Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
Er verið að drekkja þjóðinni
í happdrættismiðum?
HARÐNANDI samkeppni er á
skyndihappdrættismarkaði
líknar- og íþróttafélaganna og
gætir þess ekki hvað sízt í póst-
kössum landsmanna og í auglýs-
íngum fjölmiðla. Þeir eru orðnir
1.400 talsins sem tilkynnt hafa
Hagstofunni, að þeir vilji láta af-
má nöfn sín af þvi eintaki þjóð-
skrár sem notað er til útsendinga
happdrættismiða. Forráðamenn
styrktarfélaga, sem byggt hafa
afkomu sína á þessum frjálsu
framlögum almennings, hafa
áhyggjur af því hversu markaður-
inn er orðinn aðþrengdur, en auk
skyndihappdrættanna eru rekin
hérlendis þijú stór landshapp-
drætti, eins og kunnugt er. Til
viðbótar hefur verið mikil þátt-
taka í getraunum íþróttasam-
bands íslands en nýjasta tiltækið
á markaðnum, „lottóið", ógnar nú
veldi ÍSÍ og ef til vill fleiri stórra
félaga, sem gera út á mið happ-
drættanna. Fram til 25. nóvember
sl. hefur dómsmálaráðuneytið
gefið út 114 skyndihappdrættis-
leyfi á þessu ári með útgefnum
3,2 milljónum miða að verðmæti
rúmlega einn mUljarður króna.
Upphæð vinninga í þessum happ-
drættum er tilgreind 164,5 millj-
ónir króna. Dregið er í 26
happdrættum í þessum mánuði,
flestum á Þorláksmessu og að-
fangadag. Þá hefur og orðið vart
við, að almenningur beri ekki
sama traust til Iíknarfélaga og
fyrrum og ljóst virðist að ekki
verður lengur beðið með að hið
opinbera setji reglur og auki eftir-
lit með framkvæmd skyndihapp-
drætta. Slíkar reglur hafa nú
verið í undirbúningi í dómsmála-
ráðuneytinu í áraraðir.
Þegar félagasamtök, eða þeir aðr-
ir sem hyggjast hefla Qáröflun með
útgáfu happdrættismiða, ákveða að
hefjagt handa ber þeim fyrst sam-
kvæmt lögum að fá heimild dóms-
málaráðuneytisins. Með þessari
samantekt er birtur listi, sem unnin
var fyrir Morgunblaðið í dómsmála-
ráðuneytinu, yfir veitt leyfi á árinu,
eða fram til 25. nóvember sl., enn-
fremur yfir fjölda happdrættismiða
og vinninga. Að sögn starfsmanns
ráðuneytisins hefur einvörðungu ve-
rið sótt um leyfi til minni happdrætta
eftir 25. nóvember, en það hefur
ekki allt hlotið afgreiðslu.
Aðstandendur flestra stærri
skyndihappdrættanna hafa tekið
þann kost að senda happdrættismiða
heim til fólks með gíróseðlum. Til
þess að fá útskrift samkvæmt þjóð-
skrá þarf leyfi hjá Hagstofu Islands
eða tölvunefnd, en fólki er heimilt
að láta afmá nöfn sín af þeim skrám
% r^r
Morgunblaðið/RAX
sem til þessa eru notaðar. Pjórtán
félög og félagasamtök hafa fengið
leyfi Hagstofunnar það sem af er
þessu ári, auk nokkurra sóknar-
nefnda og líknarfélaga sem fengið
hafa leyfí til að hagnýta þjóðskránna
vegna fjáröflunar innan eigin vé-
banda.
Eitt happdrættanna hefur valdið
nokkrum umræðum í tölvunefnd, en
það er happdrætti Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra. Það hefur í
áraraðir gefið út happdrættismiða
með símanúmerum landsmanna.
Tölvunefnd hefur gefíð leyfi til þess
að félagið noti gögn Pósts og síma
í þessum tilgangi, þ.e. símaskrána.
Hjá nefndinni liggur nú til meðferðar
kæra frá manni sem segist hafa kraf-
ist þess, að samkvæmt ákvæðum
laga yrði nafn hans afmáð af skrá
þessari. Það hafi hins vegar ekki
verið gert. Málið er til athugunar hjá
tölvunefnd og hefur verið sent til
umsagnar Póst og símamálastjóra.
Að sögn framkvæmdastjóra happ-
drættisins, Kristínar Ingvarsdóttur,
á ekkert að vera í veginum fyrir því
að fólk geti látið afmá nöfn sín og
símanúmer, ef það hefur samband
við skrifstofu styrktarfélagsins í tíma
fyrir útgáfu happdrættismiðanna.
Að sögn Jóns Thors ritara tölvu-
nefndar byggir leyfisveitingin til
Styrktafélagsins fyrst og fremst á
því, hversu lengi félagið hefur haft
þennan hátt á við útgáfu happdrætti-
smiðanna, en hann var spurður hvort
notkun símanúmera gengi ekki nokk-
uð nærri ákvarðanafrelsi einstakl-
ingsins. Undirrituð veit t.d. dæmi
þess að ellilífeyrisþegi, sem ekki taldi
sig hafa efni á að kaupa heimsendan
happdrættismiða, varð fyrir töluverð-
um óþægindum þegar vinningur kom
á símanúmer hans. Með því að láta
taka númerið af útsendingarskrá á
fólk ekki að eiga á hættu að slíkt
gerist, því símanúmer viðkomandi
er þá ekki prentað. Hið sama á að
gilda, ef happdrætti yrðu gefín út á
nafnnúmer, heimilisföng, fæðingar-
númer eða annað það sem notkun
þjóðskrár gæti boðið upp á.
Hallgrímur Snorrason hagstofu-
stjóri var spurður álits á þessu og
hvort ekki væri gengið nokkuð langt
í að heimila félögum aðgang að þess-
um skrám. Hann sagði m.a.:
„Hagstofan hefur í samráði við tölvu-
nefnd heimilað aðgang að þjóðskrá
í þessu skyni í þágu ýmissa félaga-
samtaka, einkum líknarfélaga. Hefur
þá verið horft til þess, að félagasam-
tök þessi gegna mikilvægu hlutverki
í þjóðfélaginu, sem ella væri hlut-
skipti hins opinbera að styrkja og
þá nauðsynlegt að kosta af skattfé.
Þó er engu að síður nauðsynlegt, að
henni sé ekki beitt í óhófi, þannig
að fólk fái ekki í sífellu póstsending-
ar, sem það hefur ekki óskað eftir
og ekki eru nauðsynlegar vegna
þarfa hins opinbera. Til að tryggja
rétt fólks í þessum efnum eru jafn-
framt ákvæði í lögum um kerfís-
bundna skráningu, er varða
einkamálefni, þess efnis, að skylt sé
að verða við óskum manna um að
nöfn þeirra seu afmáð af skrám, sem
notaðar eru til útsendinga auglýs-
inga, dreifibréfa, áróðurs og þess
háttar. Fólk getur sent Hagstofimni
bréf þar að lútandi og við höfum
sérstök eyðublöð sem eiga jafnframt
að liggja frammi á skrifstofum
stærstu sveitarfélaganna víðs vegar
um landið. Nöfn þeirra verða þegar
afmáð af því eintaki þjóðskrárinnar
sem notuð er í þessu skyni, þegar
okkur berast um það slík boð.“
Talsmenn þeirra happdrætta, sem
sent hafa út happdrættismiða með
gíróseðlum nú fyrir jólin og rætt var
við, sögðu velflestir skil á greiðslum
tregari nú en áður. Kenndu flestir
aukinni samkeppni um, en menn
hafa leitt að því líkur, að þau happ-
drætti, sem hafa verið mest áberandi
á auglýsingamarkaðinum, veiji allt
að tveimur milljónum króna í auglýs-
ingar í ár, jafnvel meira.
Samkvæmt upplýsingum frá happ-
drættunum er ekki óeðlilegt að ætla,
að a.m.k. helmingur tekna fari í
kostnað. Eitt af stærstu styrktarfé-
lögunum, sem ekki verðu nafngreint
hér, en er með mjög rótgróið happ-
drætti, hafði til dæmis 8,6 milljónir
króna í brúttótekjur af happdrætti
fyrir jólin í fyrra. Tekjur, þegar heild-
arkostnaður, - vinningar þar með
taldir, - hafði verið dreginn frá, voru
hins vegar 4,4 milljónir króna. Af
átta vinningum gengu sex út.
Þegar rætt er um vinninga er eftir-
tektarvert, að nú auglýsa nokkur
happdrættanna, að aðeins sé dregið
úr seldum miðum, þ.e. að nú eigi
allir vinningar að lenda hjá kaupend-
um happdrættismiðanna. Þetta atriði
hefur verið nokkuð mikið rætt, en
hvert er eftirlit með útdrætti og af-
hendingu vinninga allra þessara
happdrætta? Ef miðað er við þær
tölur, sem fram koma í skránni yfir
leyfísveitingar dómsmálaráðuneytis-
ins, þá nema vinningar u.þ.b. 16%
af heildarverðmæti útgefínna miða.
Þessi tala er mjög mismunandi, eins
og sjá má á meðfyigjandi skrá. Sam-
kvæmt því sem næst verður komist
má reikna með að ef helmingur miða
selst þýði það að helmingur vinninga
gangi út, en hér er væntanlega að-
eins um líkindareikning að ræða.
Ýmis óheppileg atvik, svo ekki sé
meira sagt, sem fjallað hefur verið
um undanfarin og almenn umræða
um þessi mál kallar tvímælalaust á
ákveðnar reglur um þessi happ-
drætti og aukið eftirlit. Þó svo engin
Happdrættisleyfi út-
gefináárinu 1986
Samtök aldraöra, Reykjavík
Leyfi útg. 6. janúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
491.312, þ. á m.flugmiðarfráArnar-
flugi og Flugleiðum, myndbandstæki,
segulbandstæki o.fl. Dregið 20. mai
1986. Miðafjöldi 14.000. Verö hvers
miða kr. 150.-.
4. bekkur Verzlunarskóla íslands
Leyfi útg. 16. janúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
180.432, hljómtæki, ferð til London,
Ijósmyndavörur, hjól, úttekt í Gullhöll-
inni, plötur, matur á Hótel Holti, Ijós,
reiötúr, Nýtt líf. Dregið 18. marz 1986.
Miöafjöldi 6.000. Verð hvers miða kr.
180.-.
Slysavamasveitin Vopni, Vopnafirði
Leyfi útg. 20. janúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
100.000, sjónvarp, örbylgjuofn, tjald,
svefnpokar, björgunarhnífar, bakpokar.
Dregið 31. marz 1986. Miöafjöldi 1.500.
Verð hvers miða kr. 250.-.
Félag heymarlausra, Reykjavík
Leyfi útg. 22. janúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
1.042.000, húsgögn, myndbandstæki,
myndbandsupptökutæki, utanlands-
ferðir. Dregiö 10. júlí 1986. Miðafjöldi
25.000. Verð hvers miða kr. 250.-.
Knattspymufólag Reykjavfkur,
knattspyrnudeild
Vinningar 12 myndbandstæki af
Philips-gerð, samtals að verðmæti kr.
715.200. Leyfi útgefiö22.janúar 1986.
Dregiö 8. mai 1986. Miöafjöldi 25 þús.
Verð hvers miða kr. 150.-.
íþróttafólagið Leiknir
Leyfi útg. 23. janúar 1986.
Vinningar 5 vöruúttektir hjá Sportvali
samtals að verðmæti kr. 50 þúsund.
Dregiö 3. marz 1986. Miðafjöldi 1.000.
Verð hvers miða kr. 250.-.
Fimleikasamband íslands
Leyfi útg. 3. febrúar 1986.
Vinningar 4 tölvur á samtals kr. 88
þús. og 8 vöruúttektir í Útilífi samtals
að verðmæti kr. 80 þús. Dregiö 1. april
1986. Miöafjöldi 10 þús. Verð hvers
miöa kr. 100.-.
Ferðasjóður SVS, Bífröst
Leyfi útg. 4. febrúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
134.150, þ. á m. saumavél, hrærivél,
skiði, ferðatæki, hnakkur, ryksuga,
pottasett o.fl. Dregið 10. apríl 1986.
Miðafjöidi 4.000. Verð hvers miða kr.
200.-.
Slysavarnafólag fslands
Leyfi útg. 4. febrúar 1986.
Vinningar 7 íbúðir í húsinu Löngumýri
18—24 í Garðakaupstað, samtals að
verðmæti kr. 11.200.000. Dregiö 8.
april 1986. Miðafjöldi 224.000. Verð
hvers miöa kr. 300.-.
Byggingamefnd Færeyska
sjómannaheimilisins
Leyfi útg. 5. febrúar 1986.
Vinningar samtals aö verðmæti kr.
220.000, myndsegulbandstæki, flug-
feröir, vöruúttektir í Hagkaupum.
Dregið 15. september 1986. Miöafjöldi
13 þús. Verö hvers miöa kr. 100.-.
Barnaskóli Vestmannaeyja
Leyfi útg. 5. febrúar 1986.
Vinningar samtals aö verömætl kr.
14.770, þ. á m. flug með Flugleiöum
og ferð með Herjólfi. Dregiö 28. febrúar
1986. Miöafjöldi 784. Verð hvers miöa
kr. 100.-.
Knattspymudeild Vals
Leyfi útg. 11. febrúar 1986.
Vinningar 10 myndsegulbandstæki
samtals að verðmæti kr. 430.000. Dreg-
ið 19. júni 1986. Miöafjöldi 1.000. Verð
hvers miða kr. 2.500.-. Drætti frestaö
til 15. ágúst 1986.
Hestamannafólagið Þytur, V-Hún.
Leyfi útg. 11. febrúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
104.000, þar af helztir hnakkur, ferð
með Arnarflugi og úttekt i KVH. Dregiö
13. marz 1986, Miðafjöldi 3.000. Verð
hvers miða kr. 200.-.
Slysavarnadeildin Gró,
Fljótdalshóraði
Leyfi útg. 11. febrúar 1986.
Vinningar samtals að verömæti kr.
125.500, videotæki, vöruúttektir o.fl.
Dregið 26. marz 1986. Miöafjöldi 2.500.
Verð hvers miða kr. 300.-. Drætti frest-
að til 1. april 1986.
Blindrafólagið
Leyfi útg. 14. febrúar 1986.
Vinningar 2 bifreiðir samtals að verð-
mæti kr. 1.190.000. Dregiö 18. júní
1986. Miðafjöldi 35 þús. Verð hvers
miða kr. 200.-.
Hestamannafólaglð Hörður
Leyfi útg. 17. febrúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
210.000, stærsti vinningur reiðhestur
.fyrir kr. 100.000. Dregið 1. ágúst 1986.
Miðafjöldi 6.000. Verð hvers miða kr.
150.-.
9. bekkur grunnskóla Eskifjarðar
Leyfi útg. 24. febrúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
16.400. Dregiö 2. maí 1986. Miðafjöldi
400. Verð hvers miðar kr. 100.-.
Foreldra- og kennarafólag
Safamýrarskóla, Reykjavfk
Leyfi útg. 24. febrúar 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
83.962. Dregið 14. apríl 1986. Miða-
fjöldi 3.000. Verð hvers miða kr. 100.-.
Drætti frestaö til 5. maí 1986.
Alþýðuflokksfólögin f Kópavogi
Leyfi útg. 5. marz 1986.
Vinningar 10 ferðavinningar samtals að
verðmæti kr. 300.000. Dregiö 10. júní
1986. Miðafjöldi 9.000. Verö hvers miða
kr. 200.-. Drætti frestaö til 15. júlf 1986.
Sóknamefnd Árbæjarsafnaðar
Leyfi útg. 5. marz 1986.
Vinningar 15 ferðavinningar samtals að
verðmæti kr. 500.000. Dregið 3. maf
1986. Miöafjöldi 20.000. Verð hvers
miða kr. 150.-. Drætti frestaö til 10.
maí 1986. Drætti frestaö til 17. maí
1986.
Hagsmunafólag hestaeigenda
ó Stokkseyri
Leyfi útg. 6. marz 1986.
Vinningar samtals að verðmæti kr.
57.000, stærsti vinningur vesturgamall
hestur á kr. 30 þús. Dregiö 18. júní
1986. Miðafjöldi 1.000. Verð hvers miða
kr. 200.-.
íþróttabandalag Akraness
4"