Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 55
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
55
Morgunblaðið/Þorkell
Leikendur eru frá vinstri: Þórhildur Þöll Maack, Gísli Kæmested, Eiríkur Smári Sigurðsson og Sigurð-
ur E. Gunnarsson.
COSPER
— Nú á ég bara eftir að taka mynd af andlitinu á þér.
Mikið var um dýrðir s.l.
sunnudag hjá Haraldi Böð-
varssyni & co h/f á Akranesi, en
fyrirtækið hélt hátíðlegt 80 ára
afmæli sitt, sem reyndar var
ekki fyrr en daginn eftir, hinn
17. nóvember. Fyrirtækið hafði
opið hús og kom fjöldi fólks,
bæði starfsmenn og aðrir velunn-
arar þess, nutu veitinga og
skoðuðu fyrirtækið, sem að und-
anförau hefur verið f gagngerri
enduraýjun, bæði hús, tækjabún-
aður og skip. Óhætt er að full-
yrða að eftir þessar breytingar
sé fyrirtækið eitt glæsilegasta
og fuUkomnasta fiskvinnslufyr-
irtæki landsins.
I tilefni þessara tímamóta tók
fyrirtækið í notkun nýja aðstöðu
fyrir starfsmenn, en í henni er afar
vistleg kaffístofa, böð og snyrting,
og er gert ráð fyrir að síðar verði
þar gufuböð og fleira.
Haraldur Sturlaugsson bauð
gesti velkomna með ávarpi, en síðan
kvöddu margir sér hljóðs og árnuðu
fyrirtækini^ heilla á merkum tíma-
mótum. Auk þess barst fyrirtækinu
mikill fjöldi gjafa og heillaóska
víðsvegar að.
í afmælisfagnaðinum var frum-
sýnt myndband, sem fyrirtækið lét
gera, en í því er lýst í máli og
myndurn 80 ára uppbyggingu fyrir-
tækisins. Fylgst er með veiðum og
verkun afla um borð um borð í
skipum og í fískvinnslustöðvum fyr-
irtækisins nú á þessu ári. Þá völdu
myndir úr starfsemi fyrirtækisins
sérstaka athygli, en þeim hefur
verið haganlega fyrirkomið á veggj-
um fyrirtækisins.
Alls er talið að um 700 manns
hafi heimsótt fyrirtækið þennan
sunnudagseftirmiðdag.
J.G.
Fyrir fólk sem vill
aðeins það besta
Fyrir nokkrum árum var stofnað
fyrirtækið íslenskir eðalvagnar
og stóð það fyrir innflutningi glæsi-
bifreiða af gerðinni RoIIs Royce.
Eitthvað voru íslendingar þó treg-
ari til drossíukaupanna en forráða-
menn fyrirtækisins höfðu talið og
fór því svo að þær voru seldar til
Bandaríkjanna.
Nú er hins vegar fundin lausn
fyrir aðdáendur RoIIs Royce, sem
annað hvort hafa ekki efni á slíkri
bifreið eða of spéhræddir til þess
að aka um í henni.
Þetta úr er framleitt af úrsmið í
Vestur-Berlín og er 18 karata gull
í því. Hætt er þó við að mörgum
þyki úrið litlu ódýrara en bíllinn,
að minnsta kosti ef miðað er við
fyrirferð, því úrið kostar hátt á
hundrað þúsund krónur.
Eldridansaklúbburinn
Elding
DansaA í Fétogshalmili
HrayfUa I kvSM kl. 9-2.
Hljömswatt J6ns Slgurös-
sonar
og söngvarinn Jón Kr.
Ólafsson.
Aðgöngumiðar i síma 685520
æftirkl. 18.00.
Allt í veisluna
Kjörorð okkar er:
Góða veislu gjöra skal . . .
YEISIAJ-ELDHÚSIÐ
Álfheimum 74, Glæsibæ. Sími: 686220 kl. 13—17.
KALT BORÐ
HEITT BORÐ
KÖKUBORÐ
Á veisluborðið:
Roast beef Graflax
Hambogarhryggur Reyktur lax
Grísasteik Síldarréttir
Lambasteik Salöt
Hangikjöt Sósur
Nýr lax
Brauð, smjör, smurt brauð, snittur, pinnamatur, kjöt,
fiskur, ostar. Rjómatertur, marsípantertur, kransakökur.
Sendum mat í fyrirtæki og leigjum út sali
VEISLUELDHÚSIÐ
Glæsibæ, sími 686220