Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 ROTHSCHILD ROTHSCHILD lávarður fv. starfsmaður brezku leyniþjón- ustunnar MI5, hefur neitað ásökunum um að hann hafi verið sovézkur njósnari og „fimmti maðurinn" í njósnamálunum í Bretlandi eftir stríð. Þessar ásakanir hafa komið fram í sam- bandi við tilraun brezku stjórnar- innar til að af stýra því að bók eftir Peter Wright, annan fyrr- verandi starfsmann MI5, verði gefin út í Ástraliu. Rothschild lávarður: opið bréf Ióvenjulegu bréfí til „Daily Telegraph", sem birtist á forsíðu, skoraði Roth- schild á yfírmann MI5, „eða annan ábyrgan að- ila“, að hreinsa sig af þessum ásökunum. Hann sagði að MI5 hefði undir höndum „óvefengjanlegar sannan- ir“ um að hann hefði aldrei verið erindreki Rússa og aldrei unnið með njósnurunum Guy Burgess, Donald Maclean, Kim Philby og Anthony Blunt, sem gengu Rússum á hönd í Cambridge fyrir stríð. Hann hafði ekkert viljað um málið segja þar til bréfíð birtist og áskorunin á sér ekki hliðstæðu. Bréfíð neyddi Margaret Thatcher forsætisráðherra til að gefa yfirlýs- ingu á þingi, en hún þótti sýna einkennilega hálfvelgju. Hún sagði aðeins að „engar sannanir" gegn Rothschild lægju fyrir, en vildi ekki hreinsa hann af sök og minntist ekki á mikilsverð störf hans í þjóð- arþágu, eins og þingheimur virtist vilja. Bréfíð ber vott um Rothschild hafi tekið nærri sér að nýjar sögu- sagnir hafa komizt á kreik vegna þess að hann var góður vinur Blunts, sem frú Thatcher afhjúpaði sem sovézkan njósnara 1979. Nafn Rothschilds hefur talsvert borið á góma í réttarhöldum í máli Wrights í Sydney í Ástralíu. Wright kveðst hafa farið að ráðum Rothschilds og veitt blaðamanninum Chapman Pincher upplýsingar um baráttu sína gegn sovézkum „moldvörpum" í MI5. Síðan hafa þingmenn úr Verka- mannaflokknum haldið því fram að Rothschild hafí sett Wright í sam- band við Pincher til að eyða þrálát- um grunsemdum um að hann hafi verið „fimmti maðurinn". Pincher byggði bók sína „Starf þeirra er svik“ („Their Trade Is Treachery") Rothschild lávarður og Tess: stríðsheljur Peter Wright (t.v.) ræðir við lögfræðing sinn, Malcolm Turnball, fyrir utan dómshúsið í Sydney Anthony Blunt: fjórði maðurinn Kim Philby: Rothschild fékk hann til að játa að miklu leyti á upplýsingum Wrights og hélt því fram að Sir Roger Hollis, yfirmaður MI5 1956-1865, hefði verið sovézkur njósnari. Lögfræðingar Rothschilds hafa ráðlagt honum að segja ekkert um samband hans og Wrights, sem er mikilvægt atriði í málaferlunum í Ástralíu. En hann kvaðst hafa skrif- að bréfið til „Daily Telegraph" „svo að ekki verði taiið að þögn gefi eitt- hvað annað til kynna en að ég sé algerlega saklaus af þeim ásökun- um, sem á mig hafa verið bornar síðan 1980, að ég hafi verið „fimmti maðurinn.“.“ Sósíalisti Hugmyndirnar um að Rothshild kunni að hafa verið „fimmti maður- inn“ stafa af því að hann var sósíalisti og þekkti Blunt, Burgess og Philby þegar þeir voru við nám í háskólanum í Cambridge fyrir stríð. Hann þekkti líka Michael Straight, auðugan Bandaríkja- mann, sem gekk einnig í þjónustu Rússa, en sneri við þeim baki og kom upp um Blunt. Nathaniel Mayer Victor Roth- sehild barón er höfuð brezkrar greinar frægrar Gyðingaættar fjár- málamanna, sem hafa verið æði umsvifamiklir beggja vegna Ermar- sunds síðan í Napoleonstríðunum. Hann stundaði nám í klassískum fræðum í Harrow-skóla til 16 ára aldurs, en fékk þá áhuga á raunvís- indum og hlaut styrk til vísinda- náms í Trinity College í Cambridge. Þar fór fljótt mikið orð af honum fyrir gáfur, en hann hafði mestan áhuga á veizlum og íþróttum, lag- legum stúlkum og Bugatti-kapp- akstursbíl, sem hann ók. Victor Rothschild, eins og hann hét þá, gerðist sósíalisti og kynntist Blunt, Burgess og fleirum „Postul- um“ úr illræmdu og leynilegu málfundafélagi, sem svo var nefnt. Þar sem kommúnistar höfðu starfað í fimm manna „sellum" frá 1917 hafa menn mikið velt því fyrir sér síðan Blunt var afhjúpaður, löngu eftir að Burgess, Maclean og Philby flýðu til Moskvu, hver „fimmta maðurinn“ hafi verið, þótt ekki sé víst að hann hafí verið til. Ekki var óalgengt á þessum tíma að ungir menntamenn úr brezkri yfírstétt aðhylltust sósíalisma og teldu kapítalsima hafa gengið sér til húðar. Rothschild neitar því hins vegar að hann hafi verið marxisti og segist ekki hafa haft mikinn áhuga á hugmyndafræði, en haft áhyggjur af atvinnuleysi og fasisma sem aðrir. Rothschild starfaði í MI5 öll stríðsárin, Hann varð einn færasti og djarfasti sprengjusérfræðingur Breta og var sæmdur einu æðsta heiðursmerki þeirra, Georgs- orð- unni, fyrir að gera sprengjur óvirkar. Tess Mayor, sem var hon- um til aðstoðar, var einnig heiðruð og varð síðari kona hans (hann á tvo syni og fjórar dætur). Chapman Pincher segir að Rothschild hafi stjómað leynilegri rannsókn á flug- slysinu, sem varð pólska hershöfð- ingjanum Sikorski að bana í Gíbraltar, og yfirheyrt Otto Skorz- eny, sem bjargaði Mussolini. Leig’ði Burgess Rothschild hefur oft verið sakað- ur um að hafa leigt Burgess hluta húss síns í Bentinck-stræti í London í stríðinu. Sjálfur bjó hann í Dor- chester-hótelinu þegar hann var í borginni, því að þjónar hans vom kvaddir í herinn. Pincher segir að sannleikurinn sé sá Rothschild og fyrri kona hans hafi boðið Tess Mayor og annarri vinkonu þeirra frá Cambridge- árunum húsnæðið á leigu. Þær hafí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.