Morgunblaðið - 22.11.1986, Qupperneq 63
Stjarnan
var betri
„ÉG er óánægður með mína
menn, en Stjarnan var betri í
leiknum og sigurinn var fyllilega
sanngjarn," sagði Anton Basic,
þjálfari Dinos Slovan að leik lokn-
um.
„Við vorum of sigurvissir fyrir
leikinn og að mínu mati erum við
með mun betra lið, en náðum ekki
að sýna það í þessum leik. Ég
óska Stjörnunni til hamingju með
sigurinn og sérstaklega Páli Björg-
vinssyni, þjálfara, sem var bestur
í leiknum."
Sigurfyrir
íslenskan
handknattleik
„ÞAÐ er ekki hægt annað en vera
ánægður. Við unnum þrjá hálf-
leiki af fjórum, en reynsluleysi og
klaufaskapur f fyrri hálfleik úti
gerði gæfumuninn," sagði Páll
Björgvinsson, þjálfari og leikmað-
ur Stjörnunnar eftir leikinn.
„Við erum með unga og reynslu-
lausa stráka, en þeir hafa alla
möguleika á að bæta sig enn
meira. Þessi leikur var ekki aðeins
sigur fyrir Stjörnuna, heldur enn
einn sigurinn fyrir íslenskan hand-
knattleik. Ég er stoltur af strákun-
um, en þessari keppni er lokið. Við
megum ekki láta sigurinn stíga
okkur til höfuðs, heldur einbeita
okkur að íslandsmótinu og halda
áfram á sömu braut."
Ánægður
„ÉG er virkilega ánægður. Við
sýndum að við getum staðið f og
jafnvel unnið þá bestu og það er
stór sigur út af fyrir sig að sigra
lið frá Júgóslavíu," sagði Hannes
Leifsson, fyrirliði Stjörnunnar.
„Við bárum of mikla virðingu
fyrir þeim úti, en núna vissum við
hvernig ætti að spila á móti þeim
og það gekk upp. Við erum ekki
með mikla reynslu og þess vegna
skipti sköpum að hafa leikmann
eins og Pál Björgvinsson. Við náð-
um toppleik og vonandi verður
framhald á.“
UMFN vann
UMFN vann Val 88:66 í úrvals-
deildinni í körfuknattleik eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 51:37.
Valur Ingimundarson skoraði 19
stig fyrir Njarðvík og Einar Ólafs-
son skoraði einnig 19 stig fyrir Val.
Guðmundurtil
Beveren
Guðmundur Torfason, Fram,
skrifaði í gær undir lánssamning
við S.K. Beveren f Belgfu. Samn-
ingurinn gildir til 31. maí á næsta
ári og fer Guðmundur út í næstu
viku.
ALOHA-mótið:
Allirá 75
SVEIT GR stóð sig vel á Aloha-
mótinu f gær, náði þriðja besta
skori dagsins og er enn f 6. sæti.
íslensku kylfingarnir léku allir á
75 höggum í gær og var skor sveit-
arinnar því 150. Sveitin er með 462
högg, en þýska sveitin er í efsta
sæti á 441 höggi.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik:
Frábær leikur
hjá Stjörnunni
en þriggja marka sigur gegn Dinos Slovan
nægði ekki til að komast áfram
STJARNAN, Garðabæ, gerði sór
lítið fyrir f Laugardalshöllinni f
gærkvöldi og sigraði júgóslav-
neska liðið Dinos Slovan með
þriggja marka mun í seinni leik
liðanna í Evrópukeppni bikarhafa.
Stjarnan hefur Ifklega aldrei leikið
betur, 20:17 sigur var fyllilega
verðskuldaður, en því miður tap-
aði liðið fyrri leiknum með sjö
marka mun og er þvf failið úr
keppninni. En fallið er ekki hátt
og ef leikmenn Stjörnunnar halda
áfram að leika eins og þeir gerðu
í gœrkvöldi, geta þeir litið björt-
um augum til framtfðarinnar.
Júgóslavnesku leikmennirnir
fiýttu sér hægt í byrjun enda lá
þeim ekkert á með sjö marka for-
skot úr fyrri leiknum. Þeir skoruðu
fyrsta mark leiksins, þegar tæp-
lega fimm mínútur voru liðnar, en
Páll Björgvinsson, þjálfari Stjörn-
unnar og maður leiksins, jafnaði
skömmu síðar. Liðin skiptust á að
skora, en um miðjan hálfleikinn
komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir
í leiknum, 4:3. Júgóslavarnir sneru
vörn í sókn og náðu tveggja marka
forystu, 5:7, en Stjörnumenn gáf-
ust ekki upp, heidur efldust við
mótlætið og voru yfir í hálfleik
10:9.
Stjörnumenn komu mjög
ákveðnir til leiks í seinni hálfleik
og komust í 13:10. Liðið lék frá-
bærlega í vörn sem sókn og
Sigmar Þ. Óskarsson nær lokaði
markinu. Aðeins herslumuninn
vantaði, en leikmenn Stjörnunnar
náðu ekki að nýta sér tækifærin
sem gáfust til að auka forskotið
enn meira. 14:11 þegar 17 mínútur
voru eftir, 16:13 og tólf mínútur
til leiksloka.
Júgóslavnesku leikmennirnir
náðu að minnka muninn niður í
eitt mark, 17:16, en þa'tvíefldust
Stjörnumenn, skoruöu tvö síðustu
mörkin og unnu 20:17.
Leikmenn Stjörnunnar léku allir
vel, en enginn betur en Páll Björg-
vinsson, sem átti stórleik. Hann
stjórnaði varnarleiknum eins og
hershöfðingi og var potturinn og
pannan í sóknarleiknum. Páll skor-
aði 7 mörk í tíu tilraunum. Hannes
Leifsson og Gylfi Birgisson skor-
uðu 4 mörk hvor, Sigurjón
Guðmundsson og Skúli Gunn-
steinsson 2 mörk hvor og Haf-
steinn Bragason eitt mark.
Guðmundur Oskarsson lék aðeins
í vöminni og stóð sig vel. Sigmar
Þ. Óskarsson varði alls 11 skot í
leiknum og átti mikinn þátt í sigrin-
um eins og allir leikmennirnir. sem
léku sem ein heild.
Hjá Dinos Slovan var Aleksand-
er Vuga atkvæðamestur með 6
mörk. Peter Mahne skoraði 4
mörk, Tomaz Peternelj og Stanko
Anderluh skoruðu tvö mörk hvor
og Ales Praznik og Dinko Vuleta
sitt hvort markið.
S.G.
• Gylfi Birgisson skoraði fjögur mörk í leiknum í gærkvöldi gegn Dinos Slovan og hér er eitt þeirra í uppsiglingu.