Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Þyrí Huld Sigurðardóttir, Kristín Andersan Morgunblaðið/Einar Falur Fylgst með fundi hjá Landsuppfræðingafélaginu MÁLFRÍÐI „Æskilegt að mæta með höfuðfat í teboðin" Það fer ekki á milli mála að þetta er staðurinn. Hlátrasköllin sem berast frá húsinu, sem verið er að renna upp að á Kjalarnesinu, bera þess glöggt vitni að konur eru saman komnar og skemmta sér konunglega svo ekki sé nú meira sagt. Frést hafði á skotspónum að það væru félagasamtök starfandi í Mosfellssveit sem gengju undir nafninu „Landsuppfræðingafélag- ið Málfríður". Þess var farið á leit aö fá að sitja fund hjá þeim til að forvitnast nánar um starfsemi samtakanna. „Við styttum nafnið oftast í Málfríður," segir einhver úr þess- um tuttugu manna hópi kvenkenn- ara við Varmárskóla þegar inn er komið. Hún bætir við að markmið samtakanna sé að fara einu sinni í mánuði út að borða og hittast í teboðum þess á milli. „Inntökuskil- yrði eru ekki önnur en þau að meðlimir þurfa að starfa við Varm- árskóla. Og ekki er félagsskapur- ‘inn eingöngu bundinn við kvenkynið, því karlmönnum er frjálst að mæta svo framarlega sem þeir hafa yndi af að umgang- ast dömur eins og okkur. Einn og einn herramaður hefur slæðst með öðru hvoru en aldrei til frambúð- ar.“ Þessi fullyrðing einnar kon- unnar vekur sérstaka kátínu meðal Helga Óskarsdóttir, Edda Gfsla- dóttir, Anna Eymundsdóttir, Anna Margrót Bjömsdóttir. kvennanna sem flestar eru klædd- ar mjög skrautlega og skemmti- lega. Auk þess er það ein af hefðum félagsskaparins að bera höfuðfat þegar fundir eru. Hattarn- ir eru reyndar mjög misjafnir, sumir hinir nýtískulegustu en 3Ömu sögu er þó ekki hægt að legja um þá alla. Enda koma hatt- arnir frá ýmsum stöðum, sumir hafa fundist í geymslu hjá ömmu eða mömmu, aðrir grafnir upp á flóamörkuðum eða keyptir í fínustu hattaverslunum og að auki lítur út fyrir að nokkrar kvennanna hafi tekið upp prjónana eða heklunálina og útbúið sér dýrindis höfuðföt. Þegar frúrnar eru spurðar hvort það sé skilyrði að bera höfuðfat á fundunum eru þær sammála um að það sé æskilegt í teboðunum Frá vinstri: Ingibjörg Eyþórsdóttir, Auður Kristmundsdóttir, Þyrf Huld Sigurðardóttir, Kristfn Sigsteinsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir Kristfn Andersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.