Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 B 11 um einfaldan og fljótlegan rétt sem heimilisfólkinu hefur líkað mjög vel. Þeir eru auðvitað marg- ir sem hafa lítinn tíma til að fást við matseld og ég hugsa að þessi réttur sé sniðugur fyrir þá,“ seg- ir Ásgerður. Hún kveðst ekki vera mikið með forrétti nema hún sé með fólk í mat, en eftirrétti hafi hún alltaf. „Ég er jöfnum höndum með kökur og eitthvað annað í eftirrétti. Mér hefur alltaf fundist gaman að baka. Svo voru eftirréttirnir vinsælir meðan krakkarnir bjuggu heima og oft- ast byrjað á því að spyrja um það hvað væri í eftirmat þegar sest var að borðinu,“ segir hún. EJ V Kjúklingur með „mango chutney" 1 kjúklingur 1 msk karrý 1 peli rjómi (u.þ.b.) 3-5 msk „mango chutney" smjörlíki til steikingar salt eftir smekk Kjúklingurinn er hlutaður sundur (bringubeinið oftast tekið úr til að spara pláss á pönnunni) og steiktur í smjörlíki með karrý- inu út í. Þá er rjóma og „mango chutney" bætt út á pönnuna og þetta látið malla við vægan hita í 30-45 mínútur. Gott er að bera þetta fram með fersku græn- metissalati og hrísgrjónum sem blandað hefur verið saman við maískorn, út á þau er skorin fersk paprika. „Mér hefur aldrei leiðst í eldhúsinu“ „Ég er alin upp í sveit og vand- ist á mikinn og góðan íslenskan mat,“ segir Ásgerður Helgadótt- ir Ijósmóðir, sem er gestur í matarþættinum í dag. „Ég vinn vaktavinnu þannig að á mínu heimili er ekki eldað á hverju kvöldi og venjulega er ég með eitthvað sem er þægilegt og fljót- legt, þó það sé að sjálfsögðu ekki einhlítt. Þegar ég er á vökt- unum hugsa ég oft til þeirra daga sem ég á frí og ákveð að hafa þá eitthvað gott. Það vill til að mér hefur aldrei leiðst í eldhús- inu, í rauninni á óg mjög skemmtilegar stundir þar.“ Ásgerður segist alltaf vera ein við matseldina. „Fjölskyldan hef- ur aldrei tekið þátt í þessu með mór öðru vísi en að borða mat- inn. En mér þykir það ekkert verra. Ég gef mér yfirleitt góöan tíma og þá er þetta skemmti- legt. Svo erum við orðin bara tvö eftir í heimili og eiginmaðurinn vinnur mikið, þannig að óg hef gaman af því að vera með góðan mat,“ segir Ásgerður, en hún er gift Jóni Hannessyni lækni. „Ég les mikið um mat mér til ánægju, helst allt sem ég kemst yfir, hvort sem um er að ræða greinar í tímaritum, bækur eða blöð. Ég geri hins vegar ekki mikið af því að nota þessar upp- skriftir beint, heldur fæ ég hugmyndir á þennan hátt. Mér þykir yfirleitt mikið meira spenn- andi að spreyta mig á réttum sem eru ekki of flóknir. Ég safna ýmsum uppskriftum sem ég sé og prófa mig áfram, en ef mér líst ekkert á þær þá hendi ég þeim jafnóðum svo þær séu ekk- ert að þvælast frekar fyrir mér. Hins vegar hef ég aldrei einbeitt mér að einu öðru fremur í matar- gerðinni, mér þykir þetta allt jafn spennandi." Ásgerður segist ekki vera með fisk eins oft og hún vildi, en ef svo sé þá sé það fiskur sem þau hjónin hafi veitt sjálf. „Við erum með bát og förum á veiðar bæði vor og haust. Þetta var mikil búbót meðan við vorum fleiri í heimili og það besta við þetta er að á þennan hátt er maður alltaf með glænýtt hráefni. Ég er alveg eins með þorsk eins og ýsu, hann er mjög góður í alla fiskrétti. Við skjótum einnig svartfugl og almennt má segja að við notum mikið fuglakjöt, svo sem rjúpur og villigæsir." „Ég hef líka mikið verið með kjúklinga um dagana, en þeir fást nú á góðu verði og hægt er að elda þá á ótal vegu. Kjúklinga- uppskriftin sem ég gef er dæmi Konfekt-marsipan- kaka 4 egg 200 g sykur 200 g marsipan 1 peli rjómi (u.þ.b.) 50-100 g súkkulaði Eggin og sykurinn eru þeytt saman og marsipanið mulið út í. Þetta er svo þeytt vel. Deiginu er skipt í tvennt og látið í tvö lausbotna form með smjörpappír innan í og bakað við 200 gráður í 30 mínútur. Botnarnir eru síðan settir saman með þeyttum rjóma sem súkkulaði hefur verið rifið út í. Gott er að setja sérríbleyttar makkarónukökur út í rjómann til að gefa honum bragð. Að lokum er súkkulaði (50-100 g) brætt ofan á. MAT Ásgerður Helgadóttir Ijósmóðir MEÐSINU sfmu er hœgt að breyta innheimtu- aðferðinni. Eftir það verða askriftargjoldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukorta reikning manaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 Husqvarna Sýnikennsla í dag milli kl. 15 og 18. Erla Ásgeirsdóttir kynnir 6 gerðir Husq- varna saumavéla og þar á meðal nýjasta undrið í saumavélalínunni frá Husq- varna, PRISMA 990. Verð Á Husqvarna saumavélum frá kr: 14.421,- stgr. Husqvarna saumavélar borga sig. Einnig kynnir Þórhildur Gunnarsdóttir notkun Husq- varna örbylgjuofna, stórra sem smárra, eins eða tveggja hæða og með eða án brúnunarelements. Verð á Husqvama örbylgjuofnum frá kr: 16.625,- stgr. Ps: Heitt á könnunni og við erum að taka upp aðventuljósin. Gott úrval. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.