Morgunblaðið - 07.12.1986, Side 62

Morgunblaðið - 07.12.1986, Side 62
apor q'Jaí/ras'írrr v «TTnAOTTMWTTP mat TOWTnqrw MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 P SJ> 62 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Stefnumótun í umhverfismálum: Umhverfið ramm- inn um mannlífið Verndun náttúrugæða - varnir gegn mengun „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að gera áætlun um stefnumótun í umhverfísmálum. Tilgangur þeirrar áætlunar verði að efla alhliða umhverfísvemd og vamir gegn hvers konar mengun og öðram skaðlegum umhverfís- áhrifum jafnframt því að vinna að varðveizlu og sem skynsamlegastri nýtingu náttúragæða landsins. Að þessum markmiðum skal unn- ið með því að koma á skipulegri yfírstjóm umhverfísmála í Stjómar- ráði íslands og samstarfi þeirra aðila sem fjalla um náttúruvemd, mengunarmál og aðra þætti um- hverfísmála. Við gerð slíkrar áætlunar verði sérstaklega fjallað um endurskoðun núgildandi laga um náttúravemd og mengunarvamir, svo að komið verði í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og annarra landkosta og vaxandi mengun í lofti, láði og legi. Áætlun þessi um stefnumótun í umhverfísmálum skal lögð fram í upphafi næsta reglulegs Alþingis". Þannig hljóðar tillaga til þingsá- lyktunar sem sjö þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa flutt í Sameinuðu Alþingi: Gunnar G. Schram, Friðrik Sophusson, Friðjón Þórðarson, Halldór Blöndal, Jón Magnússon, Pétur Sigurðsson, Salome Þorkels- dóttir. Heildstæð stefnumótun í greinargerð með tillögunni seg- ir m.a.: „Mikilvægt er að nýtingu lofts, lands og sjávar sé á þann hátt hag- að að full aðgæzla sé viðhöfð og komið í veg fyrir mengun og önnur umhverfisspjöll eftir því sem föng era á. Ekki sízt er vemd náttúrann- ar mikilvæg hér á landi vegna þeirra loftlags- og gróðurskilyrða sem við búum við. Vísindamenn telja að þjóðin búi nú við minna en 20% af þeim landgæðum sem fólust í gróðri og jarðvegi við landnám, en gróðu- reyðing af manna völdum hefur ekki sízt verið stór þáttur í því. Fram til þessa hefur skort heild- stæða stefnumótun í umhverfísmál- um hér á landi, ólíkt því sem er í flestum nágrannalöndum okkar. Engin heildarlöggjöf hefur enn ve- rið sett um þennan mikilvæga málaflokk og með ýmsa þætti um- hverfísmála er nú farið í níu ráðuneytum". Hér er hreyft við mjög mikilvæg- um málaflokki. Þrennt kemur fyrst og fremst til: * 1) Gróður- og jarðvegseyðing er alvarlegt vandamál að mati vísindamanna. * 2) Ekki skiptir minna máli að halda sjónum, sem geymir helztu auðlind okkar [nytjafíska] er lífskjör okkar og efnalegt fullveldi hvíla ekki sízt á, ómenguðum. Ef hugsanleg mengun sjávar hindrar eðlilegan viðgang þessarar auðlind- ar, eða neyzlugæði sjávarfangs, þverra skilyrði til búsetu og lífsbjargar í landinu. * 3) Umhverfið er ramminn utan um mannlífíð, hvort heldur er í sveit eða við sjó, í stijálbýli eða í þétt- býli. Það skiptir mjög miklu máli að þessi mannlífsrammi sé aðlað- andi í hvívetna. 20% landgæða á landnámsöld Talið er að þjóðin búi nú við minna en 20% landgæða sem fólust í gróðri og ogjarðvegi landsins á landnámsöld. Gróðureyðing síðan hefur að hluta til orðið af mannavöldum. Vakning er hinsvegar með þjóðinni nú til þess að græða sárin og klæða landið þeim gróðri sem skilyrði standa til. Mynd- in sýnir ungt fólk við gróðursetningu trjáa. Margs er að gæta Víkjum fyrst að leiðum til að endurheimta glötuð landgæði og stuðla að því gróðurfari sem skil- yrði bezt leyfa. Þar er einkum horft til þriggja leiða: 1) uppgræðslu ógróins lands með sáningu og áburði, 2) bótum á grónu landi með áburði, 3) ræktun skóga. Samhliða verður að koma í veg fyrir frekari gróðureyðingu, m.a. með beitarstýringu (sauðfé, hross) og takmörkun beitar og fram- kvæmd ítölu, þar sem nauðsyn krefur. Einnig verður að huga að ört vaxandi umferð ferðamanna um viðkvæm gróðursvæði, ekki sízt á hálendinu, og setja markvissar landsins í janúar 14WD-SKUTBÍLL Sá fyrstí frá Japan með sítengt aldrif, sem hægt er að læsa. O Stööug spyrna á öll hjól. O Engin skipting milli fram- og afturhjóia. O Viöbragö og vinnsla ísérfiokki. O Niikiö buröarþol. O Nýtískulegt og stílhreint útlit. Laugavegi 170 172 Simi 695500 m ] i >íll þeirra, sem ekki léta ófærðina 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.