Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 47 heimild til að ráða erlenda tann- lækna við tannlæknaþjónustu sveitarfélaga og/eða ríkis er þetta að segja: Tannlæknaþjónusta er mjög dýr þáttur í heilbrigðisþjón- ustunni, eins og áður hefur komið fram í þessari grein. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunart- illögunni að stjómvöldum beri skylda til að kanna allar leiðir til að lækka og halda niðri verði á tannlækningum án þess að þjónust- an skerðist. Ein leiðin er að stjóm- völd kanni ítarlega áhrif þeirrar endurskipulagningar á tannlækna- þjónustunni, sem tillagan gerir ráð fyrir, og leggi fyrir Alþingi tillögu og kostnaðaráætlun þar að lútandi. Hér eru um að ræða sömu leið og farin hefur verið víða erlendis, t.d. í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Bretlandi. Þar eru tannlækningar bama og unglinga reknar algerlega af sveitarfélögunum og/eða ríki. Tannlæknar em síðan ráðnir að tannlæknaþjónustunni fyrir föst, umsamin laun. — Um þetta segir í greinargerðinni: „Auk þeirrar hagræðingar sem ætla má að endurskipulagn- ingin hafi í för með sér gætu ríki og sveitarfélög einnig náð fram betri stjóm og eftirliti með tann- læknaþjónustunni og kostnaði við tannlækningar." í þeirri endurskipulagningu, sem hér er gert ráð fyrir, er hugmyndin sú að ríkið og sveitarfélög reki tann- læknaþjónustu fyrir þá hópa sem tryggingakerfíð greiðir fyrir. Ráðn- ir verði tannlæknar í þjónustu ríkis og sveitarfélaga fyrir ákveðin um- samin laun. Náist ekki samningar við tannlækna verði heimilt að ráða erlenda tannlækna sem starfí við tannlæknaþjónustu ríkis og sveitar- félaga. Ætla má að með því fyrir- komulagi (þ.e. að færa tanniækna- þjónustuna fyrir tryggða alfarið til sveitarfélaga og/eða ríkis) mætti ná fram meiri hagræðingu í rekstri tannlæknaþjónustunnar. Þegar þessar staðreyndir em bomar saman við fullyrðingu tann- læknisins um „að skýrm stöfum standi í greinargerðinnin að ráðning erlendra tannlækna muni auka hag- ræðingu í rekstri tannlæknaþjón- ustunnar" — þá kemur glöggt fram rangfærslan og hve reiðikastið hef- ur villt tannlækninum sýn um staðreyndir málsins. Gjaldskrá og tannheilsa Um þá fullyrðingu tannlæknisins að ég komst að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að meginorsök tíðra og slæmra tannsjúkdóma sé gjaldtaka tannlækna er þetta að segja. í greinargerð tillögunnar kemur fram að markmiðið með endur- skipulagningu á tannlæknaþjónustu sé að stuðla að lækkun á tann- læknakostnaði fyrir landsmenn og gjaldtöku fyrir tannlækningar m.a. með: a. aðhaldi í gjaldskrá tannlækna b. að lækka opinber gjöld af að- föngum til tannlækninga c. víðtækari þátttöku almanna- trygginga í tannlæknakostnaði. Einnig kemur fram að hér á landi sé mun minna gert í tannvemdar- málum en f nágrannalöndum og tíðni tannsjúkdóma sé mun meiri en t.d. annars staðar á Norðurlönd- um. Því er lagt til í tillögunni að stóraukin áhersla verði lögð á fyrir- byggjandi aðgerðir og til þess varið auknu fjármagni. Síðan segir orð- rétt:_ , „Á Alþingi hefur á undanfömum ámm verið til meðferðar frumvarp um aukna hlutdeild almannatrygg- inga í tannlækningum. Fýrsti flutningsmaður þessarar þings- ályktunartillögu hefur m.a. þrívegis flutt fmmvarp um 25% hlutdeild almannatrygginga í tannlækna- kostnaði fyrir þá einstaklinga sem ekki fá nú greitt úr almannatrygg- ingum. Einnig má nefna fmmvarp, sem nokkmm sinnum hefur verið flutt, um skattafslátt ef um er ræða veruleg útgjöld vegna tannlækn- inga. Þessi mál náðu ekki fram að ganga. Aukin hlutdeild almannatrygg- inga í tannlæknakostnaði gæti haft vemlega þýðingu. Má þar nefna virkt eftirlit með tannlæknakostn- aði, gjaldskrá og tekjum tannlækna. í annan stað gæti slíkt auðveldað skipulegar rannóknir á tannsjúk- dómum og stuðlað að tannvemd. Auk þess mundi slík hlutdeild trygginganna létta verulega fram- færslubyrði heimilanna í landinu. Allir vita að tannlæknaþjónusta er mjög dýr og víst er, að það er ekki á allra færi að veita sér hana svo vel sé. Því verður að draga í efa að hægt sé að koma við skipu- lagðri tannvemd og eftirliti meðan hið opinbera styður ekki meira við bakið á tannlæknaþjón- ustunni en raun ber vitni og ýtir ekki undir með raunhæfum að- gerðum að draga úr alvarlegum og kostnaðarsömum tannsjúk- dómum. Aukin hlutdeild almanna- trygginganna í tannlæknakostnaði og skipulögð tannvemd ætti að ná því markmiði. Þó efalítið megi rekja það til vanrækslu í mörgum tilfellum að ekki er leitað reglulega til tanneftir- lits eða lækninga á tannskemmdum og öðrum tannsjúkdómum er óhætt að fullyrða, að ein af meginorsökum fyrir tíðum og slæmum tannsjúk- dómum og oft miklum tannviðgerð- um er sá mikli kostnaður sem oftast fylgir tannlæknaþjónustu. Einstakl- ingar, sem ekki fá greitt samkvæmt almannatryggingakerfínu, verða að bera þennan kostnað sjálfír og veigra sér við því í lengstu lög að leita sér þessarar þjónustu. Al- mannatryggingakerfíð tekur að þessu leyti lítið mið af lágtekjuhóp- um, heldur er miðað við vissa aldurshópa. Afleiðing þess er oft sú að ekki er leitað tannlækninga fyrr en í óefni er komið og tann- sjúkdómurinn orðinn erfiður viðureignar og kostnaðurinn við tannlækningar þá kominn á það stig að fæstir geta staðið undir honum.“ Tilvitnun í greinargerð lýkur. Læt ég þetta nægja sem svar við þeirri staðhæfíngu tannlæknisins „að þingmaðurinn komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að megin- orsök tíðra og slæmra tannsjúk- dóma á íslandi sé gjaldtaka tannlækna". Vísað til föðurhúsanna Um þann þátt í skrifum tann- læknisins að 40% þjóðarinnar fallið undir tannlæknatryggingar og „hvemig í ósköpunum þingmaður- inn fái þá út að þjónusta við þessi 40% af skjólstæðingum tannlækna sé 10—15% heildarkostnaðar við tannlækningamar, þá er helst að leita svara hjá tannlæknunum sem semja fyrir Húsavíkurtannlækninn við samningaborðið hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Þar er að leita uppmna þeirra upplýsinga að 10—15% tannlæknaverka séu vegna tryggðra sjúklinga. Þessu atriði í grein tannlæknisins er því vísað til föðurhúsanna. Velkominn í framboð Að lokum um framboðsmál tann- læknisins. En í greininni í DV segir hann: „Annars hef ég ákveðið að gefa kost á mér í annað sæti á lista flokks þingsmannsins í Reykjavík til að gefa henni frið til að kynna sér betur málin í heilbrigðisgeiran- um. Fjögur ár ættu að duga.“ Um þetta er aðeins eitt að segja: Vertu velkominn í framboð. Ég vil líka vekja athygli þína á því að stuðningsmenn Alþýðu- flokksins geta gengið í Alþýðu- flokkinn fram til fímmtudagsins 27. nóvember og þar með tekið þátt í prófkjörinu. Það væri mér mikil ánægja að sjá eins og 100 tann- lækna nýta sér þennan möguleika og ganga í Alþýðuflokkinn. Með baráttukveðju til þín og annarra tannlækna um betra skipulag og stefnubreytingu í tannlæknaþjón- ustunni, sem og samstöðu um sameiginleg markmið okkar að finna leiðir til að lækka tannlækna- kostnað íslendinga. Höfundur er einn af aJþingis- mönnum Alþýðuflokks Ný bók með spakmælum HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent frá sér nýja bók sem hefur að geyma yfir 4.000 spakmæli og málshætti frá ólikum þjóðlönd- um. „Lesandinn fínnur í bókinni kjarnyrt spakmæli og jafnvel hneykslanlega málshætti. „Þá eru í bókinni fjölmargar skopmyndir tengdar efninu. Ræðumenn og þeir sem fást við ritstörf munu fagna útkomu þessarar bókar, sem einnig hentar vel til notkunar í skólum. En fyrst og síðast er hér um að ræða skemmtilegt og fróðlegt efni, sem allir munu hafa gaman af að lesa.“ Bókin er 227 bls. Þýðingu annað- ist Gissur Ó. Erlingsson. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Kápu SR4K yfiÆLI mólshœttíflróB gerði auglýsingastofa Emst J. Backman. Kvennaathvarfið í TILEFNI 111 ára afmælis Thor- valdsensfélagsins 19. nóvember var ákveðið að afhenda Kvennaathvarf- ipu hundrað þúsund krónur að gjöf. Á myndinni taka þær Hólmfríður Morgunblaðið/Þorkell fær 100 þús. kr. Aradóttir og Ingibjörg Guðmunds- dóttir við peningagjöfinni fyrir hönd Kvennaathvarfsins en Jóhanna Stefánsdóttir og Jóhanna M. Guð- jónsdóttir afhenda gjöfína. RÝMINGARSAIA ÁTOYOTA VARAHLUTUM ÁRGERD 1979 OG ELDRI. MJÖG GOTT VERÐ vrsA Opið á laugardögum frá kl. 10:00 - 13:00. TOYOTA VARAHLUTIR NÝBÝLAVEGI 8 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 91-44144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.