Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
Guðni Ágústsson:
Iðgjöld greidd lífeyris-
sjóðum ekki skattlögð
Alagning tekjuskatts sársaukafull
Guðni Ágústsson (F.-Sl.) mælti nýlega fyrir fyrsta þingmáli sínu,
frumvarpi um frádráttarbæmi iðgjalda til lifeyrissjóða frá skatt-
stofni, hvort sem valinn er 10% frádráttarreglan eða ekki. Framsaga
Guðna var jafnframt „jómfrúræða" hans á þingi. Hún fer hér á
eftir að meginefni.
Hér er lagt fram frumvarp til
laga um breytingu á lögum nr. 75
frá 1981, um tekjuskatt og eignar-
skatt, með síðari breytingum.
Flutningsmenn leggja til að iðgjöld
greidd lífeyrissjóðum skuli draga
frá tekjum manna óháð því hvort
valinn er 10% frádráttur eða ekki
og að lög þessi öðlist þegar gildi
og komi til framkvæmda við álagn-
ingu skatta árið 1987 vegna tekna
ársins 1986.
Áður en lengra er haldið til að
rökstyðja þetta frumvarp vill fyrsti
flutningsmaður segja það sem sína
skoðun, að eitt hið biýnasta verk-
efni sem bíður þingmanna er að
endurskoða í heild sinni lögin um
tekju- og eignarskatt. Þess er vart
að vænta að það þing sem nú situr
og ber einkenni þess að kosningar
eru í nánd nái samstöðu um það
mál, en mikilvægt er að stjóm-
málaflokkar og sem flest öfl í
þjóðfélaginu geti náð samstöðu um
breytingar sem stuðla að jöfnuði í
þjóðfélaginu og að réttlætið megi
sem fyrst sigra það ranglæti sem
hér hefur ríkt í þessu efni á sfðustu
árum.
Ekkert mál í þjóðfélaginu í dag
veldur jafnsársaukafullri reiði og
álagning tekjuskattsins. Þar kemur
til að þeir sem virðast oft og tíðum
hafa best lífskjör geta, miðað við
þær flóknu frádráttarreglur sem
nú gilda, reiknað sig skattlausa, svo
og hitt að skattsvik og svonefnd
„svört atvinnustarfsemi" eru talin
til sjálfsbjargarviðleitni.
Við íslendingar, sem búum í litlu
kunningjasamfélagi, þurfum á að
halda einföldu og auðskiljanlegu
skattkerfi. Ég endurtek: brýnasta
verkefnið í réttlætismálum hér inn-
anlands er að stjómmálaflokkamir
hætti að slá úr og í í þessu máli,
heldur setji afl og þekkingu í gang
að finna leiðir sem sættir þjóðfé-
lagsþegnanna í þessu máli.
Ég tei að þetta frumvarp sé góð-
ur áfangi á þessu þingi og að
Alþingi sýni þar í verki, ef að lögum
verður, að menn skynja tvennt:
Fyrst og fremst hversu ranglátt er
að skattleggja iðgjöld sem lögð eru
í sjóð til framtíðarinnar og koma
fólki til tekna löngu, löngu síðar.
Hér er heldur ekki um stórt
tekjutap að ræða fyrir ríkissjóð og
að auki auðvitað mjög ranglátt að
tvískatta þessar tekjur fólks eins
og gert er nú í ríkum mæli. Enn
fremur er framtíðin ekki bara
áhyggjuefni þeirra sem aldraðir
verða heldur hinna sem nú eru að
spretta úr grasi, hvemig þeir geti
skammlaust veitt öllu því fullorðna
fólki farborða á fyrstu tugum næstu
aldar.
Margt fleira kemur til greina,
ekki síst að ríkisvaldið t.d. greiddi
fyrir því að fólk mætti stofna eigin
eftirlaunasjóði. Um það sagði með
leyfi forseta Sigurður B. Stefánsson
í gagnmerkum greinum í Morgun-
blaðinu nýlega, greinum um skatt-
kerfisbreytingar Bandaríkjamanna
og tekjuöflunarkerfí íslenska ríkis-
ins:
„Lífeyriskerfi íslendinga hefur
verið í endurskoðun um árabil og
hefur raunar verið bætt og lagfært
til muna á síðustu áram með því
að veita þeim ákveðin lágmarksrétt-
indi sem höfðu engin eða hverfandi
réttindi fyrir. Á hinn bóginn er kerf-
ið enn klofið í marga tugi lífeyris-
sjóða sem allir era opinberlega
viðurkenndir, t.d. með því að
greiðslur lífeyrissjóðsgjalda til
þeirra njóta skattafrádráttar. Þau
lífeyrisréttindi sem sjóðir þessir lofa
era þó afar mismunandi. Talið er
að margir sjóðanna geti ekki staðið
við skuldbindingar sínar þegar þjóð-
in tekur að eldast eða þegar fólk á
vinnualdri verður orðið miklu færra
hlutfallslega í samanburði við böm
og unglinga og lífeyrisþega en nú
er.
í nágrannalöndum hefur í aukn-
um mæli verið farin sú leið til að
bæta úr ástandinu í lífeyrismálum
að gefa fólki kost á að koma sér
upp eigin eftirlaunasjóðum. Sjóðir
þessir geta verið einkaeign þess sem
sparar, einstaklings eða fjölskyldu
eða á vegum fyrirtækja fyrir hönd
starfsmannanna. Þessir eftirlauna-
sjóðir, sem jafnan njóta einhvers
konar skattfríðinda til jafns við
opinber lífeyriskerfi, era einkum
hugsaðir sem viðbót við þann lífeyri
sem opinbera kerfið tryggir. Með
þessum hætti er þeim sem vilja
fresta neyslu og spara til síðari tíma
gefínn kostur á að leggja fyrir og
sá spamaður nýtur sömu og svip-
aðra skattfríðinda og iðgjalda-
greiðslur í opinbera lífeyriskerfí."
Þama er hreyft mjög athyglis-
verðu máli.
í greinargerð framvarpsins segir:
„Lífeyrismál verða okkur sífellt
nærtækari eftir því sem sýnt er að
meðalaldur þjóðarinnar hækkar.
Því er ekki ólíklegt að menn spyiji
sig hvemig við ætlum að sjá far-
borða þeim mikla Qölda fólks sem
verður að ljúka starfsævi sinni á
3. og 4. tug næstu aldar. Að bestu
manna yfirsýn hefur það orðið að
ráði að freista þess að safna í sjóði
og ávaxta þá svo þessar byrðar
leggist ekki af fullum þunga á böm
okkar og bamaböm því að líklegt
er að þegar þau verða komin á legg
muni fjórir vinnandi menn í þjóð-
félaginu þurfa að standa undir
hveijum einum lífeyrisþega í stað
átta vinnandi manna sem nú er.
Ef lífeyrisiðgjöld verða frádrátt-
arbær mun það hvetja til þess að
þau verði betur innt af hendi, en á
því er mikill misbrestur nú, og mun
það þannig stuðla að eftirliti og
betri framkvæmd lagp nr. 55/1980,
um starfskjör launafólks og skyldu-
tryggingu lífeyrisréttinda.
Hryggilegt er að sjá hvemig al-
mennu lífeyrissjóðimir, sem stofn-
aðir vora um 1970, brannu upp í
verðbólgunni. Margur er hugði sig
vel settan í sínum lífeyrissjóði er
það ekki eins og koma mun í ljós
þegar að úttekt á einstökum sjóðum
kemur á næstum áram. Verður þá
brýnt að hvetja einstaklinga til
kaupa á lífeyrisréttindum og búa
þannig í haginn fyrir efri árin.
Gagnvart ríkissjóði hefur þetta
einnig þá þýðingu þegar til lengri
tíma er litið að létt verður af út-
gjöldum þeim sem samfélagið hefur
nú af tekjutiyggingu og eftirlaun-
um til aldraðra.
Ekki skyldi vanmetinn þáttur
uppsafnaðs lífeyris sem uppspretta
innlends spamaðar. Nægir í því
sambandi að minna á mikilvægi
þess spamaðar við uppbyggingu
húsnæðislánakerfísins og vissulega
veitti þar ekki af meira fé.
Minna má á að þrátt fyrir að hið
nýja skattakerfí Bandaríkjamanna
gerir ráð fyrir færri frádráttarliðum
en áður tíðkuðust og að mönnum
þar vestra gangi til einföldun
skattakerfisins, þá hafa Banda-
ríkjamenn séð ástæðu til að halda
eftir sem áður inni möguleikum á
frádrætti á fjármunum þeim sem
lagðir era til lífeyrissjóða áður en
til skattálagningar kemur. En það
er trú manna að skattkerfi Banda-
ríkjamanna verði haft til fyrirmynd-
ar á Vesturlöndum á næstu áram
og áratugum.“
Ég vil að lokum leggja á það
áherslu að hér er hreyft miklu rétt-
lætismáli sem hv. 109. löggjafar-
þingi væri sómi að að leiðrétta,
ekki síst þar sem verið er að ræða
um iðgjöld sem lögð era í sjóð til
framtíðarinnar og ríkisvaldið
ástundar að tvískatta.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Siglufjörður
Blaðberar óskast í Laugveg, Hafnartún og
Hafnargötu.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 71489.
Svæfingalæknir
óskast
Svæfingalæknir óskast nú þegar til starfa
við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs í 60%
stöðu.
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags
íslands og fjármálaráðuneytis.
Búseta á Suðurnesjum er æskileg.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf berist stjórn sjúkra-
húss Keflavíkurlæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar Suðurnesja.
Nánari uppl. gefur undirritaður í síma 92-4000.
Fyrir hönd stjórnar sjúkrahúss Keflavíkurlækn-
ishéraðs og heilsugæslustöðvar Suðurnesja,
Eyjólfur Eysteinsson.
Umbrot
(Lay-out)
Við erum á höttunum eftir reyndum umbrots-
manni sem hefur næmt auga fyrir leturgerð
og myndbyggingu. Hér gefst tækifæri til að
taka þátt í að móta fjölbreytt auglýsinga- og
kynningarefni fyrir hina ágætu viðskiptavini
okkar.
í umsókn skal tilgeina aldur, nám og fyrri
störf. Umsóknarfrestur er til 1. desember.
ARGUS
ALHLIÐA AUGLÝSINGAÞJÓNUSTA
RÁOGJÖF ÁÆTLANIR HÖNNUN
ALMENNINGSTENGSL SÍÐUMÚLA 2
128 REYKJAVÍK SÍMI 685566
Sölumaður
Kjörland hf., Svalbarðseyri, vill ráða sölu-
mann til starfa sem fyrst.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma
96-25800.
SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Sjúkrahúsið á Patreksfirði óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða nú þegar
eða eftir nánara samkomulagi.
Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 94-1110.
Hjúkrunarforstjóri.
Akureyri
Vantar blaðbera í Suðurbrekkur og í Glerár-
hverfi. Þarf að geta borið út fyrir hádegi.
Upplýsingar á afgreiðslu Morgunblaðsins,
Hafnarstræti 85, í síma 23905.
Pli>r0]mi®>W>il>