Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
45
Afmæliskveðja:
Steinunn Þórðar-
dóttir 100 ára
í dag á 100 ára afmæli Steinunn
Þórðardóttir Eskifirði. Hún er fædd
að Sléttaleiti í Suðursveit í Austur-
Skaftafellssýslu, dóttir hjónanna
Ragnhildar Þorsteinsdóttur og
Þórðar Arasonar er þar bjuggu frá
árinu 1886. Ragnhildur var áður
gift Benedikt Einarssyni og böm
hennar frá þeirra hjónabandi voru
m.a. Guðný, gift Einari Pálssyni og
Auðbergur skipasmiður á Eskifírði,
kjarna- og mannkostafólk. Stein-
unn var einkabam þeirra Þórðar
eftir því sem ég best veit. Steinunn
var gift móðurbróður mínum Bimi
Ámasyni og bjuggu þau allan sinn
búskap á Eskifirði. Eignuðust þijú
böm, Ragnar, Vilborgu og Guðnýju.
Ragnhildi móður Steinunnar man
ég vel. Kom oft í heimsókn til henn-
ar og man hennar bamgæði og
hversu henni var umhugað um að
við yrðum sem nýtastir menn.
En Steinunn var mér kær. Hún
átti svo marga eðliskosti, var dreng-
lyndin sjálf og sagði alltaf sína
meiningu. Það var alltaf gott að
fara eftir hennar leiðbeiningum.
Fyrir það allt er ég þakklátur.
Steinunn var aldrei iðjulaus með-
an við vorum saman. Hún gekk í
hvaða vinnu sem var og var bæði
rösk og handfljót. Það kom sér vel
þegar hún starfaði við útgerðina,
hvert sem hún beitti lfnuna eða stóð
í aðgerð fram á bryggju og hversu
mikið sem hún vann hafði hún lag
á því að láta heimilið ekki líða fyr-
ir það.
Systkinin á Hlíðarenda böm
Guðnýjar og Áma Halldórssonar
vora svo samtvinnuð og samtaka í
öllu að einstakt má heita og enn
er þessi keðja óslitin og samheldin.
Það finnur maður alltaf á hveijum
degi. Sá þráður sem þar var bund-
inn slitnar ekki og heimilin vora
þannig að við sem þar ólumst upp
gerðum engan greinarmun á. Þetta
vora allt heimilin okkar. Þess er
gaman að minnast þegar hún Stein-
unn mín góða vinkona fyllir nú 100
árin. Vinnan göfgar manninn. Það
hefi ég best fundið í nálægð henn-
ar. Aldrei hlífði hún sér og oft hefi
ég hugsað hve hún var okkur stóra
hópnum á Hlíðarenda góð og hversu
margir komust fyrir í eldhúsinu
hennar. Af Hlíðarendasystkinum er
nú Friðrik einn á lífi. Við minnt-
umst rækilega 90 ára afmælis hans
í vor og þá vora rifjuð upp æskuár-
in. Ljóminn frá því afmæli endist
lengi. Steinunn dvelur nú á sjúkra-
húsinu á Neskaupstað. Þessi mörgu
ár hafa gefíð henni margt. Von-
brigðum kunni hún svo vel að taka
og gera gott úr öllu. Þótt æfín hafí
stundum verið stormasöm hefír Guð
gefið henni það að halda óskertri
hugsun fram á þennan dag. Það
er góð gjöf sem hún notar sér vel.
Og þrekið hefir enst betur en okkur
granaði stundum og erfíði liðinnar
tíðar hefír hún fengið endurgoldið
í góðum niðjum sem hafa verið
nærri henni. Þetta og svo margt
annað er þakkarefni.
Hún fær á þessum degi þakklæt-
iskveðjur fjölda manna sem henni
hafa verið samtíma á leið lifsins.
Og ég yeit að þeir verða margir sem
fá tækifæri til að koma að rúminu
hennar og rétta henni hlýja hendi.
Ég hefði viljað vera í þeim hóp, en
þess var ekki kostur.
Hinsvegar verður hugur minn
nálægt henni og ég veit að hún fínn-
ur það. Og afmæliskveðjan mín er
full af þakklæti til hennar fyrir all-
ar hennar leiðbeiningar og hversu
hún þoldi vel ærsl okkar krakkanna
og var alltaf tilbúin að ræða við
okkur og benda okkur. Hún var
vissulega þáttur í æskulifí okkar
og henni eigum við ef til vill meira
að þakka en okkur granar, en hvað
um það. Steina á heiðurssess í hug-
um okkar.
jGóður Guð blessi þig Steina mín
nú og ævinlega.
'Hjartanlegar hamingjuóskir.
Skúli Helgason
Hundrað ára er í dag Steinunn
Þórðardóttir frá Eskifírði. Hún
fæddist að Sléttaleiti í Suðursveit
22. nóvember 1886, var yngst af
sínum systkinum. Foreldrar hennar
vora Ragnhildur Þorsteinsdóttir,
ættuð frá Steig í Mýrdal, V-Skafta-
fellssýslu, og Þórður Arason frá
Reynivöllum í Suðursveit. Komung
missti hún föður sinn og 11 ára
fluttist hún að Skaftafelli í Öræfum
með bróður sínum, Stefáni Bene-
diktssyni, sem þá hóf þar búskap.
Tvítug fer hún austur á fírði sem
kaupakona að Svínaskála við Reyð-
aifyörð. Þar giftist hún Bimi
Ámasyni, ættuðum frá Högnastöð-
um við Reyðarfjörð, mætum
ágætis- og drengskaparmanni.
Bjuggu þau allan sinn búskap á
Eskifirði. Aldrei varð á heimili
þeirra mikið um veraldarauð en því
meira var þar haft í öndvegi gest-
risni og hjálpsemi til allra, sem þar
komu við í lengri eða skemmri tíma
og ávallt fóru þaðan ríkari af raun-
sæi, réttlætiskennd og góðvild
þeirra sem þar réðu ríkjum.
Böm þeirra urðu þijú, Ragnar,
Vilborg og Guðný, auk þeirra ólu
þau upp undirrituð dótturböm sín.
Bjöm lést 1973, þá áttræður. í dag
era afkomendur þeirra 77 talsins.
Margar sögumar kunni hún, —
sögumar frá sveitnni hennar, milli
jöklanna í Óræfum, höfðu yfir sér
ævintýraljóma og vora gæddar lífi
fegurðar og í bland söknuðar, sem
við fyrst skildum til fulls þegar leið-
ir opnuðust til Skaftafells og þessi
undraveröld blasti við sjónum. Hálf
öld leið frá því hún fór þaðan, þang-
að til hún sté fæti þar á ný, og
má segja að hún hafí þekkt aftur
hvem stein og hveija þúfú.
Hún var kona atorkusöm, mynd-
arleg í verkum sínum, hégómalaus
og hreinskiptin. Hefur hún undravel
haldið sínu andlega atgervi til þessa
dags.
Nú dvelur hún í sjúkrahúsinu í
Neskaupsstað þar sem hún hefur
um árabil notið frábærrar umönn-
unar lækna og hjúkranarfólks, sem
við færam hér bestu þakkir.
Við óskum henni hjartanlega til
hamingju með þetta merkisafmæli.
Með þökk fyrir allt á liðnum árum.
Bima og Haukur