Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 38 Heiðursmaðurinn Cary Grant „Allir eldast, nema Cary Grant.“ (Grace Kelly) Cary Grant, sem lést úr hjartaslagi í Bandaríkjunum fyrir viku, var skapaður úr hreinni fantasíu, mun meira svo en aðrar stjörnur, sem skapaðar hafa verið í Hollywood. A með- al örfárra samtíðarmanna, sem hægt er að kalla jafningja hans, var eitthvað í æfisögum þeirra, eitthvað í sambandi við tímann sem þeir lifðu á og staðinn sem þeir komu frá, hvort sem það var New York Cagneys eða Nebraska Henry Fonda, sem loddi við þá og fylgdi þeim hvar sem þeir fóru. Þessi sannleikskorn tengdu kvikmyndapersónur þeirra við raun- veruleikann og léðu því sem þeir gerðu á tjaldinu, hversu ólíkindalegt sem það var, ákveðinn trúverðugan hljóm. Það gerði þá sérstaka I hópi keppinautanna og minnisstæða þegar mörg hlutverk sem þeir léku voru það ekki. Þessu var öfugt farið með Grant. Þannig kemst bandaríski rithöf- undurinn og kvikmyndagagmýn- andinn Riehard Schickel að orði í breska blaðinu Observer fyrir þrem- ur árum í tilefni af væntanlegu áttræðisafmæli Cary Grants. Og hann heldur áfram: Grant byggði af yfirlögðu ráði upp persónu, sem tengdist engu í lífi hans eða þeim tímum sem hann lifði á. Hann lék yfírleitt ekki það sem hann hafði verið heldur það sem hann vildi að hann hefði verið þegar hann var ungur; ekki minningu um eitthvað raunverulegt heldur minningu um draum. Kvikmyndapersóna hans var stílfæring sem byggði á stílfær- ingum sem voru áður til staðar og hann hafði kynnst í skemmtanaiðn- aðinum. Og þótt hann hafi orðið nafnfræg stjama innan tveggja ára frá því hann fyrst kom fram í kvik- mynd árið 1932, varð hann ekki slík í fyllstu merkingu þess orðs fyrr en nokkrum ámm seinna þegar myndirnar sjálfar voru færðar í stílinn, hinar brjálæðislegu gaman- myndir fjórða áratugarins, sem gátu meðtekið þessa sköpun hans, væri rétt með farið. Og svo hélt hann áfram þar til einn daginn að hann fann sjálfan sig í hlutverki manns sem ekki hreppti stúlkuna (í myndinni Walk, Don’t Run árið 1966). Hann tók því vel og sagði pressunni að annað hefði verið smekkleysa miðað við aldur hans. Svo á endanum hætti hann að vera hann en varð hin frek- ar draugalega, gráhærða fígúra, sem við þekktum ekki nema af ein- staka ljósmyndum teknum af honum á flugvöllum eða í veitinga- húsum. Hann skrifaði engar æfíminningar, engar játningar komu frá honum. Grant fannst að hann ætti í meiri vanda með að finna út hver hann var en flestir aðrir. Hann hafði ekki, að honum fannst, hugmynd um hver hann væri. Eða, ef hann vissi það, var ekki alveg viss um að honum líkaði það sem hann var, eða að aðrir gerðu það. Svo virðist sem hann hafí af ráðnum hug byggt upp persónu sem hann kunni vel við og var í rónni með. Hann hélt þessu fram af nokkurri seiglu hin síðari ár. „Ég þóttist vera ákveðin Hann sá leikprufu með Grant og bauð honum samning þegar í stað. Um þetta leyti skipti Archie Leach um nafn og fór að kalla sig hinu hljómþýða nafni Cary Grant. „Cary“ var nafnið á persónunni sem hann hafði leikið síðast og „Grant“ valdi hann af lista kvikmyndavers- ins yfir eftimöfn. En nafnið Archie Leach hvarf þó ekki í gleymskunnar dá því í myndinni Arsenic and Old í ljós við dauða föður hans, Eliasar Leach, að sá hafði látið setja eigin- konu sína inn á geðveikrahæli án þess nokkum tímann að segja sjmi sínum frá því. Þegar þetta kom í ljós heimsótti Grant móður sína í Bristol tvisvar á ári þar til hún lést árið 1973, 94 ára að aldri. Grant lék í sinni fyrstu bíómynd árið 1932 og hún hét This is the Night. Síðar á sama ári lék hann á 1946: Með Ingrid Bergman í Notorious. og líttu við hjá mér einhvern tímann" (Come up ’n’ see me some- time). 1981: Á efri árum. manngerð á hvíta tjaldinu og ég varð að þessari manngerð úti í lífínu. Ég varð að mér,“ sagði hann í viðtali. Og árið 1981 fjallaði hann enn um þetta, líka í viðtali. „Ég veit ekki til þess að ég hafi neinn stíl. Ég stillti bara sjálfan mig inn á blöndu af Jack Buchanan, Noel Coward og Rex Harrison. Ég þótt- ist vera einhver sem ég vildi vera og á endanum varð ég hann. Eða hann varð ég. Eða við hittumst. Þetta er samband." Hvað sem öllu því líður fæddist Archibald Alexander Leach, sem átti eftir að verða heimsfrægur undir nafninu Cary Grant, þann 18. janúar árið 1904 í Bristol. Hann var enn skólastrákur þegar hann strauk að heiman og fór að vinna hjá gamanleikflokki, sem hann svo ferðaðist með til Bandaríkjanna árið 1920. Hann snéri aftur til Bret- lands árið 1923 og lék smáhlutverk í mörgum gamansöngleikjum. Framleiðandinn Arthur Hammer- stein sá hann og tók hann með sér aftur til Bandaríkjanna og fékk honum hlutverk í söngleiknum „Golden Dawn“ í New York. Hann lék í fleiri söngleikjum fram til árs- ins 1931 að hann keyrði i notaða Packardinum sínum vestur yfír Bandaríkin til Hollywood. BP Schulberg var þá forstjóri Paramount-kvikmyndaversins. 1938: Cary Grant með Katharine Hepburn í Bringing Up Baby í bernsku: Archie Leach sem barn í Bristol. Lace mátti sjá það á legsteini og í His Girl Friday sagði Grant á einum stað: Sá sem sagði þetta við mig síðast var Archie Leach, aðeins viku áður en hann skar sig á háls. Um þrítugt var Cary Grant orð- inn upprennandi Hollywood-stjama og það var um það leyti sem hann komst að sannleikanum um móður sína, sem hafði horfíð honum þegar hann var 10 ára gamall. Það kom 1940: Með Rosalind Russell í His Girl Friday. móti Marlene Dietrich í Blonde Venus, sem Josef von Stemberg Ieikstýrði. Árið eftir lék hann m.a. á móti kynbombunni Mae West í tveimur myndum, She Done Him Wrong og I’m No Angel. Hún hafði valið hann til að leika á móti sér, og það var við hann sem hún sagði hina frægu setningu: „Komdu upp Um 1936 hafði Grant leikið í 20 myndum. Nokkrar næstu þar á eft- ir urðu til að festa hann í sessi sem fremsta gamanleikara Hollywood, Topper (1937), The Awful Truth (1937) og Bringing Up Baby (1938), sem Howard Hawks leik- stýrði en Katharine Hepum lék á móti Grant. Þau þóttu sérlega góð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.