Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 4

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 LEIKBRÚÐULAND í SPÁNARFÖR Höfum lendis má rekja til brúðuleikhús- hátíðar í Júgóslavíu sem okkur var boðið að taka þátt í árið 1985, sagði Helga. Þar hlutum við fyrstu verðlaun. Þeir sem eru ráð- andi í þessum bransa sækja alþjóðlegar brúðuleikhúshátíðir mikið og fengum við mörg tilboð um að koma á aðrar hátíðir eftir að við hrepptum verðlaunin. Þá fórum við m.a. á hátíðir í Frakk- landi, Austurríki og Ítalíu en fleiri boð gátum við ekki þegið í það skiptið. Síðast var okkur boðið til Pól- lands núna í maí í vor með þessa sýningu og fengum þar góða dóma. Við höfum verið lánsamar hvað gagnrýnendur varðar því þeir hafa jafnan fjallað hlýlega um sýninguna. Sumir hafa talað um friðarboðskap í sýningum okk- ar og að sýningar íslenska brúðuleikhússins skeri sig mikið úr. I umfjöllun um þátttöku okkar í brúðuleikhúshátíð í Finnlandi fyrir þremur árum var hópurinn kallaður „ljósið frá Islandi" og auðvitað erum við ánægðar að fá svona góðar móttökur. Utlendingum þykir nýlunda að sjá tröll, álfa og náttúruanda í brúðuleikhúsi. Það eru svo margar þjóðir sem eru búnar að missa tengslin við sinn þjóðsagnaheim og geta ekki sótt til hans á sama hátt og við höfum gert, sagði Hallveig. — Hvernig dagskrá verðið þið með i þessari leikför? Þetta er í annað skiptið sem okkur er boðið að koma til Spánar en í fyrra skiptið gátum við ekki þegið það. Leiksýning okkar nefn- ist „Tröllaleikir" og er venjulega samansett af fjórum stuttum ein- þáttungum en í þetta sinn aðeins þrem. Tröllaleikir Sá fyrsti nefnist Flumbra og er leikgerð Hallveigar byggð á Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Baltasar og Helga Jónsdóttir flytja textann á spænsku. Tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson og er hún samin sérstaklega fyrir þennan þátt. Leikið verður á spænsku og er það Baltasar sem þýtt hefur. Hann mun jafnframt verða sögu- maður en Helga Jónsdóttir leikur drenginn. Þá verða einnig sýndir tveir látbragðsleikir með brúðum: Þættimir Eggið og Risinn draum- lyndi, sem báðir eru eftir Helgu Steffensen. Tónlistin við Eggið er eftir Debussy og Pink Floyd en tónlistin við Risann draum- lynda er eftir Áskel Másson. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir öllum þáttunum en Bjöm Guð- Helga Steffensen, Bryndís Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius í Tröllaleikjum. rúllað eftir öllu Evrópukortinu Rœtt við Bryndísi Gunnarsdóttur, Hallveigu Thorlacius ogHelgu Steffensen. Flumbra, stærsta brúðan í Tröllaleikjum, tveir og hálfur metri á hæð. Risinn draumlyndi reynir að stjórna brúðu. Eggið gætir að bömunum sínum. með brúður sem allar koma fram T.d. er brúðuleikhús ekki síður fyrir fullorðna en börn og það sér maður svo oft erlendis, stundum eru sýningar meira að segja bann- aðar börnum. Hér hefur reynst erfitt að fá fólk til að skilja að þetta er sjálfstæð listgrein sem stendur alveg jafnfætis öðrum listgreinum og á sér langa sögu. Það er ekkert að því að leika fyr- ir böm - það er meira að segja oft skemmtilegra, en það má ekki einskorða brúðuleikhús við börn og gera það að barnalist. Stundum hefur brúðuleikhúsið verið notað sem áróðurstæki. Það er engin tilviljun að Hitler og Sesar bönnuðu báðir brúðuleik- hús. íslenskt brúöuleikhús - Hefur það ekki staðið brúðu- leikhúsinu fyrir þrifum hér á landi að lítil hefð var til að byggja á? Jú, að sumu leyti, en það getur líka verið gott að hafa enga hefð. Við höfum notað okkur þjóðsög- umar og það hefur hjálpað okkur mikið. I íslensku þjóðfélagi er ekki nein hefð fyrir brúðuleik- húsi. Það var Jón E. Guðmunds- son sem fyrstur byijaði með brúðuleikhús hér á landi 1955 — það er nú ekki lengra síðan. Nú er brúðuleikhús hins vegar farið að blómstra hér og margir hafa fengið á því áhuga. Það mætti nefna kennara, fóstrur, listamenn og svo em uppi ýmsar hugmyndir um brúðuleikhús í sambandi við kennslutækni. Brúðubfllinn hefur verið öflug kynning fyrir þetta listform. Hann hefur alið yngstu kynslóðina upp í að horfa á brúðuleikhús allt frá tveggja ára aldri. Hjá mörgum bömum er þetta fyrsta leikhús- ferðin. - Hvernig byrjuðuð þið í þessum bransa? Við Helga byijuðum í þessu 1973 en Hallveig fór svo fljótlega að starfa með okkur. Þá var hald- ið námskeið á vegum Sjónvarpsins og Myndlista- og handíðaskólans. Síðan höfum við sótt ýmis fram- haldsnámskeið. - Eruð þið orðnar ríkar á þessu? Brúðuleikhús er engin upp- gripavinna. Okkur Hallveigu hefur tekist að lifa á þessu en Bryndís starfar einnig sem kenn- ari, sagði Helga. En þetta er skemmtilegt fyrir- tæki. Það er gaman að geta sameinað svona ferðalög og vinnu. Við ökum yfirleitt sjálfar og höfum rúllað eftir mestöllu Evrópulandakortinu. Stundum hefur varla verið tími til að lita inn heima fyrir þessum ferðalög- um, sagði Bryndís. — bó. Leikbrúðuland tekur nú þátt í alþjóðlegri brúðuleikhúshátíð í Bilbao á Spáni í boði Spán- verja. Brúðuleikhúshátið þessi er árviss viðburður og er hún alltaf haldin á sama tíma, rétt fyrir jólin. Að þessu sinni sýna á hátiðinni um 35 hópar frá ýmsum iöndum og heimsálfum. Leikbrúðuland mun einnig sýna i borgunum San Sebastian og Pamplona í þessari leikför. Aðstandendur Leikbrúðu- lands heita Bryndís Gunnars- dóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þær stöllur um leikförina og starf- semi Leikbrúðulands nokkrum dögum áður en þær lögðu af stað til Spánar, Ljósið frá íslandi Upphaf velgengni okkar er- - Er mikill munur á brúðu- ieikhúsi hér og erlendis? Ýmislegt er öðruvísi af því að hér er ekki byggt á langri hefð. mundsson mun sjá um lýsingu og leikhljóð. Þetta er semsé allt sem við erum vanar að vera með í Trölla- leikjum nema Búkolla — hún fær ekki að fara með en er bundin heima í fjósi, sagði Bryndís. I þessum sýningum er mjög blönduð brúðugerð, frá litlum hanskabrúðum til brúðu sem er 2,5 metrar að stærð og allt þar á milli. Það var m.a. fyrir þessa §öl- breytni í brúðugerð sem við fengum verðlaunin í Júgóslavíu. Túngumálið hamlar okkur ekki því Tröllaleikir hafa verið fluttir á Qölmörgum tungumálum, þar á meðal esperantó og serbókró- atísku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.