Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
Einar Eiðs-
son — Minning
„Þig faðmi liðinn friður guðs
og fái verðug laun,
þitt góða hjarta, giaða lund
og göfugmennska í raun.“
(J6n Trausti)
Þann 14. nóvember sl. lést á
Landspítalanum Einar Eiðsson
skipasmiður. Hann hafði átt í erfiðu
veikindastríði, en barðist hetjulegri
baráttu uns yfír lauk. Við kynnt-
umst Einari fyrir mörgum árum og
reyndist hann alltaf sannur vinur.
Hann vildi öllum vel og var einstak-
lega bamgóður. Bömum þótti mjög
vænt um Einar, þar á meðal okkar
bömum. Einar flíkaði ekki tilfínn-
ingum sínum, en sjaldan var komið
að tómum kofanum í umræðum.
Sem dæmi um hve orðvar hann var
nægir að nefna að aldrei heyrðist
hann hallmæla nokkrum manni, tók
ekki undir sleggjudóma, bar hins
vegar samferðamönnum og vinnu-
félögum vel söguna.
Alltaf var jafn gott og gaman
að koma á Seljabrautina og vel tek-
ið á móti öllum sem þangað komu.
Við hjónin og bömin okkar eigum
sérstaklega góðar minningar með
Einari og Qölskyldu á jólum. Þá
buðu þau okkur alltaf heim til s(n.
Einar var kvæntur Laufeyju
Kristinsdóttur og eignuðust þau
þijár dætur, Sigríði, Bimu og Ellen
Maríu. Þeirra söknuður er mikill.
Einar var góður heimilsfaðir.
Sárt er til þess að vita að litla dótt-
urdóttirin, Hildur, sem var auga-
steinn afa sfns, fái ekki að njóta
lengri samvista með honum.
Elsku Laufey, dætur, bamabam,
móðir og aðrir ættingjar. Við send-
um ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
„Guð blessi þig!
Þú blóm fékkst grætt
og bjart um nafii þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll.
Vér aldrei gleymum þér.“
(Jón Trausti)
Kolbrún og Pálmi
Það er mín ætlan að mági
mínum, Einari Eiðssyni, væri það
síst að skapi að langt mál yrði skrif-
að við vistaskipti hans hér.
Ég vil þó með nokkmm línum
minnast hans ef vera kynni að
seinnitíma ættingjar eða vinir vildu
forvitnast um það, hvað okkur sam-
ferðamönnum Einars þótti mest
áberandi eðlisþættir í fari hans.
Einar Eiðsson fæddist að Sæbóli
í Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjar-
sýslu, 26. mars 1927, sonur hjón-
anna Eiðs Ámasonar er lést þegar
Einar var á áttunda aldursári og
konu hans, Bimu Guðnadóttur, sem
búsett er á Akureyri. Bima sér nú
á bak Einari syni sínum 90 ára að
aldri, en Þóm dóttur sína missti
Bima fyrir fáum ámm.
Fjögurra ára að aldri flytur Einar
með foreldrum sínum og systkinum
til Svalbarðseyrar og elst þar upp.
Bemska Einars Eiðssonar er sígild,
en þó umfram allt hin dramatíska
saga sveitadrengsins á íslandi sem
missir föður sinn í bemsku og hljóð-
t
Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ARI L. JÓHANNESSON,
fyrrum verkstjóri hjá Flugleiöum,
Neöstutröö 2,
Kópavogl,
lést að kvöldi 20. nóvember í Landakotsspítalanum.
Ásgerður Einarsdóttir,
Einar Arason,
Karl Arason,
Jóhannes Arason,
Arnfrföur Aradóttir, Haukur Matthíasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar,
LÁRU GUÐBJARTSDÓTTUR,
fer fram í dag, laugardaginn 22. nóvember, fró Patreksfjarðar-
kirkju kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi Jakobsson.
t
Hjartans þakkir sendum viö öllum er sýndu okkur samúö og hlý-
hug við andlát og útför
BJARGEYJAR STEINGRÍMSDÓTTUR
frá Ekru,
Eyjahrauni 9, Vestmannaeyjum.
Guð blessi ykkur öll.
Þóroddur Ólafsson,
Erla Þóroddsdóttir,
Sigrfður Þóroddsdóttir,
Þóroddur Stefánsson,
Bjargey Stefánsdóttir,
Helga Ragnarsdóttir,
Viktor Ragnarsson,
Stefán Stefánsson,
Ragnar Guðmundsson,
Ásgeröur Garöarsdóttir,
Gunnar Már Andrésson,
Hjálmar Kristmannsson
og barnabarnabörn.
Legsteinar
x ,, , Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
f'KmU ó.l. sími 91-620809
ur stendur, þriðji í röð fímm
systkina ásamt með Bimu móður
sinni. Ekki þarf að því getum að
leiða að föðurmissirinn var sár og
örlagaríkur fyrir Einar og fjölskyldu
hans og sannarlega hefur kaldur
gustur nætt um þessa norðlensku
alþýðuQölskyldu árið 1935 þá Eiður
faðir Einars verður úti.
Þrátt fyrir kröpp kjör og föður-
missi er hamingjan Einari gjöful
og hliðholl, hann er þeirrar gæfu
aðnjótandi að alast upp í hópi sinna
systkina og í umsjá ágætrar móð-
ur. Ungur að ámm verður Einar
hlutgengur til allra starfa er til falla
hveiju sinni.
Sextán ára að aldri fer Einar í
fyrsta sinn á vertíð til Vestmanna-
eyja og vinnur síðan ýmis störf þar
til hann hóf nám í Iðnskólanum í
Reykjavík samhliða námi í skipa-
smíði hjá Landsmiðjunni.
Ávallt síðan hefur Einar starfað
við skipa- og húsasmíði, nú seinni
árin hjá Bátanausti í Reykjavík.
Störf Einars mörkuðust öll af
Hótel Saga Siml 1 2013
Blóm og
skreytingar
við ölltcekifœri
vandvirkni og samviskusemi, ég hef
raunar fulla vissu fyrir því að hann
var vel liðinn og virtur fyrir ágæt
störf og háttvísi við sína samstarfs-
menn.
Árið 1956 kvæntist Einar Lauf-
eyju Kristinsdóttur, þau eiga þijár
traustar og starfsamar dætur.
Segja má að Einar hafí verið
gæfumaður í sínu einkalífi, hann
vildi hag fjölskyldu og heimilis sem
bestan, hann var góður heim að
sækja og vildi hvers manns vanda
leysa er til hans leitaði.
Einar var mjög heimakær og
undi hag sínum best við störf og
lestur góðra bóka á heimili sínu,
hann var einarður og kjarkmikill,
gekk ávallt mót nýjum degi vilja-
fastur og bjartsýnn.
Allir sem fylgdust með dauða-
stríði Einars dáðust að því hversu
karlmannlega og æðrulaust hann
gekk í mót þungum örlögum. Von-
andi hefur staðfesta konu hans og
dætra við sjúkrabeð hans síðustu
vikur og mánuði létt honum róður-
inn.
Nú er skarð fyrir skildi hjá Lauf-
eyju systur minni og hennar
dætrum, þungur harmur er að þeim
kveðinn svo og móður Einars og
venslafólki. Minningin um ágætan
mann mun þó fyrst og fremst lægja
öldur sorgar og trega.
Hildur, dótturdóttirin unga,
saknar nú vinar í stað.
Hákon Kristinsson
Það er margs að minnast þegar
traustur vinur er kvaddur hinstu
kveðju og ekki hægt að segja hug
sinn í fáum orðum. Þó get ég ekki
annað en þakkað Einari samveru-
stundimar sem ég og fjölskylda
mín áttum með honum og Qölskyldu
hans síðastliðin 30 ár. Oftast voru
þær samverustundir á heimili hans
og vinkonu minnar Laufeyjar Krist-
insdóttur enda gestrisni þeirra og
hlýja slík að enginn glejrmir sem
kynnst hefur.
Raunsæi, tryggð og greiðvikni
eru þau orð sem mér helst detta í
hug þegar ég hugsa um Einar vin
minn.
Mikill skuggi hvílir nú yfír Selja-
braut 46, þar sem húsbóndinn er
allur. Trúin á að öll él birti upp um
síðir mun styrkja Laufeyju, dætum-
ar og dótturdóttir að takast á við
erfíðleikana.
Einar lifði fyrir fjölskyldu sína
og það sem hann gaf þeim í vega-
nesti mun lifa með þeim.
Margrét Sæmundsdóttir
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund:
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
t
Útför
ELÍSABETAR OTTESEN MAGNÚSDÓTTUR,
Hraunbraut 41
Kópavogi,
sem andaðist 15. þessa mánaðar, fer fram frá Dómkirkjunni 24.
nóvember kl. 15.00.
Einar Valberg Sigurðsson
og fjölskylda.
Einar andaðist á Landspítalanum
föstudaginn 14. nóvember 1986 og
fer útför hans fram í dag frá Bú-
staðakirkju. Einar fæddist á Sæbóli
í Grýtubakkahreppi 26. mars 1927,
sonur Eiðs Árnasonar og konu
hans, Bimu Guðnadóttur, sem þar
bjuggu. Árið 1931 fluttu þau á
Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Þar
ólst Einar upp. Föður sinn missti
Einar 14. desember 1935 þá aðeins
8 ára gamall og stóð þá móðir hans
ein uppi með fímm böm og sjötta
bamið fæddist 3 dögum síðar. Móð-
ir Einars hélt heimilinu saman, ól
bömin sín upp og þaðan fengu þau
það veganesti sem best dugði þeim
í gegnum árin, dugnað, trúmennsku
og vinnusemi. Einar er sá þriðji af
bömum hennar sem kveðurþennan
heim.
Um tvítugsaldurinn fer Einar
suður til Reykjavíkur, lærði skipa-
smíðar og lauk prófí frá Landsmiðp-
unni 1949. Eftir það vann hann við
skipasmíðar í Landsmiðjunni og
Bátanausti og einnig mikið við
húsasmíði.
Þann 22. september 1956 giftist
Einar Laufeyju Kristinsdóttur frá
Skarði í Landsveit. Brúðkaup þeirra
var í Skarðskirkju. Það var ánægju-
legur dagur hjá fjölskyldunni í
Skarði og þá eignaðist hún traustan
vin sem aldrei brást. Heimili sitt
reistu þau í Reykjavík og nú á Selja-
braut 46, sameiginlega byggðu þau
falleg og gott heimili. Trésmiðurinn
sem smíðaði allt og húsmóðirin sem
hafði fengið það veganesti að heim-
an að heimilisstörf væru ofar öðm.
Þangað var gott að koma því bæði
vom þau mjög gestrisin. Þijár dæt-
ur eignuðust þau, Sigríði, Bimu og
Ellen Maríu og litla dótturdóttur,
Hildi.
Hér á Suðurlandi vann hann sitt
ævistarf en móðirin og fjölskylda
hans bjó fyrir norðan. Samt fann
maður alltaf að hugur Einars var
hjá móður hans líka. Gaman var
þegar hann var að segja manni frá
æsku sinni og dugmiklum ættingj-
um og vinum fyrir norðan.
Vinátta, kærleikur og traust vom
aðalsmerki Einars. Umbúnaður og
umtal var ekki að hans skapi, en
þess betri var hjálparhönd hans og
hlýhugur þegar á reyndi. Það fengu
vinimir að reyna.
Margar minningar koma fram í
hugann á skilnaðarstund, hátíðar-
dagar á heimili þeirra, þar naut
hann sín vel. Alltaf var hann tilbú-
inn að koma með fjölskyldu sína til
ættingja og vina. Og í Skarðskirkju-
garði verður hann lagður til hinstu
hvíldar hjá ættingjum og vinum
Laufeyjar. Þar sem stórbrotin nátt-
úmfegurð heilsar syni sínum.
Nú í dag hugsum við norður til
móður Einars, þar sem hún háöldr-
uð dvelur á heimili sínu og sendum
henni innilegustu samúðarkveðjur
og þakkir. Fjölskyldan frá Skarði
og vinir senda Laufeyju og dætmn-
um innilegar samúðarkveðjur og
minnast Einars með ljóðlínum Ein-
ars H. Kvaran:
^Já, ótal margs nú að minnast er
og margsbreyttar kærleikans sýnir.
Og brennandi þökk nú vér bjóðum þér
öll böm þín og vinimir þínir."
Sigríður Th. Sæmundsdóttir