Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 HVAD ERAD GERAST UM Gerðuberg: Barnabókadagskrá Bamabókadagskrá íslandsdeild- ar IBBY og Gerðubergs verður sunnudaginn 30.nóv. kl. 16 í Gerðu- bergi. Sigrún Eldjárn, Þorvaldur Þorsteinsson og Iðunn Steinsdóttir lesa upp úr bókum sínum. Leikara Alþýðuleikhússins, úrleikritinu „Kötturinn sem fer sinar eigin leið- ir", koma og flytja söngva. Húsið verður opnað kl. 15. Aðgangur ókeypis. Hótel Gestgjafinn í Vestmannaeyjum: Síðasta Eyjakvöldið íár Á laugardagskvöldið verður síðasta Eyjakvöldið í ár í Gestgjafan- um í Vestmannaeyjum. Litla Lúðra- sveitin mætir, Dixielbandiö sér um sveifluna og hver veit nema Lunda- kvartettinn líti við. Hispania: „Upplestrarsíðdegi11 Félag spænskumaelandi fólks á íslandi, Hispania, gengst fyrir upp- lestrarsíðdegi á efri hæð veitinga- hússins „Gauks á Stöng" laugardaginn 29.nóv. kl. 16 tiM 8. Lesnar verða Ijóðaþýöingar, kafli úr leikriti og leikið á gítar. El Salvadornefndin: Opinn fundur með Uriel Perez El Salvadornefndin gengst fyrir opnum fundi á Hótel Borg, á laugar- daginn kl. 14 með sendiráðsritara Nicaragua í Svíþjóð, Uriel Perez. Skyggnumyndasýning í upphafi fundar og fyrirspurnir í lok hans. Allir velkomnir. -Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík: Spilaskemmtun í vetur verða sérstakir spiladagar á vegum félagsins. Fyrsta spila- skemmtunin verður á sunnudaginn í Sóknarsalnum að Skipholti 50a og hefst kl. 14.30. Við vekjum athygli á því að þetta er tilraun og ef hún tekst vel þá verður framhald á. Hlaðvarpinn: „Vfngyðjukvöld" Á mánudaginn 1 .des. mun Einar Thoroddsen mæta í Hlaðvarpann, ' Vesturgötu 3, og ræða um vín og vínmenningu. Dagskráin hefst kl.20.30. Á laugardaginn 29.nóv. mun Psoroptimistafélag íslands vera með basar á sama stað kl. 14-18. Hótel Örk: Hlaðborð, freyðivín sund og sauna í vetur hefur verið ákveðið að hafa svokallaðan „Brunch" að amerískum sið á Hótel Örk á sunnu- dögum milli kl. 11 og 15. Orðiö „Brunch" samanstenduraf ensku orðunum breakfast og lunch sem þýða morgunverðurog hádegis- verður. Hér er um að ræða hlaðborö með köldum og heitum réttum ásamt osti, ,paté og ávöxtum svo eitthvað sé nefnt. Þá er kalt freyöivín, gosdrykkir eða kaffi borið fram með hlaöborðinu fyrir þá sem Igina ? þess óska. Fleira en hlaðborö og freyðivín er innifalið í verðinu, því matargestir fá frítt í sundlaug og sauna. Helmings afsláttur er fyrir börn undir fjórtán ára aldri. Fastar áætlunarferöir eru farnar frá Um- feröamiðstöðinni til Hveragerðis. Gott er að panta borð með fyrirvara og afsláttur er veittur hópum ef pantað er með fyrirvara. TÓNLIST Fríkirkjan í Reykjavík: Björn leikur Björn Steinar Sólbergsson, orgel- leikari Akureyrarkirkju, heldur orgel- tónleika i kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík kl.20.30. Á efnisskránni er m.a. verk eftir Bach og Lizst. Lúðrasveitin Svanur: Aðventutónleikar Lúðrasveitin Svanur heldur að- ventutónleika á sunnudaginn kl. 17 í Langholtskirkju. Stjórnandi verður Kjartan Óskarsson. Flutt verða verk eftir m.a. Mozart og Bach. Kammermúsikklúbbur- inn: Tónleikar í Bústaða- kirkju Aðrir tónleikar klúbbsins á starfs- árinu 1986-1987 verða haldnir í Bústaðakirkju mánudaginn 1 .des. kl.20.30. Kór Langholtskirkju: Argentísk messa og negrasálmar á dag- skránni Annað verkefni Kórs Langholts- kirkju á þessu starfsári er argentíska messa, „Misa Criolla" eftir Arlel Ramírez, auk nokkurra negrasálma. Tónleikarnir verða á morgun í Lang- holtskirkju og hefjast kl. 14. Forsala aðgöngumiða er í ístón Freyjugötu 1 og í Langholtskirkju. Frá sýnlngu Lelkfólags Mosfellssveltar ó barnaleik- rttinu „Töf ratréð“ en þaö verður f rumsýnt í Hlógaröl ð morgun. Þjóðleikhúsið: ÓperanTosca Óperan T osca eftir Puccini er á fjölum Þjóðleikhússins í kvöld og sunnudagskvöld. Elísabet F. Eiríks- dóttirfer með hlutverkToscu í kvöld en Elín Ósk Óskarsdóttir á sunnu- dagskvöldið. Robert Becker syngur Scarpia og Kristján Jóhannsson Cavaradossi. SOFN Þjóðminjasafn íslands Opið fjóra daga vikunnar Þjóðminjasafn íslandseropið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Hópar geta fengið leiðsögn um safniö á öðrum tímum sam- kvæmt samkomulagi. Sjóminjasafnið: Opið um helgar Sjóminjasafn íslandsverðuropið í vetur laugardaga og sunnudaga frákl. 14—18, en hópargetatíma ef aðrir tímar henta þeim betur. Timapantanir eru í síma 91 -52502 á mánudögum og fimmtudögum \0-12og 14-15. Árbæjarsafn: Opið eftir sam- komulagi Enginn fastur opnunartími er yfir Blrglr Schlöth opnar sýnlngu slna f Ingólfsbrunni á morgun. veturinn en safnið er opið eftir sam- komulagi. Síminn er 84412. Sædýrasafnið: Dýrin mín stór ogsmá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og aðra daga frá kl. 19 til 19. Meðal þess sem ertil sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindurog fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn EinarsJónssonarer opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagaröur- inneropinndaglegafrákl. 11 til 17. Ásgrímssafn: Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30og 16. MYNDLIST Ingólfsbrunnur: Birgir Schioth sýnir Birgir Schiöth opnar sýningu í Ingólfsbrunni við Aðalstræti þann 22. nóv.. Hann sýnir 22 myndir, bæði teikningar og vatnslitamyndir. Sýningin er opin á opnunartíma verslana og er sölusýning. Mokka-kaffi: Fyrsta sýning Péturs Þórs í Reykjavík Dagana 23. nóvembertil 10. desember, heldur Pétur Þór mynd- listarsýningu á Mokka-kaffi í Reykjavík. Pétur stundar nám við Det fynske kunstakademi í Óðinsvé- um i Danmörku. Á sýningunni eru 21 verk, bæði oliu- og pastelmynd- ir, sem unnar eru á siðustu mánuðum. Mokka-kaffi eropið mánudaga til laugardaga frá kl. 9 til 23 og á sunnudögum frá kl. 14 til 23.30. Austurforsalur Kjarvalsstaða: Sjöfn Hafliðadóttir sýnir Sjöfn Hafliðadóttirsýnirm.a. olíu- málverk í Austurforsal Kjarvals- staöa. Þetta er hennar fyrsta sýning á íslandi sem er opin daglega frá kl. 14 til 22 til 30. nóvember. Slunkaríki ísafirði: Björg Örvar sýnir Myndlistarmaðurinn Björg Örvar sýnir í Slunkaríki frá 22. nóv. og framm i desember. Á sýningunni eru einþrykkjur (monotypur). Norræna húsið: Síðasta sýningar- helgi hjá Jóhönnu Bogadóttur Jóhanna Bogadóttirsýnir30 mál- verk og teikningar í Norræna húsinu. Sýningunni lýkur 30.nóv.. Opið 14 til 22 alla daga vikunnar. Gallerí Svart á hvítu: Sýning á verkum Ómars Stef- ánssonar Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg opnar á laugardaginn kl. 14 sýningu á verkum Ómars Stefánssonar. Stendur hún til 14.des. Opið alla daga nema mánudaga frá kl.14-18. Listasafn Alþýðusam- bands íslands: Ágúst Petersen sýnir Laugardaginn 15.nóv. varopnuð sýning á málverkum Ágústs Peters- en í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Á sýningunni eru 64 málverk, og verður hún opin til 7. desember. Opið virka daga kl. 16-20 og um helgarkl. 14-22. Kaffiveitingar um helgar. Norræna húsið: Finnskir minnispen- ingarMOO ár Nú stenduryfir í anddyri Norræna hússins sýning á finnskum minnis- peningum. Sýningin verður opin daglega og stendur yf ir til desemb- erloka. Gallerí Gangskör: Egill Eðvaldsson með sýningu Laugardaginn 15. nóv. opnaði Egill Eðvaldsson sýningu á verkum sínum í Gallerí Gangskör, Amt- mannsstíg. Sýningin er opin frá kl. 12-18 virka daga og frá 14-18 um helgar. Henni lýkur 30 nóvember. Gallerí Listver Seltjarn- arnesi: Síðasta sýningar- helgi hjá Steinþóri Marinó Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir 70 verk, olíumálverk, vatnslita- myndir o.f., í Gallerí Listver Austur- strönd 6 Seltjarnarnesi. Opið í dag frá kl. 16 til 20 og um helgina frá kl. 14 til 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.