Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 51

Morgunblaðið - 22.11.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 51 Hinn langi ingi Moí armur ÍSRAELSMENN hafa viðurkennt að þeir hafi í haldi ísra- elska kjarnorkutæknifræðinginn Mordechai Vanunu, sem hvarf í London í lok september þegar hann hafði lekið upplýsingum um leynilega smíði kjarnorkuvopna í Negev- eyðimörkinni. Þeir halda því fram að hann hafi farið til ísraels af fúsum og fijálsum vilja, en bera til baka fréttir um að starfsmenn ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad hafi flutt hann þangað nauðugan. ossad Bretar hafa ekki gert sig ánægða með skýringar ísraelsmanna og brezka lögreglan leitar nú að ungri, laglegri og dularfullri bandariskri konu, sem er aðeins kölluð „Cindy“ og kynntist Vanunu fjórum dögum áður en hann hvarf. Hún var meðal hinna síðustu, sem hittu hann í Bretlandi. Blaðið Observer telur hugsanlegt að Mossad hafí notað Cindy fyrir „agn“ til að lokka Vanunu frá Bret- landi. Það er talið styrkja þessa tilgátu að hún hefur ekki haft sam- band við lögregluna síðan hann hvarf, þótt mikið hafí verið fjallað um málið í brezkum fjölmiðlum. Bezti vinur Vanunus, ástralski presturinn John McKnight, hefur alltaf talið að Mossad hafí rænt honum. Hann kveðst hafa talað við hann nokkrum sinnum þegar hann var í London og ráðlagt honum að halda kyrru fyrir í Bretlandi þegar hann lét í ljós ugg um öryggi sitt. McKnight segir að Vanunu hafí verið félítill þegar hann hvarf, en átt von á greiðslu frá blaðinu Sunday Times, sem birti frétt hans um kjamorkuvopnin, tveimur dög- um síðar. Hann hafí því ekki haft nokkra ástæðu til að fara frá Bret- landi. Þótt. ísraelsmenn hafí viðurkennt að þeir hafí Vanunu í haldi er margt á huldu, t. d. hvort Bretar hafí vit- að að Mossad ætlaði að ræna honum og draga hann fyrir rétt í ísrael. Observer spyr einnig hvers vegna ísraelsmenn báðu ekki um alþjóð- lega handtökutilskipun og fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá er ekki vitað hvaða ráðum ísra- elsmenn hafa beitt til að handtaka Vanunu, sem óttaðist að Mossad væri á hælunum á sér. Rænt á rúmsjó? Observer lýsir síðasta degi Van- unus í London svo: Kl. 1 eftir miðnætti 30. september reyndi Vanunu að ná símasambandi við McKnight í Ástralíu frá hóteii sínu f Covent Garden, þar sem hann bjó undir fölsku nafni og þóttist vera portúgalskur ferðamaður, og talaði í þijá stundarfjórðunga við tvo sam- starfsmenn prestsins. Hann var áhyggjufullur vegna þess að tveim- ur dögum áður birtist frétt í Sunday Mirror, þar sem dregið var í efa að hægt væri að taka mark á hon- um, og óttaðist að Sunday Times mundi hætta við að birta fréttina. Hann gaf ekki til kynna að hann hygðist fara frá London. Kl. 9 f. h. hringdi Vanunu í Sunday Times og kvaðst hafa ákveðið að fara úr landi, en koma aftur eftir tvo daga. Klukkutíma síðar skráði hann sig út af hótelinu og tók með sér tvær litlar töskur. Ekkert af því sem hann sagði benti til þess að hann væri í uppnámi eða færi gegn vilja sfnum. Sunday Ti- mes birti fréttina um kjamorku- sprengjur ísraelsmanna fímm dögum síðar, 5. október, og síðan sást hann ekki. Newsweek sagði frá þeirri kenn- ingu um hvarf Vanunus að hann hefði verið ginntur um borð í lysti- snekkju á Miðjarðarhafí, handtek- inn á rúmsjó og fluttur til ísraels. Aðrir héldu því fram að honum hefði verið smyglað frá Bretlandi í gám með „diplómatapósti", eins og Nígeríumanninum dr. Umaru Dikko 5. júlí 1984. Samkvæmt heimildum í ísrael fyrirskipaði Shimon Peres að Van- unu skyldi rænt skömmu áður en hann lét af embætti. Sagt var að hann hefði hringt í Margaret Thatcher forsætisráðherra áður en fréttin birtist í Sunday Times og tilkynnt henni að Mossad hefði ve- rið falið að færa Vanunnu til ísraels frá Bretlandi, en þessari frétt var vísað á bug. Hvað sem því líður hermdu ísra- elskar heimildir að Yitzhak Shamir, eftirmaður Peresar og fyrrum starfsmaður Mossad, hefði haft þungar áhyggjur af fréttalekum, sem fylgdu hvarfí Vanunus. Þegar hermt var að Thatcher hefði verið látin vita um fyrirætlanir Mossads um að ræna honum ákvað ísraelska stjómin að viðurkenna að hann væri í haldi í ísrael. Stjómin tók fram að hann hefði farið frá Bret- landi af fúsum vilja og án þess að lög hefðu verið brotin til að fírra Thatcher vandræðum. Þó hafa Bretar haldið áfram að kanna mál- ið, en með litlum árangri. Vinstrisinni Kjamorkutæknifræðingurinn Mordechai Vanunu er 31 ára gam- all og fæddist í Marokkó. Faðir hans er rabbfni og hann fluttist með foreldrum sínum til Israels átta ára gamall. Hann starfaði í tæp tíu ár í Machon 2, leynilegu neðan- jarðarbyrgií Dimona-kjamorkuver- inu í Suður-Negev. Alger leynd hefur hvílt yfír því tup QTINDAY TIMES— Revealed: the secretsof Israel’s nuclear arsena* mnmutíKD f ámBST ~JttÉfefeMiL*.. jpjQrjIrÉxlÍJ um tengslum hans við arabíska stúdenta meðan hann sótti nám- skeið í heimspeki við Beersheba- háskóla og e. t. v. átti það þátt í því að hann var látinn hætta. ísra- elsk blöð hafa dregið upp heldur ófagra mynd af honum og segja hann óstöðuglyndan, skorta hæfni og þekkingu og vilja láta mikið á sér bera. Shin Bet leyfði Vanunu að fara úr landi í janúar sl. ísraelskum blöð- um finnst það óskiljanlegt að hann hafí fengið að fara óáreittur og segja erlendu blaði sögu sína. þegar hann var í Ástralíu í sumar gerðist hann kristinn og fékk skím hjá vini sínum séra McKnight. í kirkju hans kynntist hann blaðamanni frá Kólombíu, Oscar Guerrero, sem taldi hann á að skýra einhveiju blaði Vanunu og forsíðan en Indveijar, Pakistanar, Suður- Afríkumenn og fleiri þjóðir, sem einnig hafa verið grunaðar um að vinna að smíði kjamavopna. Í fréttinni var gefíð í skyn að Frakkar hefðu kennt ísraelsmönn- um aðferðir við plútóníumvinnslu til að breyta kjamakljúf sínum í sprengjuverksmiðju. Blaðið segir að plútónímframleiðslan í verinu nemi um 40 kflóum á ári og nægi til að smíða 10 sprengjur, en nýjum tækj- um hafí verið bætt við á undanföm- um sex ámm til að smíða hluti í vetnisvopn. Þrátt fyrir strangar öryggisráð- stafanir í Dimona tókst Vanunu að smygla ljósmyndavél inn í Machon 2 og taka rúmlega 60 ljósmyndir- sem sumar birtust í Sunday Times. Blaðið sagði að þótt lengi hefði Yom Kippur- stríðinu 1973 hafi Golda Meir þáverandi forsætisráð- herra mælt svo fyrir að kjamork- vopn skyldu flutt til flugstöðva. Sunday Times telur sig nú hafa fengið þetta staðfest hjá fyrrver- andi bandarískum embættismanni. ísraelskir ráðamenn vilja komast hjá því að láta nokkuð uppskátt um þetta mál og óttast mest að verða að viðurkenna að Vanunu hafí ve- rið rænt til að leiða hann fyrir rétt í ísrael. Þar með mundu þeir viður- kenna að uppljóstranir hans séu réttar. Leyniréttarhöld Búizt er við að Vanunu verið ákærður fyrir njósnir og landráð og dæmdur fyrir að ljóstra upp um leyndarmál í því augnamiði að skaða hagsmuni ríkisins. Hám- arksrefsing fyrir slík brot er ævilangt fangelsi og réttarhöldin verða leynileg. Lögfræðingur Vanunus er Amn- on Zichroni, kunnur vinstrisinni í Tel Aviv sem hefur oft tekið að sér mannréttindamál. Zichroni kveðst hafa heimsótt Vanunu nokkmm sinnum og geta heimsótt hann hvenær sem er. Hann segir að Van- unu sé við góða heilsu og kveðst hafa verið lögfræðingur hans „all- lengi“. Zichroni óttast að Vanunu fái ekki sanngjöm réttarhöld í ísrael. Honum hefur verið bannað að segja nokkuð frá rannsókninni og sam- tölum sínum við skjólstæðing sinn, en segist vita allt um málið. „Ég fæ aðeins að mótmæla því að hann skuli þegar hafa verið fundinn sek- ur í ísraelskum íjölmiðlum, sem hafa efnt til réttarhalda gegn hon- um,“ sagði hann. f fyrstu var ekki vitað um dvalar- stað Vanunus, en ísraelska útvarpið skýrði frá því að hann væri ekki í venjulegu fangelsi eða búðum gæzlufanga. Líklegt var talið að hann væri í einhverri byggingun Shin Bet, en síðan var frá því greint að hann hefði verið fluttur í venju- legt fangelsi í Haifa. Sennilega verður ekki birti ákæra gegn Vanunu og dómur verður trú- léga ekki birtur, ef hann verður fundinn sekur, af öryggisástæðum. Fyrir þessu er nokkur fordæmi ísraelska kjamorkustöðin í Dimona, á leiðinni frá Beersheba til Sódómu sem fram fer í Dimona og ísraels- menn hafa aldrei svarað ásökunum um að þar sé unnið að framleiðslu kjamorkuvopna. Kjamorkuverið er falið undir sakleysislegri byggingu í Negevauðninni, eftirlitsmenn geta ekkert séð og ekkert sést úr njósna- hnöttum. Vanunu var ráðinn til starfa í Dimona, þótt vitað væri að hann væri róttækur í skoðunum. Hann tók virkan þátt í starfí félags stúd- enta í Ben Gurion-háskóla í Beers- heba og barðist fyrir réttindum arabískra stúdenta og stofnun Pa- lestínu- rfkis. Hann hefur aldrei farið dult með óánægju sína með stefnu ísraelsku stjómarinnar og gekk í kommúnistaflokkinn. Samúð hans með Aröbum virðist hafa staf- að af því að hann hafí trúað því í einlægni að gyðingar frá Arabal- öndum ættu meira sameiginlegt með Aröbum en vestrænum gyðing- um og hann tók a. m. k. einu sinni þátt í mótmælaaðgerðum Palestínu- manna. ' Vanunu hélt áfram afskiptum af stjómmálum eftir að hann hóf störf í Dimona- kjamorkuverinu. í nóv- ember í fyrra var hann í hópi 180 starfsmanna, sem var sagt upp af spamaðarástæðum. Þá höfðu erind- rekar öryggisþjónustunnar, Shin Bet, áhyggjur af auknum pólitísk- frá kjamorkuleyndarmálum ísra- elsmanna og Sunday Times varð loks fyrir valinu. Það blað, sem varð illa á í mess- unni þegar það birti „leynidag- bækur Hitlers," kveðst hafa greitt ferð Vanunus til Bretlands, en neit- ar því að nafa borgað honum fyrir kjamorkufréttina. Hins vegar herma heimildir við blaðið að það hafi boðizt til að semja fyrir hann bók um málið og lofað honum hluta af ágóðanum. Vanunu mun hafa sagt í símtölunum til Ástralíu áður en hann hvarf í London að hann gerði ráð fyrir að fá 456.000 pund fyrir fréttina. 100-200 sprengjur Vanunu hélt því fram í Sunday Times að ísraelsmenn hefðu átt kjamorkuvopn í rúm 20 ár og ynnu að smíði vetnisvopna, sem geta eytt heilum borgum, og nifteinda- sprengju. Sérfræðingar blaðsins drógu þá ályktun að ísraelsmenn hefðu komið sér upp a. m. k. 100 og allt að 200 kjamorkusprengjum, mismunandi öflugum, og væru sjötta mesta kjamorkuveldi heims- ins, næstir á eftir Bandaríkjamönn- um, Rússum, Bretum, Frökkum og Kínveijum, og lengra á veg komnir verið gert ráð fyrir að ísraelsmenn ættu kjamorkuvopn væri kjam- orkumáttur þeirra 10 sinnum meiri en áður hefði verið talið samkvæmt upplýsingum Vanunus. Sérfræðing- ur blaðsins taldi að ísraelsku kjamavopnin væm talsvert minni en áhrifameiri en fyrstu kjamorku- vopn Bandaríkjamanna, Rússa, Breta, Frakka og Kínveija. í Jerúsalem var birting upplýs- inga Vanunus talin „stórháskalegt trúnaðarbrot". Opinberlega hafa ísraelsmenn alltaf fylgt þeirri stefnu að þeir muni aldrei verða fyrstir þjóða í Miðausturlöndum til að koma sér upp kjamorkuvopnum og sú afstaða hefur ekki breytzt síðan fréttin var birt. En eins og Sunday Times bendir á er ísrael lítið ríki umkringt fjandsamlegum Arabarikjum, sem flest hafa hafa hótað að eyða því og hrekja íbúa þess í hafíð. Þótt ísraelsmenn hafí getað hmndið árásum Araba hefur alltaf leikið gmnur á að að þeir vilji eiga kjamorkuvopn, sem þeir geti beitt þegar allt annað þrýtur. Israelsmenn ættu í engum erfíðleik- um með að varpa kjamorkuvopnum á öll grannríki sín. Því hefur verið haldið fram, þótt aldrei hafí verið sannað, að þegar ísraelsmenn horfðust í augu við ósigur eftir fyrstu árás Egypta í (síðast þegar ísraelskur borgari var dæmdur í 12 ára fangeisi fyrir að reyna að koma Ieyndarmálum til sýrlenzka sendirtáðsins á Kýpur) og þetta er hægt samkvæmt ísra- elskum lögum. ísraelsmenn vilja fyrir engan mun vekja enn meiri athygli á því að þeir ráði yfír kjamorkusprengj- um og að langur armur leyniþjón- ustu þeirra geti náð til allra, sem ljóstra upp um leyndarmál þeirra. Það mun engin áhrif hafa á mál Vanunus að talið er að honum hafí verið rænt í Bretlandi, samanber mál stríðsglæpamannsins Adolfs Eichmann sem var rænt í Arg- entínu. Vanunu-málið er síðast í röð nok- kurra hneykslismála, sem varða öryggi ísraels. Nýlega hefur verið flett ofan af ísraelskum njósnara í leyniþjónustu bandaríska sjóhersins og því hefur verið haldið fram að Shin Bet hafí borið ábyrgð á dauða tveggja Palestínumanna, sem rændu hópferðabfl 1984, og hilmt yfír verknaðinn. Því hafa aftur vaknað spumingar um áhrif, getu og gagnsemi ísraelskra öryggis- stofnana, sem mikið orð hefur farið af til þessa. Shin Bet hefur sætt harðri gagnrýni og öryggisþjónust- an hefur verið sökuð um vítavert kæmleysi. GH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.