Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 31 ST. JÓSEFSSPÍTALI í HAFNARFIRÐI ur í meltingarsjúkdómum. Á röntgendeild e_r prófessor Ásmund- ur Brekkan. Á handlækningadeild eru auk mín Víglundur Þór Þor- steinsson kvensjúkdómafræðingur, Ami Bjömsson sérfræðingur í líta- lækningum, Bragi Guðmundsson sérfræðingur í bækiunarlækning- um, Bjöm Þ. Þórðarson háls, nef og eymalæknir og Jóhannes Gunn- arsson í almennum skurðlækning- um. Sjúklingafjöldinn sem hefur legið hér á spítalanum er ótrúlega hár. Eg hef að vísu ekki tölur um hversu mikill hann er frá upphafí en síðustu árin, eftir að nýja viðbyggingin var tekin í notkun, hefur fjöldinn á ári verið á bilinu 1.700 til 1.800 sjúkl- ingar og fer öruggiega yfír 2.000 á þessu ári. Til samanburðar má geta þess að fyrsta heila starfsárið vom hér 339 sjúklingar." Barnaskólinn „Jafnframt rekstri spítalans hafa systumar starfrækt bamaskóla hér í Ilafnarfírði," segir Jónas og víkur talinu aftur að starfsemi St. Jósefs- systranna. „Þessi skóli var fyrst til húsa í tveimur litlum timburhúsum sem þær áttu hér á lóðinni, en að- sókn varð brátt svo mikil að úrbóta var þörf. Var þá ráðist í það stór- virki að reisa hér mikið og myndar- legt skólahús, handan götunnar og var það tekið í notkun árið 1938, eða í lok kreppunnar. Þetta var mikil og vönduð bygging og sýndi stórhug systranna á þessu sviði sem og í öðrum framkvæmdum sem þær réðust í. Starfsemi skólans stóð lengi eða þar til hann þótti ekki lengur falla inn í skólakerfíð og var hann þá lagður niður. Eftir það var rekið hér dagheimili fyrir ungböm og var þessi rekstur, ekki síður en spítaiareksturinn, til mikilla hags- bóta fyrir Hafnfírðinga. Bama- heimilið var síðan flutt úr gamla húsnæðinu í nýtt, sem tekið var í notkun fyrir þremur árum. Þegar ljóst var að bamaheimilið yrði flutt úr gamla skólahúsinu var farið að íhuga hvemig nota mætti það í þjónustu spítalans. Kom þá upp sá stórhugur í systrunum, eins og jafn- an áður, að byggja tengiálmu milli spítalans og skólans. Átti sú teng- iálma að bæta úr þröngum húsa- kosti við ýmsar þjónustugreinar sjúkrahússins svo og stuðla að aukningu nýrra sjúkrarúma. Var unnið markvisst að þessari upp- Jónas Bjarnason yfirlæknir í hópi samstarfsfólks á St. Jósefssprtala. Til hægri er Jósef Ólafsson, yfirlæknir á lyflæknisdeild. byggingu, allar teikningar tilbúnar og leyfi fer.gið frá bæjaryfírvöldum til að hefjast handa þegar reiðar- slagið dundi yfír, systumar ákváðu að hætta spítalarekstri í Hafnar- fírði. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að þær systur voru orðnar rosknar og treystu sér ekki til að halda starfseminni áfram. Reynt var að fá nýjar í þeirra stað en það tókst ekki. Um tíma vom hér Mercysyst- ur frá írlandi, sem hjálpuðu upp á sakimar en þær ílentustu ekki og hurfu aftur til sinna heima. Fyrir okkur, sem unnu hér á spítalanum, var þetta reiðarslag og við gátum ekki hugsað þá hugsun til enda að sjúkrahúsið yrði rekið áfram án systranna. Og víst er um það að söknuðurinn var mikill þegar þær fluttu alfamar úr húsinu til sinna nýju heimkynna í Garðabæ. En tíminn læknar öll sár og við höfum smám saman aðlagst nýrri tilvem hér.“ Ný og fullkomin röntgen- deild „Systumar hafa þó áfram stutt dyggilega við við bakið á okkur í þeirri uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað á síðustu ámm. Lokið var við innréttingu á gamla skóla- húsnæðinu fyrir læknastofur og var það tekið í notkun á síðasta ári. Þá var fyrr á þessu ári lokið við St. Jósefsspítali ð vígsluárinu 1926 Bjami heitinn Snæbjömsson fyrrum yfiríæknir ásamt systur Albínu og systur Evalíu, en þær störfuðu með honum allan hans starfstíma á St. Jósefsspftala. ***nk<4 ■ ÁRA stækkun rannsóknarstofu spítal- ans, húsnæðið stækkað um rúmlega helming og öll aðstaða þar bætt til mikilla muna frá því sem áður var. Fjöldi rannsókna, sem rannsóknar- stofan framkvæmir, hefur vaxið gífurlega jafnfætis því sem aukin umsvif hafa orðið hér í húsinu. Er hún nú fær um að gera flestar þær rannsóknir sem þarf að gera innan sjúkrahússins. Loks má svo nefna síðasta áfang- ann sem við emm nú að fagna á sextugsafmælinu, en það er að við emm nú að taka í notkun nýja og fullkomna röntgendeild. Naut spítalinn þar góðvildar bæjarbúa í ríkum mæli með fijálsum fjárfram- lögum þeirra. Hefði aldrei verið hægt að ráðast í svo fjárfrekt fyrir- tæki ef velvildar bæjarbúa hefði ekki notið við. Segja má að ekki hafi verið vanþörf á að taka til hendinni í röntgendeildinni þar sem tækjakostur, sem þar var fyrir, var tekin í notkun á 40 ára afmæli spítalans, eða fyrir tuttugu ámm. Er með ólíkindum hvað röntgen- læknum spítalans, sérstaklega Ásmundi Brekkan prófessor og yfír- lækni, hefur tekist að fá út úr gömlu tækjunum. Með nýju tækjunum verður spítalinn nú búinn til að sinna flestum eða öllum röntgen- rannsóknum sem fram fara hér innanhúss, auk þess sem hún getur tékið við §ölda rannsókna fyrir bæjarfélagið og nágranabæina og þarf þá ekki lengur að leita til Reykjavíkur með slíkar rannsóknir. Nú em tímamót í sextíu ára sögu St. Jósefsspítala í Hafnarfírði. Nýj- ir eigendur taka brátt við sjúkra- húsinu og við vonum að fordæmi systranna í öll þessi ár verði höfð að leiðarljósi við rekstur sjúkra- hússins í framtíðinni. Að hann fái áfram að starfa óáreittur á sem breiðustum gmndvelli með hag bæjarbúa og nágranabæjanna í huga og að unnið verði áfram að uppbyggingu stofnunarinnar eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Ég vil að lokum koma á fram- færi innilegu þakklæti okkar Hafnfírðinga til St. Jósefssystra fyrir það fómfúsa og óeigingjama starf sem þær hafa unnið hér við sjúkrahússtörf á undanfömum sextíu ámm. Megi þeim auðnast að sjá þennan stað blómstra áfram eins og hann hefur gert undir þeirra forsjá," sagði Jónas Bjarnason yfir- læknir að lokum. Texti: Sveinn Guðjónsson Herraterylenebuxur frá kr. 1200, kokka- og bakarabuxur á kr. 1000, kokkajakkar kr. 1000, drengjabuxur frá kr. 700. Saumastofan, Barmahlíð 34, gengið inn frá Lönguhlíð. Sími 14616. Hádegisverðarfundur Breytingar I skattamálum Félag viðskiptafræðinga og hagfræð- inga heldur hádegisverðarfund í Þingholti á Hótel Holti fimmtudaginn 11. desember kl. 12.00—13.30. Þar mun Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra ræða um breytingar Goir h. Hoarde og nýjustu viðhorf í skattamálum. Mætum tímanlega. Stjórnin ATHYGLISVERÐ BÓK UM DULRÆN MÁLEFNI DRAUMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur, eiginkonu sinnar. Helgi Vigfússon skrifar formála. Aðalheiður Tömasdóttr Dyngja bókaútgáfa, Borgartúni 23 105 Reykjavík, s 91-36638, 91-28177 og 91-30913.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.