Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
37
Hafnarstj órn telur
allar aðstæður hin-
ar ákjósanlegustu
HAFNARSTJÓRN Akurejnrar
hefur skipað fimm manna nefnd
til að kanna möguleika á stofnun
og starfrækslu fiskmarkaðar á
Akureyri. Nefndin á að hraða
störfum sem kostur er og skila
áliti til hafnarstjórnar fyrir 31.
janúar á næsta ári.
I nefndinni eru Gunnar Arason
formaður hafnarstjórnar, Sigurður
Oddsson hafnarstjórnarmaður,
Gunnlaugur Guðmundsson hafnar-
stjómarmaður, Guðmundur Sigur-
bjömsson hafnarstjóri og Sigfús
Jónsson bæjarstjóri.
Nefndarmenn vom í Reykjavík
og Hafnarfirði fyrr í vikunni þar
sem þeir ræddu við forsvarsmenn
þessara mála þar en á báðum stöð-
unum hefur verið ákveðið að. opna
fiskmarkaði. „Við ræddum við
Gunnlaug Sigmundsson, formann
ráðherranefndar um fiskmarkaði.
Nefndin var skipuð til að kanna
þessi mál og leita eftir því hvort
aðilar væm tilbúnir í að leggja fé
í stofnun tilraunamarkaðar. Við
þurfum að kanna hvað mælir með
þessu og hvað á móti og áður en
við komumst að því þurfum við að
ræða við alla hagsmunaaðila," sagði
Guðmundur Sigurbjömsson, hafn-
arstjóri á Akureyri, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Guðmundur sagði hafnarstjóm
telja aðstöðuna fyrir fiskmarkað
góða á Akureyri, miðað við það sem
ráðherranefndin teldi nauðsynlegt.
Tuminn fjarlægður.
Klukkuturninn
kominn á Torgið
KLUKKUTURNINN sem Kiw-
anis-menn settu upp í göngu-
götunni fyrr i sumar hefur nú
verið færður. Upphaflega var
hann settur upp í miðja göngu-
götuna fyrir framan Pósthúsið
en eitthvað kunnu menn því
illa að hafa hann þar.
Fyrir fáeinum dögunum var
tuminn tekinn af stalli sínum og
fljótlega var búið að laga staðinn
þar sem hann stóð svo nú sér
þess engin merki að hann hafí
nokkum tíma staðið þar. Stallur
var hins vegar settur niður í
norð-austur homi Ráðhústorgs
og þar var tuminn settur niður
í gær. Starfsmenn Akureyrar-
bæjar voru einmitt að hífa hann
niður af vömbíl á sinn stað þeg-
ar blaðamaður kom aðvífandi.
þarna verður tuminn í einhvem
tíma - en þeir sem verkið unnu
í gær reiknuðu alveg eins með
því að hann yrði færður eitthvað
örlítið til þegar fram í sækti og
Torgið yrði lagfært, en hug-
myndir eru uppi þar að lútandi.
Klukka er ekki enn komin í tum-
„í dag emm við að vísu ekki með
hús á hafnarbakkanum en við emm
heldur ekki að fara af stað með
þetta í fyrramálið," sagði hann.
„Það sem við emm fyrst og fremst
að gera er að gera okkur grein
fyrir því hvemig við þurfum að
bæta aðstöðuna til að koma upp
slíkum markaði, hveijir yrðu hugs-
anlegir aðilar að honum og hvaða
fiskmagn yrði um að ræða hér.“
í greinargerð hafnarstjórnar um
hugsanlegan fiskmarkað sem send
var bæjarstjóm á dögunum segir:
„Hafnarstjóm telur að á Akureyri
séu allar aðstæður hinar ákjósanle-
gustu varðandi stofnun og rekstur
slíks markaðar. Hér er miðpunktur
samgangna á Norðurlandi, hvot
heldur er í lofti, á landi eða á sjó
og má reikna með að allir þessir
samgöngumöguleikar verði nýttir í
tengslum við markaðinn."
Þess má geta að hafínn er undir-
búningur nýrrar fiskihafnar norðan
Togarabryggjunnar og hefur hafn-
arstjóm lagt til á framkvæmdaá-
ætlun að 1. áfangi hennar verði
byggður á næsta ári. I greinargerð-
inni segir: „Með byggingu þessarar
hafnar skapast mjög miklir mögu-
leikar til fjölbreyttrar starfsemi í
sjávarútvegi og fískvinnslu í tengsl-
um við höfnina.
Kjallari Sjallans opnar í dag:
Fólk virðist í sjokki
yfir lokuninni
- sagði Olafur Laufdal í gær
ÓLAFUR Laufdal, veitingamað-
ur, hefur keypt Sjallann, eins og
kom fram í Morgunblaðinu í
gær. Ólafur kom til Akureyrar
í gær til að ganga endanlega frá
formsatriðum varðandi kaupin
og líta á Sjallann. í samtali við
blaðamann sagði Ólafur að Kjall-
arinn yrði opnaður strax í dag
og húsið sjálft næsta fimmtudag.
Um næstu helgi verður opið
fímmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld. Þá
skemmta í Sjallanum Liberty Moun-
tain og hljómsveitin Desoto - verða
með hina svokölluðu Elvis-sýningu
en Liberty Mountain þessi syngur
lög gamla rokkkóngsins og hermir
eftir honum. Ólafur sagði einnig
að Ríó-tríóið kæmi mjög fljótlega
með sitt atriði í Sjallann, jafnvel
um þamæstu helgi.
Ólafur mun fyrst í stað sjálfur
stjóma rekstri Sjallans. „Ég ætla
að byija að ráða fólk til starfa strax
á morgun,“ sagði hann. Flest starfs-
fólkið verður ekki það sama og
áður. „Mér fínnst það eðlilegt þegar
breyta á staðnum að byija ekki
með sama fólkið og var hér áður.
Ég hef ekkert út á það að setja en
til að fá þann ferskleika sem ég vil
fá í húsið verður að skipta um
starfsfólk að mestu leyti.“ v
Ólafur sagði að sér litist vel á
að taka við Sjallanum. „Þetta er
dæmi sem á að ganga upp. Ég
gerði mér ekki almennilega grein
fyrir því fyrr en kom hingað í dag
hve mikið mál það er fyrir fólkið í
bænum að Sjallinn sé opinn. Á öll-
um þeim stöðum sem ég hef komið
í dag hefur mér fundist fólk í hálf-
gerðu sjokki út af þessu!“
Söngfélagið Gígjan hætt störfum:
Eins og sjá má er styttan af þeim hjónum mjög illa farin af
steypuskemmdum.
Helgi ogÞórunn
innandyra í vetur
EITT af táknum Akureyrar-
bæjar er styttan af Helga
Magra og Þórunni Hyrnu konu
hans á klöppinni neðan við lög-
reglustöðina. Komið hefur í ljós
að styttan er mjög illa farin og
hefur nú verið ákveðið að taka
hana til gagngerrar lagfæring-
ar.
Helgi Magri var sem kunnugt
er landnámsmaður í Eyjafirði -
nam land í Kristnesi. Eftir þeim
hjónakomunum eru nefndar tvær
götur á Akureyri - og standa þær
einmitt báðar spölkom frá þeim
stað þar sem þau standa og líta
inn fjörðinn. Hér er átt við Helga-
magrastræti og Þórunnarstræti.
En hvað sem því líður þá em
steypuskemmdir miklar í stytt-
unni. Ákveðið hefur verið að taka
hana niður af stalli sínum - færa
hana í hús og þurrka hana upp í
vetur. Hún verður geymd í húsa-
kynnum Hitaveitu Akureyrar.
Víldum ekkí lenda í sama
farvegi og karlakórarnir
-þeir virðast ekki sjá hvert stefnir og hafa ekki smekk til að þagna, segir formaður Gígjunnar
SÖNGFÉLAGIÐ Gigjan á Akureyri hefur ákveðið að hætta störfum
og slíta félagsskapnum formlega. Þetta kemur fram i nýjasta frétta-
bréfi MENOR, Menningarsamtaka Norðlendinga.
í bréfi frá Gígjunni til MENOR, því varð kórstarfíð óhjákvæmilega
og birt er í fréttabréfinu, segir:
„Eftir síðustu tónleika vorið 1984,
sem jafnframt vom kveðjutónleikar
Jakobs Tryggvasonar, var ákveðið
að láta kórinn taka sér hvíld til að
gera upp hug sinn hvað framtíðina
varðaði.
Á undanfömum ámm hefur
reynst æ erfiðara að halda kórnum
starfandi á þann hjjtt sem við vild-
um. Ymislegt var þar til og má þar
einna helst nefna aukna útivinnu
kórfélaga. Þegar Gígjan var stofnuð
1967 var aðaluppistaðan húsmæður
og vom þær þá miklu færri sem
unnu utan heimilis, en nú var svo
komið að við vomm allar, hver ein-
asta, meira og minna útivinnandi
og þar af leiðandi í tvöfaldri vinnu,
útundan að einhveiju leyti. Einnig
reyndist erfítt að fá ungar og áhug-
asamar konur til starfa í þeim
mæli sem þarf til að eðlileg og
nauðsynleg endumýjun geti forðað
stöðnum. Gígjan var kór sem hafði
skapað sér gæðastimpil og honum
vildum við halda. Þessi ákvöðun var
því tekin að vendilega yfírveguðu
máli til að forða kómum okkar frá
því að lenda í sama farvegi og karla-
kóramir hafa verið í nokkuð lengi
og em því að veslast upp af því
þeir virðast ekki sjá eða vilja ekki
sjá hvert stefnir og hafa þar af leið-
andi ekki smekk til að þagna.
Hvert stefnir í söngmálum hér í
bæ er svo aftur annað mál. Væri
það kannske ekki verkefni fyrir
MENOR að koma af stað umræðum
um það. Karlakóramir em eins og
ég hef minnst á áður nánast óstarf-
hæfir, hvað svo sem þeir gera,
Passíukórinn á í verulegum erfíð-
leikum vegna karlraddaleysis og
mér er kunnugt um að kór Akur-
eyrarkirkju leitar eftir röddum, ekki
hvað síst karla, til að geta tekist á
við stærri verkefni, og ég hef heyrt
að kór Lögmannshlíðarkirkju hefði
þegið fleiri félaga. Mitt álit er, að
hér ættu að geta starfað einn góður
karlakór og annar blandaður fyrir
utan vel skipaða kirkjukórana. Það
vantar að virkja unga fólkið og
vekja áhuga þess en það verður
ekki gert meðan allt hjakkar áfram
í þessu ma staðnaða fari. Min
reynsla er sú að manneskjan finni
sér alltaf tíma til að gera það sem
hún hefur virkilega áhuga á og ég
trúi ekki öðm en að nægjanlegir
söngkraftar séu til í bænum og
sannarlega væri gaman að geta
einu sinni enn orðið vitni að kröft-
ugri uppbyggingu."
Þetta var meginhluti bréfsins,
sem Gunnfríður Hreiðarsdóttir
formaður Gígjunnar, skrifaði.
Haukur Ágústsson, formaður ME-
NOR, ræðir skrif Gunnfríðar örlftið
í fréttabréfinu. Þar segir hann m.a.
að það sé harmsefni hvers vegna
Gígjan hafí hætt störfum. Hann
segir ennfremur: „Þessi atriði hafa
verið rædd mikið á meðal þeirra,
sem félagslífí unna og vilja veg
þess mikinn... Félagar MENOR
geta ekki og hafa ekki leitt þessa
umræðu hjá sér. En sem forvígis-
menn lista og menningar á Norður-
landi mega þeir ekki láta sér duga
að ræða vandann. Þeir verða að
takast á við hann jafnt í orði sem
verki."