Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 29
H29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22.' NÓVEMBER 1986
Austur-Berlín:
Skotið af vél-
byssum á
fióttamann
Vestur-Berlín, AP., Reuter.
AUSTUR-ÞÝZKIR lögreglumenn skutu af vélbyssum á
mann, er flúði yfir Berlínarmúrinn til Vestur-Berlínar í
gær.
Haft var eftir sjónarvottum í
Neuköln-hverfinu, að sjá hefði mátt
ijölda vopnaðra lögreglumanna
koma í skyndi á vettvang til að
hindra flótta mannsins.
Svo virðist sem flóttamaðurinn
hafí ekið vörubíl að múmum og
notað síðan stiga til að klifra af
honum yfír múrinn. Skutu austur-
þýzku verðimir þá á hann að
minnsta kosti sjö sinnum. Maðurinn
slapp undan skothríðinni, en slasað-
ist á báðum fótum, er hann stökk
niður að vestanverðu ofan af 4
metra háum múmum. Var hann
strax fluttur á sjúkrahús í Vestur-
Berlín.
Yfírmaður franska hemáms-
svæðisins í Vestur-Berlín bar í gær
fyrir hönd Vesturveldanna fram
harðorð mótmæli við austur-þýzk
stjómvöld út af þessum atburði.
Berlínarmúrinn var reistur fyrir
25 árum til þess að stöðva flótta
fólks frá Austur-Berlín. Múrinn
liggur á mörkum hinna gömlu borg-
arhverfa Neuköln og Treptow, en
síðamefnda hverfíð er nú í Austur-
Berlín.
Bandaríkin:
Byrd útnefndur for-
seti öldungadeildar
Washington, AP.
DEMÓKRATAR útnefndu í gær
Robert C. Byrd forseta öldunga-
deildar Bandaríkjaþings og
repúblikanar ákváðu að Robert
Dole skyldi vera leiðtogi þeirra
á næsta þingi.
Dole og Byrd hafa því skipt um
hlutverk. Repúblikanar misstu
meirihluta sinn í öldungadeildinni í
hendur demókrata í kosningunum
4. nóvember og verður Dole nú í
forsvari fyrir minnihlutann. Byrd
hefur verið leiðtogi demókrata í öld-
ungadeildinni síðan 1977. Hann fær
nú aftur embætti forseta öldunga-
deildarinnar, sem hann missti 1980.
Báðir flokkar höfðu að mestu
leyti ákveðið fyrir fram hveijir yrðu
látnir gegna forystu fyrir þá í öld-
ungadeildinni. Var spenna því lítil
þegar 55 þingmenn demókrata og
45 þingmenn repúblikana komu
saman í sitt hvoru herberginu nærri
þingsal öldungadeildarinnar.
Ræða Lubbers rit-
skoðuð í Prövdu
Moskvu, Reuter.
RUUD Lubbers, forsætisráð-
herra Hollands, sem er í opin-
berri heimsókn í Sovétríkjunum,
harmaði í gær, að Pravda, mál-
gagn sovéska kommúnista-
flokksins, skyldi hafa ritskoðað
ræðu, sem hann flutti í fyrra-
kvöld. Sagði Lubbers, að það
hefði þó ekki komið sér neitt á
óvart.
Lubbers flutti ræðuna í hófí, sem
ráðamenn í Sovétríkjunum héldu
honum til heiðurs, og var hún birt
í Prövdu að mestu leyti, t.d. um-
mæli hans um mannréttindi
almennt og afvopnun. Hins vegar
var sleppt því, sem hann sagði um
þjáningar gyðinga í síðari heims-
styijöld og um ný lög í Sovétríkjun-
um um brottflutning gyðinga frá
landinu.
„Mér fínnst þetta skammarlegt
en auðvitað stýri ég ekki blaðinu,"
sagði Lubbers í gær við frétta-
menn. „Það kom það mér hins vegar
ekki á óvart. Við vissum hvemig
tjáningarfrelsinu er háttað hér.“
Lubbers kvaðst mundu nota
hvert tækifæri, sem gæfíst, til að
tala um hlutskipti sovéskra gyðinga
en Hollendingar gæta hagsmuna
ísraela í Sovétríkjunum. Ráðamenn
í Sovétríkjunum segja, að 4000
gyðingar hafi sótt um brottfarar-
leyfí en á Vesturlöndum er því
haldið fram, að þeir séu 400.000.
MuhammadAIi kvongast á ný
Muhammad Ali, fyrrum heimsmeistari í þunga- þey. Ali er hér ásamt brúði sinni. Til vinstri stendur
vigt í hnefaleikum, gekk á miðvikudag að eiga Harvey Sloane dómari, sem gifti þau, og kona
Yolandu Williams. Brúðkaupið var haldið í kyrr- hans Kathy.
Bretland:
írafár vegna bókar
um leymþjónustuna
London, Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, stendur nú í
eldlínunni vegna tilrauna bresku stjórnarinnar til að koma i veg
fyrir að endurminningar Peter Wright, fyrrum njósnara, verði gefn-
ar út í Ástralíu.
Stjómin heldur því fram að Wright megi ekki birta efni bókarinnar
þar sem starfsmenn bresku leyniþjónustunnar (MI5) sveiji þagnareið þeg-
ar þeir taki til starfa. Wright ætli því að bijóta trúnað og sé það hættulegt
öryggi Breta.
Stjómarandstaðan hefur aftur á
móti sakað stjómina um ósam-
kvæmni vegna þess að ekki hafíð
verið reynt að koma í veg fyrir að
bækur annarra höfunda, sem notað
hafa upplýsingar frá núverandi og
fyrrverandi embættismanna MI5,
yrðu gefnar út._
Ríkisstjóm Ástralíu er einnig
mikið í mun að bók Wright komi
ekki út vegna þess að þar er fyrrum
yfirmaður MI5, Sir Roger Hollis,
sakaður um að hafa njósnað fyrir
Sovétmanna.
Hollis heitinn aðstoðaði við að
skipuleggja áströlsku le}miþjón-
ustuna (ASIO) á fímmta áratugn-
um.
Stjómin í Canberra heldur því
fram að bókin muni skaða hags-
muni Ástrala í öryggismálum og
verða til þess að leyniþjónustur, sem
skipta við þá áströlsku, missi traust
til hennar.
Stjómarandstaðan á Bretlandi
hefur krafíst þess að fram fari
dómsrannsókn á því hvað hæft sé
í ásökunum um að Thatcher og Sir
Michael Havers ríkissakóknarí hafí
komið því til leiðar að rithöfundur
nokkur, sem íhaldsflokkurinn gerði
nýlega að þingmannsefni, yrði sótt-
ur til saka.
Skáldanafn rithöfundarins er
Nigel West, en hann heitir í raun
Rupert Allason. Hann hafði viður-
kennt að embættismenn MI5 hefðu
látið sig hafa upplýsingar um leyni-
þjónustur fyrir nokkrar bækur.
Stjómin hætti við að stefna árið
1982 AUason eftir að hann féllst á
að fella niður kafía í bókinni, sem
heitir „A Matter of Trust".
Stjómarandstaðan hefur einnig
rifjað upp að stjómin stefndi heldur
ekki öðmm höfundi, Chapman Pinc-
her, sem sérhæfír sig í njósnamál-
um.
Sir Robert Armstrong, ritari
bresku stjómarinnar, hefur borið
fyrir rétti í Ástralíu að stjómin
hafí ekkert gert í máli þeirra emb-
ættismanna MI5, sem létu Allason
og Pincher upplýsingar í té.
Ekki skýrðist ástand mála þegar
ríkissaksóknari sagði í breska þing-
inu að lögregla kannaði nú yfírlýs-
ingar Allasons um sambönd sín við
embættismenn leyniþjónustunnar.
Á fímmtudagskvöld skoraði Neil
Kinnock, formaður Verkamanna-
flokksins, á Thatcher að gera hreint
fyrir sínum dymm og skýra mál
þetta. Hann benti á að svo virtist
sem ekki væri samræmi í afstöðu
stjómarinnar til þriggja fyrmefndra
rithöfunda.
Thatcher vill ekkert segja um
þetta mál og heldur fram að það
sé óviðurkvæmilegt meðan réttar-
höldin standa yfír.
Eldri borgarar og cftirlaunaþcgar!
Þórir S. Guðbergsson Dr. Friðrik Einarsson
Meðan svartasta skammdegið og vetrarkuldinn ríkir hér á Fróni, er
þægilegt og ánægjulegt að dvelja í sumarveðráttu á Costa del Sol
Kynning á vetrardvöl á Spáni verður á Hótel Borg sunnu-
daginn 23. nóvember kl. 14—17
GESTIR FUNDARINS ERU:
Þórir S. Guðbergsson deildarstjóri hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar og dr. Friðrik Einarsson læknir.
AUSTURSTRÆTI 17, REYKJAVÍK
Feróaskrifstofan
ÚTSÝN