Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 35

Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2?. NÓVEMBER 1986 35 DÓMKIRKJAN: Laugardag 22. nóv.: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnu- dag 23. nóv.: Messa kl. 11.00 Sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar en hún hættir nú sem æskulýðsfulltrúi og tekur við starfi sóknarprests í Hvanneyrar- prestakalli í Borgarfirði. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari ásamt sr. Agnesi. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14.00. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Landakotsspítali: Messa kl. 11.00. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 22. nóv. kl. 11.00 árdegis. Barnasam- koma í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnað- arheimilinu kl. 14.00. Altaris- ganga. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa kl. 14.00 í Breiðholts- skóla. Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur setur sr. Gísla Jón- asson inn í embætti sóknar- prests Breiðholtssafnaðar. Organisti Daníel Jónsson. Sókn- arnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antons- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson mess- ar. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Æskulýðsfélagsfund- ur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmið- dag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug- ardag: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta — kirkjuskóli kl. 11.00. Ragn- heiður Sverrisdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudag 24. nóv. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartar- son. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 14.00. Ræðuefni: „Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta“. Fríkirkjukórinn syngur. Söng- stjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Messa með altarisgöngu kl. 14.00. Carlos Ferrer guðfræðinemi prédikar. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Almenn samkoma UFMH fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór Gröndal prédikar. Kaffisopi á eft- ir. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Barnasamkoma er á sama Guðspjall dagsins: Matt. 17.: Dýrð Krists. tíma í safnaðarheimilinu. Tónleik- ar mótettukórsins kl. 17.00. Þriðjudag 25. nóv.: Fyrirbæna- guðsþjnousta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landspítalinn: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJ A: Messa kl. 10.00. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Organleikari Orthulf Prunner. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Jón Bjarman prédikar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30 og guðsþjónusta kl. 14. Organisti . Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00 árdegis. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Að henni lokinni verða kaffiveitingar í Borgum. Þar mun Guðmundur Gilsson organisti tala um tónlistina í messunni. Miðvikudag 26. nóv. verðurfund- ur á vegum fræðsludeildar í Borgum kl. 20.30. Dr. Arnór Hannibalsson fjallar um spurn- inguna: Er guðleg föðurforsjá til? Kaffiveitingar og almennar um- ræður. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimis- son og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur Sigurður Haukur Guðjónsson. Orgelleikari Jón Stefánsson. Enn eru fermingar- börn og foreldrar þeirra hvött til þess að mæta. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 22. nóv.: Guðsþjónusta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Sr. Guðni Gunnarsson skólaprestur messar. Þriðjudag: Bænaguðs- þjónusta kl. 18.00. Beðið fyrir sjúkum. Orgelleikur frá kl. 17.50. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15.00— 17.00. Pálmi og Vigfús Hjartar- synir koma í heimsókn og sýna myndir. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11.00. Munið kirkju- bílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 20.00. Þriðju- dag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13.00-17.00. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Seljaskólanum kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10.30. Guðsþjnousta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Þriðjudagur 25. nóv.: Fundur í æskulýðsfélaginu Sela kl. 20.00 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í beinni út- sendingu í útvarpi kl. 11.00. Börn úr tónlistaskóla Seltjarnarness leika og syngja. Eirný og Solveig Lára tala við börnin. Mætið stundvíslega. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgelleikari Sighvatur Jónasson. Prestur Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Mánudagskvöld kl. 20.30 — Opið hús fyrir ungling- ana. Sóknarprestur. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. — Barnastarf. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14.00. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18.00 nema á laugardögum þá kl. 14.00. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 13.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fflad- elfía: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Ræðumaður Bertil Olingdal. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14.00. Hermanna- samkoma kl. 17.30 með biblíulestri í umsjá brig. Ingi- bjargar Jónsdóttur. Á eftir veröa veitingar bornar fram. Hjálpræð- issamkoma kl. 20.30. Þar fer fram hermannavígsla. Ræðu- maður verður Knut Hagen ofursti frá Noregi. MOSFELSSPRESTAKALL: Barnasamkoma í Lágafellskirkju kl. 11.00. Messa í Mosfellsskirkju kl. 14.00. Ungmenni stjórna við messugjörð. Sóknarprestur. BESSASTAÐASÓKN: Barna- samkoma í dag, laugardag kl. 11.00. Sóknarprestur. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjulundi kl. 11.00. Stjórnandi Halldóra Ásgeirsdóttir. Sóknar- prestur. KAPELLA St. Jósefssystra f Garðabæ: Hámessa kl. 14.00. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11.00. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefsspftala: Há- messa kl. 10.00. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18.00. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8.00. INNRI NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti og stjórnandi Siguróli Geirsson. Kaffiveitingar í Kirkjulundi að messu lokinni. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarfræðsla í dag, laugardag kl. 10.00fyrir7 bekk E. Sunnudaga- skóli kl. 11.00. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson og Ungt fólk með hlutverk koma í heimsókn. Mikill léttur söngur og að lokinni messu verður boðið upp á kaffi. Nk. þriðjudag kl. 20.30 er fyrirbæna- stund. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum: Kirkjuskólinn í dag, laugardag kl. 14.00. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Guðmundsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskólinn í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13.30. Barnasamkoma sunnu- dag kl. 10.30 og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Organisti Jón Þ. Björnsson. Sr. Björn Jónsson. Hátíðarsamkoma: Island aðili að Samein- uðu þjóðunum í 40 ár UM ÞESSAR mundir eru 40 ár liðin siðan ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. í tilefni afmælisins og þess að árið 1986 er friðarár S.þ. mun Félag Sam- einuðu þjóðanna á íslandi efna til hátíðarsamkomu í Þjóðleik- húsinu í dag og hefst hún kl. 14.00. Vönduð dagskrá verður flutt þar sem ýmsir listamenn koma fram. Þá mun sérstakur gestur félagsins, Jan Mártenson, einn af fram- kvæmdastjórum samtakanna í New York og forstöðumaður afvopnun- ardeildar þeirra, flytja erindi er hann nefnir „Friðarstarf Samein- uðu þjóðanna". Ennfremur mun Matthías Á Mathiesen, utanríkis- ráðherra, ræða um þátttöku íslands í starfí Sameinuðu þjóðanna og Einar Már Guðmundsson, rithöf- undur flytja ávarp. Dagskrár fundarins verða merktar og gilda þær sem happadrættismiðar, en vinningur er ferð er Flugleiðir gefa, til New York og heimsókn í aðal- stöðvar S.þ. þar. Jan Mártenson, sem í tómstund- um stundar ritstörf og er m.a. velþekktur fyrir leynilögreglusögur er hann hefur samið, hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum. Hann sagði í stuttu samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að sér væri það mikil ánægja að koma hingað í tilefni 40 ára afmælis veru íslands í S.þ. og að skerfur landa okkar til starfsins þar hefði verið góður. Hann hefði þegar hitt að máli forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, er hann hefði kynnst lítillega á yngri árum, er SUNNUDAGINN 23. nóvember verður hin árlega Sóllieimasala haldin í Templarahöllinni í Reykjavík og hefst hún kl. 14.00. Sjálfseignarstofnunin Sólheim- ar í Grímsnesi er elsta starfandi heimilið fyrir þroskahefta hér á landi, en starfsemi þess hófst árið 1930. Á Sólheimum dvelja nú 40 ein- staklingar, sem stunda þar vinnu eða sækja skóla allt eftir getu og hæfíleikum hvers og eins. Á Sól- heimum er smíðastofa, vefstofa, kertagerð og ylrækt, auk lítils- háttar búskapar. Við ræktun og framleiðslu hefur áVallt verið leit- ast við að nota ómenguð og náttúruleg efni og er svo enn. Allt grænmeti á Sólheimum er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar. í Templarahöllinni á sunnudag- inn verða framleiðsluvörur Sól- þau voru bæði námsmenn, Steingrím Hermannsson, forsætsis- ráðherra og fleiri ráðamenn. Mártenson sagði að friðarstarf Sameinuðu þjóðanna væri öflugra nú en nokkru sinni fyrr og væri það heima til sölu, kerti, tréleikföng, mottur og ofnir dúkar. Foreldra- og vinafélag Sólheima verður með Jan Mártenson kökubasar, kaffíveitingar og flóa- markað. AUur ágóði af sölunni fer til vel, þar sem stofnuninni væri ætlað að stuðla að varðveislu friðar í heiminum. Þjóðir heims gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu og að eftir kjamorkustyijöld stæði enginn uppi sem sigurvegari. Fjármagn það er eytt væri til hernaðarmála á ári hverju, væri gífurlegt og kæmi það niður á efnahagslífi þjóðanna. Einnig hefði áhugi almennings á afvopnunarmálum vaxið á síðustu árum og yrði það til þess að stjóm- málamenn sinntu þeim málum enn betur. Aðspurður kvað hann þetta eiga við um öll lönd, einnig þau sem væm undir stjóm einræðisafla. uppbyggingar starfsins á Sól- heimum. (F réttatilkynningf) Sólheimasala í Templarahöllinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.