Morgunblaðið - 07.12.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.12.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 saman og léku aftur í Holiday á sama ári og þremur árum seinna i The Philadelphia Story, sem George Cukor leikstýrði. Þá var stríðið skollið á og Grant gaf þann pening sem hann fékk fyrir myndina í breska stríðssjóði. Þegar Banda- ríkin hófu þátttöku í stríðinu var Grant á meðal þeirra Hollywood- stjama sem ferðuðust um og skemmtu hermönnum; hann gerðist bandarískur ríkisborgari árið 1942. Árið 1941 lék Grant í Suspicion, fyrstu af fjórum spennumyndum sem hann lék í undir leikstjóm meistara Hitchcocks. Hinar, allt metsölumyndir, voru: Notorious (1946), To Catch a Thief (1955) og North by Northwest (1959). Hann varð einn af fystu leikumn- um til að rífa sig úr viðjum Holly- wood-kerfisins og ráða sér sjálfur. Um 1950 fékk hann 300.000 doll- ara fyrir hveija mynd sem hann lék í en afleiðingin varð sú að hann lék í færri myndum. Og þótt hans síðustu myndir hafi ekki alltaf orð- ið metsölumyndir, töpuðu fáar þeirra peningum. Grant var snjall kaupsýslumaður. Þegar á leið fékk hann 10 prósent af ágóða hverrar myndar sem hann lék í og eignað- ist þær alfarið eftir sjö ár. Hann valdi sín hlutverk af kostgæfni og passaði að myndir sínar yrðu frum- sýndar um sumartímann. Hann varð einn af ríkustu leikumm Bandaríkjanna. Síðasta myndin, sem Grant lék í var Walk, Don’t Run, með Saman- tha Eggar. Hann dró sig í hlé eftir það og neitaði öllum boðum um að leika aftur. Hann hafði leikið í meira en 70 myndum en hann hlaut aldrei Óskarsverðlaunin fyrir eitt ákveðið hlutverk. Tvisvar var hann þó útnefndur til verðlaunanna og árið 1970 hlaut hann sérstakan Óskar fyrir gifturíkt framlag sitt til kvikmyndaiðnaðarins og „hreina snilld". „Eg hef notið þeirra forrétt- inda að vera hluti af glæsilegasta skeiði Hollywood,“ sagði hann þeg- ar hann tók á móti verðlaununum. „Ég held að rétt handan við homið lúri jafnvel enn glæsilegra skeið." En jafnvel eftir að hann dró sig í hlé hélt hann áfram að vera stjama því myndir hans vom sýndar reglu- lega í sjónvarpinu. Hann gerðist forstjóri fyrir ilmvatnsfyrirtæki og var stjómarmaður hjá Metro-Gold- wyn-Mayer-kvikmyndaverinu. Cary Grant vegnaði ekki eins vel í einkalífinu og honum vegnaði í athafnalífínu. Pjögur hjónabönd hans enduðu með skilnaði. Skilnað- ur hans við leikkonuna Dyan Cannon var miskunnarlaus. Við réttarhöld í málinu var hann sakað- ur um að nota reglulega ofskynjun- arlyfið LSD og að beija konuna sína í viðurvist þjónustuliðsins. Cannon og hann áttu eina dóttur, Jennifer, og hann tók miklu ást- fóstri við hana en hún var einkabam hans. „Hún er mín besta fram- leiðsla," var hann vanur að segja. Árið 1981, 77 ára að aldri, kvænt- ist hann fimmtu og eftirlifandi konu sinni, Barböm Harris. Grant talaði um dauðann í við- tali fyrir nokkmm ámm. „Auðvitað hugsa ég um hann,“ sagði hann. „En ég vil ekki dvelja of lengi við hann. Og ég verð að segja að ekki vil ég hitta hann of fljótt." „Veistu," sagði hann svo, „þegar ég var ungur hélt ég að þeir hefðu séð við honurn um það leiti sem ég yrði gamall. Ég held að hugsanir manns um hann þegar maður hefur náð mínum aldri snúist um hvemig þú ferð að og hvort þú hagir þér vel.“ En aftur til Richard Schickels. Hann segir í áðumefndri grein í Observer fyrir áttræðisafmæli Grants: Þó að sé eftirsjá að honum er maður virkilega þakklátur Cary Grant fyrir að hætta að leika á velmektardögum miðaldra lífsins, greipa það í minningu okkar og skilja eftir eins geðþekka mynd af sér og hann gerði. Hann hefur, ekkert frekar en á tjaldinu, valdið fólki ónæði. Hann er ekki pólitískur leiðindaskarfur. Hann er ekki spor- göngumaður heilbrigðs lífemis og hollra matarvenja eða trúarsann- færingar eða breyttra lífshátta. Hann kemur ekki fram í auglýsing- um um sjúkrahjálp aldraðra eða sem talsmaður stórfyrirtækja. Hann hefur aldrei þurft að snúa úr meðferð vegna alkóhólisma, eit- urlyflaneyslu eða alvarlegra veik- inda. Hann hefur átt í hjónabands- erfiðleikum . . . en jrfir það heila tekið hafa þeir verið leystir í kyrr- þey; þeir em ekki aðhlátursefni í samtalsþáttum sjónvarpsstöðv- anna. Hvað athafnalífið snertir er hann orðinn að gráum draug á lins- um fréttaljósmyndaranna og minnir þannig á sjálfan sig eins og hann var, léttlyndan. Hann hefur neitað að falla í þá gildm ellinnar sem em leiðindin, neitað að rasa út en hald- ið virðuleik sínum og orðið það sem hann ætlaði sér fyrir mörgum ámm að verða — heiðursmaður. Af gamla skólanum. Samantekt: — ai. Verð 1.125. Stærð; 20—30 Litur: Svart, svart með grænum röndum. Tökum við F og CE i gegnum sima. 5% staðgreiðsluaf- sláttur. M T0PP -rt-Na^SKÖRINN VELTUSUNDl 1 21212 NÝ NÁMSBRAUT: Tölvutækni Tölvufræðslan mun í janúar nk. hefja eins árs kennslu í tölvutækni. Um er að ræða hagnýtt nám þar sem áhersla er lögð á þá þætti sem koma að mestu gagni við tölvunotk- un í atvinnulífinu og við gerð hugbúnaðar. Náminu er skipt í tvo sjálfstæða áfanga. Fyrri áfanginn nýtist fyllilega í starfi, þótt hinn síðari sé tekinn seinna. TÖLVUTÆKNI I 12. janúar 1987 til 18. april 1987. Meðal efnis eru eftirfarandi þættir: * Grundvallaratriöi í tölvufræði * Hagnýt stærðfræði * Forritunarmál * Vélarmál * Æðri forritunarmál * Forritun i D-base III + * Kerfisgreining * Kerfishönnun * Frágangur forrita * Uppsetning tölvukerfa TÖLVUTÆKNI II 14. september 1987 til 12. desember 1987. * Rekstur tölvukerfa * Stærðfræðigreining * Fjölnotendatölvur * Forritun í RPG * Rekstrarhagfræði * Tölvuvæðing fyrirtækja Umsjón með kennslu hefur dr. Kristján Ingvars- son skólastjóri Tölvufrœðslunnar. Nánari upplýsingar fást i sima 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 BORNIN VEUA pkiyfflobi Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 - Sími 26010 Stucko-X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.