Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 plorumj Útgefandi rtlbfaliiíb Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. í þáffu hinna lægst launuðu egar kjaraviðræður hófust fyrir um það bil tveimur vikum, var yfírlýst markmið að- ila að bæta hag hinna lægst launuðu. Samningamir, sem vom undirritaðir í gær, eru í anda þessa markmiðs. Lægstu launataxtar hafa verið hækkaðir verulega. Telja samningsaðilar auk þess, að samningamir séu innan þess ramma, sem þeir mörkuðu með febrúarsamning- unum, það er að unnt sé að halda gengi stöðugu, hafa hemil á verðhækkunum og lækka verð- bóiguna frá því sem nú er. Eftir þá samninga, sem nú liggja fyrir, þarf enginn að fara í grafgötur um að það hafa orð- ið þáttaskil í samskiptum Alþýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins. Greinilegt er, að tortryggni hefur verið eytt milli aðila. Þeir geta hvað eftir annað sest niður og rætt hin flóknustu og viðkvæmustu mál af fullri einurð og náð sam- an að lokum án þess að skiptast á hótunum eða kalla til opin- beran sáttasemjara. Arangurinn hefur ekki heldur látið á sér standa. Markmiðin, sem aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjómin settu sér með samn- ingunum í febrúar, hafa í stórum dráttum náðst. Þess sjást að vísu merki, að þörf er á öflugri skorð- um við verðþenslu. í febrúar var það ásetningur samningsaðila að nota óvenjulegt lag í heims- búskapnum til að ná íslensku efnahagsiífí út úr vítahring verð- bólgunnar. Það tókst. Gangi sá vilji samningsaðila eftir, að hagur hinna lægst laun- uðu batni í raun meira en annarra, er miklum árangri náð. Reynslan segir mönnum, að umhyggjan fyrir hag þeirra, er lökust hafa launin, sé oft meiri í orði en á borði. Þegar á rejmdi í samningunum núna, kom það einnig í ljós, að talsmenn sumra hópa töldu sér fyrir bestu að draga sig í hlé og bíða átekta. Yfírlýsingar samningsaðila um að hinn nýi samningur tryggi efnahagslegan ávinning febrúar- samninganna, verða mark- lausar, ef kaupmáttur allra launa hækkar um 30% milli ára eins og lágmarkslaunanna. Verði ekki unnt að setja skorður við því, eru samningamennimir að hefja hraðferð inn í nýja verð- bólguiðu. I umræðum um þessa nýju samninga hefur verið sagt, að þeir séu „byltingarkenndir". Sú orðnotkun stafar af því, að nú- verandi kauptaxtakerfí verði lagt niður og nýtt launakerfí byggt upp í fastlaunasamning- um. Bónuskerfín verða stokkuð upp og bónus færður inn í fasta- kaupið, sem nemur hækkun lágmarkslauna. Með þessum hætti eru aðilar að framkvæma fyrirheitið frá því í febrúar um uppstokkun á launakerfunum. Það er þó enn óljóst, hvernig framkvæmdinni verður háttað. Er mikilvægt, að staðið verði skipulega að henni og með þeim hætti, að allir launþegar geri sér glögga grein fyrir því í hverju „byltingin" í launakerfinu felst. Ríkisstjómin var ekki lengi að gera upp hug sinn til þeirra atriða, sem henni vom kynnt á föstudag og samningsaðiiar vildu hafa á hreinu, áður en loka- sprettur samningalotunnar hófst. Það er í samræmi við stefnu stjómarinnar, að verð- bólga verði undir 10% á næsta ári; hún hefur að vísu talað um 5%, en samningsaðilar setja markið á 7-8%. Þá vilja stjóm- völd hafa hemil á hækkun opinberra þjónustugjalda og samræma skattheimtu og verð á búvöm markmiðum kjara- samninganna. Athyglisvert er, að aðilar vinnumarkaðarins setja fram óskir um sérgreind atriði í opinberri stjóm á landbúnaðar- málum. Þeir andmæla hinni opinbem verðstýringaráráttu, sem er að ná tökum á hænsna- rækt, og vilja afnema kartöflu- skatt. Ætti Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, að sjá sóma sinn í því að taka tillit til þessara andmæla. Þá er áréttað það réttlætismál, að hækkun á lægstu launum nái til bóta al- mannatrygginga. Síðast en ekki síst vilja samn- ingsaðilar staðgreiðslu skatta og að ekki verði greiddur skattur af launum undir 30 þúsund krón- um. Þessi tiliaga er í samræmi við þau sjónarmið, sem Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hreyfði í umræðum um skatta- mál á síðasta sumri. Er því líklegt, að nú verði unnið mark- visst að framkvæmd hennar. Samið er til eins árs. Tekist hefur að koma í veg fyrir að kjarasamningar standi yfír á sama tíma og stjómmálaflokk- amir berjast um þingsætin. Ber að fagna því sérstaklega. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um, að kaupmáttur næsta árs verði betri en hann hefur áður verið. Kosningamar hljóta að snúast um það, hverjum laun- þegar treysta best til að vemda þann árangur, sem náðst hefur í tveimur tímamótasamningum um kaup og kjör á þessu ári. Leiðari Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag fjallar um kynningarátak heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins til að verj- ast útbreiðslu alnæmis [ónæmistæringar] á ís- landi. Raunar hófst þessi kynningarherferð hér í blaðinu með sér- stökum blaðauka fáeinum dögum fyrr. Þar koma heilbrigðisráðherra, landlæknir, borgarlæknir og læknar og sérfræðingar á sviði veirufræði á framfæri hvatningu og viðvörun til almennings um rétt við- brögð gegn þessum vágesti, þessari skuggalegustu sýkingarógn samtímans. Alnæmi er lokastig veirusýkingar, sem brýtur niður ónæmiskerfi líkamans. Engin lækning er til við ógn þessari enn sem komið er. Helztu smitleiðir hennar eru kynmök og blóðblöndun, t.d. „þegar eitur- lyfjaneytendur skiptast á nálum“. Allir geta sýkst af alnæmi ef smitleiðir eru fyr- ir hendi. Sjúkdómurinn hefur þegar greinst í 70 þjóðlöndum í öllum heimsátfum. Út- breiðsla hans er sumstaðar ör. I október síðastliðnum höfðu fundizt 29 einstakling- ar með smit af völdum veirunnar hér á landi. Fy rirbyggj andi varnir Eins og fram kemur í tilvitnaðri forystu- grein Morgunblaðsins leggja sérfræðingar, sem fjallað hafa um fyrirbyggjandi vamir, einkum áherzlu á þrennt: *1) Að engin lækning er til, enn sem komið er, við alnæmi. *2) Að helzta vöm fólks gegn sýkingu felist í lífsmáta þess, það er að forðast lauslæti og skyndikynni, en helzta smitleið alnæmis eru kynmök við sýktan einstakl- ing. *3) Aðgerðir gegn fíkniefnum, sér í lagi þeim er fólk sprautar í sig. Kynningarátak ráðuneytisins og sér- fræðinga felst í því að koma á framfæri - um skóla, fjölmiðla og vinnustaði, einkum þar sem ungt fólk vinnur, - fræðslu um eðli þessarar drepsóttar, hvemig hún berst um heimsbyggðina og hvað er helzt til vamar. Hér skipta fyrirbyggjandi aðgerðir mestu. Þessvegna er það sett á oddinn - í kynningarátakinu - að gera fólki ræki- lega grein fyrir alvöru málsins og persónu- legri ábyrgð hvers og eins í fyrirbyggjandi vömum. Hin hlið málsins, meðferð hinna sýktu og viðbúnaður henni tengdur, hefur síðan lagt sjúkrastofnunum á herðar fjöl- þætt og kostnaðarsamt viðbótarstarf. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna al- næmis er þegar orðinn mjög mikill og á fyrirsjánlega eftir að verða enn meiri. Forystugrein The Economist Flestir helztu fjölmiðlar heims hafa fjall- að með einum eða öðrum hætti um þá ógn sem heimsbyggðinni stafar af almæmi. Meðal þeirra er hið ábyrga brezka vikurit The Economist. í forystugrein þess 22. nóvember sl., sem fjallar um þessa ógn, er m.a. komist svo að orði: „Sveppategund ein í Bretlandi leggst á hollenzkan álmvið þar í landi og hefur nánast útrýmt tijátegundinni. Ef trén hefðu haft mannlega vitund, þá hefðu þau fylgst með framgangi sjúkdómsins í hjálp- arvana hryllingi. Mannkynið er nánast í sömu sporum og hinn hollenski álmur hvað alnæmi varðar. Horfumar eru dekkri en verstu svartsýnismenn töldu fyrir fjórum árum, þar sem almenningur er enn tregur til að grípa til varúðarráðstafana gegn alnæmisveirunni. Rúm 10% almennings eru nú sýkt af alnæmisveirunni þar sem hún hefur náð hvað ihestri útbreiðslu í heiminum. Þetta á sennilega við um mestalla Mið-Afríku. Önnur svæði eru Haitíeyjan, New York- borg, Flórídaríki og Kalifomía. Annars- staðar hijáir sjúkdómurinn enn sem komið er einkum homma og stunguefnaneytend- ur, en þetta mun breytast - en enginn veit hversu hratt... Sérhver ríkisstjóm og sérhvert dagblað ætti nú þegar að hefja áróður fyrir var- kámi í kynlífsmálum, svo draga megi úr útbreiðslu alnæmisplágunnar. Þetta þýðir einlífí eða líf með aðeins einum aðila fyrir suma, fyrir aðra þýðir þetta notkun veija. Nú þegar krefjast flestar vændiskonur í Bandaríkjunum að „viðskiptavinurinn" noti smokk. Þrátt fyrir að þessi er raunin, þá hefur sala á veijum í Bandaríkjunum og Bretlandi nánast ekkert aukist. Notkun smokka þarf að verða eins hversdagsleg og notkun bílbelta. Sendið ekki bara ókeyp- is matvæli til Afríku, heldur líka ókeypis veijur. En þrátt fyrir aðgerðir af þessu tagi, þá er ekki enn unnt að sjá fyrir end- ann á sjúkdómi þessum. Dauðsföllum af völdum alnæmis mun fjölga stöðugt mörg næstu ár enda þótt mannkynið hætti að lifa kynlífí strax í fyrramálið." Efni af þessu tagi er ekki hefðbundið í vikuriti eins og The Economist. En allir ábyrgir fjölmiðlar, vítt um veröld, hvetja nú til varúðarvakningar af hliðstæðu tagi og íslenzka heilbrigðis- og ti-yggingaráðu- neytið rær nú að. S veitar stj órnar- kosningar 1986 I sveitarstjómarkosningum fyrr á þessu ári greiddu 138.139 kjósendur atkvæði, eða 81,9% af þeim 168.637, sem vóm á kjörskrá. Þetta er talsvert minni þátttaka en 1982, en þá var hún 85,1%. Það vekur athygli að þátttaka yngstu kjósendanna í Reykjavík, þeirra sem vóm 18 og 19 ára á kjördegi, reyndist nokkuð minni en með- alþátttakan, eða 71,4%. í Reykjavík var kosningaþátttakan 81,5%. Mest kosningaþátttaka í kaupstöð- um var í Neskaupstað 93,0% og Ólafsfirði 91,3%. Minnst var þátttakan 76,4% á Akureyri og næstminnst 78,2% í Kópa- vogi, þegar horft er til kaupstaðanna einna. í sveitarstjómarkosningum 1986 komu fram 279 framboðslistar í 80 sveitarfélög- um. I fjórum sveitarfélögum kom aðeins fram einn framboðslisti. Þar var sjálfkjör- ið. Flestir urðu framboðslistamir 8 í einu og sama kjördæminu. í kaupstöðunum, 23 talsins, komu fram 114 listar, flestir í Hafnarfirði (8). í 33 kauptúnahreppum komu fram 109 listar. Flestir vóm listamir fímm í sama kjör- dæminu, Mosfellshreppi og Borgames- hreppi. í 24 hreppum, hvar kosið var í júní, komu fram 56 listar, þar af einn í þremur hreppum. Á framboðslistunum vóm 3.853 fram- bjóðendur. Karlar vóru mun fleiri en konur, 2.393 á móti 1.374. í kaupstöðum vóm karlar 60,3% frambjóðenda en konur 39,7%. í kauptúnahreppum vóm karlar 66% frambjóðenda, konur 34%. í hreppum vóm karlar 69,4% frambjóðenda, konur 30,6%. í sveitarstjómarkosningum 1986 vóm kjömir 1.180 aðalmenn í sveitarstjómir. Þegar upp var staðið reyndust karlar skipa 80,8% þessara sæta (87,6% 1982) en kon- ur 19,2% (12.4% 1982). í kaupstöðum skipa karlar 71,1% sætanna, konur 28,9%; í kauptúnahreppum skipa karlar 76,3% sæta, konur 23,7% og í hreppum skipa karlar 84,7% sætanna en konur 15,3%. Þessar tölur sýna að konur eiga enn langt í land jafnstöðu, hvað áhrif í sveitarstjóm- um varðar. Þær sækja að vísu hægt og sígandi á, en ekki er um hraðferð af þeirra hálfu að ræða. Hlutur þeirra í þéttbýli er vemlega skárri en í stijálbýli. Þó eiga konur meirihluta í þremur strjálbýlissveit- arfélögum: Lýtingsstaðahreppi í Skaga- fírði, Austur-Eyj alj allahreppi og Rangárvallahreppi í Rangárvallasýslu. Áttatíu og eitt sveitarfélag hefur enga konu í sveitarstjóm 1986. Kvenmannslaus- um sveitarstjómum hefur fækkað um þijátíu og tvær síðan 1982. Elztu heimildir um kynskiptingu sveitar- stjómarmanna em frá 1950. Þá hlutu 7 konur kosningu á móti 1.136 körlum. Konur vóm 1% kjörinna sveitarstjómar- manna 1962, 2% 1970, 6% 1978 og 19% 1986. Athygli vekur að enginn þeirra, sem fengu kjörgengi með nýjum lögum, það er úr 18 og 19 ára aldurshópum, var kjör- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. desember mikið er að einn aðili hafí umboð til að móta innkaupastefnu ríkisins, hvort heldur innkaupin fara fram hjá Innkaupastofnun eða einstökum opinbemm aðila, en gmnd- vallaratriði er að þar sé hægt að móta reglur eftir því sem aðstæður krefja hveiju sinni. Ef hægkvæmt þykir að einstakir opinberir aðilar sjái sjálfír um innkaup, þá á að vera unnt að annast innkaupin með þeim hætti. Aðalatriðið er það að samræmdum meginreglum sé fylgt, hvor hátturinn sem á er hafður". Að nýta vel skattpeninga Ekki er ljóst hve miklum fíármunum og mannafla ríkissjóður og ríkisstofnanir ráðstafa til innkaupa á vömm og þjón- ustu. Árið 1985 velti Innkaupastofnun ríkisins 600 m.kr. í vörukaupum, heima og heiman. Veltan hjá Pósti og síma nem- ur álíka fjárhæð. Skipaútgerð ríkisins og Rafmagnsveitur ríkisins annast innkaup sem nema verulegum fjárhæðum. Það veltur að sjálfsögðu á miklu fyrir skattgreiðendur og allan almenning, sem endanlega og kostnaðarlega rís undir út- gjöldum ríkisins og ríkisstofnana, hvem veg er á málum haldið f þessu efíii. Þess- vegna hefur hinn almenni þjóðfélagsþegn vaxandi áhuga á allri stefnumótun stjóm- málamanna, að þvf er varðar tekjuöflun [skattheimtu] ríkisins og ráðstöfun allra þeirra miklu fjármuna, sem löggjafar-, fjárveitinga- og framkvæmdavaldið deilir út eða eyðir í umboði þjóðarinnar. Hið opinbera þarf í vaxandi mæli að styðjast við útboð varðandi opinberar framkvæmdir og kaup á vömm og þjón- ustu. Sama máli gegnir raunar um útboð rekstrarverkefna, sem grannríki stunda í vaxandi mæli. Ríki og sveitarfélög hljóta að nýta vaxandi markaðssamkeppni til að tryggja sem bezta nýtingu þeirra fjár- muna, sem sóttir em í vasa þjóðfélags- þegnanna. stjóm opinberra framkvæmda færist í ríkara mæli en nú er til fjármálayfirvalda og að þar fari fram mat á hagkvæmni og forgangsröðun verkefna. Þetta á að gera til að tryggja betri heildaryfirsýn um opin- berar framkvæmdir. Fjármálaráðherra lagði í framsögu fyrir framvarpinu áherzlu á það, að hér væri um mjög mikla fjármuni að tefla, sem varið væri til margvíslegrar opinberrar byggingarstarfsemi, bæði af ráðstöfunarfé ríkisins og lánsfé, sem gjaman er aflað til framkvæmdanna, og væri oft á tíðum mjög dýrt. Það væri því mikilvægt að koma á góðri og traustri stjómun þessara mála, vandaðri undirbúningi að upphafi framkvæmda en minni afskipti af verk- framkvæmdinni sjálfri. Þessvegna beri að stefna að betri tökum Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar á undirbúningi fram- kvæmda, en ríkið semji síðan við óháða aðila um framkvæmdir. Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins verði hinsveg- ar lögð niður. Ráðaherra taldi „fulla ástæðu til þess að reyna útboð á hönnun ekki síður en framkvæmdum verka", en ríkið verði eftir sem áður að hafa mótaða skoðun um fram- kvæmdimar sjálfar, framkvæmdaröðun og framkvæmdahraða. Opinber innkaup Um Innkaupastofnun ríkisins gilda lög nr. 72/1947 og reglugerð frá 1959. Upp- haflega heyrði stofnunin undir viðskipta- ráðuneytið. Með reglugerð um stjómarráð- ið frá 1969 er stofnunin hinsvegar færð undir fjármálaráðuneytið. í lögum frá 1947 em ákvæði um að ríkisstofnanir, svo og þeir sem hafa með höndum framkvæmdir kostaðar af ríkis- sjóði, skuli fela Innkaupastofnun ríkisins innkaup þeirra nauðsynja, sem falla undir starfssvið þeirra, nema ráðherra heimili annað. Þessu ákvæði hefur aldrei verið framfylgt í reynd. Ríkisstofnunum hefur verið í sjálfsvald sett hvemig þær haga innkaupum sínum, bæði innanlands og erlendis frá. Nokkrar stofnanir og fyrir- tæki ríkisins hafa sett upp innkaupadeildir, sem annast svo til öll innkaup til eigin starfsemi, t.d. Póst- og símamálastofnun- in, Rafmagnsveitur ríkisins o.fl. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir stjómarframvarpi um opinber innkaup, samhliða frumvarpinu urn skip- an opinberra framkvæmda. Bæði framvörpin era samin af sömu nefndinni, sem skipuð var 1984 til þess að yfírfara starfsemi Innkaupastofnunar ríkisins og framkvæmdadeildar þeirrar stofnunar. Framvarpið gerir ráð fyrir að Innkaupa- stofnunin starfí áfram en með breyttu sniði (framkvæmdadeild stofnunarinnar verði lögð niður). Það gerir ráð fyrir sér- stakri stjóm opinberra innkaupa, sem geti m.a. sent starfsmenn til lengri eða skemmri tíma inn í stofnanir til leiðbein- ingar og eftirlits með innkaupum. Það gerir og ráð fyrir því að Innkaupastofnun- in hafí heimild til að afla sérfræðiumsagnar um vörar og þjónustu komi upp ágreinings- mál. Ennfremur að Innkaupastofnunin liggi ekki með vörabirgðir fyrir ríkisstofn- anir. Framvarpið kveður og á um að forstjóri stofnunarinnar starfí með stjóm hennar og verði ráðinn til takmarkaðs tíma. Og síðast en ekki sízt að upplýsinga- gjöf stofímnarinnar um útboð og töku tilboða verði bætt. Fjármálaráðherra sagði m.a. í framsögu sinni: „Verði ofangreindum tillögum hrandið í framkvæmd má bæta opinber innkaup og ná því tvíþætta markmiði að spara opinberam stofnunum og fyrirtækjum tals- verðar fjárhæðir og koma á styrkari framkvæmd ogeftirliti með öllum innkaup- um.“ Hann sagði ennfremur: „Ég tel að lagasetningin þurfí að vera markvissari en nú er. Heildaryfírsýn um opinber innkaup er ekki fyrir hendi. Veiga- inn í sveitarstjóm 1986. Meðalaldur kjörinna sveitarstjómarfulltrúa var 43,3 árímaílok sl.,en hann var44,l ár 1982. Tæplega helmingur kjörinna sveitar- stjómarmanna 1986 er „nýr“, það er sat ekki í sveitarstjórnum 1982-1986. 52% sveitarstjómarmanna hlutu endurkjör. Framundan era alþingiskosningar, hugsanlega í apríl og alls ekki síðar en í júní 1987. Hér verður ekki spáð í þær. En á kjördegi tökum við, óbreyttir kjósendur, þátt í því að semja íslandssögu líðandi stundar, ríkulegar en aðra daga kjörtíma- bilsins. En þegar grannt er gáð skráum við íslandssöguna, frá degi til dags, í gjörð- um okkar, afstöðu og samtökum margs konar. Skipan opinberra framkvæmda Fimmtán ár éra liðin frá setningu laga um opinberar framkvæmdir. Síðan hefur margt breytzt í framkvæmdum og verk- skipulagi. Upp hafa risið öflug fyrirtæki á tæknisviði, sem fær era um að veita sérhæfða þjónustu, sem nauðsynleg er frá upphafi til enda stro að segja hvers konar framkvæmda. Það er því fátt sem styður það að ríkið fastbindi tilhögun verklegra framkvæmda og verkeftirlit við opinbera starfsmenn. Ríkið hlýtur að nýta sam- keppni markaðarins, ekkert síður en einkageirinn, til að nýta fjármuni skatt- borgaranna betur en ella. Þorsteinn Pálsson, fíármálaráðherra, mælti nýlega fyrir stjómarframvarpi um skipan opinberra framkvæmda, sem byggt er á niðurstöðum sérstakrar nefndar, sem Albert Guðmundsson, fyrrverandi fyár- málaráðherra, skipaði vorið 1984 til að athuga starfshætti framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Formaður nefndarinnar var Magnús Pétursson, hag- sýslustjóri. Framvarpið gerir m.a. ráð fyrir því að „Sveppategund ein í Bretlandi leggst á hollenzk- an álmvið þar í landi og hefur nánast útrýmt trjátegundinni. Ef trén hefðu mannlega vitund þá hefðu þau fylgzt með fram- gangi sjúkdóms- ins í hjálparvana hryllingi. Mann- kynið er nánast í sömu sporum og hinn hollenzki álmur hvað al- næmi varðar. Horfurnar eru dekkri en Verstu svartsýnismenn töldu fyrir fjórum árum.“ (Úr for- ystugrein brezka vikuritsins The Economist.) l í3 > í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.