Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
49
Þórður S. Sigur-
jónsson - Minning
10. nóvember 1981 andaðist Sig-
uijón Jónsson skáld og bóndi í
Snæhvammi. Nú, 13. nóvember,
aðeins 5 árum síðar, er sonur hans,
Þórður Sigfús, bóndi og þúsund-
þjalasmiður í Snæhvammi, allur.
Engan hefði órað fyrir því að svo
stutt yrði milli þeirra feðga. Það
að þetta skuli bera að á sama tíma
vekur upp hugleiðingar um forlögin
sem oft virðast svo undarleg. Ekki
er það síður eftirtektarvert að Jón,
afi Þórðar og fyrrum bóndi í Snæ-
hvammi, mun einnig hafa andast í
þessum sama mánuði. Lát Þórðar
kom okkur vinum hans mjög að
óvörum. Það munu aðeins þeir er
næstir honum stóðu hafa vitað hve
tæpt stóð með heilsu hans undir
það síðasta. Það var fjarri þessum
dula og hægláta manni að bera
líðan sína á torg. Það mun hafa
verið snyrtimenninu Þórði ofraun
að hlíta því boði lækna að mega
ekki taka til hendi á þeim árstíma
þegar búið þarfnast hvers hand-
taks, enda þótt hann vissi hjartað
veikt og þrek á þrotum.
Þórður Siguijónsson fæddist 20.
desenber 1927, einn af 5 bömum
þeirra Snæhvammshjóna Elínar
Vigfúsdóttur Þórðarsonar prests í
Heydölum og Siguijóns Jónssonar
Þórðarsonar bónda í Snæhvammi.
Snæhvammur stendur á sjávar-
bökkum við ysta haf. Gamli bærinn
þar sem Þórður ólst upp til fullorð-
insára stóð sem nafnið bendir til í
grösugum hvammi undir brattri
fjallshlfð, Snæhvammssúlur sem
eiga fáa sína líka í tign og fegurð
gnæfa þar hæst. Neðan við túnfót-
inn var svo fjaran með hrikaleg
björg á aðra hönd og tanga á hina
ásamt fjölda skerja sem sendu brim-
stróka í loft upp er þannig viðraði.
Náttúran hefur gætt þennan stað
sérstæðum töfrum, tign, fegurð og
hrikaleik, fagurlega sameinað í eina
heild. Skammt er þama milli fyalls
og fjöru og í Snæhvammi brotnar
hafaldan hvíldarlaust við kletta og
sker, fellur að sandi og fjarar út
til að sameinast uppruna sínum á
ný. Vögguljóð hafsins svæfðu
systkinin í Snæhvammi í bemsku,
sá söngur er margslunginn þeim
er hlýða kann. Hafíð leikur allar
tegundir tónlistar fyrir aðdáendur
sína, frá blíðasta vöggulagi til þess
er æðandi brimsinfóníur eru leiknar
á björg, dranga og sker. Við þennan
söng ólst Þórður upp og hafíð átti
alla ævi stóran hluta af honum.
Til lengdar undi hann hvergi
nema „þar sem brimaldan brotnar".
Svo sterkur er seiður hafsins þeim
er ánetjast honum. Fjaran með öll-
um sínum dásemdum og rharg-
breytileik var ævintýraland og
leikvöllur Þórðar í æsku. Þegar
lygndi eftir að brimið hafði ætt um
tanga og víkur voru gersemar fjör-
unnar grandskoðaðar. Ægir
konungur var oft örlátur á leyndar-
dómsfullar gjafír handa forvitinni
bamssál, sumt var úr hans eigin
óræðu djúpum en annað „hafrekin
sprek á annarlegri strönd“, send-
ingar frá fjarlægum löndum og
höfum. Þetta var krufíð til mergjar
og hleypti lífí í hugmyndaflugið og
var þroskandi viðfangsefni um leið.
Mér fínnst alltaf að það sé viss
líking með sálum mannanna og
hafínu. Sumir eru líkt og brotsjóir,
æða með bægslagangi gegnum lífíð.
Aðrir sem síkvikar glettnar öldur,
þar sem gengur á ýmsu gegnum
tíðina. Svo eru þeir sem líkjast hinni
sístarfandi haföldu sem fellur nið-
andi og mjúklega að ströndu, rólega
og sefandi. En skilur þó eftir ótrú-
legustu ummerki í tímanna rás með
sínu hógværa þrotlausa starfí.
Þetta síðasta fínnst mér eiga vel
við Þórð vin okkar. Hógvær, hvers-
dagsprúður, laus við að láta á sér
bera. En mann grunaði að undir
rólegu yfírborðinu byggi djúpið
sjálft og þar var margt gersema,
góðar fjölbreyttar gáfur, listfengi
og hagleikur meiri en í meðallagi,
svo maðurinn mátti kallast þúsund
þjala smiður. Ljóðelskur og bók-
hneigður var hann svo sem hann
átti kyn til. Góð bók var hans mesta
yndi og manni bauð í grun að ein-
hversstaðar í þessu sálardjúpi
byggju hæfileikar til sköpunar á
því sviði ef hann hefði lagt rækt
við. En Þórður kaus sér annan vett-
vang. Um fermingu fór hann að róa
til fískjar með Stefáni frænda sínum
í Asi á Breiðdalsvík. Næstu árin
átti hafíð hugann allan. Hann var
á ýmsum bátum næstu árin, til
dæmis var hann á „Vininum" ásamt
Jóni bróður sínum er hann strand-
aði í Berufirði 1948. Það mun hafa
verið ærin Jífsreynsla þeim sem í
því lentu. Ég man í svipinn nöfn
eins og Hlýri og Hafnarey. Mörg
fleiri voru þau fleyin sem báru hann
um hafíð á þessum árum. Þórður
fór á vélstjóranámskeið er haldið
var á Austfjörðum upp úr 1950.
Eftir það fékkst hann mikið við
vélgæslu við Hraðfrystihús Breið-
dælinga og á Stöðvarfírði auk þess
sem hann var til sjós af og til,
meðal annars fór hann á vertíðir á
Homafjörð og til Vestmannaeyja
sem þá var títt um unga Austfírð-
inga. Um 1956 má segja að verði
þáttaskil. Má segja að hann hafi
þá kvatt sjómennskuna að mestu
en tekið við búi að mestu af foður
sínum, þótt ekki væri formlega frá
því gengið fyrr en síðar. Gerðist
hann nú bóndi að aðalstarfí, en
ekki lét hann þar við sitja. Hann
fór á námskeið á vegum Búnaðar-
sambands Austurlands 1969 og
gerðist starfsmaður þess um ára-
mót ’70 og gegndi því starfí til
dauðadags. Um sama leyti er keypt
bifreið til skólaaksturs í Breiðdal
og var hún einnig notuð til sjúkra-
flutninga. Aksturinn tók Þórður að
sér og mun vera sá fyrsti sem ann-
ast sjúkraflutninga á þessu svæði.
Þessum sjúkraflutningum fylgdi
gífurlegt álag og ábyrgð ásamt
sífelldu ónæði á degi sem nóttu.
Geta menn rétt ímyndað sér þær
andvökunætur sem þau hjón hafa
átt í sambandi við þetta starf. Erfíð-
ar hafa þessar ferðir tíðum verið,
bæði andlega og líkamlega. Þórður
hefur og annast hópferðir nú seinni
árin.
Mörgum mun nú fínnast þessi
verkahringur ærinn er upp er talinn
en ennþá er ótalinn stór þáttur í
lífsstarfí þessa hógværa og hjálp-
fúsa manns, sem ekki gat eða vildi
neita nokkurs manns bón, ef hann
hélt sig geta greitt götu einhvers.
Sem áður er sagt var hann völund-
ur í höndum og var honum þar flest
til lista lagt. Auk þess að gera við
bfla, dráttarvélar og hverskonar
aðrar vélar lagfærði hann úr, klukk-
ur og rafmagnstæki fyrir sveit-
ungana og nærsveitamenn. Einnig
fékkst hann við raflagnir og fleira.
Á þessum slóðum er fátt um fag-
menn í störfum sem þessum og
menn eins og Þórður verða fljótt
umsetnir. Geta menn nærri að ekki
hafí alltaf verið næðissamt þótt
heim væri komið úr erfiðum ferðum.
En greiðasemi og gestrisni hafa
löngum verið víðfræg í Snæhvammi
og fylgt þeim er þar hafa búið.
1959 kvænist Þórður eftirlifandi
könu sinni, Ástu Maríu Herbjöms-
dóttur. Þar eignaðist Þórður konu
sem hefur stutt hann með ráðum
og dáð. Staðið fyrir búi með rausn
og dugnaði í fjarveru hans við hin
margvíslegu störf utan heimilis.
Eins og Þórður er hún listfeng og
bókelsk og samhent honum í gest-
risni og greiðasemi, enda oft
gestkvæmt hjá þessum vinsælu
hjónum.
Þórður og Ásta eignuðust 3 böm,
Herborgu Elísabet, gift Indriða
Margeirssyni; Jón Elvar, kvæntur
Þórdísi Einarsdóttur og Herbjöm.
Bamabömin em tvö, Kristín Heiða
Jónsdóttir og Karl Þórður Indriða-
son. Þessi böm sjá nú á bak ljúfum
föður og afa sem allt vildi fyrir sitt
fólk gera. En nú er erilsömu dags-
verki lokið, dagsverki sem var unnið
á hljóðlátan og hógværan hátt. Slík
verk fara fram hjá samferðafólkinu,
þar til einn dag að menn sakna
vinar í stað. Vinar sem hægt var
að kvabba á með allt milli himins
og jarðar. Þær verða aldrei metnar
til §ár vinnustundimar sem unnar
voru af greiðasemi og hjálpfysi.
Hið hljóðláta stárf hefur samt skilað
sínu eins og hafaldan sem vinnur
sitt þolinmóða verk í áranna rás,
þó ekki beri mikið á þvi frá degi
til dags.
Þórður Sigurjónsson var drengur
góður í hinni fomu merkingu þess
orðs. Snyrtimenni í sjón og raun
svo af bar. Hjá honum átti hver
hlutur sinn stað og hvert blað var
þar sem hægt var að ganga að því
vísu. Slíkt sparar tíma og amstur
og hefur verið honum ómetanlegur
eiginleiki í hinum margvíslegu
störfum. Vinir og kunningjar sakna
kærs félaga sem var hvers manns
hugljúfí, hýr og glaður í góðra vina
hópi. Sakna hlýs handtaks og
græskulausrar kímni. Ég þakka
hlýja vináttu sem hefur haldist í
áranna rás, allt frá því ég var í
bamaskóla í Snæhvammi. Ásta
mín, ég sendi þér og öllum ættingj-
um og vinum samúðarkveðju mína
og minna. Góðs drengs er gott að
minnast, megi það vera huggun og
styrkur þessa myrku skammdegis-
daga. Eftir myrkrið birtir á ný.
Með kveðju og þökk fyrir allt.
Þórey Jónsdóttir
frá Þorvaldsstöðum.
Barnabók
eftir Ole Lund
Kirkegaard
Ut er komin hjá Iðunni barnabók
eftir Ole Lund Kirkegaard, höfund
bókanna um Gúmmí-Tarsan, Fúsa
froskagleypi og Kalla kúluhatt.
Nýja bókin nefnist Flóðhestur á
heimilinu og f henni segir frá við-
brögðum fjölskyldu sem verður fyrir
þeirri óvæntu reynslu að fínna flóð-
hest á beit í garðinum sínum.
Bókin er jafnframt skreytt mynd-
um eftir höfundinn sjálfan, en þetta
er tíunda bók hans sem þýdd hefur
verið á íslensku.
Þórgunnur Skúladóttir þýddi.
Bókin er prentuð í Danmörku.
Margteldrafólká í erfiðleikum
með að ganga upp og niður
stlgana á heimilum sínum.
Stigalyftur eru svarið við þessu
vandamóli.
Einfaldar og öruggar í notkun,
auðveldar í uppsetningu og
mjög fyriríerðarlitlar milli
notkunar.
Gjörið svo vel að hringja í
okkur eða fyllið út seðilinn hér
að neðan og sendið. Við
veitum fúslega allar nánari
upplýsingar.
k-...............................
Vinsamlegast sendlð mér án allra
skuldblndlnga upplýsingar um stigalyltur
Irá lyttudelld HéSlns.
Nafn:
Helmlllslana:
Slaður:
Síml:________________
K....................
= HÉÐINN =
lyftudeild
Seljavegi 2 121 Reykjavík
Box 512 Sfmi 24260
Hefndarþorstanum svalað
Kvikmyndlr
Arnaldur Iriðason
Dópstríðið (Quiet Cool). Sýnd í
Laugarásbíó. Stjörnugjöf: **
Bandarísk. Leikstjóri: Clay
Borris. Handrit: Clay Borris og
Susan Verceilin Framleiandi:
Robert Shaye. Kvikmyndataka:
Jaques Haitkin. Tónlist: Jay
Ferguson. Helstu hlutverk: Ja-
mes Remar, Adam Coleman
Howard og Daphne Ashbrook.
í myndum eins og Dópstríðinu
þar sem hefndin er drifkrafturinn
og knýr annars góðviljaðar og
elskulegar persónur til ódæðis-
verka, sem taka orðið iðulega
grimmdarverkum illmennanna
fram, byggist fléttan á því að
vekja áhorfandann til samúðar
með þeim sem eru órétti beittir.
Takist það sæmilega hefur áhorf-
andinn bara gaman af að sjá góðu
gæjana svíða þá vondu.
Leikstjóranum Clay Borris
tekst þetta nokkuð vel framan af
í Dópstríðinu með því að gera ill-
mennin að verulegum hrottum og
fómarlömb þeirra að indælum
sakleysingjum. Hrottamir em
dópframleiðendur í einhveiju
krummaskuði í sveitum Ameríku
og drepa, eða réttara sagt taka
af lífí, foreldra stráks, sem verður
vitni að morði sem þeir fremja en
stráksi sleppur við illan leik. Hann
kynnist svo löggu frá New York,
sem gömul vinkona kallar til, og
saman vinna þeir á glæpagenginu
með viðeigandi djöfulskap og lát-
um.
En þá er ailt spursmál um sam-
úð rokið út í veður og vind eins
og venjulega og við tekur kerfís-
bundin gereyðing á bófunum.
Enginn hefur þörf fyrir samúð
lengur og sú litla tilfínning sem
kveikt var í byijun gleymist
undrahratt.
Myndin tekur á sig svip vestr-
ans þegar annar aðalgaurinn
gengur kaldur og rólegur í bæinn
spillta með tvo haglara í höndun-
um og þmmar niður síðustu
bófana. Og svo verður hún ein-
faldlega hlægileg þegar kemur
að lokauppgjörinu við þá persónu
sem stendur að baki öllu saman.
Það ætti engum að koma á óvart
hver það er, þótt því sé reynt að
halda leyndu „spennunar" vegna,
af því hún er eini eftirlifandi bæj-
arbúinn að leik loknum. „Ég gerði
þetta fyrir peningana," segir hún
og lítur samt út eins og fátæk
blómasölukerling.
Sá, sem fer með aðalhlutverkið
f þessum bandaríska hefndar-
þorsta er James Remar og þótt
hann sé ekki endilega góður leik-
ari tekst honum sæmilega að fara
með hlutverk góðhjartaðrar löggu
með snert af mikilmennskubijál-
æði stórborgarbúans sem veit að
sveitin er bara einum of lítil fyrir
sig. Hann er a.m.k. mikið breyttur
frá því hann lék í 48 HRS Walter
Hills þar sem hann var geðsjúkur
morðingi. Hann lifði sig þó mun
meira inn í það hlutverk.
VZterkurog
KJ hagkvæmur
augjýsingamiðill!