ég mætti velja með mér menn í ítalska landsliðið nú myndi ég velja Garozzo, Forquet og Pabis-Ticci. Viðhorfín gagnvart spilinu hafa einnig breyst, aðallega vegna sagn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.